Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
5
Bjrtrií Jónsdóttir. sem leikur eitt aðalhlutverkið í VandarhöKíd, sem
nú er verið að kvikmynda á Akureyri.
Kvikmynda Vandar-
högg á Akureyri
NÚ stendur yfir upptaka á kvik-
myndinni VANDARHÖGG eftir
Jökul heitinn Jakobsson. Myndin
er tekin upp á Akureyri og í
nágrenni Akureyrar.
Með aðalhlutverkin fara Björg
Jónsdóttir, Benedikt Árnason,
Bryndís Pétursdóttir og Árni
Pétur Guðjónsson.
Sem fyrr segir stendur kvik-
myndunin nú yfir og lýkur henni
væntanlega þann 10. desember
næstkomandi.
Leikstjóri er Hrafn Gunn-
laugsson.
Nýjar
Helgafellsbækur:
Þorpið
— ný útgáfa
Sonur reiðinnar
- eftir Kirk
Morgunblaðinu hafa borizt þrjár
nýjar Ilelgafellsbækur og ber þar
fyrst að nefna nýja útgáfu á
Þorpinu eftir Jón úr Vör, en sú
bók vakti hvað mesta athygli á
skáldinu og hefur þótt mikill
viðburður í íslenzkri ljóðlist okk-
ar daga. Jón úr Vör er nú í
fylkingarbrjósti formbylt-
ingarskáldanna og óþarfi að
kynna Þorpið frekar, svo þekkt
sem ljóðabókin er.
Þá hefur blaðinu borizt skáld-
saga Hans Kirk, Sonur reiðinnar, í
þýðingu Magnúsar Kjartanssonar,
en hér er um að ræða eitt fremsta
skáldverk þessa danska höfundar.
Ný saga
eftir Guðberg
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
ný skáldsaga eftir Guðberg
Bergsson og nefnist hún Saga af
manni sem fékk flugu í höfuðið.
Guðbergur hefur komizt svo að
orði um þessa nýju bók sína í
samtali, að hún fjalli um mann
„sem er skáld og er tómur í
höfðinu. Hann situr við glugga og
er að reyna að festa eitthvað á
blað, en dettur ekkert í hug. Þá
flýgur fluga fyrir gluggann og
hann festir hana á blað... “ Enn
fremur, að flugan sé tákn fyrir
hugmyndina. „Síðan koma rithöf-
undar að skoða fluguna og verða
afbrýðisamir. Þeim finnst hún
ómerkileg, því þeir geta ekki
skilgreint hana, finnst hún vera
hálfgerð padda, og hann hefði
heldur átt að fá íslenzka flugu... “
Höfundur segir, að sagan sé „á
Jón úr Vör
Ein saga hans hefur verið færð í
sjónvarpsgerð og m.a. sýnd hér í
framhaldsþáttum. Sonur reiðinn-
ar er söguleg skáldsaga og gerist í
Gyðingalandi á dögum Krists.
Loks er að geta bókarinnar Inní
skóginn eftir Króa, en hann til-
einkar hana Sólinni sinni. Bók
þessi, eða bæklingur eins og höf-
undur kýs að nefna hana , er 48
bls.
Guðbergur Bergsson
vissan hátt ferð í gegnum íslenzkt
þjóðfélag og í gegnum aðferðina
við að gera listaverk. Þetta er
einföld saga, eiginlega skemmti-
saga, en hún er líka um listafólk
yfir höfuð.“
Helgafell gefur út þessa nýju
skáldsögu Guðbergs Bergssonar.
Magnús Óskarsson:
Nú sleppur Ólafur ekki
Ég ber heldur hlýjan hug til Ölafs
Jóhannessonar frá þeim tíma að
hann var kennari minn við Háskóla
íslands og ætla ekki að rökstyðja það
sérstaklega. Ég er einnig þakklátur
fyrir þá „innrætingu" sem ég hlaut
hjá honum, Ármanni Snævarr og
starfsbræðrum þeirra í lagadeitdinni
„vestur á Melum" á sínum tíma.
Það var því undarleg reynsla að
þurfa, dag eftir dag, að ræða við
menn sem um tíma virtust trúa því í
alvöru, að Ólafur Jóhannesson héldi
sem dómsmálaráðherra hlífiskildi
yfir glæpamönnum. Ég geri ekki
mikið úr viðleitni minni við að lemja
þetta kjaftæði niður, en ég gerði það
sem ég gat og sem betur fer er það
með öllu útrætt mál og úr sögunni.
Sama gildir um tímabundna (?)
bilun þess manns sem valdi sér
Hæstarétt og forseta hans, Ármann
Snævarr, til óskiljanlegra árása í
götustrákastíl.
(Það er tímanna tákn, sumir
myndu kalla það hnignunareinkenni,
að höfundur rógsins skuli nú vera
dómsmálaráðherra og ráfa veglaus
Magnús Óskarsson
um ráðuneytið í árangurslausri leit
að hneykslismálum).
Að loknum þessum formála kem
ég að tilefni þessa greinarkorns.
ólafur Jóhannesson er nú loks
endanlega fluttur úr Fljótunum í
framboð í Reykjavík, Hann hefur
lýst því yfir að hann vilji verðjöfnun
á hitaveitugjöldum, sem talin eru
40% kostnaðarauki fyrir þá sem
greiða hitaveitum upphitunarkostn-
að.
Þetta segir Ólafur að geti verið
hættulegt fyrir sig sem frambjóð-
anda i Reykjavik og bætir þvi við að
það kunni að reyta af honum
atkvæði í Reykjavik, svo vitnað sé í
hans eigin orð. Auðvitað er þetta rétt
athugað hjá Ólafi, og verðskulduð
afleiðing svo harkalegrarr árásar á
lífskjör almennings í Reykjavík.
Þess vegna er það vita vonlaust
undanhald af hans hálfu að hrökkva
í kút, þegar menn taka mark á
orðum hans, og reyna þegar svo er
komið að halda því fram að jöfnun-
arskattur á hitaveitur snerti Hita-
veitu Reykjavíkur, stærstu hitaveitu
landsins, ekkert sérstaklega. Fyrir
þetta hefur Ólafur Jóhannesson til
þess unnið að tapa atkvæðum
Reykvíkinga um næstu helgi og það á
hann skilið. t þetta skiptið sleppur
hann ekki.
nmi
y y
MmSr M W & ÆT M
Tvö dr liöin
A þessum tíma eru nákvæmlega tvö ár liðin
síðan Stevie Wonder gaf út plötu og alltaf bíða
menn jafn óþreyjufullir eftir næsta skrefi
hans. Líkt og Stevie Wonder hefur líst yfir
speglar þessi nýja plata tímabót á hans ferli.
Þetta tveggja plötu albúm er heilsteypt verk
uppfullt af nýjum hugmyndum, fjölbreytni og
fallegri tónlist.
(VvjRjvlfttÍt lii > j
:<«^i