Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Nei, sveínpillur eru ekki til á
lager. — Eg gæti komið í kvöld
og lesið svolitla kvöldsögu?
Það er timabært orðið, að þú
lærir að setjast með eðlilegum
hætti?
Til hamingju með
kosningaréttinn
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spennan jókst stöðugt eftir
þvi, sem siðustu mínútur úrslita-
leiks heimsmeistarakeppninnar
liðu. í örfáum spilum höfðu
ítalirnir klórað 35 impa af
Bandaríkjamönnunum, munur-
inn orðinn 30 impar og margir
áhorfenda vonuðust til, að spilin
yrðu rólegri og byðu ekki upp á
miklar stigasveiflur.
En þá birtist þetta spil á
sýningartjaldinu. Suður gaf, allir
á hættu.
Norður
S. D
H. KG107
T. G74
L. ÁG432
Vestur Austur
S. Á92 S. K1085
H. 9862 H. D4
T. 82 T. D10965
L. 9876 L. KD
Suður
S. G7643
H. Á53
T. ÁK3
L. 105
Og ítalirnir hertu enn sóknina.
Voru með spil norðurs og suðurs
og sögðu þannig:
Suður Norður
Pittala Belladonna
1 Spaði 2 Lauf
2 Spaðar 2 Grönd
3 Grönd pass
Áhorfendum á bandi ítala til
ánægju spilaði austur út tígulníu
gegn gröndunum þrem en Bella-
donna hleypti ekki, tók á ásinn í
blindum og spilaði lauftíunni.
Vestur lét níuna og austur fékk á
kónginn. Hann skildi makker sinn
og skipti í spaðatíu. Hefði vestur
þá tekið á ás og haldið áfram
tígulsókninni hefði orðið erfitt
fyrir norður að fá meir en 7 slagi.
En vestur gaf og í næsta slag tók
Belladonna á laufás, spilaði
þvínæst hjartagosa. Austur lét
lágt en Belladonna svínaði og þar
með voru níu slagir orðnir örugg-
ir. Og auðvelt var að fá tíunda
slaginn á lauf, 630 til Ítalíu.
Á hinu borðinu spilaði Banda-
ríkjamaðurinn í norður 2 Grönd,
fékk 9 slagi eftir að hann hleypti
tígulútspilinu á gosann. En í allt
fengu ítalirnir 480 eða 10 impa og
forskot Bandaríkjanna orðið 20
impar og stuðningsmenn þeirra
orðnir alvarlega hræddir.
COSPER
Mitt heimili er ekki eina heimil-
ið sem fékk skrýtið bréf inn um
dyralúguna hér á dögunum. Nýi
kjósandinn fékk heillaóskaskeyti í
tilefni þess að hafa öðlast kosn-
ingaréttinn. Þetta var ósköp
hjartnæmt.
Heimurinn er alveg tvískiptur,
annars vegar frelsi og lýðræði og
hins vegar sósíalismi. Kjörum
fólks í sósíalískum ríkjum er best
lýst með sögu Búkovskís af dauða-
drukkna manninum. Hann sá tvö-
falt og sagði við sjálfan sig er
hann horfði í spegilinn. „Annar
hvor okkar er K.G.B. maður."
Undir járnhæl K.G.B. verður
fólkið í sósíalísku ríkjunum að lifa
frá vöggu til grafar. Þar er ekkert
atvinnulýðræði, aidrei hægt að
kvarta, hvorki um kaup eða öryggi
á vinnustað. Ferðafrelsi er ekkert
nema að verkalýðsfélagið á staðn-
um sé búið að samþykkja það og
síðan yfirvöldin og síðast eru
nágrannarnir spurðir hvort við-
komanda sé treystandi til að
ferðast utan Rússlands. Ef um-
sækjandinn hefur verið lauslátur
eða þótt sopinn góður þá gefst
honum aldrei tækifæri til að fara
til útlanda. Þegar ástandið í heim-
inum er orðið svona þá þurrkuðust
út úr danska þinginu síðustu
sósíalistarnir og í Noregi hafa þeir
0,4% af öllu atkvæðamagninu.
• Hver er
þessi flokkur?
En á íslandi í dag er flokkur
sem kennir sig við elsta atvinnu-
veg þjóðarinnar og þeir eru svo
utanveltu við lífið í heiminum í
dag að þeir ganga í þjónustu
heimsvaldastefnu kommúnism-
ans. Þegar öryggismálanefnd sem
skipuð var af Olafi Jóhannessyni
segir að við þurfum ekki að vera
lengur í Nato, þá förum við og það
á ekki að spyrja þjóðina. Allar
lýðræðisþjóðir vilja vera í Nato,
vilja meira að segja frelsa þessar
þjóðir sem kveljast undir kúgun
sósíalismans.
