Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Þröstur J. Karlsson: Islenzk bók- menntapólitík launasjóður rithöfunda SM. Reykiav,k’ 35- febrúar i9 fensið ™sájny^ruTs\trísTöfunda hefur ekkl Mnnt aa velta ** ^ ^ en athygu yðar er vak ta^“laun að þessu sinnl Un næStu ^thlutun rennur u't Jm ^ UmS°'knarf^stur Ut um n®stu áramót. Reykjsvik. 21. febrúar 1978 Stjórn Launasjóös rlthöfunda hefur fengið uir.sólcn yðar um starfslaun. íví miður var ekki unnt að veita yöur starfslaun að þessu sinni. Reykjavlk, 10. febrúar 1979 Stjórn Launasjóðs rithöfunda hefur fe.ngið umsókn yðar um starfslaun. Því mlður var ekki unnt að velta yður starfslaun að þessu sinni. Men»tAMAlarAð tSLANDS lJnGÓkn va V/T r~jL; - ■ .5 r 1L' r \j; rk. rlykjAVIk r •'-yr:: *x* ‘Jvr m 2 • y'- r :Jr? Unrj “nn t :rr ’1 h<r I9?n ■ t 20. = Ég ákvað að skrifa neðangreind- an pistil, eftir að hafa barið augum forystugrein Vísis 20. nóv. s.l. — er bar heitið íslenskar bókmenntir og erlent mynd- prent. — Rétt er það því miður, að alltof fáar íslenzkar barnabækur eru á boðstólum eins og ritstjór- arnir benda á, og sú spurning vaknar hvort íslenska barnabókin sé að deyja út, eða er hægt að láta hana tóra eitthvað lengur. Og hvað veldur? Ritstjórarnir benda á að veru- legt átak þyrfti að gera til að útgefendum verði með einhverju móti auðveldað að standa undir íslenzkri barnabókaútgáfu. Hefur verið ymprað á hugmyndinni ár eftir ár án nokkurs árangurs. En hvað með þá sem barnabæk- urnar rita? Til hvers ættu þeir yfirleitt að skrifa fyrir börn þegar barnabók- inni er sýnt slíkt virðingarleysi sem ég kem nú að. 1) Virðingarleysi almennings sem kaupir fremur fjölþjóða myndabækur en þær íslenzku. 2) Virðingaleysi af hálfu þess opinbera sem hrifsar til sín þann litla hagnað af sölu íslenzku barnabókanna ef ein- hver er, með söluskatti í stað þess að styrkja útgáfu þeirra. 3) Virðingarleysi launasjóðs rit- höfunda gagnvart barnabóka- höfundum. Þótt um 40% af lesendum bóka- safna séu börn, þykir þeim herr- um í stjórn launasjóðs rithöfunda ekki ástæða til að veita barna- Þröstur J. Karlsson bókahöfundum starfslaun sem skildi og hefur undirritaður ekki farið varhluta af því. Skýringin á því hvers vegna íslenzka barnabókin verður utan- gátta og lognast út af er, áhuga- leysi valdamanna á því að styðja barnabókahöfunda. Samkvæmt reglugerð eiga þeir rithöfundar sem gefa út bók á árinu áður en úthlutunin fer fram, rétt á starfslaunum. En barna- bókahöfundurinn verður samt oft á tíðum útundan þótt út hafi komið bók eftir hann. Kynórahöf- undar fá launin fremur. Slíkt er virðingarleysið gagnvart barnab- ókinni, og það er kaldhæðnisleg staðreynd að það er afþreyinga- bókunum að þakka að hægt er að gefa út fagurbókmenntir eftir því sem ég hef fregnað hjá útgefanda hér í borg. Þær bera sig svo vel. Slíkur er smekkur (bókaþjóðar- innar). Tíma barnabókahöfunda er því betur varið í að afla sér lífsviðurværis á skeiðvelli vinnu- markaðarins. Hvenær hefur til dæmis barna- bókahöfundur komist á heiðurs- laun hér á landi fyrir sínar barnabækur eingöngu? Og hve margir hafa fengið starfslaun yfirleitt? Undirritaður hefur gefið út 12 bækur á tíu ára tímabili án þess að hljóta nokkru sinni starfslaun, enda þótt bækur mínar hafi hlotið viðurkenningu frá rithöfundasjóði íslands. Þá er komið að bókmenntapólitíkinni, fyrirsögn þessa pistils. — Ég freistast til að spyrja, þótt ég hafi litla von um svör, allra síst frá launasjóðnum sem hefur verið skipaður sömu mönnum ár eftir ár, hvað sem tekur við á næsta ári. Þarf rithöfundur að gerast póli- tísk flokksbulla til vinstri eða hægri eða eitthvað þar á milli til að hljóta náð fyrir augum launa- sjóðsins? Eða þarf vissan myndafjölda af sér í blöðin ásamt hæfilegu magni af blaðri með? Eru þessi starfslaun mest bund- in við fullorðinsbækur sem sumar hverjar gætu verið skrifaðar af þroskaheftum og hafa ekkert bók- menntalegt gildi, en aftur á móti nóg af pólitískum og andkristnum áróðri? Eða þarf barnabók að fjalla eingöngu um vandamál og raun- veruleikann til að komast í klíkuna og fá þar með úr launa- sjóðnum? — Spurningin: Hvers vegna koma svona fáar frumsamdar barnabækur? Svarið gæti verið eitthvatá þessa leið: Það er ekki auðhlaupið að skrifa barnabækur og ekki eftir neinu að sækjast fyrr en höfundur kemst á fastan pró- sentsamning (sumir hafa gefið handritin til að koma þeim út) en leiðin þangað getur verið löng og erfið. Ég ætla ekki að hafa þennan pistil lengri, en vona að lands- menn beri harm sinn í hljóði yfir dauðastríði barnabókarinnar, en þar er ekki við barnabókahöfunda að sakast. — Ég er löngu hættur að halda, að eitthvað verði gert til að gera barnabókmenntum jafn hátt und- ir höfði og öðrum samtímabók- menntum. — Það verður seint gert. Innilegustu þakkir til þeirra, er sýnt hafa barnabókinni skilning og samúð. Reykjavík 20. 11. ’79 Þröstur J. Karlsson barnabókarithöfundur Urðarstíg 5. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæði.sflokksins á Vestfjörðum við alþingiskosningarnar í desember er þannig skipaður: 1. Matthias Bjarnason albingismaður. 2. Þorvaidur Garðar Kristjánsson albimrismaður. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari. 4. Einar K. Guðfinnsson háskólanemi. 5. Olafur H. Guðbjartsson húsgagnasmíðameistari. 6. Þórir Haukur Einarsson skólastjóri. 7. Kristin Hálfdánardóttir skrifstofumaður. 8. Ágúst Gislason bóndi. 9. Sigriður Pálsdóttir húsmóðir. 10. Asgeir Guðbjartsson skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.