Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR 19. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Orðljót grein í Izvestia: „Sakharov varð rígaþorsk ur í neti heimsvaldasinna“ Moskvu, 23. janúar, AP. SOVÉZKA flokksmálgagnið Izvestia bar í dag Andrei Sakharov þeim sökúm, að hann hefði iðulega „blaðrað“ viðkvæmum opinberum upplýsing- um í erlenda aðila og það hefði verið nauðsynlegt öryggi landsins, að hann væri fluttur frá Moskvu. Þetta var það fyrsta sem hefur verið sagt innan Sovétríkjanna frá handtöku Sakharovs. Hins vegar er ekki vitað um dvalarstað vísindamannsins og Ilenu konu hans. Sagt var í fyrstu, að þau hefðu verið flutt til Gorky, sem er 400 km fyrir austan Moskvu, en þangað er útlendingum ekki leyft að koma. í símtali við vestræna fréttamenn sagði lögreglustjórinn í Gorky, að sér væri ekki kunnugt um að neinir ókunnugir hefðu komið í bæinn. Greinin um Sakharov í Izvestia var undirrituð af K. nokkrum Batanov sem ekki hefur sézt þar á síðum áður. Var hún hin orðljótasta og sagt, að óhugsandi hefði verið að „þola áframhaldandi skemmdarverk þessa frávillings og liðhlaupa gegn Sov- étríkjunum". Sakharov hefði gefið yfirlýsingar, sem „ötuðu auri allt sem sovéskt væri — þjóðina, ríkið, þjóðskipulagið og stefnuna í innan- sem utanríkismálum“. I greininni var vikið að því, að framan 'af hefði Sakharov þó verið merkur vísinda- maður en síðan hefði hann smám saman orðið „hégómagjarn drambsamur og gengist upp við að verða rígaþorskur í neti áróðursafla andkommúnista“. Hefði verið aðkall- andi að hann yrði ekki lengur notaður sem farvegur leyniþjónustu fjandmannanna til að sjúga út mikil- væg leyndarmál Sovétríkjanna. í Sovétríkjunum geta menn sér þess til, að tvennt hafi einkum valdið því að látið var til skarar skríða gegn Sakharov nú: annars vegar hríð- versnandi sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og ýmsar aðgerðir Bandaríkjanna vegna Afganistans og í annan stað vegna viðtals, sem Sakharov átti við fréttamann banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC fyrir örfáum dögum. Þar hvatti Sakharov til, að Sovétmenn drægju herlið sitt frá Afganistan, lýsti samúð með því, að erlendir íþrótta- menn kæmu ekki til keppni á Ól- ympíuleikunum í Moskvu og kvaðst styðja efnahagsþvinganir Bandaríkj- anna gegn Sovétríkjunum. Sakharov sagði, að hann væri mjög áhyggjufullur vegna þess hve að undanförnu hefði verið hert á of- sóknum á hendur mannréttinda- mönnum og minnihlutahópum. Hann sagði að á sl. ári hefðu a.m.k. eitt hundrað baráttumenn fyrir auknum mannréttindum verið handteknir og/eða fengið dóma. Tveir synir Títós Júgóslavíufor- seta, Zarko og Miso. heimsóttu föður sinn í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem heimsókn er leyfð til forsetans síðan af hon- um var tekinn vinstri fóturinn um helgina. Þetta var einnig fyrsta myndin af Tító. síðan aðgerðin var framkvæmd. Sátu synirnir góða stund hjá föður sinum og léku allir á als oddi. Viðbrögð við handtöku Sakharovs: Chaban-Delmas hélt frá Moskvu í mótmælaskyni 23. jan. AP. HANDTAKA Nóbelsverðlauna- hafans og andófsmannsins Andrei Sakharovs hefur hvar- vetna verið harðlega fordæmd. Chaban-Delmas, forseti franska þjóðþingsins, hélt í dag frá Moskvu í mótmælaskyni. Hann kom í 10 daga opinbera heimsókn til Sovétríkjanna á mánudag. í yfirlýsingu, sem hann gaf út í Moskvu, sagði hann: „Sem gestur sovéskra sjórnvalda get ég ekki skipt mér af Sakharov-málinu án þess að skipta mér um leið af innanrikismálum Sovétríkjanna. Ég get þó ekki orða bundist þvi tel ég það skyldu mína að halda til Frakklands.“ Honum var fylgt út á flugvöll af sömu mönnum og tóku á móti honum og sýnd sama Tveir Þjóðverjar týndir í Afganistan — fréttalaust með öllu þaðan í gær Bonn, Istanhul. Nýju-Delhi 23. jan. AP. TVEGGJA Vestur-Þjóðverja er saknað í Afganistan, að því er v-þýska utanríkisráðuneytið sagði í kvöld. