Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
15
taka undir þá tillögu okkar
Alþýðubandalagsmanna, að
niðurgreiðsla matvara verði aft-
ur færð í það horf. sem hún var
fyrir einu ári, en það hefur
margfaldan tilgang bæði í
glímunni við verðbólguna og til
þess að koma í veg fyrir sam-
drátt í neyslu landbúnaðarvara,
sem aftur eykur útflutnings-
vandann.
5. Staða ríkissjóðs
Tillögur Alþýðubandalagsins
eru niðurfærslu- og millifærslu-
aðgerðir, sem munu kosta um 20
milljarða króna á þessu ári.
Stærsta upphæðin, 8500 millj-
ónir króna, er fengin með því að
fresta endurgreiðslu skulda
ríkissjóðs við Seðlabankann frá
árunum 1975—1976. Ríkissjóð
þarf að reka hallalaust og við það
eru tillögur Alþýðubandalagsins
miðaðar. En ekki er unnt að gera
allt í einu. Þegar gera þarf
stórátak til að ná niður verðbólgu
er ekki mögulegt á sama tíma að
gjalda fyrir stórar syndir, sem
drýgðar voru fyrir hálfum áratug
af þáverandi hægri stjórn.
Við leggjum til, að hátekju-
skattur frá sl. ári verði fram-
lengdur, skattur lagður á miklar
eignir og sérstaklega verði inn-
heimta söluskatts verulega bætt,
en þannig ættu að fást a.m.k.
3500 milljónir króna.
Þá leggjum við til að 0,5%
veltuskattur verði lagður á
rekstrarveltu fyrirtækja frá sein-
asta ári, þó ekki á sjávarútveg,
fiskiðnað, landbúnað, útflutn-
ingsiðnað eða samkeppnisiðnað,
enda er það staðreynd, að fjöldi
fyrirtækja sleppur við að greiða
tekjuskatt til samfélagslegra
þarfa. Áætlað er að veltuskattur-
inn skili 3500 milljónum króna.
Loks er lagt til að sérstakur
30% skattur að upphæð 1500
milljónir króna verði lagður á
tekjuafgang banka og sparisjóða
1979 og dregið verði úr útgjöldum
ríkissjóðs, einkum með sparnaði
rekstrarútgjalda, að upphæð 2500
milljónir króna, en það er langt
innan við 1% af heildarútgjöld-
um ríkisins og ætti slíkur sparn-
aður ekki að þurfa að draga úr
eðlilegri þjónustu hins opinbera.
Er vilji
fyrir hendi?
Lesendur verða að meta út frá
þessu stutta yfirliti yfir tillögur
Alþýðubandalagsins, hvort rétt-
mætt er að nefna þær „óskalista"
eða segja þær „óraunsæjar".
Því miður eru ótrúlega margir,
sem trúa því, að vandi þjóðfélags-
ins verði best leystur með því að
lækka launin eða skerða kjörin.
Þessu fólki finnst hreinlega ekki
bragð af neinum tillögum, sem
ekki fela í sér einhvers konar
kjaraskerðingu.
Það er einmitt meginmunurinn
á tillögum Alþýðubandalagsins
annars vegar og tillögum hinna
flokkanna þriggja hins vegar, að
tillögur þeirra miðast allar við
það að skerða verðbætur á laun í
því skyni að launalækkunin
brjóti upp vítahring verðbólg-
unnar, en aðrir þættir efna-
hagslífsins fylgi síðan í kjölfarið.
Þetta er einmitt hin sígilda
íhaldsaðferð, sem aldrei hefur
borið árangur.
Alþýðubandalagið lítur svo á,
að verðbætur á laun séu afleið-
ing verðbólgunnar og litlu muni
því breyta til batnaðar í verð-
bólgumálum þótt vísitölutrygg-
ing launa sé afnumin eða tak-
mörkuð. Hins vegar myndi það
skapa mikinn ófrið á vinnumark-
aðnum, þegar verðlagning vinn-
unnar heltist aftur úr annarri
verðþróun.
Þess vegna beinast tillögur
Alþýðubandalagsins að því, eins
og sjá má hér að ofan, að
skipuleggja herferð gegn verð-
bólgu, án þess að skerða almenn
launakjör. Það er sannarlega
fær leið, ef vilji er fyrir hendi.
