Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 2 5
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
í til sölu i L■ » . , 14^W"""3 aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Fíladelfía GÚttÓ L félagslif j A"ÍrhÍar,aHandóVres0Gröndai Hafnarfirói > 4 S r- ...... . 20.30. Söngur og vitnisburöir. I .AM....J...* +A * 1 Freeportklubburinn nnmknm..rtTn. i nTn.v.i blaöafulltrúi. Allir karlmenn vel- komnir.
Kvenfélag Neskirkju Fundur veröur haldinn sunnu- daginn 27. janúar kl. 3.30 í Safnaöarheimilinu. Gestir fund- arins fólkiö frá Viet Nam. Konur fjölmenniö. Stjórnin.
Keflavík 4ra herb. nýleg íbúð í fjölbýli í mjög góöu ástandi. 3ja herb. íbúö í fjölbýli. 140 ferm einbýlishús, timbur meö sökkli aö bílskúr. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, Keflavík, sími 3868. 55 ára bandarísk húsmóöir óskar eftir aö komast í bréfasamband viö íslenzkar hús- Aöalfundur í Bústaöakirkja í i.o.o.f. 11 = 16101248'/!= nk kvöld kl; 20'30 Da9skrá sam- Hiálprædisherinn kvæmt felagslogum. . ctjArnín Almenn samkoma i kvöld kl. □ St:. St:. 59801247-X-13 * 20.30. Allir velkomnir.
Mrs. Meri Nygard, 443 E Chadwick, Dr. N. Muskegon, Michigan, U.S.A. 49445. I.O.O.F. 5= 1611248V2=NKSK A1 . ADKPIIM Almenn samkoma i kvold kl. AU l\rUM 20.30. Ungt fplk syngur. Söng- Fundur í kvöld kl. 20.30 aö — , . . . . stjóri Clarense Glad. Vitnisburö- Amtmannsstíg 2b. Kristnir fjöl- Varensaskirkja jr. Samkomustjóri Guöni Ein- miölar og áhrif þeirra, séra Almenn samkoma verður í safn- arsson. Bernharður Guðmundsson Háteigskirkja Bænastund í kirkjunni í dag kl. 10.30 vegna aljþóölegrar bæna- viku 16.—25. janúar. Prestarnir
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæði óskast
Verslunarhúseigendur
Óskum aö taka á leigu 40—60 ferm.
verslunarhúsnæði á Stór- Reykjavíkursvæð-
inu. Uppl. um staðsetningu og stærð sendist
augld. Mbl. merkt „V-4715" fyrir mánaðar-
mót.
Húsnæði óskast
Ung kona í góðri stöðu, meö hæglátt
stúlkubarn á 5. ári, óskar að taka á leigu
hlýlega íbúð, 2ja — 4ra herb. íbúðin má
þarfnast viðhalds eða lagfæringar. Vinsam-
legast hringiö í síma 85566 (kl. 9—5) og
biðjiö um dreifingarstjóra.
íbúð óskast
2ja—3ja herb. íbúð meö húsgögnum óskast
fyrir finnskan styrkþega, (fjölskyldumann)
sem fyrst. Vinsamlega hafið samband við
Norrænu eldfjallastöðina, sími 25088, á
skrifstofutíma.
Hvöt félag sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík
heldur fund í Sjálfstæöishúslnu Valhöll Háaleitisbraut 1, mánudaginn
28. janúar kl. 20.30.
Fundarefni:
Staöa Sjálfstæöisflokksins og horfur í
stjórnmélum.
Framsögumaður:
Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþing-
ismaður.
Að lokinni frarhsöguræöu verða almennar
umraaöur.
Stjórnin
Áttræður:
Torfi Bjarnason
— Síðbúin afmæliskveðja
Á þrettánda dag jóla síðastlið-
inn var ég á ferð í minni sveit og
þá var ég spurður, hvort Torfi
læknir væri á lífi. Ég hélt það
mundi vera, þó ég hefði ekki haft
samband við hann í nokkur ár,
enda hefði ég ekki heyrt klukku
hringja.
Þegar ég kom til Sauðárkróks,
frétti ég með sanni að Torfi læknir
væri á lífi, vel ern og við allgóða
heilsu og hefði átt áttræðisafmæli
annan jóladag 1979.
Þegar Sigurður Nordal var jarð-
aður, var Páll ísólfsson orðinn
heilsubilaður og gat ekki verið
þar. Hann spurði hvort margir
hefðu verið í kirkju. Nei, kirkjan
var aðeins hálfskipuð, var svarið.
