Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 15 Að skrifa sig frá uppvexti sínum Sigurður A. Magnússon: Undir kalastjörnu, uppvaxta- saga. Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík 1979. UPPVAXTARSAGA - fyrstu níu æviár Reykjavíkurdrengs upp úr 1930 — sérstætt uppeldi og örðug bernskuár. Frá því er sagt hér. Drengurinn Jakob er auðvitað höfundurinn og má segja nafn- breytingarnar amk. á honum sjálfum komi stundum eilítið óþægilega út. Þá segir það meðal annars þá sögu, hversu afgerandi tök höfundurinn hefur á lesanda sínum, hversu persónuleg sagan er, svo að það er bókstaflega óhugsandi að kalla Jakob Jakob. Foreldrar pilts eru hvort með sínu móti — hann er drykkju-, Bökmennllr eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR kvenna- og hestamaður eins og þeir gerast kröftugastir. Bóhem með margþætta og öfgafulla skap- gerð. Móðirin er ljúfari og venju- legri, alvörugefnari og unir ekki lífsstíl föðurins, en er honum bundin miklum tilfinningabönd- um. Þau hlaða niður börnum á örfáum árum, faðirinn er ekki tiltakanlega duglegur að skaffa, hann fer á fyllerí eða í útreiðar- túra þegar honum býður svo við að horfa. Þau hrekjast úr einu hús- næðinu í annað og eiga sér hvergi öruggt skjól þessi ár. Þetta segir höfundur að drengurinn uppgötvi þegar þau flytjast í þann alræmda stað Pólana. „Það var ekki fyrren við komum í Pólana, að ég fór að renna grun í að þau vandræði sem ég þóttist hafa skynjað frá fyrsta fari voru ekki einungis bundin fjölskyldunni og átökum innan hennar, heldur lifðum við í þjóð- félagslegu samhengi eða kannski öllu heldur samhengisleysi: við vorum utangarðs í þjóðfélaginu, bónbjargarfólk sem gat ekki séð sér farborða og var á opinberu framfæri. Pabbi átti að vísu hesta sem voru tímabundin tekjulind og veittu honum takmarkað sjálf- stæði, en þeir voru líka baggi sem ásamt með öðru gerði það að verkum að hann gat ekki staðið á eigin fótum. Þessi þversögn, linnu- laus sjálfstæðisviðleitni og algert bjargarleysi, átti eftir að verða honum ævilangt viðfangsefni og þar var vitanlega óreglan þung á metunum." Aður en hér er þó komið sögu er móðirin horfin af heimilinu vegna berklaveiki. Yngri systir hennar Marta tekur að sér heimilið. Hún sinnir því erfiða verki af alúð að því er virðist, en drengurinn saknar móðurinnar og þessi miss- ir sem skal þó tímabundinn, verð- ur til að hann verður æ lausari við heimili sitt. Faðirinn, sem um ævina mun hafa verið skrifaður fyrir tuttugu og þremur börnum, Sigurður A. Magnússon. gerir systurinni Mörtu snarlega þarn eftir að hún er flutt inn til þeirra. Áður hafði enn ein systirin Sveina fætt huldusvein föðurnum, en sá kemur lítt við sögu. Dreng- urinn er uppátektarsamur með afbrigðum, stöðugt á fleygiferð, bæði í félagsskap fullorðinna og jafnaldra, bráðþroska kjaftfor, sem margir fullorðnir hafa gaman af að skrafa við. Og þótt umhverfi hans sé drungalegt og ömurleik- inn sitji allt í kring er ímyndunar- afl drengsins og athafnaþrá stöð- ugt starfandi, í nöturlegri vetrar- vistinni í Pólunum öðlast Öskju- hlíðin ákveðið lokkandi aðdráttar- afl og Landssmiðjan reynist hreinasti ævintýraheimur. Eftir að móðirin kemur heim af sjúkrahúsinu, er eitthvað breytt. Hún er breytt. Marta er breytt. Og faðirinn kannski líka. Drengurinn hefur þráð heimkomu móðurinn- ar, en hánn skynjar fljótlega kvöl hennar þótt hún sé honum ekki skiljanleg með öllu. Á hvítasunn- unni um vorið deyr móðirin snögg- lega. Úr blóðspýtingi — eða kannski einhverju öðru: „Ég held ég hafi aldrei árætt að orða þá spurningu sem kannski var á sveimi einhversstaðar í hugar- fylgsnunum. Framá þennan dag hef ég stillt mig um að grafast fyrir um raunverulega dánarorsök móður minnar. Vísast er einhvers staðar til opinber skýrsla um banameinið, en mér ægir sú til- hugsun að óljós grunur minn, sem ég hef ekki orðað fyrren hér, kynni að reynast á rökum reistur. Ef svo væri má ganga að því vísu að vitneskjan hefði í bernsku riðið mér að fullu.