Þotan flaug
á f jall í þoku
Teheran. 22. janúar. AP
YFIRVÖLD í Teheran skýrðu frá
því í dag, að Boeing 727-þota
flugfélagsins Iran Air, sem fórst
með 128 manns innanborðs
skammt frá Teheran aðfararnótt
mánudagsins, hefði flogið á fjall í
svarta þoku og sprungið við niður-
komuna.
Brennandi flakið fannst í af-
skekktu fjallahéraði um 30 kíló-
metra norðaustur af Teheran um
fjórum klukkustundum eftir að
samband flugumferðarstjóra við
þotuna rofnaði. Djúpur snjór og
slæmt veður á slysstað hefur
hamlað leit.
Vitni sögðu í dag, að þotan hefði
flogið í hringi yfir fjallinu í
nokkrar mínútur áður en hún
rakst á það. Orsakir slyssins eru
enn ókunnar, fjarskipti við þotuna
voru eðlileg þar til samband rofn-
aði. Aðeins einn útlendingur var
um borð, flugstjórinn, sem var
Ástralíumaður, hinir voru Iranir,
og farþegarnir flestir pílagrímar á
heimleið frá Mashad.
Hótað lífláti
Stokkhómi. 22. janúar, AP.
FRAMKVÆMDASTJÓRI stofn-
unar, sem styrkir ungt fólk til
náms víða um heim (IUEF),
Svíinn Lars Gunnar Eriksson,
skýrði frá því í dag að leynilög-
reglumenn frá Suður-Afríku
hefðu hótað honum lífláti þar sem
hann ljóstraði upp um suður-
afrískan njósnara innan stofnun-
arinnar.
Sithole
vill fresta
kosningu
Salisbury, 22. janúar, AP.
NDABANINGI Sithole blökku-
mannaleiðtogi hvatti í dag Soames
lávarð, landsstjóra í Rhódesíu, til
að fresta kosningum sem fyrir-
hugaðar eru í landinu 27.-29.
febrúar næstkomandi, þar sem
vopnahlésbrot hefðu verið framin
í landinu og ekki tekist að koma í
veg fyrir að ræningjar og óaldar-
lýður væði uppi.
Eitrunar
hætta í
London
liðin hjá
London, 22. janúar. AP.
FJÖGUR þúsund Lundúnabúar
sem urðu að hverfa frá heimilum
sínum í gær þar sem hættulegar
blásýrugufur bárust frá brenn-
andi efnaverksmiðju út í and-
rúmsloftið, fengu í dag heimild til
að snúa til heimila sinna, þar sem
hætta var ekki lengur talin stafa
af skýinu, sem hafði dreifst að
mestu. Slysið átti sér stað í
útborginni Barking.
Mikið bílslys í
V-Þýzkalandi
Betzdorf, 23. jan. AP.
TÓLF manns létust og þrjátíu
særðust þegar stór farþegarúta
rann til á ísilögðum vegi í Vesttlr-
Þýzkalandi og þeyttist út af vegin-
um. í vagninum voru 54 farþegar,
flest aldrað fólk sem var að fara
frá Westervald til Kölnar. Vagn-
inn rann niður átta metra bratta
og lenti á þakinu.
STÆRSTA
UTSALA
A ISLANDI
OPIÐ I DAG
FRÁ 1
Fatnaöur á alla fjölskylduna.
Skór, leikföng, postulíns- og
kristalsvörur, hljómplötur
Veiðistangir, hjól o.fl.
fyrirtæki selja nýjar og
vandaðar vörur með afslætti
allt að
70°/i
k\\ r Leikfangavd Torgid Bót II
S Skóverslun ? Axels 0. Klœði hf. Mellissa 1
I Gdlkistan Fdkinn Skífan
Geimsteinn Piccadillg. o.fl. !
/i
#{
V
op\b \ á®®
A—b
Optö
Op»'»“9*'4®9
I Svninqarhöllin
Nú er
tækifæri
að gera
mjög góð
kaup.
Bíldshöföa 20.
Sími 81199.
0