Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
264. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Gull á
411 dali
London, 28. nóvember.
Reuter.
VERÐ á gulli hækkaði um meira
en 17 dollara únsan og var skráð
á 411,20 dollara í London eftir
mikil viðskipti sem var líkt við
ástandið áður en gullið lækkaði í
haust niður fyrir 400 dollara
únsan.
Aukinn áhugi á gullinu er talinn
stafa af veikleika dollarans sem
heldur áfram að lækka, einkum
þar sem bandarískir bankar hafa
dregið í land með háa vexti og
deilu Bandaríkjanna og Irans.
STRANGLEGA GÆTT--------Jóhannes Páll páfi II umkringdur vopnuðum tyrkneskum hermonnum við
grafhýsi Atatllrks þar sem hann iagði blómsveig að leiði föður tyrkneska lýðveldisins.
Kennedy
ógnað
257 fórust í DC-10 á
Suðurskautslandinu
Washinxton, 28. nóvembcr. Rcuter. AP.
KONA vopnuð hnífi reyndi
að ryðjast inn í skrifstofu
Edward Kennedys öldunga-
deildarmanns í dag, en ör-
yggisverðir handtóku hana
áður en hún gat komizt að
honum.
Kennedy var á öðrum stað
í skrifstofunni og gat ekki
séð atburðinn að sögn að-
stoðarmanns hans, Rick
Burke.
Konan heitir Suzanne Os-
good, 38 ára, og er frá Boston
eins og Kennedy. Öryggis-
vörður fékk smáskrámu á
hendi í áflogum við hana.
Konan hrópaði þegar hún
kom inn í skrifstofuna, en
Burke sagði að hann hefði
ekki skilið hana. „Hún var
greinilega rugluð,“ sagði
hann.
Carter forseti fyrirskipaði
að Kennedys yrði gætt allan
sólarhringinn nokkrum vik-
um áður en hann gaf kost á
sér í forsetaframboð. Nokkr-
ir öryggisverðir hafa verið í
skrifstofu hans síðan.
Bruke sagði, að Kennedy
hefði ekki kippt sér upp við
atburðinn og teldi að örygg-
isverðir hefðu brugðizt
rétt við.
Auckland. Nýja-Sjálandi. 29. nóvcmhor. AP.
I)C —10 fluRvcl Nýsjálcnzka fluKÍclaKSÍns scm var í skoðunarfcrð mcð 257
mönnum yfir Suðurskautslandinu rakst á cldfjallið Erchus á Ross-cyju í
dag og talið cr að allir þcir scm í fiuRvclinni voru hafi bcðið hana.
Leitarflujivélar bandaríska sjó-
hersins fundu flakið í hlíðum eld-
fjallsins skammt frá bandarísku
vísindastöðinni við McMurdo-sund,
um 2.000 mílur suður af Nýja-
Sjálandi. Tilkynnt var að flakið
virtist hafa brunnið of; ekkert benti
til þess að nokkur hefði komizt af.
Í flugvélinni voru 237 farþegar,
þar af 46 útlendingar — 12 Banda-
ríkjamenn, 24 Japanar, sjö Ástralíu-
menn, tveir Bretar on einn Kanada-
maður. Hinir voru Ný-Sjálendingar.
Þeir greiddu 359 dollara fyrir ferð-
ina.
Áhafnir þyrlna sem voru sendar
frá McMurdo tilkynntu að þær gætu
ekki lent á slysstaðnum vegna
mikils uppstreymis. Flakið er í um
2.500 feta hæð á eldfjallinu á
Ross-eyju þar sem McMurdo-stöðin
er einnig.
Eyjan er rétt undan strönd Suð-
urskautslandsins og eldfjallið sést
frá stöðinni, en flugvélin fórst
hinum megin í fjallinu. Flakið
dreifðist um 200 metra svæði.
Ný-Sjálenzka flugfélagið efnir til
reglulegra skoðunarferða yfir Suð-
urskautslandið frá Auckland.
Flugvélin var á heimleið þegar
samband við hana rofnaði um 30—
40 mílur frá McMurdo, en það var
talið stafa af sólblettum.
Sex tímum seinna tilkynnti flug-
félagið að flugvélin hefði átt að
lenda klukkutíma áður i Christ-
church til að taka eldsneyti. Tveim-
ur tímum síðar var tilkynnt að
flugvélin væri týnd og að eldsneyti
hennar hefði þrotið hálftíma áður.
Flugvélin hafði flogið með banda-
ríska öldungardeildarmanninn
Harry Byrd til McMurdo til að
fljúga yfir Suðurpólinn á fimmtú-
dag til að minnast þess að 50 ár eru
liðin síðan frændi hans, Richard E.
Byrd flotaforingi, flaug fyrstur
manna yfir pólinn.
Orsök slyssins eru enn ókunn, en
nýsjálenzka flugfélagið hefur aldrei
áður misst farþega. Nefnd banda-
rískra sérfræðinga mun fara til
Christchureh og þaðan á slysstaðinn
og í henni mun eiga sæti fulltrúi
McDonnel-verksmiðjanna sem
framleiddu flugvélina.
Páfa hótað
í Tyrklandi
Ankara. 28. nóvember. AP. Reuter.
