Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 32
'Sími á afgreiðslu: 83033 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 á ritstjórn og skrifstofuí 10100 JH«r0unbInbib Lög vinstrí stjórnarinnar um Framleiðsluráð: Skömmtunarkerfi á bændur um áramót Framtöl bænda eru þegar tekin að ber- ast Framleiðsluráð- inu — framtöl síð- ustu 3ja ára. Þessir bunkar eru nú á borði í fundarher- bergi Framleiðslu- ráðsins í Bændahöll- inni. Ljósm. Mbl. Kristján. Framleiðsluráðið fær vald til að ákveða framleiðslu- magn hvers bónda í landinu STJÓRNARFRUMVARP vinstri stjórnarinnar um sér- stakt skömmtunarkerfi á framleiðslu bænda var sam- þykkt á Alþingi 6. apríl síðastliðinn. Byggir þetta kerfi á sérstakri kvótareglu, sem veitir Framleiðsluráði landbúnaðarins heimild til algjörrar miðstýringar. Ráðið hefur nú fengið lagaheimild til þess að ákveða, hve mikið hver bóndi má framleiða af búvöru. Er gert ráð fyrir því í lögunum, að bændur fái fullt verð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, sem hefur verið ákveðinn 80% af meðalframleiðslu 3ja síðustu ára, en síðan myndi verðið stiglækka eftir því, sem magnið færi umfram þetta mark. Lögin, sem samþykkt voru á Alþingi, heita Breyting á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins. í þeim er gert ráð fyrir, að sé bú stærra en meðalbú, verði um meiri skerðingu að ræða en á meðalbúi og mun þá vanta meira upp á fullt verð hjá slíkum bændum en öðrum. Sett hefur verið reglugerð með lögunum, en hún er mjög víðtæk. Framkvæmd laganna er nú til athugunar hjá Framleiðsluráðinu, en stefnt er að því, að unnið verði samkvæmt lögunum frá og með næstu ára- mótum. Skerðing búvöruverðsins til bænda mun fara eftir því sem markaður og útflutningsbætur leyfa, lögin gera ekki ráð fyrir því, að bændur geti fengið fullt verð af útflutningsbótum, niðurgreiðslum og sölunni hér innanlands umfram áðurnefnd mörk. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, krefst þetta kerfi gífurlegra'r vinnu og eftirlits, en Framleiðslu- ráðið á að hafa umsjón með framkvæmd þess. Fremur hljótt hefur verið um lög þessi og áhrif þeirra, og segja fróðir menn, að fæstir hafi áttað sig á því, hve umfangsmikið kerfi þetta er, sem verið er að koma á fót og inn á hvaöa brautir það leiðir bændur. Um er að ræða skömmtunarkerfi á búvöruframleiðslu. Talið er, að bændur hafi t.d. alls ekki áttað sig á kerfinu og þeir vita í raun ekki hvað bíður þeirra. Meðan á með- ferð þingsins stóð, komu alls konar ábendingar og athugasemd- ir við lögin, sem í upphafi voru tiltölulega einföld. En eftir breyt- ingar, sem á þeim voru gerðar, urðu þau gífuriega flókin og er nú rætt um, að þau séu mjög erfið í framkvæmd, og nánast mjög illa gerð. Grundvöllur þess kvótafyrir- komulags, sem nú er verið að vinna að, eru skattframtöl síðustu 3ja ára. Aðferðin, að leggja skatt- framtöl sem grundvöll að kvóta- kerfinu, er í raun meingölluð, þar sem framtölin eru alls ekki gerð í þessum tilgangi, heldur til þess að leggja á skatt. A skrifstofum úti á landi er nú unnið að því að ljósrita skattframtöl og eru þau send til Framleiðsluráðsins, þar sem unn- ið verður úr þeim. Tillögur Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar Vextir á innláimm hækki um 4%, en um 2lh% á útlánum Bankaráðið fyrsta siiuii á móti tillögu hankastjórnar, en vextir hefðu þurft að hækka um 6 til 9V2 % BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur lagt til við rikisstjórnina, að innlánsvextir hækki um 4%, en útlánsvextir um 2‘/2%. Þessi tillaga var til umfjöllunar i bankaráði Seðlabankans i gær, sem er samráðsaðili, en ekki ákvörðunaraðili