Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Erlend stóriðja
— fyrir hvern?
Þann 17. nóv. s.l. birti Morgun-
blaðið grein eftir Ragnar S. Hall-
dórsson, forstjóra „íslenska" álfé-
lagsins (ISAL), þar sem hann
fjallar annars vegar um fram-
tíðarhorfur atvinnuuppbyggingar
á íslandi og hins vegar um reynslu
íslendinga af ÍSAL. Greinin er
skrifuð í áróðursstíl og er því
morandi í blekkingum og rang-
færslum. Greinarhöfundur er ekki
heldur kynntur fyrir lesendum
sem forstjóri þess fyrirtækis, sem
hann hælir svo mjög, enda hefði
slík kynning dregið enn meir úr
trúverðugleika greinarinnar. Til-
gangur hennar er ekki — eins og
menn e.t.v. halda — að leggja
almenn orð í belg „í þágu“ fram-
fara og atvinnuuppbyggingar. Til-
gangurinn er að skapa „rétta“
afstöðu til fyrirtækisins, einkum
vegna áhuga þess að sölsa undir
sig meira af orkulindum landsins
(„public relations"). Verði afstaða
almennings jákvæð og skiln-
ingsrík í garð ÍSAL, getur fyrir-
tækið vænst hagkvæmari samn-
inga af hendi íslendinga (lágt
orkuverð, litlir skattar).
Uttekt þeirri, sem hér fylgir, er
ætlað að leiðrétta ýmsar rang-
færslur, sem eru settar fram gegn
betri vitund, svo og að greina frá
eðli þeirra blekkinga, sem for-
stjóri álfélagsins setur á prent
handa almenningi í landinu. Geta
skal þess, að úttekt þessi er langt í
frá tæmandi. Fleiri rangfærslur
og blekkingar eru í greininni, en
vegna plássleysis eru aðeins þær
helstu teknar fyrir.
Er íslenska
Álfélagið
íslenskt álfélag?
I grein sinni víkur forstjóri
ÍSAL lítillega að þeim, sem hann
kallar ýmist „eigendur", „hlut-
hafa“ eða „hinn útlenda aðila
ALUSUISSE". Kemur þar fram að
ISAL er eign þessara „aðila".
Samt er fyrirtækið skráð hér
„Islenska Álfélagið" og það nafn
notað í grein hans og víðar.
Jafnframt talar Ragnar um „er-
lenda eignaraðild ISAL“, gefandi
þannig í skyn að innlendir aðilar
eigi hlutdeild í fyrirtækinu. I
annarri áróðursgrein fullyrðir
hann m.a.s.: „Fyrirtækið er
íslenskt, þó að það styðjist við
erlent fjármagn" (Mbl. 23.11. ’77).
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
fyrirtækið er erlent, en styðst við
íslenskt vinnuafl og ódýra raf-
orku. Þótt fyrirtækið kunni að
vera skráð hérlendis í einhverjum
bókum, hefur það enga þýðingu,
enda lýtur það ekki íslenskri
lögsögu, frekar en það vill. Það
getur vísað öllum ágreiningsmál-
um milli sín og íslenska ríkisins til
dómstóls Alþjóðabankans í Wash-
ington, sem var stofnaður einmitt
til að auðvelda starfsemi fjölþjóða
fyrirtækja.
Þar sem eigandi ÍSAL, fjölþjóða
fyrirtækið ALUSUISSE, er með
starfsemi um allan heim — báxít-
námur í Ástralíu, fullvinnsluverk-
smiðjur í Efnahagsbandalags-
ríkjum, einkabanka á Karabíska
hafinu, o.s.frv. — er ekki nema
eðlilegt að helstu ákvarðanir séu
teknar í höfuðstöðvum samsteyp-
unnar (auðhringsins) í Zúrich, en
ekki í einstökum dótturfyrirtækj-
um. Heildarhagsmunir auðhrings-
ins krefjast þess beinlínis að
samræming innkaupa, sölu og
framleiðslu fari fram. Af því leiðir
að völd Ragnars S. Halldórssonar
yfir ÍSAL eru takmörkuð. Hann
þjónar hins vegar herrum sínum
prýðilega — að því er virðist —
með tíðum áróðursskrifum sínum
í íslensk blöð og með þátttöku
sinni í íslensku félagslífi.
