Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Verðbólgan er afskaplega hress
— við læknar mvndum aldrei
mæla með að leggja hana inn
— sagði einn læknanna á kosningafundi á Landspítala í gær
í UPPHAFI framboðsfundar á
Landspitalanum í gær voru að-
eins mættir tveir frambjóðendur
af fimm, sem boðað höfðu komu
sína. Voru það fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Nokkru eftir fundar-
setningu komu fulltrúar Alþýðu-
flokksins og Fylkingarinnar en
fulltrúi Alþýðubandalagsins
mætti ekki fyrr en í lok fundar-
ins. Fundurinn var haldinn að
tilhlutan starfsmannaráðs
Landspítalans, hann sóttu nokk-
uð á annað hundrað manns.
Tilhögun fundarins var sú, að
dregið var um röð framsögu-
manna og fengu þeir hver um sig
tíu mínútur til umráða. Fyrst tók
til máls Ragnhildur Helgadóttir
f.h. Sjálfstæðisflokksins. Gerði
hún grein fyrir stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í heilbrigðismálum og
sagði í upphafi máls síns, að
stefna Sjálfstæðisflokksins væri
sú, að heilbrigðisþjónusta væri
eitt þeirra sviða í félagsmálaþjón-
ustunni, þar sem efnaleg afkoma
einstaklinga ætti ekki að hafa
áhrif á réttindi og nauðsynlega
hjálp. Hún sagði Sjálfstæðisflokk-
inn leggja áherzlu á að heilsu-
verndar- og vinnuverndarmál
yrðu efld og þá sérstaklega með
tilliti til atvinnusjúkdóma. Hún
sagði málefni aldraðra einnig
mjög brýnt úrlausnarefni, einnig
þyrfti að auka þátt göngudeildar-
þjónustunnar, sem létta myndi á
sjúkrahúsunum.
Ragnhildur sagði, að áreiðan-
lega mætti gera verkaskiptingu á
sjúkrahúsunum gleggri og hag-
kvæmari. í lok máls síns sagði
hún, að til þess að skynsamlega
væri hægt að standa að endurbót-
um í heilbrigðiskerfinu yrði fyrst
að vera fyrir hendi efnahagslegur
grundvöllur. Hún fór síðan nokkr-
um orðum um efnahagsástandið,
sem hún sagði sigla hraðbyri til
atvinnuleysis. Einnig skýrði hún
nokkrum orðum stefnu Sjálfstæð-
isflokksins undir kjörorðinu
„Leiftursókn gegn verðbólgu".
Flokkarnir
hafa brugðist
verkalýðnum
Næstur tók til máls Árni Sverr-
isson, Fylkingunni. Inntakið í
ræðu hans var það helzt, að allir
þeir stjórnmálaflokkar, sem menn
hefðu átt á þingi, hefðu brugðist
verkalýðnum. Þeir seldu eitt kosn-
ingaloforðið fyrir annað og stefn-
an innan verkalýðshreyfingarinn-
ar í dag væri sú að styrkja
stjórnmálaflokkana í stað þess að
styrkja fólkið sjálft — félagana.
G-listinn
ekki mættur
Næstur á mælendaskrá átti að
vera fulltrúi Alþýðubandalagsins,
en hann var ekki til staðar. Jón
Baldvin Hannibalsson, fulltrúi Al-
þýðuflokksins, tók því til máls.
Hann sagðist ekki telja, að það
þjónaði neinum tilgangi að lýsa
Jón Baldvín sagði útséð um, að
nokkuð yrði af samvinnu krata
og framsóknar, eftir yfirlýsingar
Arna um Vilmund.
áætlunum Alþýðuflokksins í heil-
brigðismálum, því ef ekki yrði
tekið á efnahagsmálunum þá væri
tómt mál að tala um eflingu
heilbrigðisþjónustunnar.
Hann sagði að rekja mætti 5/7
hluta verðbólgunnar til Seðla-
bankans og fjármálaráðuneytis-
ins, þ.e. ekki starfsmanna þessara
stofnana heldur til þriggja síðustu
ríkisstjórna og rakti síðan nokkr-
um orðum stefnu Alþýðuflokksins
í þessu málefni.
Öld framsóknar
Næstur á mælendaskrá var
Árni Benediktsson, Framsóknar-
flokki. Hann ræddi nokkuð
grundvallarstefnu Framsóknar-
flokksins og þann meið sem flokk-
urinn byggir á. Hann sagði síðasta
áratug vera réttilega nefndan
„áratug framsóknar" og rakti
síðan nokkuð sögu flokksins á
þessari öld og vandamál hans, sem
hann sagði að hluta vera vegna
sjálfstæðisstefnu þjóðarinnar.