Hvaða flokkur er eiginlega þessi
Framsóknarflokkur? Hann lagði
hatur á Reykvíkinga og tafði eins
og hann best gat bæði Hitaveituna
og Sogsvirkjunina. Hann fylgdi
utanríkisstefnu sósíalistanna all-
an tímann á dögum viðreisnar-
Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
126
okkar skilmála. Ég sagðí ráð-
herranum frá þessu og iagði á
það áherzlu. Ég efaði ekki, hr.
Field, að þér mynduð telja það
yður til ávinnings að finna þau
ráð sem dygðu og byggja olíu-
hreinsunarstöðina sem þarf að
reisa i Imshan.
— Það er öldungis rétt,
herra, sagði Logan. — Eftir
viðræður mínar við japönsku
stjórnina var mér kleift að
ganga frá fullbúnum samningi
við hana og olíuinnflytjendur
og hef nú tryggingu þeirra i
næstu tíu ár.
— Gott, sagði keisarinn. —
Þetta eru einmitt fréttirnar
sem ég vonaði þér mynduð bera
mér. Þegar ráðherrann var
ráðinn af dögum rikti nokkur
óvissa um einlægni yðar í mál-
inu. Það er skiljanlegt i ljósi
þeirra uppgötvana sem Ardal-
an hershófðingi fékk hjá
hryðjuverkamanninum, Sýr-
lendingnum Homsi. Ég er sátt-
ur við skýrslu yðar, hr. Field.
— Þökk herra, sagði Logan.
Hann hafði haldið að keisar-
inn hefði nú slappað af. hann sá
nú að hann var festur upp á
þráð og hafði verið allan
tímann. Hann talaði lýtalausa
ensku, þar sem hann hafði lært
málið á unga aldri, en vestur-
landamál voru erfið írönum.
Logan Field sá að málið var
útkljáð þótt mikið hefði það
kostað og hann fann einnig að
keisarinn taldi að samtalinu
væri senn lokið. En allt í einu
datt honum i hug að drepa á
mál konu sinnar. Hann vissi að
keisarinn hafði elskað fyrri
konu sína, Sorayu, mjög heitt
og hann hafði heyrt að hann
ynni börnum sinum af öllu
hjarta. Enda þótt hann þekkti
lrani ekki nema yfirborðslega
gerði hann sér grein fyrir því
að þeir voru tilfinningaríkir
menn þrátt fyrir kalt yfirborð
og stundum hrjúft.
— Herra, sagði hann sein-
lega — þér sýnduð mér þá
vinsemd að votta mér samúð
vegna eiginkonu minnar.
Hann fann að James stirðn-
aði upp. Keisarinn kinkaði
kolli.
— Þér vitið að þess var
krafizt að til þess að hún yrði
látin laus gæfum við Imshan
upp á bátinn.
— Ég hygg að það hafi
Sýrlendingurinn játað í yfir-
heyrslunum, sagði keisarinn.
— Ég geri mér grein fyrir
þvi, hélt Logan áfram — að mér
urðu á grundvallarmistök. Þeg-
ar Homsi hafði fyrst samband
við mig, hefði ég átt að snúa
mér rakleitt til yðar.
— Það hefði verið vitur-
legra, var svarið.
James horfði á hann og
reyndi í örvæntingu að geta sér
til um hvaða hugsanir bærðust i
brjósti mannsins með lituðu
gleraugun. Hann gat ekki áttað
sig á þvi.
— En þrátt fyrir það, hélt
keisarinn áfram blæbrigða-
lausri röddu sinni — fæ ég ekki
séð við hefðum getað hjálpað
yður hr. Field. Eiginkonu yðar
var ekki rænt í Iran. Á hinn
bóginn gæti verið að þá væri
ráðherra minn, Khorvan, enn
lifs.
— Ég geri mér grein fyrir
því, sagði Logan og undirgefn-
in í rödd hans virtist ósvikin. —
Ég harma það mjög. En mér
var sagt það, að eiginkona mín
yrði drepin nema því aðeins að
ég steinþegði yfir þessu. Mér
fannst ég ekki eiga margra
kosta völ.
— Ég skil það. Þetta hefur
verið örðug ákvörðun.
— Herra. Logan hallaði sér í
áttina að manninum i hæginda-
stólnum — það er mögulegt að
bjarga iifi konu minnar, meira
að segja nú, eí þér hjálpið mér.
Keisarinn tók sigarettu-
kassa, opnaði hann og bauð
þeim. Hann kveikti sér einnig í
sjálfur.
— Ég myndi gera það með
gleði, VÆRI það geriegt, sagði
hann rólega.
— Það er mögulegt, sagði
Logan. — Ég mun kynna sam-