Tilgangur nafnsms „íslenska"
álfélagið er nefnilega sá, að gefa í
skyn, að fyrirtækið sé innlent, að
öllu leyti eða að hluta. Til marks
um þá áráttu að fela yfirráð
ALUSUISSE yfir ÍSAL, skal geta
þess, að fyrirtækið fyrirfinnst
ekki í símaskránni undir ALU-
SUISSE (eða Sviss Aluminum).
Jafnvel ársskýrslur ISAL — sem
eru eingöngu birtar á ensku —
nefna ekki með einu orði, að ÍSAL
sé dótturfyrirtæki ALUSUISSE.
ÍSAL — örlátur
skattgreiðandi?
I grein sinni, reynir forstjóri
ISAL að gefa í skyn, að fyrirtækið
greiði hærri opinber gjöld en það
hefði þurft að axla, hefði það
greitt skv. almennum reglum.
Máli sínu til stuðnings lætur hann
birta töflu yfir framleiðslugjald
ÍSAL (staðgengill almennra
skatta) til samanburðar við gjöld
íslensks fyrirtækis, er hefði greitt
skv. „almennum skattalögum".
Gjöld hins íslenska fyrirtækis eru
talin vera: Aðstöðugjald, lóðar-
Eftir Elías
Davíðsson
kerfisfræðing
leiga, fasteignagjöld, viðbóta-
launaskattur og tekjuskattur.
í töflu sinni víkur forstjórinn þó
ekki að þeim opinberu gjöldum,
sem íslensk fyrirtæki greiða með
öðrum hætti en ÍSAL er hlíft við,
t.a.m. innflutningsgjöld, söluskatt
af vöru og þjónustu og verðjöfnun-
argjald af raforku. Af tekjum
ríkissjóðs eru þessir liðir þó langt-
um þungvægari en þau gjöld, sem
hann nefnir í samanburði við
„framleiðslugjaldið". Samanburð-
ur forstjórans varðandi skattbyrði
ÍSAL er því ómarktækur og þjón-
ar aðeins þeim tilgangi, sem getið
er í inngangi þessarar úttektar.
Framlag ÍSAL til sameiginlegs
reksturs þjóðfélagsins er minna —
miðað við umsvif fyrirtækis — en
framlag innlendra fyrirtækja.
Hins vegar sjá skattgreiðslur inn-
lendra fyrirtækja og einstaklinga
í landinu um það, að starfsmenn
ÍSAL fái ókeypis skólagöngu og
heilbrigðisþjónustu. Hefði ALU-
SUISSE reist verksmiðjuna í Pap-
úa, Nýju Gíneu eða í Indónesíu,
hefði auðhringurinn einnig þurft
að sjá um undirstöðuframkvæmd-
ir, þ.e. um vegalagningu og um
byggingu skóla og sjúkrahúss.
Auk skattfríöinda ALUSUISSE
hér á landi, er fyrirtækinu í lófa
lagið að ákveða hve mikinn hagn-
að það telur fram. Hagnaðurinn er
notaður sem grundvöllur að út-
reikningi framleiðslugjaldsins,
sem að ofan getur.
