Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
+ Útför móöur minnar MARGRÉTAR B. FJELDSTED sem andaöist 22. nóvember veröur gerö frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Ragnheiöur D. Fjeldsted.
t Eiginmaöur minn, faðir okkar, bróöir og mágur, JÓN SIGURGEIRSSON, matsveinn, Granaskjólí 5, sem andaöist þann 23. nóv. veröur jarösunginn frá Fossvogsk- irkju, föstudaginn 30. nóv. kl. 13.30. Jarösett veröur í Grindavík, sama dag. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö, þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Úrsúla S. Sigurgeirsson og dætur Guöjón Sigurgeirsson, Elín Þorvaldsdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Sigurrós Benediktsdóttir.
+ Ástkær faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MARKÚS GUÐMUNDSSON, Bjargasteini, Garöi, veröur jarösunginn frá Útskálakirkju, föstudaginn 30. nóvember kl. 2. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Hjartkær eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, KRISTJANA SIGRÍDUR SÓLBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR Langholtsvegi 156 er lézt 22. nóvember, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 10.30. Vinsamlega látið Krabba- meinsfélag íslands njóta minningargjafa. Ólafur P. Betúelsson Kristjén S. Ólafsson Kolbrún Óöinsdóttir og barnabörn.
+ Útför móöur okkar, ARNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR, fyrrverandí Ijósmóöur, Syðri-Hömrum, veröur gerö frá Kálfholtskirkju laugardaginn 1. desember kl. 2 e.h. Ferð frá Hópferöamiöstööinni, Suöurlandsbraut 6 kl. 12.30. Börnin.
+ Minningarathöfn um fööur minn, tengdafööur og afa okkar, JOHN MAURITZ LANGELYTH, sem varð bráökvaddur í Kaupmannahöfn 4. nóvember s.l., fer fram frá Garóakirkju, laugardaginn 1. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Sigrún Langelyth Helena Vignisdóttir Vignir B. Árnason Arnar B. Vignisson
+ Eiginmaöur minn, faðir og afi, JÓN HALLDÓRSSON, bakarameistari, Stigahlíó 12, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju, kl. 14.30 föstudaginn 30. þ.m. Oddný Guömundsdóttir, börn og barnabörn.
+ Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarðaför eiginmanns míns og föður okkar, HARALD WENDEL, húsgagnasmíöameistara, Luise Wendel, Adolf Wendel, Ragna Wendel, Svanhild Wendel, Kristján Wendel.
+ Innilegt þakklæti þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð viö andlát og jaröaför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, STEFÁNS VILHJÁLMSSONAR, Meltröö 10, Kópavogi, Sigrún Siguröardóttir börn, tengdabörn og barnabörn.
Þórður Bjarnason
— Minningarorð
Fæddur 26. júní 1917.
Dáinn 24. október 1979.
Það er mikilsvert á lífsleiðinni
að vera samferða góðum vini, þó
ekki sé nema stuttan spöl af ævi
manns. Vill undirritaður, þakka af
alhug alla vinsemd og hjálp í sinn
garð fyrr og síðar.
Þórður Bjarnason varð bráð-
kvaddur 24. október s.l. Aðrir
kunna betur að rekja æviferil hans
og uppruna, en uppruni hans er úr
Borgarfirðinum, þar fæddist hann
og ólst upp.
Sárt er að sjá á eftir góðum
vinum. Þórður vinur minn var einn
þeirra manna, sem ekki var marg-
máll um sína hagi eða fór með
hávaða í gegnum lífið. Einn bjó
hann lengst af ævi sinni.
En marga vini átti hann, og var
hann frekar veitandi en þiggjandi í
vináttu sinni. Hugsunin um að
skara eld að eigin köku var ekki til
í hans skapgerð. Hann var dugleg-
ur og ósérhlífinn, hafði sínar
ákveðnu skoðanir á málunum. Ég
kynntist Þórði í Hafnarfirði þar
sem hann var með bílaviðgerðir í
skúr við Garðaveg. Áður en ég
vissi af var ég orðinn vinur hans og
félagi. Þórður var maður hress og
hjartahlýr og með afbrigðum
greiðvikinn. Vil ég með þessum fáu
línum þakka Þórði þær mörgu
stundir, sem við áttum saman
þegar hann var að hjálpa mér við
viðgerðir og þá mörgu veiðitúra
sem við fórum saman í. hafði hann
hið mesta yndi af lax- og silungs-
veiði.
Ég sé Þórð ekki oftar hérna
megin en um síðir munu vegir
okkar eflaust liggja saman.
Veri hann kært kvaddur.
Arnar Andersen.
Sigríður Erna Ást-
þórsdóttir — Kveðja
Sigríður Erna Ástþórsdóttir
lést í svefni á heimili sínu, Fjólu-
götu 19, hér í borg sunnudaginn
11. nóvember og var útför hennar
gerð frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 16. nóvember að viðstöddu
fjölmenni.
