Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 13
Steinar J. Lúðviksson
strendur landsins á þeim fjórum
árum sem bók þessi tekur til.
Arabátar voru sem fyrr algengir.
Þeir voru notaðir til flutninga,
fiskveiða á fjörðum inni, jafnvel
fyrir opnu hafi, ennfremur til
skemmtunar þó í minna mæli
væri. Einu sýnist hafa gilt hvaða
erindi menn áttu á sjó á þessum
smáu fleytum, ferðin gat jafnt
endað með líftjóni hvort sem farið
var í nauðsynjaerindum eður ei.
Stundum hefur kappið verið meira
en forsjáin. Fyrir kom að Bakkus
var með í ferð. Kunnáttu í sjó-
mennsku gat líka verið ábótavant.
Tíðast munu þó snögg og óvænt
veðrabrigði hafa valdið háskan-
um.
Enn er á lífi fólk sem man þessi
ár. Þeir, sem nú standa á áttræðu,
voru sjö ára þegar þetta bindi
hefst, tíu ára þegar það endar.
Eftir fáein ár mun enginn kunna
frá að segja. Hér er því seilst til
elstu tíðar sem unnt er að kalla
minningar. Oðar en varir er það
orðið saga.
Furðu gegnir — þegar til þess er
hugsað — hve mörg skip, stór og
smá, liggja á hafsbotni kringum
landið. Ibúar sjávarins hafa sann-
arlega minjasafn fyrir augum, ef
þeir kunna að skoða það.
Um rit þetta er hins vegar að
segja að gengi þess grundvallast
að talsverðu leyti á því hve
íslendingar hafa miklar mætur á
mannraunasögum. Bændur og
kaupstaðarbúar haldnir sveita-
rómantík vilja lesa um hrakninga
á heiðum. Sjómenn sækjast eftir
hliðstæðum frásögnum af sjónum.
Hér eru þær.
Ritið ber nafn með réttu. Það
segir frá mönnum sem voru —
þrautgóðir á raunastund. Og
þurftu svo sannarlega að vera það.
ila bónda, en Þráinn Karlsson
leikur Matta vinnumann. Alls eru
leikendur 14, en sumir þeirra
koma fram í fleirum en einu
hlutverki. Karl Jónatansson hefir
æft söngva og leikur undir söng-
inn á harmóniku, en söngvarnir
eru eftir Paul Dessau.
Púntila og Matti er þriðja verk-
efni Leikfélags Akureyrar á þessu
leikári. Leikritið er samið í Finn-
landi árið 1940, en þar var Brecht
þá staddur landflótta undan ofríki
nasista. M.a. dvaldist hann þá á
búgarði skáldkonunnar Hella
Vuolijoki og studdist við sögur,
sem skáldkonan sagði honum, og
ófullgert leikrit eftir hana. Púnt-
ila og Matti var sýnt í Þjóðleik-
húsinu árið 1969 við miklar vin-
sældir og um svipað leyti á
Húsavík.
Starf Leikfélags Akureyrar hef-
ir gengið skínandi vel, það sem af
er þessu leikári. Um 7500 manns
hafa séð Galdrakarlinn í Oz og um
4200 manns sáu Fyrsta öngstræti
til hægri, og hlýtur sú aðsókn, sem
þessar tölur sýna, að teljast prýði-
leg miðað við fólksfjölda bæjar og
héraðs.
Tvö síðustu verkefni Leikfélags
Akureyrar á leikárinu verða Her-
bergi 213 eftir Jökul Jakobsson og
Beðið eftir Godot með gestaleik
Árna Tryggvasonar. Sv. P.
Meðal leikenda í sýningu
L.A. eru: Þórey Aðalsteins-
dóttir, Sigurveig Jónsdóttir,
Sunna Borg og Steinunn
Gunnlaugsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
13
Eiður Guðnason:
Islcuid — Afganistan
Þekking okkar og vitneskja
um hið fjarlæga fjallaland, Af-
ganistan, hefur til þessa ekki
verið upp á marga fiska. Því
hafa válegir atburðir síðustu
vikna sannarlega breytt. Fréttir
frá Afganistan hafa síðustu
daga og vikur skyggt á flest
annað í fjölmiðlum. Jafnvel
fréttirnar af gíslunum í banda-
ríska sendiráðinu í Teheran hafa
fallið í skugga þeirra atburða,
sem verið hafa að gerast og eru
að gerast í Afganistan.
I þeirri landafræðibók sem
foreldrar okkar ýmissa, sem hér
erum saman komnir, lærðu á
sínum tíma, landafræði Karls
Finnbogasonar, fær Afganistan
heilar þrjár og hálfa línu, og þar
er raunar tekið með annað
landsvæði, sem liggur út að
Arabíska hafinu í framhaldi af
Afganistan, Beljutsistan eða
Baljúkistan. En í þessari bók
segir á þessa leið:
„í Afganistan og Beljutsistan
búa einkum hirðingjar en einnig
nokkrir akuryrkjumenn. Helstu
borgir eru Kabúl og Kelat. Af-
ganistan er talið sjálfstætt ríki,
en Englendingar ráða Beljútsist-
an og hafa nú sameinað það
Indlandi." — Það var nú það.