Já, svaraði Páll: „Þeir gleymast
sem eru gamlir."
Þetta er alveg rétt. Þegar aldur
færist yfir og fólk hættir að vinna
og hefur hægt um sig, gleymist
það og embættismenn líka.
Torfi Bjarnason varð héraðs-
læknir í Skagafirði árið 1938, tók
við embætti af Jónasi iækni Krist-
jánssyni og hvarf úr héraði í
janúar 1956. Síðan er liðinn nær
aldarfjórðungur og það fólk sem
komið hefur fram á þeim tíma
hefur ekkert frá Torfa Bjarnasyni
að segja, en við sem nutum
læknisþjónustu hans í 18 ár eigum
létt með að rifja upp minningar
um þennan mæta mann, enda er
starf hans hér þáttur í skagfirskri
sögu.
Á þeim tíma sem Torfi var
læknir hér var hann bæði héraðs-
læknir og sjúkrahúslæknir og þá
var í gildi hið gamla skipulag að
læknir varð að gegna kalli á nótt
sem degi og engin vaktaskipti.
Stundum hafði hann aðstoðar-
lækni, en oftar mun hann hafa
verið einn. Erfiðar ferðir voru um
héraðið. Bílar voru þá komnir en
vegir voru þá oft ófærir á vetrum
og margar ár óbrúaðar og því má
bæta við að fram í dali á fremstu
bæi eru nær 80 km og 50 km út á
Skaga og Laxárdalsheiði oftast
ófær bílum á vetrum og þessar
ferðir á hestum tóku langan tíma,
stundum sólarhring og á meðan
urðu sjúklingar á spítala að lifa og
deyja læknislausir.
Á þessum tíma voru oft margir
sem lágu veikir í heimahúsum,
vegna þess að sjúkrahúsið var of
lítið.
Stofugangur Torfa læknis var
um allan Krókinn, en hann var
enginn kröfugerðarmaður og
heyrðist aldrei kvarta um mikið
vinnuálag. Ég held að hann hafi
haft hugsunarhátt nítjándualdar-
manna, að gera það sem gera
þurfti, án þess að telja tímana
sem í það fóru.
Aðstaða á gamla spítala var
slæm, eftir því sem nú eru gerðar
kröfur til. Það vantaði gólfpláss.
Læknirinn tók á móti sjúklingum í
skurðstofunni í norðausturhorni
hússins. Biðstofan var í mjóum
gangi sunnan við dyrnar. Þar sat
fólkið og þegar læknirinn kom,
varð hann að renna sér á röð inn
ganginn öðru megin.
Mér fannst Torfi Bjarnáson
vera mikill raunsæismaður. Hann
hélt sig við þá læknisfræði sem
hann lærði á þriðja tug aldarinnar
og þær vísindalegu nýjungar sem
bættust við smátt og smátt, og gaf
sig ekki að því, sem hann taldi
vera uppi í skýjunum.
Undirbúningur var hafinn að
byggingu nýs sjúkrahúss, þegar
Torfi læknir fór úr Skagafirði.
Hann sagði mér, að meðal annars
færi hann vegna þess, að þegar
nýja sjúkrahúsið tæki til starfa,
mundi hann ekki geta fengið
yfirlæknisstöðu. Sérfræðingur
mundi verða valinn í það starf.
Eitt sinn var ég að ræða við
Torfa lækni í góðu tómi og sagði
honum frá því fyrirvaralaust og
fjálglega, að sálir framliðinna
yrðu 300 ár í hreinsunareldinum
eftir líkamsdauðann. Þá leit Torfi
upp og sagði: „Hver veit þetta?"
Mér varð svarafátt, en mun hafa
svarað á þá leið, að kaþólikkar
héldu þessu fram og við skyldum
bíða og sanna til, þegar við værum
báðir komnir inn á þetta svið.
Enda þótt Torfi læknir væri
störfum hlaðinn við embættis-
verk, hafði hann tíma til að sinna
ýmsu öðru. Hann starfaði mikið
fyrir Rauða Krossinn og var í
bæjarstjórn og forseti hennar um
skeið. Hann kom oft í kirkju og
nær alltaf, þegar þeir voru jarðað-
ir sem dóu í sjúkrahúsinu.
Trú sína bar hann ekki á torg,
en var svo frjálshuga, að hann
mundi hafa tekið undir það, að
þeir sem sækja fram á hinni
andlegu þroskabraut yrðu að til-
einka sér vizku Búdda svo sem
kærleika Krists.
