Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
23
Eggert Haukdal Ingvar Gíslason Friðjón bórðarson Pálmi Jónsson Vilmundur G. Sverrir H. Friðrik Sóp.
Deilt um Framkvæmdastofnun:
Pólitísk úthlutun — eða
fyrirmyndarstofnun?
Umræða um verðjöfnun rafmagns
Frumvarp Eggerts Haukdals þess efnis, að þriðjungur
tekna Byggðasjóðs gangi til jöfnunar á rafmagnsverði í
landinu, varð tilefni umræðna er snerust að hluta til um
Framkvæmdastofnunina sem slíka. Vilmundur Gylfason,
menntamálaráðherra, kallaði hana fjórða ríkisbankann, þar
sem þingmenn skipuðu stjórn og framkvæmdastjórastöður.
Sverrir Hermannsson sagði Framkvæmdastofnun gera opin-
berlega grein fyrir hverri lánveitingu og staða Byggðasjóðs
þyldi samanburð við stöðu annarra lánastofnana í landinu.
Verðjöfnun réttlætismál
Eggert Haukdal sagði verð-
mismun á raforku fara upp í 60%
sem ylli miklu misræmi eftir
búsetu, í heimilishaldi og atvinnu-
rekstri. Réttlætismál væri að
jafna þennan mun. Hér væri lagt
til að auka tékjur Byggðasjóðs
sem næmi 3 milljörðum króna, en
fjárhagsvandi RARIKs og Orku-
bús Vestfjarða leystur, og þar með
stefnt til jöfnunar á orkuverði
með því að verja þriðjungi tekna
sjóðsins til þeirra hluta.
Byggðasjóður
óþarfa milliliður
Ingvar Gíslason (F) sagði
Byggðasjóð óþarfa millilið í þessu
sambandi. Greiða mætti beint úr
ríkissjóði til þessara hluta ef
samstaða næðist þar um. Stefnan
í frumvarpi Eggerts væri vafasöm
en rökstuðningur hans réttur fyrir
verðjöfnun.
Tilgangur með
Byggðasjóði
Friðjón Þórðarson (S) las upp
lagaákvæði um verksvið og tilgang
Byggðasjóðs, að bæta aðstöðu til
búsetu þar sem þess væri þörf og
koma í veg fyrir eyðingu þyggða.
Nú þegar „landamerki" sjóðsins
hefðu verið færð út til mesta
þéttbýlisins, væru eðlileg viðbrögð
að beina kröftum hans til verk-
efna, sem jöfnuðu aðstöðu manna,
eins og frumvarp EH stefndi að,
og til varanlegrar vegagerðar, sem
þéttbýli og strjálbýli gætu sam-
einast um.
Verk vinstri stjórnar
Pálmi Jónsson (S) minnti á að
fyrri stjórn hefði skert ráðstöfun-
arfé Byggðasjóðs um 1130 m. kr. á
liðnu ári og varið til annarra
hluta. Hann sagði mál eins og
vegamál, bætur til bænda vegna
óverðtryggðrar búvöru og jöfnun
orkuverðs falla undir þann til-
gang, sem að baki hefði búið tilurð
Byggðasjóðs. Óhjákvæmilegt væri
að afla fjár til að koma RARIK á
rekstrarlegar fætur til frambúðar.
Fjórði ríkisbankinn
Vilmundur Gylíason, dómsmála-
ráðherra, sagði tvo alþingismenn
komissara í Framkvæmdastofnun
og nokkurn hóp þingmanna til
viðbótar þar í stjórn. Þessi stofn-
un væri í raun fjórði ríkisbankinn,
þó vextir væru lægri en almennir
útlánsvextir, og lánaúthlutun
bæri pólitískan keim. Hér væri
mál á ferð, sem breyta þyrfti til
betra horfs.
Framkvæmdasjóður
— Byggðasjóður
Sverrir Hermannsson (S) sagði
Framkvæmdabankann forvera
Framkvæmdasjóðs. Sjóðurinn
annaðist þó ekki almenn viðskipti,
en væri endurlánasjóður fyrir
atvinnuvegasjóði og sem slíkur
tæki í fjármálastjórn. Fé þessa
sjóðs væri betur verðtryggt en
annarra slíkra og sjóðurinn þyldi,
rekstrarlega séð, samanburð við
hliðstæður sínar í fjármálakerf-
inu.
Byggðasjóður hefði gegnt mik-
ilvægu hlutverki til að byggja upp
atvinnu víðs vegar um land. Staða
hans um sl. áramót hefði verið
betri en t.d. viðskiptabankanna.
Hann hefði átt um 710 m. kr. í
sjóði, þrátt fyrir 1130 m. kr.
skerðingu tekna, sem væri annar
handleggur en seðlaprentun í
ríkisbankakerfinu. Nákvæm skrá
um hvert útlán væri lögð fyrir
Alþingi samhliða skýrslu forsæt-
isráðherra ár hvert um Fram-
kvæmdastofnun, svo málavextir
væru öllum tiltækir; þeim, sem
heldur vildu hafa það er sannara
reyndist. Framangreind staða
Byggðasjóðs hefði verið í lok
kosningaárs, enda væri allt tal um
pólitískar lánveitingar ósatt.
Deildi Sv.H. hart á fjölmiðla og
kjallarahöfunda sem væru með
fimbulfamb um mál í öfugu hlut-
falli við þekkingu sína á þeim. Dró
Sv.H.dómsmálaráðherra í þann
dilk hvað Framkvæmdastofnun
varðaði.