JÓHANNES Páll páíi II hafði að
engu morðhótanir og gagnrýni
blaða í dag og fór til Tyrklands
þar sem gripið var til ströngustu
öryggisráðstafana frá stofnun
tyrkneska lýðveldisins vegna
komu hans.
Um 10,000 hermenn og lögréglu-
menn, stjórnmálamenn og
blaðamenn voru á flugvellinum, en
almenningi var bægt frá gagn-
stætt því sem var uppi á teningn-
um þegar páfi heimsótti Mexíkó,
Pólland, Bandaríkin og írland fyrr
á árinu.
Öryggisráðstafanirnar voru
gerðar vegna hótunar í bréfi til
dagblaðs frá fanga sem flúði úr
fangelsi og múhameðskum ofsa-
trúarmanni um að skjóta páfann
ef hann kæmi í heimsóknina.
Ankara-flugvelli var lokað í
nokkra klukkutíma.
Páfa var tekið sem þjóðhöfð-
ingja, en tilgangur þriggja daga
heimsóknar hans er að ræða við
Dimitrios patríarka til að stuðla
að sameiningu rómversk-kaþólsku
kirkjunnar og grísku rétttrúnað-
arkirkjunnar.
Páfi hafði hótanirnar að engu
og sagði að heimsóknin væri
nauðsynleg. Hann kvaðst reiðu-
búinn að fara til London til
viðræðna við ensku biskupakirkj-
una. Gríska stjórnin leyfði páfa að
fljúga í grískri lofthelgi þrátt
Tyrir að hún hefur lagt bann við
flugi til og frá Tyrklandi í loft-
helginni.
Bergman
sigraði
Stokkhólmi. 28. nóvember. AP.
Kvikmyndaleikstjörinn Ing-
mar Bergman hefur farið
með sigur af hólmi i hinu
fræga skattamáli sinu, tæp-
um fjórum árum eftir að
hann var handtekinn og fór
í útlegð til Þýskalands.
Æðsti áfrýjunarréttur
hefur neitað að taka málið
fyrir og því hefur endurskoð-
unarrétturinn sagt síðasta
orðið með ákvörðun sinni í
haust þess efnis, að kvik-
myndafyrirtæki Bergmans
verði gert að greiða aðeins
um 225,000 sænskar krónur í
skatta til viðbótar.
Ríkissjóður fær aðeins um
150,000 krónur í sinn hlut,
innan við 7% þeirrar upp-
hæðar sem krafizt var að
Bergman greiddi, þegar
málskostnaður hefur verið
dreginn frá.
U tanríkisráðher ra
Khomeinis rekinn
Teheran. 28. nóvembor. AP. Reuter.
AYATOLLAII Khomeini kallaði íranska hyltingarráðið saman til fundar
í dag til að ákvcða hvort senda skuli fulltrúa á fund ÖryKgisraðs SÞ á
laugardag um íran og ráðið skipaöi Sadeq Qotzabadeh. yfirmann
sjónvarpsins og útvarpsins, utanríkisráðherra í stað Abolhassan
Bani-Sadr. sem hefur gcgnt starfinu
Engin ástæöa var tilgreind, en
starfsmenn utanríkisráðune.vtisins
kváðu skipunina sýna andstöðu
byltingarráðsins við því að Bani-
Sadr sækti fúnd Öryggisráðsins.
Qotzbadeh sagði, að engin ákvörðun
hefði verið tekin um þátttöku í fundi
Öryggisráðsins, en kvað skipun nýs
utanríkisráðherra ekki boða stefnu-
bre.vtingu út á við.
Qotzbadeh sagði, að Bani-Sadr
hefði fundizt of erfitt að gegna
starfi utanríkisráðherra og fara
síðan fi. nóvemher.
jafnframt með efnahagsmál. Hass-
an Habibi, talsmaður byltingarráðs-
ins, sagði að afstaða írans í deilunni
viö Bandaríkin væri óbreytt. „Ef
Bandaríkin skila keisaranum slepp-
um við gíslunum. Það er allt og
sumt,“ sagði hann.
Áður höfðu stúdentarnir sem
halda gíslunum lýst Öryggisráðinu
sem djöfullegri „samsærismiðstöð“
og skorað á íranska leiðtoga að
senda ekki fulltrúa á fund ráðsins.
í Washington bjó Jimmy Carter
forseti sig undir að ávarpa banda-
rísku þjóðina á fyrsta hlaðamanna-
fundi sínum síðan sendiráðið var
tekið 4. nóvember og talið var að
hann mundi reyna að sannfæra
írani um að Bandaríkjamenn létu
ekki kúga sig. Forsetinn bað í dag
fyrir öryggi gíslanna og skoraði á
þjóðir heims að hjálpa Bandaríkj-
unum að tryggja frelsi þeirra.
Carter sagði erlendum diplómöt-
um að Bandaríkjastjórn væri ekki
aðeins að tryggja eigin hag heldur
hag minni og veikari landa. Það
væri ge.vsimikilvægt að hemill yrði
hafður á múgæsingu og alþjóðleg
hryðjuverkastarfsemi yrði ekki lát-
in ráða.