Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Síðari hluti tillagna
Alþýðubandalags-
ins afhentur í gær
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ afhenti
í gær hinum .stjórnmálaflokkun-
um framhald tillagna sinna og
nefnist hann „UrÍKKja ára áætlun
um hjöðnun verðbólsu, eflingu
atvinnuvega og jöfnun lífskjara".
Fyrri hlutann afhenti Svavar
Gestsson, þá er hann hafði umboð
til stjórnarmyndunar á hendi og
var hann 11 blaðsíður. Síðari
hiutinn er í blaðsíðutali tölusett-
ur frá 12 og upp í 29.
Þessi síðari hluti tillagna Al-
þýðubandalagsins skiptist í 5
kafla og er sá fyrgti tölusettur
með 5. Fjallar hann um félagsleg-
ar umbætur og er mjög samhljóða
félagsmálakröfum ASÍ, sem af-
hentar hafa verið vinnuveitend-
um. 6. kaflinn fjallar um umhverf-
ismál og auðlindir og hinn 7. um
eflingu atvinnuveganna. Skiptist
sá í fjóra undirkafla. Fjallar hinn
fyrsti um rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi, annar um sjávarút-
veg og fiskiðnað, þriðji um land-
búnað og hinn fjórði um iðnað. 8.
kafli tillagnanna fjallar síðan um
orkumál, 9. kaflinn um samgöngu-
mál og hinn 10. og síðasti um
byggðamál.
Blindrafélagið:
Skortir samráð
við félög öryrkja
við lagasetningu
A FUNDI hjá Blindravinafélaginu.
samtökum blindra og sjónskertra.
var fyrir nokkru samþykkt álykt-
un þar sem lýst er yfir furðu
samtakanna á því að sett skuli hafa
verið lög um aðstoð við þroska-
hefta án nokkurs samráðs við félag
öryrkja í landinu. Segir síðan í
ályktun fundarins m.a. á þessa
ieið:
„Telur fundurinn að merking
orðsins „þroskaheftur" sé óljós og
að mörgu leyti villandi, en í annarri
grein laganna segir, að orðið
þroskaheftur tákni hvern þann, sem
þannig sé ástatt um að hann geti
ekki án sérstakrar aðstoðar náð
eðlilegum líkamlegum eða andleg-
Æskulýðsnefnd
Alþýðubandalagsins;
Fordæmir íhlut-
un Sovétríkjanna
„ÆSKULÝÐSNEFND Alþýðu-
bandalagsins fordæmir íhlutun
Sovétríkjanna í innanríkismál
Afganistans. Vera sovéska her-
liðsins í Afganistan er skýlaust
brot á sjálfsákvörðunarrétti smá-
þjóðar og í beinni andstöðu við
sósíalisma og þjóðfrelsi," segir
m.a. í frétt frá Æskulýðsnefnd
Alþýðubandalagsins og er þess
krafist að Sovétmenn kveðji taf-
arlaust á brott allt herlið sitt í
Afganistan.
um þroska. Með tilvísun til 24.
greinar laganna telur fundurinn, að
blindir og sjónskertir tilheyri ekki
þessum hópi. Auk þess er í lögunum
rætt um öryrkja og þroskahefta,
sbr. áðurnefnda 24. grein. Jafnframt
lýsir fundurinn furðu sinni á 32.
grein laganna, en þar segir m.a., að
auk þess falli niður öll ákvæði
almannatryggingalaga nr. 67 1971,
ásamt síðari breytingu, sem ekki
samrýmist lögum þessum.
Ennfremur ákvæði annarra laga
sem kunna að ganga í berhögg við
þessi lög. Fundurinn telur, að þessi
grein geti haft í för með sér
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
hinn almenna öryrkja og skorar á
löggjafarvaldið að breyta þessu án
tafar. Jafnframt beinir fundurinn
því til þeirra, sem um lagasetningu
fjalla, að þeir hafi full samráð við
samtök og félög öryrkja í landinu,
þegar lög um málefni þeirra eru sett
eða endurskoðuð."
