Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
23
SALOME Þorkelsdóttir, þriðji
maður á lista Sjálfstæðisflokks-
ins i Reykjaneskjördæmi, heim-
sótti í gær fyrirtæki í Mosfells-
sveit. Hún skoðaði hið nýja fugla-
sláturhús að Varmá, ísfugl, og
rabbaði við starfsmenn Bygg-
ungs. „Þetta glæsilega fuglaslát-
urhús sýnir frjálst framtak í
verki og það er einmitt að svona
uppbyggingu, sem við viljum
stuðla — að örva einstaklinginn
til dáða," sagði Salome á fundi
með starfsfólki ísfugls.
Fjörlegar og skemmtilegar um-
ræður fóru fram í kaffistofu
starfsfólks eftir að Salome hafði
kynnt sér sláturhúsið. Salome
gerði grein fyrir stefnu Sjálfstæð-
isflokksins. Margar fyrirspurnir
bárust og skemmti fólk sér hið
bezta. Og í kaffistofu ísfugls
komst Salome að þvi að hún átti
þar frændfólk — þau Magneu
Hannesdóttur, Kristínu Hannes-
dóttur og Loga Jónsson, sem öll
eru skyld Salome. Hið nýja fugla-
sláturhús að Varmá er mjög
fullkomið og nú er unnið að
fullnaðarfrágangi hússins.
Að lokinni velheppnaðri heim-
sókn í Isfugl, þar sem góður rómur
var gerður að máli Salome, heim-
sótti hún byggingarmenn Bygg-
ungs í Mosfellssveit. Á vegum
Byggungs er nú unnið að byggingu
71 raðhúss í sveitinni og lýsir það
glögglega miklum vexti í byggð-
arlaginu. „Við lofum ekki gulli og
Meðal frænda — Kristin Hannesdóttir, Saiome, Logi Jónsson og
Magnea Hannesdóttir.
grænum skógum — við vitum að
vandamálin eru gífurleg. En við
viljum takast á við þau. Við höfum
sett fram stefnuskrá og munum
standa og falla með henni,“ sagði
Salome á fundi með starfs-
mönnum. „Það er annaðhvort að
kjósa leið út úr verðbólgunni —
kjósa Sjálfstæðisflokkinn — eða
vinstri flokkana og áframhald
óðaverðbólgu,“ sagði hún enn-
fremur. Hún svaraði meðal annars
fyrirspurnum um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í húsnæðismálum,
um aukna ábyrgð sveitarfélaga,
minnkandi ríkisumsvif, stefnu
Sjálfstæðisflokksins í heilbrigð-
ismálum auk fleiri málaflokka.
Rétt eins og í Isfugli var gerður
góður rómur að máli Salome og
klöppuðu starfsmenn henni lof í
lófa þegar hún hélt á braut.
hins vegar. Starfsmenn ríkisfyr-
irtækja eru þrúgaðir af því að geta
aldrei gert nokkurn skapaðan hlut
án þess að fara bónleiðina í
fjármálaráðuneytið, engar nýj-
ungar eða rekstrarhagkvæmni.
Þetta hlýtur að leiða til þess að
menn þreytast fyrr en síðar,
annað er alls ekki átt við með
þessari málsgrein, sem ég sjálfur
ber reyndar enga ábyrgð á,“ sagði
Friðrik í svari sínu.
Þá var Friðrik að því spurður
hvort hann gerði sér grein fyrir
því hver fjárhagslegur skaði
Landssmiðjunnar væri af því að
rekinn væri sá áróður að annað-
hvort ætti að leggja hana niður
eða selja. Og hvort tilgangurinn
með þessum áróðri væri að valda
ríkisfyrirtækjum fjárhagslegu
tjóni. — „Það er auðvitað út í hött
að meining með þessum umræðum
sé að valda fyrirtækinu tjóni, hins
vegar tel ég mjög eðlilegt að
umræða fari fram um hluti þar
sem mismunandi sjónarmið eru á
lofti. Það er til að mynda ekki í
slæmum tilgangi sem vinstri
menn ræða um að eðlilegt væri að
sameina olíufélögin og sameina
eigi ríkisbanka og svo framvegis,
þetta er aðeins gert til þess að
skapa heilbrigða umræðu um
svona mál,“ sagði Friðrik í svari
sínu.
Alyktun samstarfsnefndar Landssmiðjunnar:
Vítavert ábyrgðarleysi
að gera 80 manna viimu-
stað að pólitísku bitbeini
í UPPHAFI fundar Friðriks
Sophussonar fyrrverandi alþing-
ismanns og frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins með starfs-
mönnum Landssmiðjunnar var
lögð fram svohljóðandi ályktun
Samstarfsnefndar Landssmiðj-
unnar:
„Vegna kafla í stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins, þar sem lagt
er til að ríkisfyrirtæki séu seld, og
blaðaskrifa Friðriks Sophussonar
og annarra sjálfstæðismanna þar
að lútandi, vill Samstarfsnefndin
taka fram eftirfarandi:
1. I framangreindum umræðum
sjálfstæðismanna kemur ekki
fram að Landssmiðjan er rekin
með hagnaði, þiggur ekki fé úr
ríkissjóði og greiðir skatta sem
nema í ár 28 milljónum króna.