Hagræðing millifærslna milli
dótturfyrirtækja og höfuðstöðva
og milli systurfyrirtækja innan
auðhringsins, til þess að fela
hagnaðinn, er ekki lengur feimn-
ismál. Um þessi mál er rætt
hispurslaust á dýrum námskeið-
um, sem ætluð eru stjórnendum
fjölþjóða auðhringa og bókhalds-
mönnum þeirra. Aðferðir við hag-
ræðingu talnanna eru jafn margar
og fjöldi þeirra millifærslu-teg-
unda, sem fyrirtækinu tókst að
finna upp á. Hagræða má kaup-
verði hráefna, söluverði fullunnins
áls, verði á aðkeyptum búnaði,
greiðslukjörum viðskiptaaðila,
lánakjörum, o.fl. o.fl. Skilyrði
fyrir þessum hagræðingum er þó,
að umræddar millifærslur eigi sér
stað milli skyldra aðila innan
auðhringsins. Hvað varðar ISAL
er langstærsti hluti allra við-
skipta við erlenda aðila fólginn í
„innanhús“-viðskiptum innan
ÁLUSUISSE hringsins.
Það væri æskilegt, að opinberir
aðilar hefðu hönd í bagga við
þessar fjármagnstilfærslur, m.a.
til að tryggja rétta skattlagningu
fyrirtækisins. Það er þó ekki að
vænta mikils árangurs af slíku
eftirliti, þótt það væri hert. Áhugi
gjaldeyrisyfirvalda á raunveru-
legu eftirliti í þeim efnum, virðist
heldur slappur.
Engar virkjanir
án ISAL?
Mikið hefur verið skrifað um
orkusölumál ÍSAL. Enn reynir
forstjóri fyrirtækisins að sanna,
að Islendingar hafi einhvern hag
af þessari orkusölu. Skv. Orku-
málum, sem Orkustofnun gefur út,
hefur ISAL keypt á s.l. árum um
45% af allri raforkuframleiðslu á
íslandi (forgangsorku), en greitt
fyrir hana um 8% af greiðslum til
íslenskra raforkufyrirtækja. í öðr-
um orðum myndi brottför ÍSAL úr
landinu ekki hafa meiri áhrif —
a.m.k. hvað varðar orkumál — en
þau, að leiða til um 8% verðhækk-
unar á raforku. Hins vegar myndi
slíkt losa um 140 Megawött, sem
eru meðalnot ÍSAL af Búrfells-
virkjun. Til samanburðar skal
geta þess, að aflþörf landsmanna
(utan stóriðju) árið 1977 var 246
Megawött.
I umfjöllun sinni neitar for-
stjóri ISAL ekki ofangr. stað-
reynd, heldur afgreiðir hana með
eftirfarandi hætti: „Talað hefur
verið um að ÍSAL greiði einungis
10% af allri raforku á landinu, en
noti rúman helming. Þetta er ekki
rétt“. (undirstr. höfundar). Vissu-
lega er ekki rétt, að ÍSAL noti
rúman helming allrar raforku,
heldur aðeins tæpan helming
(45%). Þá tölu nefnir forstjórinn
hins vegar ekki.
Á öðrum stað staðhæfir for-
stjórinn að ÍSAL muni greiða á
því tímabili, sem raforkusamning-
urinn stendur yfir (25 ár), meira
en byggingarkostnað Búrfells-
virkjunar. Skv. reikningum
Landsvirkjunar er þó ekki annað
sjáanlegt, en að tekjur frá ÍSAL
hafi ekki dugað fyrir vaxtakostn-
aði af lánum til virkjunarfram-
kvæmda, og er hér Sigölduvirkjun
ekki meðtalin.
Það er ekki nema von, að tekjur
íslendinga af raforkusölu til ÍSAL
dugi skammt til að standa undir
byggingu Búrfellsvirkjunar, hvað
þá til að standa straum af bygg-
ingu nýrra virkjana, sem eru allar
dýrari en Búrfellsvirkjun. Skýr-
inga er m.a. að leita í meðf. töflu
yfir raforkuverð í ýmsum löndum.
Raforkuverð
í ýmsum löndum
1. Meðaltalsverð til iðnaðar, þ.m.t.
til stóriðju, árið 1970 (heimild
Alþjóðabankinn)
cent á KWst.