I annarri landafræðibók, sem
til skamms tíma var kennd við
Háskóla íslands, danskri bók, er
komist svo að orði, að Afganist-
an sé „stödpudestat" milli Sov-
étríkjanna og Pakistan — Ind-
lands. Þessa setningu verður
höfundur þeirrar ágætu bókar
nú að umskrifa.
Ég ætla ekki í þessu stutta
spjalli hér að rekja þá atburði,
sem orðið hafa í Afganistan. Til
þess eru þeir ykkur allt of vel
kunnir. Ég ætla hins vegar að
fara örfáum orðum um það, á
hvern hátt þessir atburðir
snerta okkur hér á norðurhjara
og hvaða lærdóma við getum af
þeim dregið. Raunar er kannski
fullsnemmt að draga lærdóma af
þessum atburðum, því það er
ekki fyrir endann á þeim séð. Við
getum því aðeins talað um það,
sem þegar hefur gerst, en
kannski leyft okkur að velta
svolítið vöngum yfir því, sem ef
til vill kunni síðar að gerast.
Fljótt á litið er auðvitað flest
ólíkt með íslandi og Afganistan.
Ég þarf ekki að nefna nema örfá
atriði. Afganistan er landlukt
ríki, á hvergi land að sjó. Að því
liggja í norðri Sovétríkin, í
austri og suðri Pakistan og í
vestri Iran. Afganistan er harð-
býlt land, u.þ.b. fjórði hluti þess
er eyðimörk, en landið sjálft er
rúmlega sexfalt að flatarmáli á
við ísland. Landfræðilega er því
flest, ef ekki hér um bil allt, sem
er ólíkt með íslandi og Afganist-
an, en eitt, og það er kannski það
mikilvægasta af öllu, eigum við
þó sameiginlegt. Bæði eru þessi
lönd, land okkar og Afganistan,
á svæði sem stórveldin telja sér
afar mikilvægt. Afganistan ligg-
ur að Sovétríkjunum, þaðan er
ekki nema steinsnar á nútíma-
mælikvarða að Omanflóa, inn-
siglingunni í Persaflóa, þar sem
um fer verulegur hluti þeirrar
olíu sem fluttur er til vestrænna
ríkja. Um hernaðarlegt mikil-
vægi legu íslands og afstöðu
stórveldanna til þess þarf ekki
að fjölyrða á þessum fundi.
Nú er barist í Afganistan.
Fjölmiðlar segja okkur frá þvi,
að fólk ráðist með hnúum og
hnefum gegn bryndrekum Sovét-
stjórnarinnar. Bretum tókst á
sínum tíma aldrei að öðlast full
yfirráð yfir landinu eða friða
það, eins og það myndi væntan-
lega nú vera kallað. Þannig er
þess og að vænta um innrás
Sovétríkjanna, sem átti sér stað
Stutt framsögu-
erindi flutt á
fundi Varðbergs
laugardaginn 19.
janúar 1980
Eiður Guðnason
nú um jólin, að það muni líða
langur tími þar til hrammi hins
rússneska bjarnar tekst að berja
niður alla andspyrnu þeirra, sem
nú eru kallaðir uppreisnar-
menn. En höfum við ekki stund-
um heyrt þá sem nú eru í
hlutverki þeirra, sem fjölmiðlar
nefna uppreisnarmenn, höfum
við ekki heyrt þá stundum
nefnda Þjóðfrelsisöflin í öðrum
löndum? En það orð hefur ekki
verið notað' í þessu tilviki, en á
þó að mínu mati fullan rétt á
sér.
Þeir atburðir sem verið hafa
að gerast og eru að gerast í
Afganistan sanna okkur, svo
ekki verður um villst, að í
veröldinni og sambúð risaveld-
anna hefur nánast ekkert breyst
frá lokum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Þetta kunna ýmsum að
þykja stór orð, en ég hygg að við
þau megi standa. Einu sinni á
hverjum áratug frá því að
heimsstyrjöldinni lauk, hafa
Sovétríkin farið með her, gert
innrás í annað ríki, ríki sem
liggur að Sovétríkjunum, til þess
að koma þar á eigin geðþótta-
stjórn, Ungverjaland 1956, Tékk-
óslóvakía 1968, Afganistan 1979.