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að mennirnir hefðu verið á tveimur stórum vöruflutningabilum og ferðast hvor f sfnu lagi. Annar hafði verið að flytja búslóð frá Nýju-Delhi til Vestur-Þýzka- lands. Fundust bílarnir tveir yfir- gefnir á þjóðvegi í A-Afganistan og er ekki vitað um afdrif mannanna tveggja. Varningur sá sem á bílun- um var var einnig horfinn. Ekki er vitað hvort ráðist var að bílunum af þjóðvegabófum sem krökkt er af á þessu svæði ellegar að uppreisnar- menn hafi verið þar að verki. Engar fréttir hafa borizt frá Afganistan í allan dag enda eru fréttamenn nánast allir á brautu. í Nýju-Delhi vék Reddy Indlandsfor- seti ögn að Afganistanmálinu, er hann setti indverska þingið í dag og sagði, að afskipti utanaðkomandi afla í þessum heimshluta væru illa séð af Indverjum og nýjustu atburð- ir í Afganistan hefðu hert mjög á kalda stríðinu. Reddy lagði áherzlu á vilja Indverja til að eiga bætt samskipti bæði við Sovétríkin og Bandaríkin. Ohira, forsætisráðherra Japans, fjallaði um innrás Sovétmanna í dag og sagði hana stórkostlega ógnun við friðinn í þessum heimshluta og öllum heimi væri í reynd ógnað. Þá fjallaði utanríkisráðherra Tyrkja, Erkmen, um innrásina í meiri háttar ræðu um utanríkismál á tyrkneska þinginu í dag, en var gætinn í orðum og talaði jafnan um „íhlutun Sovét- manna" en notaði hvergi orðið inn- rás. Hann kvað Tyrki krefjast þess að „allir erlendir herflokkar" yrðu kvaddir á burt frá Afganistan, en á hinn bóginn sagði hann að Tyrkir myndu ekki rasa um ráð fram í þessu máli né gera neitt það sem gæti æst enn til enn alvarlegri ólgu. Áður hafði Erkman neitað að Tyrkir myndu grípa til nokkurra viðskipta- hafta gagnvart Sovétríkjunum vegna Afganistans. þegar hann kom til virðing og landsins. „Handtaka Sakharovs afhjúpar hið sanna andlit einræðisins", sagði Aase Lionaes, fyrrum for- maður norsku Nóbelsnefndarinn- ar. Hún hvatti íþróttafólk til að sjá að sér og hætta við þátttöku í Olympíuleikunum. Henry Kissing- er fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Milwaukee, að harðlínumenn virtust nú vera að ná undirtökunum i Moskvu. Ola Ullsten, utanríkisráðherra Svía, Knut Frydenlund, utanríksráð- herra Norðmanna, og Kjeld Oles- en, utanríkisráðherra Dana, for- dæmdu allir handtöku Sakharovs. Hið sama gerðu kommúnista- flokkar Frakklands, Ítalíu og Spánar. Georges Marchais, form- aður franska kommúnistaflokks- ins, studdi innrásina í Afganistan á dögunum. I Israel var látinn í ljós ótti, um að hert barátta sovéskra stjórn- valda gegn andófsmönnum gæti þýtt erfiðleika fyrir þá Gyðinga, sem vilja yfirgefa Sovétríkin. Þá hafa Amnesty-samtökin lýst for- dæmingu sinni á handtöku Sakh- arovs og áhyggjum vegna aukinn- ar baráttu sovéskra stjórnvalda gegn andófsmönnum. Kjeld Olesen, utanríkisráðherra Dana, gaf í dag í skyn, að Danir myndu taka upp sömu stefnu og Bandaríkjamenn og hætta við þátttöku í Olympíuleikunum. Sjá einnig fréttir „um við- brögð“. „Handtaka Sakh- arovs afhjúpar andlit ein- ræðisins“ og „Handtka Sakharovs sýnir hve árang- ursrík barátta hans hefur verið“ á bls. 18 og 19. Gullið á niðurleið London, 23. jan. AP. GULLVERÐ lækkaði víða á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag og um hríð var verðið á gullúnsunni undir 600 doliur- um, en um það er lauk hafði verðið hækkað nokkuð á ný og var i London 692,50 dollarar og í Ziirich var verðið 670 doilarar en var þar 733 dollarar í gær- kveldi. Sérfræðingar eru tregir að spá um hvað verða muni, en einn lét þó hafa eftir sér, að verðið 550—600 dollarar fyrir únsu væri raunhæft. Þá varð víða ókyrrð á mörkuð- um er þær fregnir bárust út að fyrrverandi íranskeisari hefði verið handtekinn og Tito Júgó- slavíuforseti væri látinn. Höfðu fréttir þessar aðallega þau áhrif, að dollarinn lækkaði, en síðan breyttist staðan á ný þegar ljóst varð, að hvorttveggja var fleip ur. í London hækkaði silfur nokk- uð á ný, eða í 39 dollara únsan, en var þó undir metverði sl. föstu- dags, þegar það komst í 49 dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.