í janúarmánuði 1956 var Torfa
lækni haldið kveðjusamsæti á
Sauðárkróki. Fjöldi fólks var þar,
en þó færra en efni stóðu til, því
vegir voru nær ófærir af snjð>Það
var gaman að vera í veizlu þessari.
Margar ræður voru fluttar og
mikið sungið. Einhver mælti fyrir
minni frú Sigríðar. Hún er dóttir
Jóns Auðuns, alþingismanns, hlý í
viðmóti og elskuleg kona á allan
hátt. Sigríður er hljómlistarkona
mikil og aðstoðaðí oft við söng í
héraðinu.
í lok samkvæmisins flutti Torfi
læknir stutta ræðu. Hann þakkaði
héraðsbúum umburðarlyndi. Þeir
hefðu orðið að sitja uppi með sig
eins og hann væri og sér væri í
ýmsu áfátt sagði hann. Slíkt
yfirlætisleysi á góðri stund er
háttur gáfumanna.
Það er auðvitað, að Torfi gat
ekki læknað alla sjúkdóma. Það
getur enginn, enda yrði jörðin auð,
tóm og dimm, ef fólk gæti ekki
dáið í fyllingu tímans. Torfi er
sonur Bjarna Jenssonar bónda í
Ásgarði í Dalasýslu. Bjarni var
landskunnur fyrir margt á sinni
tíð. Hann kom mörgum börnum til
manns, tók mikinn þátt í félags-
málum, hjálpaði þeim sem minni
máttar voru og var frægur fyrir
orðgnótt og bersögli. Einhvern-
tíma heyrði ég þá setningu hafða
eftir Bjarna, að „sinn sauður væri
orðinn sér dýr“. Sé þetta rétt haft
eftir, þykist ég sjá að nokkur
kímni liggi að baki setningunni, en
hinsvegar er það engin furða, þó
nítjándualdarmönnum gengi illa
að skilja, að tíu ára eða lengra
skólanám þyrfti til að geta stund-
að lækningar. Á fyrri tíð voru
margir læknar sem lítið höfðu
lært í skólum, voru með dropa í
glösum og kínalífselexír og ekki
önnur tæki til handlækninga en
blóðtökubíld.
Þessir læknar læknuðu margs-
konar sjúkdóma eða fólkið trúði
því.
Vafalaust hefur Torfi Bjarna-
son erft mannkosti föður síns, en
ekki bersögli, því hann er orðvar í
meira lagi og fremur dulur í skapi,
talar oft ekki meira en hann þarf,
en í góðu tómi er gaman að ræða
við hann og þá er stundum grunnt
á kímilegum tilsvörum.
Ef ég ætti að segja eitthvað og
skrifa í stuttu máli um Torfa
Bjarnason, þá er það þetta: Hann
er hófsamur, iðjusamur og trúr
yfir öllu sem hann er settur yfir.
Ég er viss um að margir Skag-
firðingar vilja nú senda honum
afmæliskveðju með þökk fyrir
liðna tíð og einlægri ósk um að
hann megi enn um sinn njóta
lífsins við góða heilsu, þar sem
hann situr í helgum steini elliára.
Björn Egilsson.
frá Sveinsstöðum.
Marijuana
veldur
ófrjósemi
og fóstur-
látum
Washington — AP.
NEYZLA marijuana
kann að valda tímabund-
inni ófrjósemi hjá kon-
um og gæti aukið hættu
á fósturlátum, að því er
segir í læknaskýrslu um
málið i dag.
Dr. Harris Rosen-
krantz, forstjóri Mason-
rannsóknarstofnunarinn-
ar í Worcester í Massa-
chusetts, sagði að konur
sem reyktu marijuana
tækju mikla áhættu og
stefndu lífi ófæddra
barna sinna í voða.
Hins vegar sagði hann
að ekki hafði neitt komið
fram sem benti til að
mæður sem reyktu mari-
juana eignuðust vansköp-
uð börn, en þær kynnu að
missa þau á meðgöngu-
tímanum. Dr. Rosen-
krantz hefur gert mjög
merkar tilraunir með
þetta á dýrum, einkum
músum, rottum og kanín-
um.
Þá hafa einnig verið
gerðar slíkar tilraunir á
öpum og 40 prósent
þeirra sem drógu að sér
marijuanareyk misstu af-
kvæmi sín ófullburða.