Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Kjartan Norðdahl;
í naf ni lífstef nunnar
Island studdi
stjórn Pol Pots
Helþrungin áhrif fréttamyndar
sjónvarpsins, sem ég var að horfa
á núna í kvöld, liggja á mér eins og
mara. Eg hélt að maður væri
orðinn ónæmur fyrir fréttum af
böli heimsins. Maður hugsar alltaf
sem svo: „En hvað get ég gert við
þessu?" og gleymir því síðan.
Þetta gengur ekki gagnvart þess-
ari mynd sem brugðið var á
skerminn í dag 26. nóv. árið 1979.
Ástandið í Kambódíu tekur öllum
óhugnaði fram af því sem ég hefi
heyrt, séð eða lesið um, og er þá
langt til jafnað, því að hver man
ekki Víet-Nam, Uganda, Chile, svo
að fátt eitt sé nefnt.
Það er eitthvað ójarðneskt við
þessar ógnir þarna austur frá.
Grimmd þeirra sálsjúku manna,
sem þar komust til valda er svo
ægileg, svo alger. Ekki var nóg
með að þeir dræpu alla sem upp
komst að kynnu eitthvað fyrir sér,
og af þeim marga með kvölum á
pyntingabekk, heldur var unnið að
því mað kaldri markvísi að
splundra fjölskyldum alls venju-
legs almúgafóiks, engum var hlíft,
nema náttúrlega valdhöfunum
sjálfum. Þetta er eins og verið
væri að sýna manni ógnir á öðrum
hnetti. Allt mannlegt og gott er
þurrkað út.
Þessi 4 ár, sem rauðu Kmerarn-
ir voru að útrýma eigin fólki,
gerðu utanaðkomandi aðilar ekk-
ert til þess að afstýra því, fyrr en
loks að Víet-Namar brutust inn í
landið og hröktu Reuðu Kmerana
frá völdum. Og nú koma eftirköst-
in. Allt er í kalda koli hjá þessari
vesalings þjóð. Lokabölið, sem á
yfir hana að ganga, hungurmorð-
in, hangir nú yfir höfðum milljóna
manna, aðallega barna. Að sjá
.þessi börn, grátandi af kvölum og
Þuríður Pálsdóttir syngur eitt af
hinum vinsælu lögum á Söngskól-
askemmtuninni, „I’n just a giri who
can’t say no“.
Áttunda Söng-
skólaskemmt-
unin í vikunni
SJÖUNDA Söngskólaskemmtunin
Hvað er svo glatt var flutt fyrir
fuliu húsi i Háskólabíói s.i. föstu-
dag og hefur verið uppselt á allar
skemmtanirnar.
Svellandi stemmning og dynjandi
lófaklapp hefur verið á öllum
skemmtunum þar sem 12 af fremstu
einsöngvurum þjóðarinnar skemmta
í gamni og alvöru auk Söngskóla-
kórsins sem er mjög rómaður.
Sjöunda skemmtunin átti að vera sú
síðasta en vegna aðsóknarinnar er
ákveðið að hafa enn eina n.k. föstu-
dagskvöld. Margt fólk utan af landi
hefur brugðið sér í bæinn á Hvað er
svo glatt og hafa stundum verið
fjölmargar langferðabifreiðar fyrir
utan Háskólabíó.
hungri, meðan við hin sitjum í |
vellystingum, er viðurstyggileg |
sönnun á ófullkomleika heimsins, j
sárgrætileg sönnun líka. Og af
hverju? Vegna þess að þetta er
allt óþarfi. Það er það hræðilega
við þetta allt saman. Það er alger
óþarfi að þetta fólk deyi úr hungri.
Við hin getum alveg afstýrt því, ef
við bara viljum og auðvitað viljum
við það, en hvað er þá í veginum?
Pólitík? Er unnt að trúa því? Eftir
því að dæma sem brezki frétta-
maðurinn upplýsti, þá er ekkert í
veginum fyrir hvaða þjóð sem er
að senda flugvélar með farma af
matvælum og lyfjum til hinna
bágstöddu. En það er eins og
Vesturveldin hafi einsett sér að
láta sem sér komi þetta ekkert við,
og þar erum við íslendingar með-
taldir. Við létum það viðgangast,
létum okkur það sæma, að veita
hinni brotthröktu „stjórn" Rauðu
Kmeranna atkvæði okkar sem
hinni einu „löglegu" stjórn lands-
ins. Hér þarf engar málaleng-
ingar. Við höfum veitt landvistar-
leyfi nauðstöddu flóttafólki frá
Víet-Nam, og eiga þeir menn allir
sem að því stóðu góðar þakkir
skilið fyrir, en nú er um að ræða
að veita meir en nauðstöddu fólki
hjálp okkar eftir því sem við
getum. Og það þarf ekki að vera
svo lítið. Við getum til að byrja
með sent einn flugvélarfarm af
lífsnauðsynjum til Kambódíu og
þar með væri brautin rudd, trúi
ég, fleiri myndu fara að okkar
dæmi, það þarf bara einhver að
byrja. Eg skyldi glaður fljúga með
fyrsta farminn ásamt þeim góðu
drengjum sem ég vinn með hjá
Flugleiðum. Það yrði áreiðanlega
ekki skortur á mannskap. Það
þýðir ekkert að vera að gefa
einhverri stofnun peninga til að
senda eitthvað út í buskann. Það
gagnar ekkert minna en að fljúga
alla leið beint á staðinn sjálfan.
