Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
n»i imáFivmro.vj-
• Brauð handa
hungruðum
heimi
„Mikið er talað um hörmung-
ar úti í heimi. Hjálparstofnun
kirkjunnar er með víðtæka söfn-
unarstarfsemi til hjálpar hungr-
uðum heimi og er það vel, en ég
óttast að þetta lendi þó víða
útundan að setja í baukana og
koma þeim til skila, fólk hefur um
svo margt að hugsa.
En af hverju ekki að gera
tiltölulega einfaldan hlut, sem
skila mundi ríkulegum árangri?
Því ekki að setja gjald á leikföng?
Samanber gjald á eldspýtur og
tappagjald á gosflöskur, sem
rennur hvort tveggja til góðs
málefnis hér innan lands. Setja
má gjald á leikföng þannig að um
leið og við kaupum þau til að
gleðja okkar börn og barnabörn,
sem í flestum tilfellum eru börn
allsnægtanna, sem betur fer, þá
séum við jafnframt að kaupa
máltíð eða lyf handa bágstöddum
börnum úti í heimi.
Ég held að fólk borgaði gjarnan
þessar aukakrónur með glöðu geði
og þá kæmi þarna nokkuð öruggur
tekjustofn fyrir þetta málefni.
Guðgeir Sumarliðason,
Bitru, Hraungerðishreppi.“
• Guðíræðinemar
með morgun-
bænir?
Útvarpshlustandi:
„Mér finnst ég hafa einhvern
tíma séð eða heyrt þeirri hugmynd
hreyft að guðfræðinemar gætu
tekið að sér morgunbænir út-
varpsins og öðlast þar með mikil-
væga reynslu og undirbúning fyrir
væntanlegt prestsstarf.
Ég vil leyfa mér að taka undir
þá hugmynd. Ekki er ég með því
að segja, að prestarnir okkar
standi illa í því stykki að annast
morgunbænir, en það er nú einu
sinni svo, að við útvarpshlustend-
ur viljum gjarnan fá að heyra
nýjar raddir og því er ekki úr vegi
að taka upp örari skipti. Nú er
skipt um umsjónarmann morgun-
bæna mánaðarlega að ég held, en
mætti ekki gera það viku- eða
hálfsmánaðarlega og taka þá guð-
fræðinema með í hópinn og hafa
þá innan um og saman við. Með
þátttöku í morgunbænum hljóta
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Sovétríkjunum í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Taimanovs, stórmeistara,
og Vorotnikovs, sem hafði svart
og átti leik.
þeir að kynnast að nokkru því
starfi sem fyrir þeim liggur vænt-
anlega og ef ég man rétt tóku þeir
að sér fyrir nokkrum árum lestur
Passíusálmanna og gekk vel. Því
hlóta þeir að geta komist vel frá
því að sjá okkur fyrir morgunbæn-
• Skattar og Kefla-
víkursjónvarp
Örn Ásmundsson:
„Ekki hefur ástandið í þjóð-
málunum hjá okkur farið mikið
batnandi upp á síðkastið og finnst
mér sem skattar og dýrtíð hafi
aldrei verið meiri en nú er. Allt er
að hækka, þar með talið áfengi,
bensín hækkar á nokkurra vikna
fresti liggur við og skattaáþjánin
leggst sífellt þyngra á alla lands-
menn hvort sem þeir hafa lágar
tekjur eða háar.
Nefna má, að tollar á sportvör-
um eins og og skotvopnum og slíku
eru gífurlega háir og finnst mér
ekki ná nokkurri átt að þeir nemi
um 100% eins og nú er. Og í
framhaldi af því finnst mér rétt
að árétta að bændur eru fullað-
gangsharðir í að banna veiði-
mönnum afnot af afréttum, en við
eigum þessi afréttarlönd eins og
þeir nema rétt einstaka maður,
sem hefur gamalt bréf upp á
umráðarétt.
Nei, mér finnast bændur ganga
of langt í því að elta veiðimenn
upp um fjöll eins og hvern annan
glæpamann og ættu þeir að leggja
þann ósið af.
Að lokum vil ég aðeins fá að
nefna með sjónvarpið að mér
finnst það hafa sýnt fullmikið af
byltingarmyndum að undanförnu
og ef það ætlar að ota manni út í
byltingu þá er það náttúrlega
ekkert grín. Ég held að meðan
íslenska sjónvarpið er ekki betra
en nú er ætti það ekki að skaða að
leyfa sendingar Keflavíkursjón-
varpsins, þar er jafnan ágætt
barnaefni t.d. fyrir hádegi á laug-
ardögum og fram á nætur eru oft
gamlar og góðar kvikmyndir, sem
myndi vera hin besta afþreying
fyrir þá sem á annað borð hafa
áhuga á því.“
21.. RÍ3!! (Skemmtilegur leikur,
en hvítur er vitanlega nauðbeygð-
ur til þess að drepa aftur með
hróknum, því að annars leikur
svartur Re3+ og vinnur hvítu
drottninguna) 22. Hxí3 — Dh4!
(Hótar máti) 23. Hg3 — Dhl+, 24.
Hgl - Re3+, 25. Kf2 - Dh2+ og
hvítur gafst upp.
HÖGNI HREKKVÍSI
© 1979
McNaught Synd., Inc.
/
&ANM4Ð
/S&OA'
&
/
„ Pv SL^PPUe ’i fETTA 6/NN, £N /VÆ5T. /
SlGeA V/öGA £ ‘ÚLVE&ÁN
VALHUSGOGN
ÁRMÚLI 4 SÍMI82275
Bragakaffi
Cheerios
Krakus jaröarber
Perur
Hagkaups W.C.
Hagkaups-eldhúsrúllur
Verö
819 pr. pk.
389 pr. 7 oz.
749 1/1 dós
375 1/2 dós
245 pr. 2 rúllur
529 pr. 2 rúllur
Opið til 22 í kvöld og 22 á
morgun laugardag.
HAGKAUP
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
£% Qúm mG&VK A\*7?TN
SI66A 'JtSóAÍ
\WMro vfiz víanu