Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Vona að þér leiðist ekki að vera
með hanskana mína — ég á alltaf
í erfiðleikum að mála fingur!
Ég bjargaði honum úr oliubaði i
fyrra!
Snjómokstur
í Kópavogi
Mig langar að vekja athygli á
vegheflun í Kópavogi. Ég bý við
Álfhólsveginn á kafla þeim þar
sem hús eru aðeins öðrum megin
götunnar. Þegar snjó er rutt af
götunni hér er honum alltaf rutt
að og út í bílastæðin mín megin
götunnar, en ekki út af þeim
megin sem húsalaust er. Þetta
þykja mér æði furðuleg vinnu-
brögð þar sem ég hef alltaf haldið
að heflun þessi væri gerð m.a.
fyrir íbúa götunnar. Svo virðist
hins vegar alls ekki vera.
Einnig hefur það vakið furðu
mína að ágætis veghefill og maður
á fullum launum geti ekki slétt úr
þessum örfáu malargötuspottum
hér í Kópavoginum þegar þess
þarf með, fimm daga vikunnar því
að þegar ég rekst á veghefil hér í
bæ er það undantekningarlaust
annað hvort í nætur- eða helgi-
dagavinnu. Maðurinn er kannski á
sér næturvinnusamningi hjá bæj-
arfélaginu? Já, það er nú margt
skrítið í kýrhausnum eins og þar
stendur.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna, vinsemd og virðingu.
Kópavogsbúi (1294—6007)
• Við gleymum svo
oft að þakka
Páll H. Jónsson rithöfundur
frá Laugum flutti í hljóðvarpi
hinn Ll. þessa mán. erindi um
„Húsmæðraskóla Þingeyinga og
Kristjönu Pétursdóttur frá Gaut-
löndum". Erindi þetta var sér-
staklega athyglisvert og mjög vel
samið eins og Páls er von og vísa,
allt satt og rétt og gaf svo glögga
mynd af Kristjönu Pétursdóttur,
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í daglega lífinu reyna allir að
forðast og jafnvel tryggja sig
gegn óhöppum hvaða nöfnum,
sem þau kunna að nefnast. En
því miður er það nú svo, að við
spilaborðið gleymist þetta of oft
og tryggingin, sem í daglega
lífinu er sjálfsögð verður allt t
einu óþörf.
Norður gjafari, allir á hættu en
A—V segja alltaf pass.
Norður
S. Á1075
H. KD53
T. ÁD2
L. 73
Suður
S. K9862
H. Á4
T. KG53
L. ÁK
Suður er sagnhafi í sex spöðum.
Útspil láufdrottning og spurning-
in er: Hvernig er hægt að tryggja
vinning fullkomlega?
Eins og sjá má eru engir
tapslagir hugsanlegir utan tromp-
litarins. Það þýðir, að það, sem
hugsa ber um er að tapa ekki
tveim slögum á tromp.
Örugg lausn á þessu er tiltölu-
lega einföld. Eftir fyrsta slaginn
spilar suður lágu trompi frá hend-
inni. Ef vestur fylgir lætur suður
spaðatíuna frá blindum og austur
má fá þann slag ef hann á tromp
til. Það þýddi, að tvö tromp væru
eftir og þau kæmu örugglega í ás
og kóng næst þegar trompi verður
spilað. En ef vestur fylgir ekki lit
þegar suður spilar lága spaðanum
tekur suður á ásinn í blindum og
spilar aftur spaða. Sama verður
hvað austur þá gerir, hann getur
ekki fengið nema einn slag á
drottningu — gosa og smáspilin
tvö.
Þessi aðgerð tryggir 100%, að
ekki tapast meir en einn slagur á
spaðann. Að vísu má segja, að
húgsanlegum yfirslag sé fórnað ef
spaðarnir hafa allan tímann
skipst 2—2. En þar sem tilkostn-
aðurinn er lítill verður ánægjan
þeim mun meiri þegar í ljós
kemur, að tryggingin hefur borgað
sig.