Ég skora á stjórn landsins og
stjórn Flugleiða og allt gott fólk
að gangast fyrir þessu máli. Þjóð,
sem er áreiðanlega á hætta stigi
menningar og mannúðar en víðast
hvar á jörðunni, getur ekki lagst
til svefns og hlakkað til jólanna,
eftir að hafa verið sýnt inn í
þennan kvalaheim, án þess að
aðhafast eitthvað. Við getum ekki
lokað augum og eyrum fyrir þessu.
Þetta er inni á stofugólfi hjá
hverjum manni og það er þess
vegna óhjákvæmilegt að aðhafast
eitthvað. Það er aðeins spurningin
um hvernig fara eigi að því. Eg
veit vel að öll svona hjálp kostar
peninga. Það kostaði líka peninga
að aðstoða Vestmannaeyinga á
sínum tíma, og því hefir heldur
enginn gleymt, sem þá var að-
hafst. Ég býðst t.d. til þess að
Flugleiðir dragi frá laununum
upphæð sem svaraði til þess tíma
sem það tæki að koma nauðsynj-
unum til staðarins og skila sjálf-
um sér aftur til vinnu og það sama
efast ég ekki um að fleiri vildu
gera. Þetta segir auðvitað lítið en
ef margir leggja saman þá yrði
fjárhagstapið ekki svo voða mikið
kannski, en skyldu okkar við Guð
og menn væri að nokkru leyti
gegnt. Ég vona að algóður (en ekki
almáttugur) skaparinn ýti réttu
mönnunum af stað í þessu máli.
Ég leyfi mér að bera fram þessa
ósk í nafni forfeðra okkar, sem
fyrir ekki svo ýkja mörgum árum
síðan kynntust því af eigin raun,
hvað það er að líða skort og
hungur og að sjá fjölskyldur sínar
tvístrast í allar áttir, svo að
ekkert var eftir nema vonleysis-
myrkur.
Gæfan gefi, að ljós fái að skína
héðan frá eyjunni hvítu í norðrinu
til hinna þjáðu í suðrinu aust-
ræna.
Með þökk fyrir birtinguna.
Leiðrétting
Ein lína í handriti féll niður í
grein Ámunda Loftssonar,
„Hundalógik Alþýðubandalags-
ins“, i blaðinu í gær. Þar átti að
standa:
„Enn reyna þeir að slá ryki í augu
fólks. Guðmundi jaka er komið
fyrir í öðru sæti á framboðslista
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Þarna er verkalýðsforystunni
hampað framan í fólk. Svo ógna
þeir með því að kjósi fólk þá ekki
verði stofnað til verkfalla og
jafnvel blóðugra átaka, sem myndi
leiða þjóðina út í endalausar
ógöngur. í fyrsta sæti hafa þeir
svo byltingarmanninn Svavar
Gestsson. Nú spyr ég enn, ef þetta
eru skæðustu gáfnaljósin þeirra,
hvernig eru þá þau sem á eftir
koma.“
Eigi veit ég hvaða tilfinningaleg
áhrif eymd og kvöl annarra hefir
almennt á fólk. Ég hygg þó að þeir
sjónvarpsáhorfendur, sem sáu
fréttamyndina „Árið núll“ að
kvöldi mánudags s.l., hafi flestir
orðið harmi lostnir, kennt lam-
andi hryggðar af að sjá útrýmingu
og afleiðingar hennar. Einhverjir
munu þó vafalaust brynja sig
efasemdum. Þetta er nú kannski
ekki svona slæmt, þetta er
kannski áróður, þetta er í fjarlæg-
um heimshluta, þetta snertir ekki
okkur. Sumir segja líka: „Þetta er
innanríkismál þeirra í Kampút-
seu. Er ekki stjórn Pol Pots hin
löglega stjórn landsins? Erum við
ekki að hætta okkur út á hálan ís
með því að vefengja sjálfsákvörð-
unarrétt löglegra stjórnvalda?"
Hugmyndir manna í þessum efn-
um virðast oft svo teygjanlegar að
þær spanna allt, manndráp, pynt-
ingar, fjöldamorð, þjóðarmorð.
