Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Valur og Víkingur leiða saman hesta sína Ráðast úrslitin í kvöld? í KVÖLD kl. 19.00 mætast i Laugardalshöllinni Víkingur og Valur i fyrri leik liðanna i 1. deild. Lið Vikings er nú i efsta sæti i 1. deildinni ásamt FH en það eru einu liðin i 1. deild sem ekki hafa tapað stigi eftir þrjár umferðir. Valsmenn mega illa við þvi að tapa tveimur stigum i kvöld ætli þeir sér að verja íslandsmeistaratitilinn. Eins og fram kemur hér á eftir i spjalli við þjálfara liðanna. eru bæði liðin i mjög góðri æfingu um þessar mundir. Valsmenn munu halda utan á morgun, fimmtu- dag, til Bretlands þar sem þeir mæta enska liðinu Brentwood í London um helgina. Og Víkingar leika i Sviþjóð innan skamms. Valur hefur hamskipti Lið Vals mun mæta til leiks í alveg nýjum búningum. Þeir hafa að undanförnu leikið í Hummel- búningum en leika nú í Adidas frá toppi til táar. Þá mun Stefán Halldórsson sem verið hefur meiddur að undanförnu leika með liðinu að nýju. Páll leikur sinn 300. leik Páll Björgvinsson, sá snjalli leikmaður, mun leika sinn 300. meistaraflokksleik í kvöld fyrir Víking. Páll hefur mörg undanfar- in ár verið einn af burðarásum Víkingsiiðsins og er nú leikreynd- asti maður þess. Spurningin er hvort honum tekst að leiða liðið til sigurs í kvöld. Hörkuleikir Jafnan þegar Víkingur og Valur mætast sýna liðin mjög góðan handknattleik. Og leikir þeirra bjóða upp á hraða, hörku og spennu. Handknattleiksunnendur ættu því að fá eitthvað fyrir snúð sinn í höllinni í kvöld. Rétt er að benda fólki á að mæta tímanlega til að forðast þrengsli, en leikur- inn hefst kl. 19.00 eins og áður sagði. Landsliðsþjálfarinn Jóhann Ingi verður kynnir. — þr. m' • Verður Hilmar Björnsson þjálfari Vals svona brosmildur eftir leikinn i kvöld? Nú fara veður- og akstursskilyrði að gerast ótrygg,að íslenskum hætti, svo ekki sé meira sagt. Því er bæði nauðsynlegt og tímabært fyrir bifreiðaeigendur að búa sig vel til hjólanna. Goodyear snjóhjólbarðarnir eru hannaðir til þess að gefa hámarks rásfestu og grip í umhleypingum vetrarins. Þú ert vel búinn til hjólanna, vetrarlangt, með Goodyear. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Felgum, affelgum og neglum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Hjólbaróaþjónustan Laugavegi 172,símar 28080, 21240 HEKLAHF Hvað segja þjálfararnir Þjálfari Víkings, Bogdan: — Við í Víkingi erum í góðri æfingu þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að við höfum misst fjöldan allan af æfingatimum í Laugardalshöllinni, þar sem hún er svo oft upptekin á kvöldin fyrir kappleiki. Liðið er þó þrátt fyrir það i góðri likamlegri æfingu og vonandi skortir leik- menn ekki einbeitingu þegar á inn á eftir að bjóða upp á spennu og skemmtun fyrir áhorfendur. Þjálfari Vals, Hilmar Björnsson: — Þetta verður skemmtilegur leikur, og örugglega leikur fyrir áhorfendur. Bæði liðin eru í mjög góðri þjálfun núna þar sem þau eru að fara í Evrópukeppni, og þjálfun þeirra hefur miðast við • Bogdan þjálfari Vikinga vill engu spé um úrslit og segir bæði liðin eiga jafna möguleika á sigri. hólminn verður komið. Þessi leik- ur er afar þýðingarmikill. Mér fundust leikmenn Víkings leika frekar illa á móti Fram, þeir einbeittu sér ekki eins og skyldi og gerðu ekki eins og fyrir þá var lagt. Valur og Víkingur eru með bestu liðin í 1. deildinni i ár, en geta hins vegar hæglega tapað stigum til Fram, FH og Hauka. Ég tel að möguleikar Vals og Vikings séu jafnir til sigurs i leiknum i kvöld. Það er ómögu- legt að spá um úrslitin. Leikur- að vera í sem bestri æfingu á þessum tíma. Við munum alveg örugglega veita Valsmönnum harða keppni, við megum illa við því að tapa öðrum tveimur stig- um í mótinu svona i byrjun. Eg treysti mér ekki til þess að spá um úrslitin í leiknum, hann verður allan tímann mjög jafn. Best gæti ég trúað þvi að eitt til tvö mörk skilji liðin i lokin. En hver markatalan verður, það verður bara að koma í ljós. — þr. Nýtt sölumet hja Getraunum ENN nýtt sölumet í Getraunum. Vinningsupphæð kr. 513.500.-. í 146.700 raðir seldar. Þrjár konur 2. vinning komu fram 68 raðir meðal fimm vinningshafa til 1. með 10 rétta sem gefur 16.100.-. vinnings með 11 réttar lausnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.