“ Þessi saga er máttug frásögn af fátækt, eymd og niðurlægingu fjölskyldu á kreppuárunum. Ekk- ert einsdæmi, en óvenjulegt að lesa slíka frásögn frá hendi liðlega fimmtugs manns. Flestar slíkar frásagnir og lífsreynslusögur seinni ára gerast æði löngu fyrr og/eða kreppan kemur inn sem lífshluti hjá fólki þá orðið full- vaxta. Að því leyti meðal annars er fróðlegt að lesa bók Sigurðar. Undir kalstjörnu er frjórri og bragðmeiri en það sem ég hef áður lesið eftir Sigurð. Frásagnarmát- inn er ekki ljóðrænn — enda gefur efnið ekki tilefni til þess — en hann er vandaður og skýr og höfundur hefur ágæta góð tök á að koma til skila því sem hann vill sagt hafa. Mér finnst þessi upp- vaxtarsaga myrk, en ekki beinlínis bitur. Dálítið upphafin á köflum og skrúfuð, og þótt hún láti lesanda áreiðanlega ekki ósnort- inn er svo spurning hvort rétt sé að skrifa sig svona miskunnar- laust og nakið frá uppvexti sínum. Frá Barna- og f jöl- skyldusíðunni: Sendið ljóð, sögur og teikningar Mörg börn og unglingar hafa verið iðnir við að senda blaðinu myndir, ljóð, sögur og annað efni fyrir hátiðar. Við viljum minna börn, foreldra og forráðamenn barna á að senda efni í tæka tíð, svo að það berist ekki of seint eins og stundum vill verða. Efni þetta má vera tengt að- ventu, jólum, gamlárskvöldi, nýja árinu o.s.frv. og geta menn bæði sent teikningar, ljóð, sögur, skemmtiefni, fróðleik, leiki eða gátur og skrýtlur, og verður valið úr því efni, sem berst, í jólalesbók barnanna. Utanáskriftin: Jólalesbók barnanna, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, Reykjavík. Frá Hlíðarhúsum til Bjarma- lands er stórskemmtileg minn- ingabók, létt og leikandi frá- sögn, m.a. af nágrönnunum á Vesturgötunni og lífinu í Reykja- vík í upphafi aldarinnar, félög- unum og brekum þeirra og bernskuleikjum, námsárunum í Menntaskólanum og kennara- liöi skólans, stjórnmálaafskipt- um og stofnun Alþýðusam- bands íslands á heimili foreldr- anna, aðdraganda að lausn sambandsmálsins við Dani, stofnun Jafnaðarmannafélags- ins og átökum í Alþýðuflokkn- um, sögulegri för höfundarins og Brynjólfs Bjarnasonar á 2. þing Alþjóðasambands Komm- únista i Leningrad 1920 o.fl. Auk þess að vera bráðskemmti- leg, hefur þessi bók mikið menningarsögulegt gildi. - ' jy. . Hjj II Hér er skráð mikil saga löngu liðinna tíma, — saga, sem nær óslitið yfir tvær aldir og spann- ar ágrip af sögu sex kynslóða. í samanþjöppuðu formi er hér sögð saga Eggerts Ólafssonar í Hergilsey og barna hans, rakin fjölmörg drög að ættum þeim, er að honum stóðu, og eins að konum hans. Og hér er að finna staöalýsingar, sem gera sögusviðiö og lífsbaráttu fólksins Ijóslifandi. Þá mun engum gleymast örlög systr- anna Guðrúnar elstu og Stein- unnar, en þær eru ættmæður fjölmennra kynkvísla, svo margir geta hér fræðst um upp- runa sinn í sögu þeirra. Sú þjóðlífsmynd, sem hér er brugðið upp, má aldrei mást út né falla t gleymsku. JATVARÐUR J. JULIUSSON 1» 11JW i i ÁGRIP ÆTTARSAGNA HERGILSEYINGA : / : ; ; ■ :■ Þessi bók fjallar um efni, sem lítt hefur verið aðgengilegt ís- lenzkum lesendum til þessa. Sagt er frá lífi og störfum heims- kunnra vísindamanna, sem með vísindaafrekum sínum ruddu brautina og bægðu hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyrum fjöldans. Þeir fórn- uðu lífi sínu og starfskröftum í þágu heildarinnar, sköpuðu nýja möguleika, sem þeir, er á eftir komu, gátu byggt á og aukið við. Ævikjör þessara frumherja vísindanna og hinar stórstigu framfarir í lyfja- og læknisfræði varðar okkur öll. í bókinni eru 20 teikningar af þessum kunnu vísindamönn- um gerðar af Eiríki Smith, list- málara. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.