Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Ríkisstjórn Íslands: Skorar á stjórn Sovét- ríkjanna að hleypa f jöl- skyldu Kortsnojs úr landi RÍKISSTJÓRNIN hefur orðið við bón Viktors Kortsnojs um liðsinni í baráttunni fyrir þvi að kona hans og sonur fái að fara frá Sovétríkjunum og var sendiherra Sovétrikjanna afhent i utanríkis- ráðuneytinu i gær eftirfarandi orðsending: „Síðustu þrjú ár hafa kona og skákmanna í huga, vill ríkisstjórn sonur hr. Viktors Kortsnojs, stórmeistara í skák, leitað eftir leyfi til að fara frá Sovétríkjunum til að flytjast til hr. Kortsnojs. Hefur hr. Kortsnoj heitið á ríkis- stjórn íslands að leggja lið við- leitni fjölskyldunnar til að sam- einast. Með tilliti til þess að íslending- ur er nú í forsæti Alþjóða skák- sambandsins og með langvarandi vinfengi sovéskra og íslenskra Islands undirstrika að hún telur máli skipta að beiðni Kortjnoj- fjölskyldunnar fái hagstæða lausn. Af þessum ástæðum, og jafnframt með áherslu á jákvæða afstöðu til sameiningar fjöl- skyldna sem tekin var í Lokaskjali ráðstefnunnar í Helsinki, skorar ríkisstjórn íslands eindregið á ríkisstjórn Sovétríkjanna að taka þessa beiðni til rækilegrar yfir- vegunar." Sjö sölur ytra síðustu dagana MIKIÐ er um landanir íslenzkra fiskiskipa erlendis þessa dagana og seldu fimm skip erlendis i gær, en tvö á mánudag. Hjúkrunarfólk- ið til Thailands á fimmtudaginn HJÚKRUNARFÓLKIÐ, sem fer á vegum Rauða kross íslands til hjálpar flóttafólki frá Kambó- díu, fer áleiðis til Bang- kok á fimmtudaginn til starfa í flóttamannabúð- um í Thailandi. Fólkið verður þarna um þriggja mánaða skeið. Fararstjóri verður Jó- hannes Reykdal, en hjúkrunarfólkið er Sig- urður Sigurðsson læknir og hjúkrunarkonurnar Björg Viggósdóttir, Hildur Nielsen, Jóhanna Erna Guðlaugsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir. Á mánudag seldi Sigluvík í Grimsby 114 tonn fyrir 51 milljón króna, meðalverð 445 krónur. Þá seldi Brimnes 85.5 tonn í Hull, fyrir 41 milljón, meðalverð 475 krónur. í gær seldi Andvari 50 lestir í Cuxhaven fyrir 17 milljónir, með- alverð 343 krónur. Engey seldi í Bremerhaven 154 lestir fyrir 65 milljónir, meðalverð 419 krónur. Ymir seldi 81 tonn í Grimsby fyrir 38 milljónir, meðalverð 469 krón- ur. Karlsefni seldi 186 tonn í Cuxhaven fyrir 77 milljónir, með- alverð 410 krónur. Loks seldi Sigurbergur 80 lestir í Hull í gær fyrir 35 milljónir, meðalverð 436 krónur. 3.405 hafa kosið utankjörstaðar í Reykjavík Á utankjðrstaðaskrifstofunni í Reykjavík höfðu í gær kosið 3.405 manns, en að sögn Jónasar Gústafssonar borgarfógeta höfðu um 5000 manns kosið utankjörstaðakosningu i Reykjavík miðviku- daginn fyrir síðustu kosningar. Jónas sagði að af þessum 3.405 manns væru 1006 Reykvík- ingar, eða innan við 30%, en venjulega hefur hlutur Reykvíkinga í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum verið um 2/3. Jónas sagði ungt fólk áberandi í hóp þeirra utanbæjarmanna, sem kosið hefðu á skrifstofunni, skólafólk og fleiri. Kosningabaráttan í Reykjavík: Útifundur á Lækj- artorgi á morgun ÚTIFUNDUR með þátt- töku fulltrúa allra stjórn- málaflokkanna verður haldinn á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun, föstudag. Hefst fundurinn Færð að spillast nema á láglendi - Mokað báða kosningadagana INNLENT ALLIR fjallvegir á Vestfjörðum lokuðust í gær vegna illviðris og var ekki vitað í gær hvenær hægt yrði að hefjast handa um mokst- ur. Færð var einnig að spillast á fjallvegum á Snæfellsnesi og Holtavörðuheiði og var jafnvel búist við að vegir þar myndu lokast sl. nótt ef veður lagaðist ekki. Þá upplýsti vegaeftirlitið að fjallvegir á Austurlandi væru ófærir nema hvað Oddsskarð og Fagridalur hefðu verið ruddir. Víðast hvar með ströndum og á láglendi var sæmilega greiðfært. Kosningadagana verða vegir ruddir eftir því