Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 48
Sími á afgreiöslu:
83033
FUrflunblnfoi?)
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
á ritstiórn og skrífstefui
10100
|M«r0unbI<tt>ib
Hækkunarskriða í næstu viku?
Verðlagsráð boðað
til fundar tveimur dög-
um eftir kosningar
VERÐLAGSRÁÐ hefur
verið boðað til fundar mið-
vikudaginn 5. desember
n.k. þ.e. tveimur dögum
eftir kosningar. Þar verða
væntanlega teknar til af-
greiðslu fyrirliggjandi
hækkunarbeiðnir en þær
eru hátt á annan tug.
Verðlagsráð hefur aðeins
haldið einn fund í þessum
mánuði og voru engin mál
afgreidd enda yfirlýst
stefna ríkisstjórnar Alþýðu-
flokksins að leyfa engar
hækkanir fyrir kosningar.
hækkun á bifreið sem kostar 3,5
milljónir. Þá hafa veitingahús
óskað eftir leyfi til að taka hærra
gjald af gestum sem koma eftir
miðnætti eða 1000 krónur.
Loks liggja eftirfarandi hækk-
unarbeiðnir til afgreiðslu hjá
ríkisstjórninni. Gamla verðlags-
nefndin hafði samþykkt þær en
ríkisstjórnin ekki staðfest: Hafn-
arfjarðarstrætisvagnar 13,5%,
Landvari, þ.e. flutningabílar,
11%, farmgjöld skipafélaga 9%,
vörugeymslugjöld skipafélaga
12% og aðgöngumiðar vínveit-
ingahúsa 16,7%.
Afleiöing ákvarðana
Ólafs Jóhannessonar i hitaveitumálum:
Hins vegar bendir tíma-
setning á fundi Verðlags-
ráðsins til þess að búast
megi við hækkunarskriðu
strax í sömu vikunni og
atkvæðin verða talin upp
úr kjörkössunum.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, liggja eftir-
farandi hækkunarbeiðnir fyrir
Verðlagsráði: Sérleyfishafar
32,9%, brauðvörur 13—30%,
smjörlíki 22%, sandur og möl,
þ.e. steypa án sements 3Ö%,
innanlandsflug 10%, aðgöngu-
miðar kvikmyndahúsa 11%, mán-
aðarleiga fyrir skýrsluvélar og
afnotagjöld fyrir forritavörur
8—10%, benzín 9%, gasolía
12,7%, svartolía 17,9%, magn-
álagning olíufélaganna rúmlega
60% og móttaka, stöflun og
sundurgreining timburs 9,1%.
Þá liggur fyrir beiðni um
hækkun á ábyrgðargjaldi bifreiða
vegna lengingar á ábyrgðartíma,
3% ofan á verð þeirra, en það
þýðir um 100 þúsund króna
Gjaldskrá Hitaveitunnar 34%
hærri en hún þyrfti að vera
GJALDSKRA Hitavcitu Reykjavíkur er 34% hærri, en
hún hefði þurft að vera. ef fyrirtækið hefði fengið allar
þær gjaldskrárhækkanir frá 1972, sem hún hefur beðið
um. Vegna tregðu yfirvalda að veita umbeðnar hækkan-
ir. hefur Ilitaveitan þurft að taka lán til framkvæmda
og reksturs og á þessu ári hefur Ilitaveita Reykjavíkur
orðið að ^reiða í afborganir 75G milljónir króna og í
vexti 529 milljónir króna eða samtals 1.285 milljónir
króna. Á sama tíma eru framkvæmdir Ilitaveitunnar
1.306 milljónir króna.
I Morgunblaðinu í tíær, er
birt athugasemd frá Olafi
Jóhannessyni, efsta manni á
lista Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Þar segir
„Móti hóflausum hækkunar-
beiðnum héf ég á undan-
förnum árum staðið af
fremsta megni, og væri
fróðlegt, ef Morgunblaðið
upplýsti lesendur sína um
hver hitaveitugjöld í
Reykjavík væru í dag, ef
fyrirtækið hefði strax feng-
ið allar umbeðnar hækkan-
ir.“ Morgunblaðið leitaði
þessara upplýsinga hjá Jó-
hannesi Zoéga, hitaveitu-
stjóra. Hann sagði, að hefði
Hitaveitan fengið allar um-
beðnar hækkanir, hefði ekki
verið þörf á þessum lántök-
um. Hefðu því hitaveitu-
gjöld getað verið 1.285 millj-
ónum króna lægri á þessu
ári eða þá, að framkvæmdir
hefðu getað verið helmingi
meiri. Þetta þýddi, að
gjaldskrá Hitaveitu Reykja-
víkur er nú 34% hærri en
ella hefði þurft að vera.