Þegar ég frétti lát vinkonu
minnar, Sirríar frá Sóla í Vest-
mannaeyjum, kom mér í hug
sálmurinn góði „Fótmál dauðans
fljótt er stigið, fram að myrkum
grafarreit". Það er erfitt að átta
t
Kærar þakkir fyrir auösýnda vinsemd viö andlát og jaröaför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu
ÖNNU HELGADÓTTUR
fró Stokkseyri
Unnur Sigurðardóttir, Ófeigur J. Ófeigsson,
Haraldur Sigurösson, Brynhildur Sígþórsdóttir,
Georg Sigurðsson, Áeta Bergsteinsdóttir,
Jóhann L. Sigurðsson, Ragnheíður Böðvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö vegna andláts og jaröarfara
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
frá Þórgauksstöðum,
Ketill Jómundsson,
Anna Ketilsdóttir,
Þuríður Ketilsdóttir,
Helga Fossberg Helgadóttír.
Saga Helgadóttir,
t
Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jarðaför móöur okkar,
tengdamóður og ömmu
KARÓLÍNU ÞÓROARDÓTTUR,
sem andaðist 11. nóvember s.l.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og
útfarar
ELÍASAR ÞÓRARINSSONAR,
Tjarnarbraut 29. Hafnarfiröi.
Gyóa Gunnarsdóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn
og barnabörn.
t
öllum þeim fjölmörgu sem heiöruöu minningu
PÁLS LÁRUSSONAR,
húsasmíðameístara,
Egilsstöðum,
og sýndu okkur samúö og vinéttu viö andlát hans og útför færum
viö hjartans bestu þakkir.
Guörún Guðmundsdóttir
synir og systkini hins látna
sig á því að Sirrí er horfin okkur á
bezta aldri. Þessi góða og trygga
kona, sem öllum vildi gott gjöra.
Sirrí var fædd í Reykjavík 18.
september 1924 á heimili afa
hennar og ömmu, Ásdísar og Gísla
J. Johnsen að Túngötu 18, og flyzt
til Vestmannaeyja nokkurra vikna
gömul með foreldrum sínum, Sig-
ríði Gísladóttur Johnsen og Ást-
þór Matthíassyni, sem þá var
nýútskrifaður lögfræðingur og
gerðist hann framkvæmdastjóri í
atvinnurekstri Gísla tengdaföður
síns í Eyjum, sem þar rak um-
svifamikla útgerð, fiskverkun og
verzlun. Sigríður og Ástþór eign-
uðust 6 börn, dreng misstu þau
ársgamlan og var Sirrí næstelst í
röðinni. Hún ólst upp í foreldra-
húsum við mikið ástríki og átti
hún óvenju hamingjusamar og
litríkar æskuminningar frá
Breiðabliki og síðar Sóla, sem þá
var eitt af allra glæsilegustu
heimilum í Eyjum, en við húsið
Sóla var hún og systkinin ávallt
kennd. Sirrí varð fljótt mjög
vinsæl og eftirsóttur félagi, vel
greind, skemmtileg og glæsileg
stúlka. Að loknu gagnfræðaprófi
hóf Sirrí störf við Símstöðina í
Eyjum og starfaði þar í nokkur ár.
Hún stofnaði ásamt vinkonu sinni,
Ásu Þórhallsdóttur á Stöðinni,
gjafavöruverzlun undir nafninu
„Verzlun Ásu og Sirrí" og ráku
þær verzlunina um nokkurra ára
bil.
Minningarnar hrannast upp og
það var mikill hátíðisdagur á Sóla
28. okt. 1944, en þá var haldið
mikið brúðkaup er Sirrí giftist
eftirlifandi manni sínum, Ragnari
Stefánssyni framkvæmdastjóra
frá Brimnesi á Dalvík.
Sirrí og Ragnar hófu búskap í
Vestmannaeyjum, en fluttust til
Reykjavíkur 1949 og stóð heimili
þeirra hér síðan og varð þeim
fjögurra barna auðið, sem nú eru
uppkomin, myndarfólk er stofnað
hefur sín eigin heimili. Elst er
Ásdís Guðný, gift Valdimar Jóns-
syni, Ástþór, kvæntur Elísabetu
Steinarsdóttur, Anna Eyvör, gift
Eyþóri Ólafssyni, og Stefán,
kvæntur Esther Guðmundsdóttur.
Að leiðarlokum er hennar sárt
saknað af öllum sem kynntust
henni og sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til móður
hennar, systkina, Ragnars og
barnanna.
Blessuð sé minning Sigríðar
Ernu.
Guðrún Margeirsdóttir.
AUGLYSINGA-
SÍMINN F,R:
22480