Argentína ..................2,1
Ghana.......................1,7
Kolombía ...................1,2
Singapore ..................1,1
ÍSAL (ísland) ..............0,3
2. Raforkuverð til álverksmiðja,
árið 1979 (heimild: Engineering
and Mining Journal)
cent á KWst
Ástralía ....................1,6
Bandaríkin ..............1,7—2,8
Japan .......................3,4
ÍSAL (ísland) ...............0,6
Verður ísland
fyrsta „Banana-
lýðveldið“ í Evrópu?
Forstjóri ÍSAl veltir vöngum
yfir möguleikum atvinnuþróunar
á íslandi og kemst — eins og af
tilviljun — að þeirri niðurstöðu að
aðeins fyrirtæki eins og ÍSAL (þ.e.
orkufrek fyrirtæki) gætu bjargað
þjóðinni frá atvinnuleysi.
Nú notar forstjórinn nokkrar
forsendur, sem ekki standast
gagnrýni: T.d. reiknar hann með
að á íslandi verði um aldamót
350.000 manns. I opinberum spám,
sem gerðar voru á vegum ísl.
orkufyrirtækja, er reiknað með
293.000 manns um aldamót, en
jafnvel sú áætlun hefur verið talin
of há af sérfróðum mönnum. Þessi
frjálslega meðferð talna vekur
ekki traust á heilindi þess rök-
stuðnings um kosti stóriðju, sem
fram kemur í greininni.
Á öðrum stað gefur forstjórinn
sér þá forsendu, að „margföldun-
aráhrif" stóriðju (þ.e. fjár- og
orkufrekur iðnaður) séu þau sömu
og í sjávarútvegi og landbúnaði.
Það er þó augljóst að hver sjómað-
ur skapar talsverða atvinnu í
skyldum atvinnugreinum: I lag-
metisiðnaði, í frystihúsum, í neta-
gerð, í skipasmíðum, o.fl.
Sama gegnir um landbúnaðar-
störf. Margföldunaráhrif erlendr-
ar stóriðju eru talsvert minni,
enda eru aðföng flutt inn, fram-
leiðslan flutt út óunnin, tæknin er
einokuð af voldugum fyrirtækum
og hagnaður fer úr landi að mestu
leyti.
Stóriðja á íslandi er ekki mann-
aflakræf, heldur fjárfrek og er því
alls engin lausn á atvinnumálum
landsmanna. Sannleikurinn er sá,
að fiskiðnaður og landbúnaður
geta enn tekið við mikilli fjölgun
starfsmanna. Fiskiþing ályktaði
fyrir stuttu einmitt að sú atvinnu-
grein þyrfti á miklum mannafla
að halda á næstu árum. Landbún-
aðarframleiðsla er ekki aðeins
sauðfjárrækt og mjólkurfram-
leiðsla. Óþrjótandi vekefni bíða á
sviði yiræktar til manneldis,
skógræktar o.fl. Þessi verkefni
skapa talsverða atvinnu og eru
ekki eins fjárfrek.
En þótt við gefum okkur þær
forsendur, sem forstjóri ÍSAL
gefur sér, er rétt að skoða nánar
boðskap hans um stórfelld stór-
iðjuáform á íslandi.
Hann segir að stóriðja — þ.e.
erlend stóriðja — geti skapað
11.000 atvinnutækifæri á íslandi,
og vegna margföldunaráhrifa
þessarar starfsemi, gætu sprottið
önnur 66.000 atvinnufyrirtæki.
Alls myndi því erlend stóriðja —
að sögn forstjórans — skapa nær
77.000 atvinnutækifæri.
Bak við þessar tölur liggja þó
ákveðin viðhorf til framtíðar þess-
arar þjóðar, en Ragnar S. Hall-
dórsson varast að nefna þessi
viðhorf eða að geta þess, hverjir
myndu stjórna þessu landi, ef úr
því rætist.