Vegna þeirrar stefnu Ól-
afs Jóhannessonar, að neita
eða draga Hitaveitu Reykja-
víkur á umbeðnum hækkun-
um, varð fyrirtækið að
hætta við allar jarðboranir
á þessu ári og af þeirri
ástæðu er yfirvofandi skort-
ur á heitu vatni á næstu
misserum, sennilega ekki í
vetur, en næsta vetur. í
haust var sótt um hækkun
hinn 1. nóvember á gjald-
skrá Hitaveitunnar, sem
nam 22%. Því var hafnað og
hefur þessi synjun orðið til
þess, að nú sækir Hitaveitan
um hækkun hinn 1. febrúar
1980, sem nemur 37%.
Ríkisstjómin frestar
ákvörðun um vaxtahækkun
ViU að bankakerfíð breyti láns-
kjörum áður en hún tekur ákvörðun
RÍKISSTJÓRNIN hefur
ákveðið að fresta vaxta-
hækkun, þar til viðskipta-
bankarnir hafa ákveðið
breytingar á lánskjörum
með tilliti til lengri láns-
tíma og jafnari greiðslu-
byrði á lánstímanum. „Úr
því að verið er að fara ofan
í þetta mál, hlýtur að
verða að taka fyrir báðar
hliðar vaxtastefnunnar í
einu lagi, ekki aðeins vext-
ina, heldur og lánskjör og
lánstíma,“ sagði Kjartan
Jóhannsson, viðskiptaráð-
herra í samtali við Morg-
unblaðið í gærkveldi.
Bankasambandið fékk í
gær erindi ráðherrans frá
Seðlabankanum og svar-
aði það því þegar og var
bréf Bankasambandsins
sent Seðlabankanum. Ráð-
herranum hafði ekki bor-
izt bréfið í gærkveldi og
Morgunblaðinu tókst ekki
í gærkvöldi að ná sam-
bandi við Helga Bergs,
formann sambandsins.
Magnús H. Magnússon, félags-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að ávallt
hefði verið gert ráð fyrir því í
lögum um efnahagsmál o. fl., að
greiðslubyrði lántakanda yrði
jöfnuð um lánstímann, sem einnig
yrði lengdur. Ríkisstjórnin vildi
ekki samþykkja vaxtahækkun,
nema þessi atriði yrðu lagfærð.
„Þetta hefur ekki verið fram-
kvæmt. Ég skal ekki segja, hverj-
um það er að kenna, en bankakerf-
ið hefur ekki framkvæmt þetta,“
sagði Magnús. Félagsmálaráð-
herra sagði, að það hefði þurft að
afgreiða þetta mál á ríkisstjórn-
arfundi í dag, til þess að vaxta-
ákvörðun lægi fyrir í tíma, eða
fyrir helgi. Hins vegar kvað hann
hugsanlegt að fresta þessu eitt-
hvað, en ríkisstjórnin þyrfti að fá
afstöðu bankanna á hreint, áður
en hún tæki sína ákvörðun.
Enginn ríkisstjórnarfundur var
í gær, en hins vegar var þetta mál
til umræðu á fundi á þriðjudag.
Magnús sagði, að í sjálfu sér væri
það jákvætt að hækkun vaxta
væri meiri á innlánum en útlán-
um.
Hins vegar kvað hann ríkis-
stjórnina hafa rætt um ívið minni
hækkun vaxta en tillaga Seðla-
bankans hefði hljóðað um. Seðlab-
ankinn gerði tillögu um 4% hækk-
un innlánsvaxta, en 2 V2 % hækkun
útlánsvaxta. Eru þá útlánsvextir
vaxtaaukalána orðnir einu pró-
senti lægri en innlánsvextir
vaxtaaukalána og er talið, að með
þessu sé verið að þröngva banka-
kerfinu til þess að hætta við
vaxtaaukaútlán, en lána í þess
stað fé með verðtryggingu, sem
þýðir að raunvöxtum verður náð,
þ.e.a.s. lánin séu beint tengd
verðbólgunni. Lánskjaravísitala,
sem notuð er sem viðmiðun í þessu
sambandi er sambland af fram-
færsluvísitölu og byggingavísi-
tölu.
Ofsarok á
Vestfjörðum
Símasam-
bands
laust frá
klukkan 18
OFSAROK gekk yfir
Vestfirði og Vest-
fjarðamið í fyrrinótt
og í gær. Símasam-
bandslaust varð við'
Vestfirði klukkan 18 í
gær og var svo enn um
miðnættið. Vindur
mældist víða á Vest-
fjörðum 10 stig í gær
og í Æðey mældist vind
hraðinn allt að 85
hnútum, sem jafngild-
ir 13 til 14 vindstigum.
Trausti Jónsson veð-
urfræðingur sagði í
samtali við Mbl. í gær,
að útlitið nú með veður
kosningadagana 2. og 3.
desember væri frekar
dökkt.
„Það er slæm lægð,
sem í dag er yfir mið-
ríkjum Bandaríkjanna,
sem við eigum von á að
verði hér við land á
laugardag eða sunnu-
dag, sagði Trausti,