Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 4
4
prestalite
„AukiS afl"
msS
„Thundervolt"
kertum.
<0>
KRISTIHN GUÐNASON HF.
SUPURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
Scheppach
trósmíöavélar
fyrirliggjandi
Samanstendur af 5“
þykktarhefli, 10“ afrétt-
ara og hjólsög meö 12“
blaöi, 2 ha. mótor.
Verzlunin
Laugavegi29,
símar 24320 — 24321 —
24322.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Þorvarður Helgason Karl Guðmundsson
Klemenz Jónsson
Rúrik Haraldsson
Útvarp klukkan 21.40:
Tveir einþáttungar
eftir I>orvarð Helgason
í kvöld kl. 21.40 verða
fluttir í útvarpinu tveir
einþáttungar eftir Þor-
varð Helgason. Nefnist sá
fyrri „Þrímenningur“ og
leikstýrir höfundur hon-
um sjálfur, en með öll
hlutverkin þrjú fer Karl
Guðmundsson. Síðari ein-
þáttungurinn heitir
„Rottupabbi". Klemenz
Jónsson er leikstjóri, en
með hlutverkin fara Rúr-
ik Haraldsson og Jón Júlí-
usson. Flutningstími
beggja leikritanna er
rúmar 50 mínútur.
í „Þrímenningi" segir
frá skrifstofumanni á fer-
tugsaldri, sem er í raun-
inni klofinn í þrjá per-
sónuleika. í fyrsta lagi er
maðurinn sjálfur eins og
hann kemur fyrir. Síðan
er það maðurinn sem vill
vera áhorfandi, er þurr ng
rólegur og hefur gaman af
Karl Guðmunds-
son með þrú
hlutverk í
öðrum þeirra
að hlusta á ljúfa tónlist.
Loks athafnamaðurinn,
sem vill komast áfram og
njóta lífsins í krafti
frama síns. Þessi „öfl“
toga hann og teygja á
milli sín, segja honum
hvað hann eigi að gera og
hvað hann eigi ekki að
gera.
„Rottupabbi" er fyrr-
verandi sjómaður, nú far-
inn að reskjast nokkuð.
Nafnið hefur hann fengið
af því að vera sérlega
laginn við að umgangast
rottur, enda hefur hann
þær í kjallaranum hjá sér
og gefur þeim meira að
segja í staupinu. Ungur
maður kemur í heimsókn
til hans og það kemur í
ljós að þeir eiga meira
sameiginlegt en í fljótu
bragði má ætla.
Þorvarður Helgason er
fæddur árið 1930 í
Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi 1952, stund-
aði síðan háskólanám í
Flórens, Vínarborg og
París. Tók próf í leik-
stjórn, leiklistarfræðum
og frönskum bókmenntum
í Vínarborg 1959. Dr. phil.
í leiklistarfræðum 1970.
Eftir það menntaskóla-
kennari í Reykjavík.
Hann var leikstjóri á veg-
um Bandalags ísl. leikfé-
laga og síðar hjá Grímu,
en hann var einn af stofn-
endum þess leikfélags.
Þorvarður hefur starfað
sem gagnrýnandi, bæði
hjá Morgunblaðinu og
Vísi.
Útvarpið hefur áður
flutt eftir hann leikritin
„Afmælisdagur“ 1969,
„Sigur“ 1970 og „Við eld-
inn“ 1976.
HEVRH!
útvarp Reykjavík
FIM/V1TUDKGUR
24. janúar
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Kristján Guðlaugsson heldur
áfram að lesa þýðingu sina á
sögunni „Veröldin er full af
vinum“ eftir Ingrid Sjö-
strand (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morguntónleikar. Lond-
11.00 íðnaðarmál. Umsjón: Sig-
mar Ármannsson.
11.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Tónleikasyrpa. Léttklassísk
tónlist, dans- og dægurlög og
lög leikin á ýmis hljóðfæri.
SÍDDEGID
14.45 Til umhugsunar. Karl
Helgason og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson fjalla um
áfengismál.
15.00 Popp. Páll Pálsson kynn-
ir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Tónlistartími barnanna.
Egill Friðleifsson sér um
tímann.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
„Hreinninn fótfrái“ eftir Per
Westerlund. Margrét Guð-
mundsdóttir les (5).
17.00 Síðdegistónleikar.
Bream, Robert Spencer og
Monteverdi-hljómsveitin
leika Konsert í G-dúr fyrir
tvær lútur og strengi eftir
Antonio Vivaldi / Hljóm-
sveitin Philharmonía Hung-
arica leikur Sinfóniu nr. 50 í
C-dúr eftir Josef Haydn; Ant-
al Dorati stj. / Isaac Stern
og Fíladelfíu-hljómsveitin
leika Fiðlukonsert nr. 22 i
a-moll eftir Battista Gio-
vanni Viotti; Eugene Or-
mandy stj.
KVÖLDID __________________
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Árni Böðv-
arsson flytur þáttinn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.10 Úr sonnettum Shake-
speares. Hjörtur Pálsson les
úr þýðingum Daníels Á.
Daníelssonar læknis.
20.25 Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Há-
skólabíói. Stjórnandi: Urs
Schneider frá Sviss. Einleik-
ari: Ursula Ingólfsson Fass-
bind. Fyrri hluta efnisskrár
útvarpað beint:
a. „Moldá“, kafli úr „Föður-
landi mínu“, tónverki eftir
Bedrich Smetana.
b. Píanókonsert nr. 26 í D-
dúr (K5379 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
21.20 Leikrit: Tveir einþátt-
ungar eftir Þorvarð Helga-
son (frumflutningur).
1. „Þrímenningur“. Leik-
stjóri: Höfundurinn. Karl
Guðmundsson fer með hlut-
verkið, sem greinist í þrennt.
2. „Rottupabbi“
Leikstjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Rottupabbi / Rúrik Har-
aldsson. Ungur maður um
þritugt / Jón Júlíusson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Reykjavíkurpistill. Egg-
ert Jónsson borgarhagfræð-
ingur talar um breytingar í
borginni.
23.00 Strengjakvartett nr. 15 í
a-moll op. 132 eftir Beet-
hoven. Búdapest-kvartettinn
leikur.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
mn
FÖSTUDAGUR
25. janúar
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dag-
sKrá
20.40 Skonrok(k)
Þorgeir Ástvaldsson kynn-
ir ný dægurlög.
21.10 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Ingvi
Hrafn Jónsson.
22.10 Þráhyggja
Ný, frönsk sjónvarpskvik-
mynd.
Aðalhlutverk Francoise
Brion og Jacques Francois.
Lögfræðingur nokkur hef-
ur fengið sig fullsaddan af
ráðriki eiginkonu sinnar
og hann einsetur sér að
koma hcnni fyrir kattar-
nef.
Þýðandi Ragna Ragnars.
23.50 Dagskráriok