Maigret og vínkaupmaöurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslensku
27
og svo féil hann í óróiegan
svefn. Hann vaknaði margsinn-
is og nóttin virtist engan enda
ætla að taka. Nefið var stíflað
og honum var þungt um andar-
drátt. Svo lá hann i móki um
hrið og iðulega heyrði hann eða
hélt sig heyra rödd konu sinn-
ar.
Einu sinni sá hann að hún
stóð við rúmgaflinn og héit á
hreinum náttfótum.
— í>ú verður að hafa skipti.
Þú ert orðinn gegnblautur aft-
ur.
Ég ætti reyndar að skipta á
rúminu líka.
Hann lét hana gera það og
horfði á sijóum augum. Alls
konar hugsanir flugu um huga
hans, en hann hafði ekki neina
reiðu á þeim. Honum fannst
hann heyra hljómlist í fjarska.
en kannski það væru ofheyrnir.
Það var eitthvað sem var að
byltast í undirmeðvitund hans
en hann vissi ekki hvað það var
og honum fannst hann sjá fyrir
sér Oscar Chabut sem horfði á
hann háðslega.
Stundum vaknaði hann tii
fulls og honum létti þegar hann
sá gráa dagskímuna brjótast
gegnum rifuna á giuggatjöid-
unum. Hann fann kaffiiim úr
eidhúsinu.
— Ertu vaknaður?
Hann var hættur að svitna.
Hann var þreyttur, en fann
ekki iengur til neinna þrauta.
— Ætlarðu að vera svo góð
að færa mér kaffið?
Honum fannst langt síðan
kaffi hafði bragðast svona vei.
Hann sötraði það af hjartans
lyst og naut hvers dropa.
— Kannski þú réttir mér
pípuna og tóbakið ... Hvernig
er veðrið?
— Þokumóða. en ekki eins
slæmt og í gær. Það iíður ekki á
löngu unz léttir til.
Þegar hann var barn að aldri
skeði það stöku sinnum að hann
gerði sér upp veikindi og var
heima og skrópaði í skóianum,
vegna þess hann var ekki búinn
að lesa fyrir tímann. Kannski
var það sama upp á teningnum
nú. Nei, hann hafði verið með
hita — hann hafði þar af
ieiðandi ekki verið að gera sér
þetta upp.
Áður en kona hans færði
honum pipuna rétti hún honum
hitamælinn og hann stakk hon-
um andspyrnulaust upp i sig.
— 36,5. Sem sagt undir eðli-
legum hita.
— Það er sjálfsagt vegna
þess að þú hefur svitnað svo
mikið!
Hann reykti pípu og hún
hellti i annan bolla handa
honum.
- Ég vona sannarlega þú
verðir nú heima i dag svo að þú
náir þessu úr þér.
Hann svaraði ekki að bragði.
Hann hugsaði sig um. Honum
leið ósköp vel undir hlýrri
sænginni, sérstaklega nú eftir
að allur höfuðverkur var horf-
inn. Lapointe hafði nóg að gera
með að kanna fjarvistarsannan-
ir fólksins á listanum.
Þctta var harla niðurdrep-
andi. Rannsóknin mjakaðist
ekki baun. Það fór í taugarnar
á honum og ekki sízt vegna þess
að honum fannst það vera sér
að kenna. Að sannleikurinn
væri innan seilingar, en hann
hefði bara ekki áttað sig á
honum.
— Er nokkuð nýtt í blöðun-
um?
— Það er sagt þú fylgir
ákveðnu spori.
— Það er nú einmitt þvert á
móti — og það sagði ég þessum
biaðasnápum.
Klukkan niu hafði hann
svolgrað þrjá stóra bolla af
kaffi og loftið i sveínherberg-
inu var mettað af pípureyk.
— Hvað hefurðu hugsað þér
að gera?
— Ég fer á fætur.
— Ætlarðu í vinnu?
- Já.
Hún sagði ekkert, því að hún
vissi af iangri reynslu að það
var vita þýðingarlaust.
— A ég að hringja og biðja
þá að sækja þig?
— Það er prýðileg hugmvnd.
Lapointe er þar sjálfsagt ekki.