Bænasamkoma
í Breiðholti
BÆNASAMKOMA verður í
Breiðholtsskóla kl. 20.30 i dag,
fimmtudag, í tilefni alþjóðlegrar
bænaviku um sameiningu krist-
innar kirkju.
Verða flutt stutt ávörp, sungið
og beðið sameiginlega fyrir ein-
ingu kirkjunnar.
„Undir þökum Parísar“
hjá Fjalakettinum
Fjalakötturinn sýnir í
Tjarnarbíói í dag, fimmtu-
dag, kl. 21, á laugardaginn kl.
17 og á sunnudaginn kl. 17,
19:30 og 22 kvikmyndina
„Sous les toits de Paris“
(Undir þökum Parísarborg-
ar) eftir René Clair.
Myndin er gerð í Frakk-
landi árið 1930. Hún fjallar
um ungan götusöngvara, Al-
bert, sem sér fyrir tilviljun
að ung stúlka, Pola, er rænd.
Hann verður ástfanginn af
Polu, en hún býr með hinum
mesta ribbalda og harð-
stjóra. Pola flytur til Al-
berts, en hann lendir
skömmu síðar saklaus í fang-
elsi. A meðan hann er í
fangelsi, býr hún með vini
Alberts, en áður en Albert
sleppur er hún flutt aftur til
harðstjórans. Albert finnur
þau og skorar á harðstjórann
í einvígi. Aðalhlutverkin eru
leikin af Albert Prétjean og
Arnarnesið á strandstað við Suðurtanga á laugardag, i baksýn flugvöllurinn, en þar fram af hafði
Hegranesið frá Sauðárkróki strandað skömmu áður. (Ljósm. úifar).
Dagur óhappanna
tsafirði. 19. desember.
ÞAÐ má segja að dagurinn í
dag hafi verið dagur óhappa
skipanna hér á ísafirði. í nótt
komu skuttogararnir Páll
Pálsson og Erlingur hingað
eftir að hafa rekist á á miðun-
um. Gat kom á kinnung Páls
Pálssonar og skemmdir urðu á
gálga á togaranum Erlingi. í
morgun strandaði skuttogarinn
Hegranes við Skipeyri en hann
komst á flot eftir skamma
stund. Um klukkan 10 kom
skuttogarinna Bjartur til Hafn-
ar, en hann fékk á sig brotsjó
síðastliöna nótt. Upp úr hádegi
strandaði síðan loðnuskipið
Arnarnes á Suðurtanga, en
komst á flot á flóðinu.
— Úlfar.
Ferðamálanefnd Evrópu:
Ver 40 milljónum
dala til landkynning-
ar í Bandaríkjunum
FERÐAMÁLANEFND Evrópu
hélt fyrir nokkru aðalfund sinn i
Estoril í Portúgal, en nefndina
skipa fulltrúar opinberra fcrða-
málayfirvalda i 23 Evrópuríkj-
um. Á formaður Ferðamálaráðs
ísiands sæti í framkvæmdastjórn
nefndarinnar.
Rauðsokkahreyfingin gengst
fyrir hátíð n.k. laugardag, sem
standa mun frá ki. 10 að morgni
fram til kl. 3 aðfararnótt sunnu-
dags. Hátið hefst í Tónabæ um
morguninn og verður þar margt til
skemmtunar og fróðleiks, s.s. hóp-
umræður um barnaárskröfur
A.S.Í., bókakynning, söngur og
m.a. syngur söngsveitin Kjarabót.
Ragnheiður Jóhannsdóttir bónda-
kona frá Bakka i Ölfusi flytur
ávarp. Skáldkonur lesa úr verkum
sínum og fluttur verður annáll í
tilefni 10 ára afmælis Rauðsokka-
hreyfingarinnar á þessu ári. Um
kvöldið verður síðan skemmtun og
dansleikur i Fáksheimilinu.