Ljóst er, að til að skapa umrædd
11.000 atvinnutækifæri í stóriðju,
þyrfti erlent fjármálavald að ná
hér ítökum sem svara til um 15
stykkja af ISAL. Islenska þjóðin
hefur einfaldlega ekkert bolmagn
til þess að reisa stóriðjufyrirtæki
af ofangr. stærðargráðu. Alþjóð-
legar lánastofnanir myndu ekki
heldur lána Islendingum til stór-
framkvæmda af þessu tagi, nema
fjölþjóða fyrirtæki væru ráðandi
aðilar.
Ef draumur Ragnars S. Hall-
dórssonar og nokkurra vina hans
yrði opinber stefna á íslandi, væri
ekki langt að bíða að sjálfstæði
íslendinga væri tómt orð. Helstu
ákvarðanir er lúta að efnahags-
málum og stjórnmálum yrðu tekn-
ar í höfuðstöðvum þeirra auð-
hringa, sem hér ættu í hlut.
Alþingi yrði þá ekkert annað en
fulltrúasamkunda mismunandi
auðhringa og þingmenn yrðu opin-
berlega kenndir við þetta eða hitt
fyrirtækið. ísland yrði þannig
fyrsta „bananalýðveldið" í Evrópu
(sbr. bananalýðveldin Hondúras
og Guatemala sem lutu yfirráðum
United Fruit Company). í stað
banana yrði hér ál í hvert mál.
Börn okkar yrðu kerjamenn og
bókhaldarar hjá ALCOA, ALCAN,
AMAX, NORSK NYBRO eða hjá
PÉCHINEY. Til tilbreytingar
gætu menn fengið starf hjá málm-
bræðslu „frændmanna vorra" frá
Noregi á Grundartanga eða í
efnaiðnaði LONZA (dótturfyrir-
tæki ALUSUISSE) og hjá DOW
CHEMICAL CORP., sem þegar
hafa þreifað fyrir sér hérlendis.
Þeir sem vildu frekar anda að
sér fersku lofti, myndu gerast
þjónar erlehdra auðjöfra, er þeir
kæmu með einkaþotum sínum til
að veiða lax. Og aðeins þeir
gáfuðustu fengju vinnu hjá banda-
ríska auðhringnum IBM, sem yrði
þá opinber ráðgjafarstofnun lepp-
stjórnarinnar Æslands í sam-
bandi við upplýsinga- og fjar-
skiptamál.
íslendingar þéna
og auðhringurinn
Alusuisse tapar,
eða hvað?
I samræmi við þær kenningar
forstjóra ÍSAL, að íslendingar
þéni vel á starfsemi fyrirtækisins
á íslandi, hlýtur eigandinn ALU-
SUISSE að tapa. Eða eins og hann
orðar það:
„Eigendur fyrirtækisins, hinn
erlendi aðili ALUSUISSE, hefur
hins vegar ekki farið vel út úr
þessum rekstri það sem af er.“
Trúi honum hver sem vill. Sam-
kvæmt kenningum framboðs og
eftirspurnar, hlýtur forstjóri
fyrirtækis, sem skilar ekki sóma-
samlegum arði, að vera rekinn.
Forstjóri ÍSAL hefur þó haldið
stöðu sinni og ekki er vitað til þess
að staða hans sé að losna í bráð.
Úr ársskýrslu ÍSAL 1978
Income Statement 1978
(Expressed in lcelandic kronur)
1978 1977
Net Sales 23.039.022.741 16.045.332.247
Cost of Sales 18.164.776.878 12.976.358.749
4.874.245.863 3.068.973.498
Administration cost 401.025.715 281.197.834
Interest expense, net 2.532.131.073 1.392.548.706
Depreciation of assets 1.398.173.290 1.057.322.024
Profit before tax 542.915.785 337.904.934
Consolidated Tax 416.363.813 295.359.587
Profit 126.551.972 42.545.347