Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 2 5
Vladimir Bukovsky
Af reipum
seglum
NÝLEGA urðu í Velvakanda nokkrar umræður
um sannleiksgildi frásagnar sovézka andófs-
mannsins Vladimirs Bukovskys af meðferðinni á
pólitískum föngum í sovézkum geðveikrahælum.
Bukovsky lýsti því meðal annars á fundi
Samtaka um vestræna samvinnu í síðasta
mánuði hvernig „sjúklingarnir“ voru vafðir inn
í votar „canvas“-lengjur, sem skruppu saman
þegar þær þornuðu, og orsökuðu þeim, sem
meðferðinni sætti, óþolandi arsauka. í þýðingu
Morgunblaðsins varð „canvas“ segldúkur.
Um þessa frásögn Bukovskys segir bréfirtar-
inn ,,R.Þ“ í velvakanda hinn 11. nóvember s.l.:
„011 er þessi frásögn einber tilbúningur, eða
heilaspuni sjúkrar sálar. Því er nefnilega
þannig farið að segldúkur skreppur ekki saman
við að þorna, hann þenst út.“ Bréfinu lýkur
síðan á þessum orðum: „Úr því Búkovskí lýgur
þessu að okkur, skyldi þá ekki fleira geta verið
missagt í fræðum þeim, er hann flytur okkur um
Sovétmenn?“
Ýmsir urðu til þess að tjá sig um bréf R.Þ. í
Velvakanda, en 20. nóvember birtist frá honum
annað bréf, þar sem fjallar enn um eiginleika
segldúks með mismunandi rakainnihaldi. í lokin
bendir hann á það, sem hann kallar „aðra firru
hr. Búkosvkís“, en hinn sovézki gestur hafði í
erindi sínu getið þess, að sumar þjóðir Mið-Asíu
hefðu verið sviptar stafrófi sínu og þar með
ritmáli sínu. Telur R.Þ. fjarstæðu að halda því
fram, að ritmál glatist þótt skipt sé um letur, og
nefnir því til sönnunar, að aldrei hafi tyrkneskt
ritmál og bókmenntir blómstrað eins og síðustu
fimmtíu ár, enda þótt Tyrkir hafi lagt niður
arabískt letur 1928 og tekið í staðinn upp
latneskt letur.
Valdimir Bukovsky hefur greinilega haft
spurnir af þessum segldúksumræðum í Morgun-
blaðinu, því að blaðinu hefur borizt frá honum
eftirfarandi bréf:
„Mér skilst að fyrirlestur minn í
Reykjavík 7. október s.l. hafi orðið
tilefni eins konar vísindalegrar um-
ræðu í blaði yðar.
Eg geri ráð fyrir því að hinn
dularfullu hr. R.Þ. hafi verið svo önnum
kafinn við segldúka- og reipaumsýslu,
til sjós og lands, að hann hafi aldrei á
ævi sinni haft stund aflögu til að fletta
upp í orðabók eða vísindalegu uppslátt-
arriti. I Chambers Dictionary of
Science and Technology, sem út kom
hjá W. & R. Chambers, Ltd., í Edinborg
1974, er orðið „canvas" skilgreint svo:
1. Gisið baðmullarefni, notað í ver yfir
sessur o.fl.
2. Fábrotinn, grófur baðmullardúkur
úr handspunnum þræði.
3. Grófur hördúkur, oft gerður af
náttúrulegum hampþræði.
4. Segldúkur, þar sem uppistaðan er
tvíþættur hör, en ívafið sterk,
gróf baðmull.
Eins og sjá má eru það að minnsta
kosti fjórar mismunandi tegundir vefn-
aðar, sem heitið „canvas" er notað yfir.
Greinilega höfum við hr. R.Þ. komizt í
tæri við „canvas" tegundir, sem eru
gjörólíkum eiginleikum búnar. Því mið-
ur sér KGB fyrrverandi geðveikrahæl-
islimum í Sovétríkjunum ekki fyrir
sýnishornum af því efni sem notað er
við hina alræmdu „vefju“-meðferð, og
því get eg ekki útvegað yður það, svo
hæt sé að gera tilraun.
Af bréfum hins dularfulla R.Þ. að
dæma hefur hann komizt í tæri við
reipi og segldúk í Tyrklandi og Mið-
Asíu, fyrst hann telur sig þess umkom-
inn að dæma um hvað sé til heilla og
hvað til óheilla fyrir fólk þar um slóðir.
Auðvitað gleymir hann að geta þess,
að Sovétmenn hafa aldrei gefið út
Kóraninn og önnur trúar- og
sagnfræðirit með hinu nýja stafrófi,
þannig að nýjar kynslóðir eiga þess
engan kost að lesa þau. Ég vona að hr.
R.Þ. geri greinarmun á þeirri breytingu
stafrófs í Tyrklandi, sem vilji var fyrir,
og þeirri stafrófsbreytingu, sem
þröngvað var upp á íbúa Mið-Asíu.
Ég leyfi mér að ráðleggja hr. R.Þ. að
snúa sér aftur að reipum og seglum í
stað þess að spinna villandi þrað.
Yðar einlægur
V. Bukovsky“.