Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 27
17 fórust
Teheran, 28. nóvember. A.P.
SAUTJÁN manns hafa beðið bana
í nokkrum jarðskjálftum í Norð-
austur-íran í þessari viku að sögn
Rauða kross landsins.
Manntjón varð lítið því að
nokkrir kippir urðu til þess að fólk
var vart um sig. Tólf fórust í
Quaen, fjórir í Khaf og einn í
Gonobad. Svæðið er 800 km austur
af Teheran í suðurhluta Khora-
san-fylkis.
Héraðsfundur Dala-
manna og Snæfellinga:
Rafmagnsverð
til kirkna verði
endurskoðað
HÉRAÐSFUNDUR Snæfellsness-
og Dalaprófastsdæmis var nýlega
haldinn í Stykkishólmi. Fundinn
sóttu 33 prestar og safnaðar-
fulltrúar og sóknarnefndarmenn
auk gesta. Að lokinni guðsþjón-
ustu í Stykkishólmskirkju, þar
sem sr. Einar Jónsson í Söðuls-
holti prédikaði en þeir sr. Rögn-
valdur Finnbogason, Staðastað
og sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son, ólafsvik þjónuðu fyrir altari
með honum, flutti prófasturinn,
sr. Ingiberg J. Hannesson yfir-
litsræðu um störf safnaða i próf-
astsdæmi hans frá siðasta héraðs-
fundi. Kom m.a. fram í máli hans
að gagngerar endurbætur hafa
verið gerðar á mörgum kirkjum i
prófastsdæminu á liðnu ári og
árum.
Gestir fundarins voru þeir sr.
Bernharður Guðmundsson frétta-
fulltrúi, Guðmundur Einarsson
framkvæmdastjóri Hjálparstofn-
unar kirkjunnar og og Aðalsteinn
Steindórsson umsjónarmaður
kirkjugarða. Fluttu þeir allir
framsöguerindi sem síðar voru
rædd af fundargestum.
Á héraðfundinum var kjörin
nefnd til að fjalla um frumvörp
um skipan prófastsdæma og
prestakalla sem liggja fyrir
Kirkjuþingi. Ennfremur voru mál-
efni kirkjukóra prófastsdæmisins
rædd, en frú María Eðvarðsdóttir
formaður Kirkjukórasambands
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
skýrði frá fyrirhuguðum nám-
skeiðum á vegum þess.
Eftirfarandi samþykkt var gerð
um hátt raforkuverð til kirkna:
„Héraðsfundur Snæfellsness- og
Dalaprófastsdæmis haldinn í
Stykkishólmi 9. september 1979
vill vekja athygli á því, að raf-
magnsverð til kirkna frá Raf-
magnsveitum ríkisins er svo hátt
að furðu vekur, og lýsir undrun
sinni yfir því, að slíkt skuli enn
ekki hafa verið leiðrétt, þrátt fyrir
áform orkumálaráðherra á sínum
tíma í þá átt. Beinir fundurinn
þeim eindregnu tilmælum til við-
komandi stjórnvalda, að raf-
magnsverð til kirkna verði end-
urskoðað með það fyrir augum að
réttlátt geti kallast."
Prófasturinn, sr. Ingiberg J.
Hannesson, sleit síðan héraðs-
fundinum í Stykkishólmskirkju að
lokinni bænagjörð sem sr. Gísli
Kolbeins, sóknarprestur í Stykk-
ishólmi, annaðist.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
27
Þetta gerðist
1963 — Kanadísk farþegaflugvél
fórst með 118 manns nálægt
Montreal.
1962 — Samkomulag Frakka og
Breta um smíði hljóðfrárrar
þotu, „Concorde".
1947 — SÞ kunngera áætlun um
skiptingu Palestínu með Jerúsal-
em undir stjórn SÞ.
1945 — Júgóslavía verður al-
þýðulýðveldi; konungdæmið lagt
niður og Pétur II sviptur öllum
réttindum.
1929 — Richard E. Byrd til-
kynnir að hann hafi fyrstur
manna flogið flugvel yfir Suður-
skautið.
1922 — Fornleifafræðingar til-
kynna að þeir hafi fundið stór-
kostlega fjársjóði í grafhýsi Tut-
ankhamens í Egyptalandi.
1918 — Nikita konungi í Monte-
negro steypt og landið sameinað
Serbíu.
1916 — Hussein verður konung-
ur Araba.
1880 — Fyrsta japanska þingið
kemur saman.
1798 — Ferdinand IV af Napoli
segir Frökkum stríð á hendur og
sækir inn í Róm.
1580 — Francis Drake kemur úr-
heimssiglingu sinni.
Afmæli— Giovanni Bellini,
•ítalskur listmálari (1426-1516)=
Louise May Alcott, bandarískur
rithöfundur (1832-1888).
Andlát — Karl keisari IV
1378=Wolsey kardináli, stjórn-
málaleiðtogi 1530=Rupert prins,
hermaður,1682=María Theresía
keisaradrottning af Austurríki
1780=Horace Greeley, ritstjóri,
1872=Giacomo Puccini tón-
skáld,1924.
Innlent — Síðasti dómur Hæsta-
réttar Danmerkur í íslensku
máli kveðinn upp 1921=
Kommúnistaflokkur Islands
stofnaður 1930=d. Páll bp Jóns-
son 1211*b Jón Vigfússon sýslu-
29. nóvember
maður 1681= f. Pétur Guðjónsson
1812= d. Árni Thorsteinsson
landfógeti 1907= Kristján I.
dubbar Torfa Arason til riddara
og veitir honum skjaldarmerki
1450= „Til fánans" eftir Einar
Benediktsson og Sigfús Einars-
son fyrst sungið á fundi
Stúdentafélags Rvk 1906.
Orð dagsins — Ég lét aldrei í
ljós skoðun fyrr en ég varð
sextugur. ...og þá var það skoðun
sem hafði verið í ættinni í eina
öld—
Benjamin Disraeli, enskur
stjórnmálaleiðtogi (1804-1881).
Fólk verslar og skoðar og spjallar
Halli og Laddi
og Jörundur
í stuöi,
Baldur Brjónsson sker upp.
I máli
og myndum
Tóti
trúöur
er
eftirlæti
barnanna
• Jóla-Magasín er stærsta yfirbyggða verslunargata á íslandi.
• Jóla-Magasín er stórverslun 28 kaupmanna.
• Jóla-Magasín er staður þar sem þú getur tekiö lífinu meö ró, skemmt
þér og spjallaö viö kunningja.
Sýningahöllinni
Bíldshöfða 20 — S.81410 — 81199
Sýningahöllin — Ártúnshöföa