Með slagorðinu Báknið burt er
almenningi gefið í skyn að hér sé
um byrði á almennum skattgreið-
endum að ræða, sem eru ósann-
indi, sem gætu verið sprottin af
tvennu, annars vegar vanþekkingu
á rekstri fyrirtækisins, hins vegar
vísvitandi blekkingu.
2. Ríkisvaldið hefur ekki beitt
áhrifavaldi í Landssmiðjunni til
þess að hafa áhrif á markaðsverð
eða vísitölu.
3. Landssmiðjan á í harðri sam-
keppni við önnur fyrirtæki og
áróður fyrir því að leggja hana
niður eða breyta eignarformi
hennar veldur henni verulegu
tjóni.
4. Við teljum það vera vítavert
ábyrgðarleysi stjórnmálaflokks og
stjórnmálamanna að gera 80
manna vinnustað, sem gegnir
hlutverki sínu með prýði, að póli-
tísku bitbeini á forsendum sem
annaðhvort eru sprottnar af van-
þekkingu eða vísvitandi ósannind-
um.
5. Að ósk iðnaðarráðuneytisins
hafa verið gerðar tillögur um
úrbætur í húsnæðis- og starfsað-
stöðu Landssmiðjunnar. Þær gera
ráð fyrir uppbyggingu Lands-
smiðjunnar á nýju athafnasvæði
við Kleppsvík í Sundahöfn og er
gert ráð fyrir möguleikum á sam-
tengingu við fyrirhugaða skipa-
verksstöð á sama stað.
Ljóst er að ekkert einkaframtak
ræður við verkefni af þessu tagi og
það verður ekki framkvæmt nema
til komi samvinna opinberra aðila.
Umtalsverður hluti af viðgerðum
íslenskra skipa fer fram erlendis,
vegna skorts á aðstöðu til slíkra
viðgerða hérlendis. Samstarfs-
nefndin telur uppbyggingu slíkra
fyrirtækja, sem að framan greinir,
þjóðhagslega hagkvæma og leggur
áherslu á að mótaðri stefnu iðnað-
arráðuneytisins verði fylgt og
hrint í framkvæmd."
Ahugamenn
stof na mál-
fræðifélag
ÁHUGAMENN um málfræði
hafa í hyggju að stofna til
félags sem hafi það markmið
að efla fræðslu hér á landi um
íslenska og almenna málfræði
og stuðla að rannsóknum á
íslensku máli. Félaginu er
ætlað að gangast fyrir
fræðslufundum um málfræði-
leg efni og annast útgáfu
tímarits um íslenskt mál.
Hugmyndin er að tímaritið
komi út einu sinni á ári, og er
fyrsta bindi þess, sem er
jafnframt afmælisrit, helgað
Ásgeiri Blöndal Magnússyni
sjötugum, nú í prentun.
Ætlunin er að félagið verði
opið öllum áhugamönnum um
málfræði og íslenska tungu, og
eru þeir sem áhuga hafa á
þátttöku í félaginu hvattir til
að koma á stofnfund þess, sem
haldinn verður laugardaginn
1. desember kl. 13 í stofu 423 í
Árnagarði við Suðurgötu.
Fréttatilkynning.
Höfum fyrirliggjandi olíu-
sigti í sjálfsskiftingar.
Skiftum á staðnum.
J. SVEINSSON & CO.
Hverfisgötu 116 — Reykjavík.
Lærið
vélritun
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 29. nóvem-
ber. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin
heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma
41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskalinn
Suðurlandsbraut 20
Utankjön>taðak(Miirig
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788,
39789.
Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrif-
stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru
heima á kjördegi.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá.
Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjar-
skólanum alla daga 10—12, 14—18 og
20—22 nema sunnudaga 14—18.
SJALFBOÐAUÐA
VANTAR
Okkur vantar sjálfboðaliða 15 ára og
eldri til starfa um helgina, viö kosn-
ingagetraunina.
Allt vinnuframlag — til lengri eöa
skemmri tíma er vel þegiö.
Sjálfboöaliöar eru beönir aö gefa sig
fram viö skrifstofur félagsins aö Nóa-
túni 21 eöa Öldugötu 4 í síöasta lagi
n.k. föstudag.
+
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
NÓATÚNI 21 REYKJAVÍK SÍMI: 26722
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
ýöingu
r.
\ í góöu'
kr.
bandi-