Bjarni Þjóðieifaaon læknir var
fundarstjóri á fundinum.
Vilmundur Gylfason er ekki hátt
skrifaður hjat'mér né öðrum
framsóknarmönnum, sagði Árni
Benediktsson. Hann verður ekki
ráðherra og síst af öllu dóms-
málaráðherra.
Eins og sjá má var kennslustofan á Landspítaianum þéttsetin á fundinum. Ljósm. Mbl. Kristján.
Skoðanakannanir fyrir síðustu kosningar:
Töluverður munur á
niðurstöðum og úrslitum
EINNI viku fyrir þingkosningarnar í júnílok i fyrra birtu bæði
síðdegisblöðin Vísir og Dagblaðið niðurstöður skoðanakannana, sem
blöðin höfðu framkvæmt.
Á meðfylgjandi töflu gefur að líta niðurstöðurnar og ennfremur eru
birt til samanburðar úrslitin úr sjálfum kosningunum. Loks birtast
niðurstöður skoðanakannana, sem blöðin tvö hafa framkvæmt fyrir þær
kosningar sem í hönd fara og birtar voru um síðustu helgi.
Ef litið er á niðurstöður skoðanakannananna í fyrra koma í ljós
nokkur frávik í þeim báðum frá þeim úrslitum, sem urðu í kosningunum.
oo
SÍNE-deildin í Gautaborg:
Alþýðubandalagið tryggir ekki
hagsmunamál námsmanna
SINE-deildin í Gautaborg hefur
sent fjölmiðlum bréf, þar sem
hún mótmælir þeim yfirlýsing-
um, sem fram koma í kosninga-
áróðri Alþýðubandalagsins, og
sendur hefur verið SINE-félög-
um, að Alþýðubandalaginu sé
treystandi til að tryggja hags-
og húsaleigustyrkur barnafólks
hafi verið dreginn beint frá
námsláni og að vísitala fram-
færslukostnaðar við útreikninga
námsláns sé óraunhæf.
Þá segir í bréfinu, að Alþýðu-
bandalagið hafi ekki beitt sér
fyrir í síðustu ríkisstjórn, að
•O 05 rt -h oo c- 05 kosn- júní4 05 •> O - . d > munamál námsmanna. í bréfinu segir m.a.: „Engar bandarískur her hverfi af landi brott og ísland segði sig úr NATO.
-P c U ^ .2 c li verulegar breytingar hafa átt sér Verðbólgan og aðrar árásir á kjör
!2£ ns .2, 'n c 2 S C/3 ro stað á lánskjörum námsmanna í verkamanna og annars alþýðu-
Q O > .2» O.S > c3 Q SS stjórnartíð Alþýðubandalagsins, fólks hafi blómstrað í tíð þessarar
Alþýðuflokkur 22,1% 25,1% 22,0% 15,0% 14,4% umframfjárþörf hefur ekki verið brúuð, þær breytingar, sem átt ríkisstjórnar ekki síður en fyrir- rennara hennar.
Framsóknarflokkur 12,9% 14,9% 16,9% 20,0% 22,3% hafa sér stað, hafa falið í sér Síðan segir í bréfi SINE-deild-
Sjálfstæðisflokkur 37,8% 29,9% 32,7% 44,0% 41,9% millifærslur milli hópa náms- arinnar í Gautaborg: „Reynsla
Alþýðubandalag 21,0% 24,6% 22,9% 17,0% 19,0% manna, sem er algerlega andstætt síðustu stjórnar sannar, að hags-
Samtökin 2,8% 1,8% 3,3% — — kröfum námsmanna." Síðan segir, munamál námsmanna verða ekki
Aðrir 3,4% 3,9% 2,2% 4,0% 2,4% að dæmi sé til um að barnameðlög tryggð með því að fela þingræðis-
legum stjórnmálaflokkum lausn
þeirra. Sá grundvöllur, sem Al-
þýðubandalagið hefur kosið að
berjast á, grundvöllur hins borg-
aralega lýðræðis mun aldrei leiða
til jafnréttis. Þar af leiðandi er
allt tal Alþýðubandalagsins um
jafqrétti, hvort sem það gildir um
námsmenn eða aðra hópa þjóðfé-
lagsins hreint blaður. — Reynsla
námsmannahreyfingar sannar, að
barátta okkar fyrir réttlátum
kjörum verður aldrei borin til
sigurs af þingræðislegum umbóta-
flokkum, aðeins barátta náms-
manna sjálfra með stuðningi al-
þýðu landsins mun leiða til árang-
urs.“ Undir bréfið ritar Björn
Rúnar Guðmundsson fyrir hönd
SINE-deildarinnar í Gautaborg.