Engin byggðastefna
Friðrik Sóphusson (S) gagn-
rýndi Framkvæmdastofnun sem
slíka þó hún væri ólíkt þekkilegri,
eftir breytta löggjöf, en til var
stofnað í upphafi. Hann sagðist
andvígur kommissarakerfi en
ástæða þess að þingmenn væru
þar í forystu væri líklega sú, að
engin byggðastefna væri til í
landinu — og viðkomandi ein-
staklingar væru hæfir til að meta
byggðaerindi, er á fjörur stofnun-
arinnar rækju. Hann sagði
óánægju í Sjálfstæðisflokki og
andstöðu við þá skipan mála, er á
stofnuninní væri.
Kynni sér slagæðar
þjóðfélagsins
Alexander Stefánsson (F) sagði
yfirlýsingar FrSóp um andstöðu í
Sjálfstæðisflokki við byggðasjóð
og byggðastefnu koma sér á óvart.
Hann sagðist líta svo á að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði sýnt í verki
skilning á byggðastefnu og stutt
ýmis góð mál, sem til hennar
hlytu að teljast. Skoðanabræður
FrSóp í Sjálfstæðisflokknum
þyrftu að kynna sér slagæðar
þjóðarbúskapar á landsbyggðinni
til að öðlast skilning á því, hvað
væri byggðastefna.
Atvinnujöfnunarsjóður
/Byggðasjóður
Halldór Blöndal (S) rakti upphaf
og aðdraganda atvinnustyrkingar
vítt um land með tilurð atvinnu-
jöfnunarsjóðs, sem síðan hefði
þróazt í byggðasjóð. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði verið í farar-
broddi stefnumörkunar hér að
lútandi á viðreisnarárum. Fram-
kvæmdastofnun hefði verið breytt
frá fyrri áformum til hins betra. í
seinni tíð hefði hins vegar borið á
því að ríkisvaldið væri fjandsam-
legra atvinnurekstri en áður, sem
kæmi fram í þrengingu rekstrar
og uppbyggingar m.a. um skatta-
stefnu H.Bl. sagði Framkvæmda-
stofnun vel stjórnað og réttsýni
réði afgreiðslu mála.
Hann vék að ýmsum sámgöngu-
og atvinnulegum vandamálum í
Nl-kjördæmi eystra, nauðsyn
vegabóta, rekstrar- og endurnýj-
unarerfiðleikum vöruflutninga-
bifreiða, rekstrarerfiðleikum
RARIKs, embættisveitingum o.fl.
Meginþungi ræðu hans var stuðn-
ingur við styrkingu atvinnuvega í
strjálbýli landsins.
í stuttu máli:
Orlofsfé
beint til
launþega?
• Bragi Sigurjónsson, landbún-
aðarráðherra, mælti í gær fyrir
stjórnarfrumvarpi um mat á
sláturafurðum — um framleng-
ingu undanþáguheimilda til slát-
urhúsa, sem ekki hafa löggild-
ingu vegna ónógrar aðstöðu.
• Helgi F. Seljan (Abl) mælti
fyrir frumvarpi til breytinga á
lögum um almannatryggingar —
um veitingu styrks til öflunar
hjálpartækja vegna hamlaðrar
líkamsstarfsemi eða vöntunar
líkamshluta. Styrkurinn skal
einnig ná til vistfólks á stofnun-
um.
• Vilmundur Gylfason, dóms-
málaráðherra, mælti fyrir
frumvarpi til breytinga á lögum
um meðferð opinberra mála —
hækkun sektarheimilda lög-
reglustjóra og lögreglumanna.
Frumvarpið nær og til eignaupp-
töku vegna brota er sektarheim-
ild nær til.
• Magnús H. Magnússon, heil-
brigðismálaráðherra, mælti
fyrir frumvarpi til breytinga á
lögum um búfjárhald í kauptún-
um og kaupstöðum. Frumvarpið
gerir ráð fyrir því að sveitar-
stjórnum í sveitarfélögum með
færri en 1000 íbúa sé heimilt að
setja reglugerðir um búfjárhald
innan marka sveitarfélags —
með samþykki ráðherra.
• Karvel Pálmason (A) mælti
fyrir frumvarpi til breytinga á
orlofslögum þess efnis, að ein-
stök verkalýðsfélög geti samið
um framkvæmd orlofsgreiðslna
að lögum. Miklar umræður urðu
um málið, sem og kostnaðarþátt
núverandi framkvæmdar á veg-
um póstgíróstofu. í umræðu kom
fram, að kostnaður væri um
12'/2m.kr. vegna Vestfjarða
einna. Vildu sumir þingmenn að
þessar bætur kæmu með launum
beint til launþega, sem gætu
varðveitt þetta fjármagn á betri
vöxtum en 11% eins og nú væri
gert. Aðrir óttuðust að orlofsfé
yrði þá að eyðslueyri og kæmi
ekki að gagni til nauðsynlegs
orlofs. Málinu var vísað í nefnd.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
AÐALFUNDUR
Aðalfundur fulltrúa-
ráðsins verður haldinn
að Hótel Sögu,
Súlnasal í kvöld
og hefst hann kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Ræöa: Geir Hallgrímsson, formaö-
ur Sjálfstæöisflokksins.
Fulltrúar muniö aö taka meö ykkur
fulltrúaráösskírteinin og framvísa
þeim viö innganginn.