sem þörf krefur og er fyrirhugað að halda þjóðvegum og sýsluvegum opnum. Mun mokstur fara fram á sunnudag og byrja á laugardag ef veðurútlit er gott, og síðan mokað báða kosn- ingadagana eftir þörfum. Birgir ísleifur Gunnarsson: Fráleitt að leggja skatt á hitaveitur „VIÐ sjálfstæðismenn höfum ávallt barist hart gegn því, að skattur sé lagður á hita- veitur til þess að jafna hita- veituverð,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, 3. maður á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins, er Morgun- blaðið spurði hann í gær um hver viðbrögð hans væru við hugmyndum Ólafs Jóhann- esson um sérstakan skatt á hitaveitur til verðjöfnunar. Birgir ísleifur sagði sem dæmi, að á síðastliðnum vetri hefðu þær fréttir borizt frá vinstri stjórninni að eínn hinna nýju skatta, sem ríkis- stjórnin hefði þá haft á prjón- unum hefði verið verðjöfnun á hitaveitur, þ.á m. á Hitaveitu Reykjavíkur, sem myndi þá greiða mestan skatt. Sjálf- stæðismenn fluttu þá strax tillögu í borgarráði um að borgarstjórn mótmælti slíkum skatti. „Ökkur tókst þá,“ sagði Birgir ísleifur, „að fá aðra borgarfulltrúa með okkur í þessi mótmæli, sem send voru ríkisstjórninni. Ég tel fráleitt að leggja -slíkan skatt á hita- veitur í landinu." klukkan 16.30, eða um það bil sem skrifstofutíma er að ljúka. Fundarboðandi er Ásgeir Hannes Eiríks- son eigandi Pylsuvagnsins á Lækjartorgi og fleiri aðilar sem stunda atvinnu- rekstur í miðbænum. Að sögn Ásgeirs Hannesar í gær höfðu stjórmálaflokkarnir þegar tilkynnt hverjir fulltrúar þeirra verða. Frá Alþýðuflokki koma þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Vilmundur Gylfason. Frá Fram- sóknarflokki koma Guðmundur G. Þórarinsson og annar fulltrúi sem ekki hefur verið ákveðinn enn. Frá Alþýðubandalagi kemur Guð- mundur J. Guðmundsson, og frá Sjálfstæðisflokki koma þeir Ellert B. Schram og Pétur Sigurðsson. Ásgeir Hannes sagðist vonast til þess að Reykvíkingar fjöl- menntu á fundinn, sem verður eini sameiginlegi • framboðsfundur stjórnmálaflokkanna í Reykjavík fyrir þessar kosningar, og jafn- framt síðasti framboðsfundurinn í kosningabaráttunni. Tímanum verður skipt jafnt milli flokkanna, og fólki verður gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir. Fundarstjórar verða umsjón- armenn Morgunpóstsins í Útvarp- inu, þau Sigmar B. Hauksson, Páll Heiðar Jónssong og Sigrún Val- bergsdóttir. Skildagar rjýljóðabók — eftir Heiðrek Guðmundsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný ljóðabók eftir Heiðrek Guð- mundsson og nefnist hún Skil- dagar. Þetta er sjötta Ijóðabók skáldsins, en hin fyrsta, Arfur öreigans, kom út 1947. Þessari nýju ljóðabók, sem er 118 bls. að stærð, er skipt í þrjá kafla. Fyrsta Ijóð í bókinni heitir Sætt- ir, en hið síðasta Orðs er mér vant. Á bókarkápu er sagt, að Heið- rekur Guðmundsson sé „meðal beztu skálda vorra í dag, sjálf- stætt skáld í sterkum tengslum við arfgengar hefðir". Helgafell gefur bókina út. Gunnar Guðbjartsson verður framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs SVEINN Tryggvason sem verið ' hefur framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins mörg undanfarin ár hyggst láta af því starfi um næstu áramót og við því tekur Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda. Gunnar Guðbjartsson sagði að Sveinn hefði óskað eftir að láta af störfum um áramótin og á fundi Framleiðsluráðsins hefði verið leitað eftir því við hann að taka að sér starfið. Sagði Gunnar að hann hefði þó ekki tekið að sér starfið til frambúðar. Hann verður áfram formaður Stéttarsambands bænda en lætur af starfi sem formaður Framleiðsluráðs og hefur ekki enn verið ákveðið hver verður eftir- maður hans í því starfi, en það verður útkljáð á næsta fundi ráðsins sem verður í desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.