í þessu máli og gerðist það þá fyrsta sinni, að meirihluti bankaráðs lagðist gegn tillögu bankastjórnarinnar, aðeins einn bankaráðsfulltrúi var henni meðmæltur. Meirihlut- inn, 3 fulltrúar vildu fresta ákvörðun um vaxtahækkun og einn fulltrúi sat hjá. Að mati hagfræðideildar Seðlabankans hefðu vextir þurft að hækka frá 6 til 9‘A% svo að ólafslögum yrði fullnægt. Kjartan Jóhannsson, bankamálaráðherra sagði i gærkveldi, að hann dokaði nú aðeins við eftir skýrslu banka- stjóranna um ákvörðun þeirra. Þegar hún lægi fyrir myndi ríkisstjórnin fjalla um hana, og væntanlega þá i dag. Pétur Sæmundsen, annar full- trúi Sjálfstæðisflokksins í banka- ráðinu sat hjá við skoðanakönnun í ráðinu og kvaðst gera það, vegna þess að hann liti svo á að vaxta- stefna, sem styddist ekki við styrka og samræmda stjórn allra meginþátta efnahagsmála væri í raun óframkvæmanleg. Hinn full- Verðjöfnunargjald á hitaveitu: 90 þúsund krónur á fmun manna fjölskyldu 2ja milljarða álögur á höfuðborgarsvæðið á ári VERÐ JÖFNUN ARG J ALD á gjaldskrá Hitaveitu Reykja- vikur, sem þyrfti að vera 40% samkvæmt tillögum nefndar, sem starfaði á vegum vinstri stjórnarinnar, mundi nema 2 milljörðum króna eða rúmlega 90 þúsund krónum i aukin gjöld á hverja 5 manna fjölskyldu á orkusölusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Hjörleifur Guttormsson, orku- ráðherra Alþýðubandalagsins í fyrrverandi ríkisstjórn, skipaði þessa nefnd, en eins og Morgun- blaðið skýrði frá í gær, lýsti Ólafur Jóhannesson, efsti maður á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík því yfir á „beinni línu“ Tímans, að hann teldi verðjöfnun óhjákvæmilega. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, nemur þessi verð- jöfnun, sem nefnd fyrrverandi orkuráðherra komst að niður- stöðu um, einni krónu á hverja kílówattstund. Heildarsala Hita- veitu Reykjavíkur á ári til Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Hafnfirðinga og fleiri nemur um 2 gígawattstundum á ári. íbúar á þessu orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur eru rúmlega 111 þús. trúi Sjálfstæðisflokksins, Sverrir Júlíusson, studdi tillögu banka- stjórnarinnar, og taldi að hún væri rétt mat á aðstæðum. Full- trúi Alþýðubandalagsins í banka- ráðinu, Ingi R. Helgason, formað- ur ráðsins og fulltrúar Framsókn- arflokksins, Geir Magnússon og Eiríkur Tómasson vildu allir fresta vaxtahækkuninni. Ingi leit svo á, að ekki skipti máli hvernig þeim áföngum yrði skipað fram til ársloka 1980, að náð yrði mark- miði laganna um stjórn efna- hagsmála 0. fl. Eiríkur hafði þó þá sérstöðu, að hann vildi frestun aðeins til 31. desember 1979. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Seðlabankans, að bankaráðið sam- þykkir ekki tillögur bankastjórn- arinnar, sem nú er skipuð Davíð ólafssyni og Guðmundi Hjartar- syni, en dr. Jóhannes Nordal er í leyfi. Á bankaráðsfundinum kom m.a. fram, að Þjóðhagsstofnun treysti sér ekki til að spá um framvindu efnahagsmála og verð- bólguhraða í ljósi þeirrar óvissu, sem kosningarnar hefðu í för með sér, en samkvæmt reglum á að miða við slíka spá við ákvörðun vaxtahækkunar, svo og þróunar síðustu mánaða. Tillögur banka- stjórnarinnar eru mjög varlega ákveðnar og ná þær ekki því marki, að neikvæðir raunvextir verði hlutfallslega jafnháir og þeir voru í maí síðastliðnum. Tillögur seðlabankastjórnarinn- ar verða nú sendar ríkisstjórn til ákvörðunar og verður ákvörðun að liggja fyrir í dag, eigi að vera unnt að birta hana í Lögbirtingarblað- inu fyrir mánaðamótin, en nýir vextir eiga að taka gildi 1. des- ember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.