Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 vandaðaóar vörur Málningar- sprautur Margargerðir. Hagstætt verð. Oliufélagið Skeljungur hf \^j Shell Heildsölubirqðir: Smávörudeifd Sími: 81722 Lít’i^ cr lcikur mc(N LUBIN de lubio * frá PARIS "L "fœsl í Parfume og Eau de tuilelte med og áu údara, etnnig sápur ng falleg gjafase/t. H F Tunguhálsi 11, R. Simi 82700. IUUM/1 cJ&m&riólzci Frá upptöku á einþáttungum Jóns Dan í útvarpssal. Ljósm: Krlstján. Leikrit í kvöld Tveir einþáttungar eftir Jón Dan í kvöld klukkan 20.15 verða i útvarpi fluttir tveir einþáttung- ar eftir Jón Dan, „Siggi og feður hans“ og „Logi og bræður hans“. Sá fyrrnefndi er undir leikstjórn Steindórs Hjörleifs- sonar, en Emil Guðmundsson, borsteinn Gunnarsson og Jón Hjartarson fara með hlutverk- in. Þorsteinn Gunnarsson ieikstýrir þeim síðarnefnda, og þar leika Guðrún Ásmundsdótt- ir, Steindór Hjörleifsson, Felix Bergsson og Gunnar Rafn Guð- mundsson. Flutningur beggja leikritanna tekur tæpa fimm stundarfjórðunga. „Siggi og feður hans“ gerist í menntaskóla og segir frá sam- skiptum eins nemandans, Sig- urðar ívarssonar við kennara hans. Piltur lætur ekkert tæki- færi ónotað til að lítilsvirða hann og standa uppi í hárinu á honum. Kennarann grunar þó að ekki sé allt með felldu og fær að lokum skýringu á hvernig á hátterni piltsins stendur. „Logi og bræður hans“ segir frá 11 ára dreng sem á í sálrænum erfiðleikum. Hann dreymir illa á nóttunni og kann á ýmsan hátt undarlega við sig á heimilinu. Eldri bróðir hans er mikið á sjónum, en drengurinn leitar til hans með vandamál sín þegar hann er heima. Hann tekur líka eindregið málstað hans þegar upp kemst um orsök- ina fyrir geðtruflun Loga. Jón Dan er fæddur að Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd árið 1915. Tók próf frá Verzlunar- skóla íslands 1933. Afgreiðslu- maður, verksmiðjustjóri og skrifstofumaður í Reykjavík 1933—59, síðan ríkisféhirðir til ársloka 1977. Jón hlaut 1. verð- laun í smásagnakeppni Sam- vinnunnar og Helgafells 1955. Auk smásagna hefur hann sent frá sér skáldsögur, ljóð og leik- rit. Þessir einþáttungar sem útvarpið flytur nú eru fyrstu leikverk hans sem þar heyrast. Sjónvarpið sýndi leikrit eftir hann 1971, „Upp á fjall að kyssast", og Leikfélag Akureyr- ar sýndi „Brönugrasið rauða" 1970. utvarp Reykjavik FIMMTUDtkGUR 29. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga býrjar lestur sögunnar um „Ogn og An- ton“ eftir Erich Kástner í þýðingu ólafiu Einarsdótt- ur. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tiikynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar Peter Schreier syngur laga- flokkinn „Ástir skáldsins" eftir Robert Schumann; Norman Shetler leikur með á píanó. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sveinn Hannesson og Sig- mar Ármannsson. 11.15 Tónleikar: Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. SÍDDEGIO____________________ Tónleikasyrpa Léttklassísk tónlist, dans- og dæguriög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 14.45 Til umhugsunar Karl Helgason og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson kynn- ir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartími barnanna Stjórnandi: Egill Friðleifs- son. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Elídor“ eftir Allan Carner Margrét örnólfsdóttir byrj- ar lestur þýðingar sinnar. 17.00 Tónleikar Nýja filharmoniusveitin í Lundúnum leikur „II giar- dino di rose“ forleik eftir Alcssandro Scarlatti; Raym- ond Leppard stj. / Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur „Endurskin úr norðri“, hljómsveitarverk op. 40 eftir Jón Leifs; Páll P. Pálsson stj. / Fílharmoníusveitin í Stokkhólmi leikur „Dalarapsódiu“ op. 48 eftir Hugo Elfvén; Stig Wester- berg stj. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDID_______________________ 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.15 Leikrit: Tveir einþátt- ungar eftir Jón Dan (frum- fluttir) 1: „Siggi og feður hans“ Leikstjóri: Steindór Hjör- leifsson. Persónur og leik- endur: Siggi (Sigurður ívarsson) 19 ára nemandi/ Sigurður Sig- urjónsson. Haraldur Sæm- undsson kennari/ Þorsteinn Gunnarsson. Rektor/ Jón Hjartarson. 2: „Logi og bræður hans“ Leikstjóri: Þorsteinn Gunn- arsson. Persónur og Ieikend- ur: Svavar 44 ára/ Steindór Hjörleifsson. Þórunn kona hans 42 ára/ Guðrún Ásm- undsdóttir. Stefán 18 ára/ Gunnar Rafn Guðmundsson. Logi 11 ára/ Felix Bergsson. 21.30 Frá tónlistarhátiðinni í Björgvin á þessu ári 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Reykjavíkurpistill: Heimsmyndin Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur flytur. 23.00 Frá tónleikum í Norræna húsinu 10. scptember í haust Rudolf Piernay syngur „Vetrarferðina“, lagaflokk eftir Franz Schubert (fyrstu 12 lögin). ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 30. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrok(k) Þorgeir Ástvaldsson kynn- ir vinsæl dægurlög. 21.15 Hringborðsumræður Að undanförnu hafa stjórn- málin sett svip sinn á sjónvarpsdagskrána. Þetta cr síðasti umræðuþáttur fyrir alþingiskosningarnar 2. og 3. desember. Rætt verður við formenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram um allt land. Stjórnandi Guðjón Einars- son. 22.45 Hugdirfska og hetju- iund s/h (Bonnie Scotland) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1935 með félagana Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke) í aðalhiutverkum. Söguhetjurnar tvær, Laur- el og Hardy, eru dæmalaus- ir hrakfallabálkar. Þeir koma til Skotlands að vitja arfs. En ekki eru allar fcrðir til fjár og fyrir einskæra óheppni eru þeir skráðir í herinn og sendir til Indlands. Þýðandi Björn Baldursson. 00.05 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.