Það er bara einhvern tíma löngu
seinna, þegar öllu er lokið, að
einhverjir skrá á blöð sögu um
þessa liðnu daga. Það var nú svona
þá. Þjóðir heimsins þóttust líka
vakna við vondan draum þegar
Hitlers-ríkið alræmda hrundi til
grunna. Hver vissi að slíkt væri
mögulegt í siðmenntuðum heimi?
í dag, 35 árum síðar, eru
hliðstæðir glæpir framdir. Landi
er lokað og fólki útrýmt með
hlutfallslega enn hrikalegri hætti
en áður hefir þekkst. Hvað veldur
því að Vesturlönd skuli viður-
kenna verknað sem þennan, viður-
kenna fjöldamorðingjana? Hvað
veldur því að ísland styður Pol
Pot?
í því pólitíska moldviðri, sem nú
geisar hér á landi, er ekki mikil
von til að forsvarsmenn stjórn-
málanna leiði hugann að þjóðar-
morði í Kampútseu. Margþvælt
málþóf um verðbólgu, sem litlu
þjónar nema til að blekkja, til að
koma í stað raunhæfra aðgerða, er
það sem jafnan ber hæst nú sem
fyrr. ísland hefir víst enga utan-
ríkismálastefnu ef frá er talin
fiskveiðilandhelgi og land-
grunnsmál. Það er gott, svo langt
sem það nær. Ég vildi óská að
einhver hinna ábyrgu stjórnmála-
flokka lýsti því sem sinni stefnu
að ísland styddi ekki Pol Pot né
aðra fjöldamorðingja nú né síðar.
Það ætti að vera okkar stefna,
íslenzk stefna.
Jóhann Jakobsson,
efnaverkfr.
Alfreð G. Alfreðsson for-
seti Bridgesambands Islands
Alfreð G. Alfreðsson var kos-
inn forseti Bridgesambands
íslands á Bridgesambandsþingi
sem fram fór í Gaflinum í
Hafnarfirði um helgina. Tekur
hann við af Hjalta Elíassyni
sem gegnt hefir forsetastörfum
í sl. fimm ár. Alfreð hefir i
áraraðir starfað að félagsmál-
um innan BSÍ og var fyrirliði
íslenska bridgelandsliðsins í
nokkur ár.
Með Alfreð eru í stjórn BSÍ
Ríkarður Steinbergsson, Jakob
R. Möller og Guðmundur S.
Hermannsson sem kosnir voru
til tveggja ára. Aldís Schram,
sem kosin var til eins árs, og
fyrir í stjórn voru Jón Páll
Sigurjónsson og Helga Bach-
man.
Annað stærsta málið á þing-
inu var breyting á reglum um
íslandsmót í tvímenningi. Á
næsta íslandsmóti verður und-
ankeppni með 64 pörum sem
spila í fjórum 16 para riðlum,
alls 84 spil, og verður reiknað út
yfir salinn. Þá verður úrslita-
keppni sem 24 efstu pörin taka
þátt í og verður spilað með
barometerfyrirkomulagi, alls
fimm spil milli para.
Að þessum breytingum hafði
keppnisreglunefnd unnið en í
Alfreð G. Alfreðsson
henni eiga sæti Ríkarður Stein-
bergsson, Jakob R. Möller og Jón
Baldursson.
Þessar upplýsingar eru fengn-
ar hjá Jakobi R. Möller. Að-
spurður sagði Jakob að fjárhag-
ur sambandsins væri nokkuð
góður enda þótt óverulegt tap
hefði orðið á sl. ári.
Bridgefélag
Kópavogs
Sl. fimmtudag lauk 4 kvölda
hraðsveitakeppni hjá Bridgefé-
lagi Kópavogs. Spilað var í 2 sjö
sveita riðlum. Besta árangri
kvöldsins náðu þessar sveitir:
A-riðill
Bjarni Pétursson 567 stig
Jón Andrésson 558 stig
Guðbrandur Sigurbergs. 552 stig
B-riðill
Grímur Thorarensen 597 stig
Guðjón Sigurðsson 562 stig
Jörundur Þórðarson 556 stig
Úrslit keppninnar urðu þau,
að sveit Jóns Andréssonar (npc)
varð sigurvegari. I sveitinni spil-
uðu Guðmundur Þórðarson,
Valdimar Þórðarson, Haukur
Hannesson og Þorvaldur Þórðar-
son
Röð efstu sveita varð:
Jón Andrésson 2363 st.
Bjarni Pétursson 2272 st.
Ármann J. Lárusson 2265 st.
Guðbrandur Sigurbergs. 2262 st.
Sigurður Sigurjónsson 2235 st.
Bridge
Umsjón* ARNÓR
RAGNARSSON
Næsta fimmtudag, 29.11.,
hefst 3 kvölda tvímennings-
keppni hjá félaginu.
Skráning þátttakenda er hafin.
Þátttakendur láti skrá sig í síma
41794 (Kristmundur), 31204
(Þórir) eða 85836 (Óli). Spilað er
að Hamraborg 11 og hefst spila-
mennskan kl. 20.00.