Á fréttamannafundi, sem Rauð-
sokkahreyfingin efndi til í tilefni af
Aðalmarkmið nefndarinnar er
að auka ferðamannastrauminn
milli Evrópulanda svo og til Evr-
ópu frá Bandaríkjunum, Kanada
og Japan og segir í frétt frá
Ferðamálaráði , að meðlimaríkin
muni á þessu ári verja nálega 40
milljónum Bandaríkjadala til
hátíðinni, kom fram, að þetta er í
annað sinn sem hreyfingin stendur
fyrir slíkri hátíð. Ætlunin er að
framvegis verði hátíð af þessu tagi
árlegur viðburður. Barnagæzla
verður í kjallara Tónabæjar frá kl.
10—18 fyrir börn á öllum aldri sem
fóstrunemar sjá um. Skáldkonurnar
sem lesa úr verkum sínum í Tónabæ
eru Auður Haralds, Ása Sólveig,
Norma E, Samúelsdóttir og Ingi-
björg Haraldsdóttir og les úr verk-
um Steinunnar Sigurðardóttur.
Það kom fram á fundinum, að
Rauðsokkahreyfingin vinnur nú að
útkomu blaðsins „Forvitin rauð“ og
er ætlunin að það komi út reglulega
í breyttu formi. Félagar í Rauð-
sokkahreyfingunni eru nú um 600.
landkynningarstarfsemi í Banda-
ríkjunum. „Munu löndin öll leggja
áherslu á að kostnaður við
Evrópuferð sé viðráðanlegur og að
þar megi fá sannvirði fyrir eyðslu-
fé sitt, en að sjálfsögðu verður
jafnframt kynnt menning, saga og
mannlíf í þátttökuríkjunum.
Hyggjast samtökin þrátt fyrir
fyrirsjáanlega erfiðleika ná 1—
3% aukningu ferðamanna-
straumsins frá Bandaríkjunum á
árinu 1980,“ segir m.a. í frétt
Ferðamálaráðs.
Á aðalfundinum þar sem eink-
um var litið á þróun ferðamála
árið 1979 kom m.a. fram að tala
ferðamanna frá Bandaríkjunum
til Evrópu hafi verið rúmar 4
milljónir, enda þótt endanlegar
tölur liggi ekki fyrir, sem sé 1,5%
fjölgun eða nokkru minni fjölgun
en Ferðamálanefnd Evrópu hafði
einsett sér að ná á árinu og er þess
getið að bandarískum ferðamönn-
um til íslands fækkaði á árinu um
4,2%.
Ferðamálanefndin kannaði árið
1978 möguleika á auknum straumi
ferðamanna frá Kanada og hefur
verið stofnuð þar framkvæmda-
nefnd sem á þessu ári mun
gangast fyrir kynningu undir
kjörorðunum Evrópa í kastljósi.
Þá hefur nefndin beitt sér fyrir
kynningu í Japan og hefst í
þessum mánuði auglýsingaherferð
í stærri borgum Japans sem hefur
m.a. það markmið að auka svo
ferðir þangað að yfir 400 þúsund
Japanir heimsæki Evrópu á þessu
ári, en árið 1978 voru ferðamenn
frá Japan um 350 þúsund.
Þá hefur Ferðamálanefndin
með stuðningi frá EBE og stórfyr-
irtækjum innan ferðaþjónustunn-
ar látið kanna framtíðarhorfur
evrópskra ferðamála á níunda
áratugnum og munu niðurstöður
liggja fyrir næsta haust.
Þessi mynd er af hluta hópsins, sem vinnur að undirbúningi
skemmtunarinnar á laugardaginn. Ljósm. Mbl. Emilfa.
Laugardagshátíð
frá morgni til kvölds