Þetta eru stóru atburðirnir á
þessum þremur áratugum. En
þar að auki þá höfum við líka í
fréttum fylgst með þeirri vo-
veiflegu þróun, sem orðið hefur,
þar sem Rússar eða umboðs-
menn þeirra, eins og kalla mætti
Kúbumenn og Austur-Þjóðverja,
svo aðeins tvær þjóðir séu nefnd-
ar, hafa verið að seilast til
áhrifa í æ fleiri löndum og þetta
hefur verið látið svona allt að
því óátalið. Við sjáum hvernig
Rússar og útsendarar þeirra
hafa verið að reyna að seilast til
æ aukinna áhrifa í kringum
olíuflutningaleiðir, einkum að og
frá Persaflóa og á horni Afríku
og sem við sjáum þetta, þá vitum
við, og er alkunna, að þótt
Rússar framleiði olíu í dag í
verulegum mæli og selji hana
m.a. okkur hér, þá er talið
fullvíst, að Sovétríkin muni á
næsta áratug verða að hefja
olíuinnflutning. Ég held líka að
það sé ekkert ofsagt, sem ýmsir
hafa spáð, að eigi eftir að
brjótast út átök milli stórveld-
anna, að segja, þá verða það átök
um orku, um olíulindir, og ég
held að það hljóti að vera hverju
mannsbarni ljóst, sem fylgist
með alþjóðamálum, að Rússar
eru að undirbúa og bæta
vígstöðu sína, ef til slíkra átaka
skyldi koma.
Atburðirnir í Iran eru ekki til
umræðu hér, en þeir tengjast
vissulega þessu máli og ástandið
þar er þannig að ljóst er, að
Sovétríkin ætla sér aukin áhrif
þar.
En hvers vegna réðust Rússar
inn í Afganistan? Við þeirri
spurningu eru mörg svör, og ég
ætla mér ekki þá dul að svara
henni til fulls heldur aðeins
nefna örfá atriði.
Auðvitað gerðu þeir það til að
tryggja sér þæga menn í valda-
stólum. Auðvitað gerðu þeir það
líka til þess að víkka út áhrifa-
svæði sitt. Bæta á yfirráðasvæði
sitt landi, sem ekki hafði áður
verið talið á áhrifasvæði So-
vétríkjanna. Auðvitað gerðu þeir
það líka til þess að nálgast meir
en áður olíulindir og olíuflutn-
ingaleiðir, sem verulegur hluti
þjóðlífs og framleiðslu á Vestur-
löndum hvílir óneitanlega á.
Rússar vissu sem var, að með
innrásinni í Afganistan tóku
þeir litla sem enga áhættu, þeim
yrði ekki mætt með valdi, sem
skipti máli hvorki af innlendum
aðilum né af hálfu annarra
ríkja. Auðvitað vissu þeir að
vestræn ríki, og raunar mörg
önnur, mundu lýsa vanþóknun á
þessum atburðum, að þeir
mundu verða fyrir álitshnekki
meðal ríkja heims en þeir hafa
til þessa og munu enn láta sér
slíkt í léttu rúmi liggja.
Auðvitað vissu Rússar líka, að
Vesturlönd með Bandaríkin í
broddi fylkingar mundu grípa til
ýmiss konar efnahagslegra
hefndaraðgerða, sem fyrst um
sinn hafa lítil sem engin áhrif á
Sovétríkin.
Ýmsir erlendir fjölmiðlar, sem
um þessi mál hafa fjallað, hafa
sagt að atburðirnir í Afganistan
hafi leitt til þeSs að nú sé kalda
stríðið á ný komið í algleyming.
Þetta er held ég rétt og eitt af
því, sem Bandaríkjmenn gerðu
strax eftir þessar aðgerðir var
að leggja til hliðar SALT-sátt-
málann, sem Öldungadeildin átti
að fara að ræða. En einnig það
láta Rússar sér í léttu rúmi
liggja.
Við sem erum meðal lýðræðis-
þjóðanna og byggjum Vestur-
lönd verðum að draga okkar
lærdóma af því sem gerst hefur í
Afganistan. Það er aldrei fyrr en
upp úr sýður og út af vellur, eins
og í Ungverjalandi, Tékkósló-
vakíu og nú í Afganistan að
aðgerðir Sovétríkjanna utan eig-
in landamæra hljóta almenna
fordæmingu. Ég held, að vest-
rænar þjóðir sofi um of á
verðinum, þegar Sovétríkin og
umboðsmenn þeirra seilast leynt
og ljóst til áhrifa í ýmsum
löndum þriðja heimsins. Við
sáum í merkilegri kanadískri
heimildarmynd í sjónvarpinu
fyrir fáeinum kvöldum, hvernig
Sovétmenn þjálfa skæruliða
P.L.O., en þeir þjálfa ekki bara
skæruliða P.L.O. heldur einnig,
eins og allir vita, skæruliða og
hefndarverkamenn frá öðrum
þjóðum. En þeir heita ekki
uppreisnarmenn eða skæruliðar
heldur þjóðfrelsishermenn á
máli Þjóðviljans.
Ég held að Vesturlönd hafi
ekki haldið vöku sinni sem
skyldi gagnvart útþenslustefnu
Sovétríkjanna og sannarlega
þurfum við þar að söðla um og
berjast gegn þeim tvískinnungi,
sem mér afar oft finnst ríkjandi,
þ.e.a.s. af Sovétríkjunum og
þeirra áhangendum búumst við
við ævinlega öllu hinu versta,
þannig að það slæma sem kemur
frá þeim er kannski sjaldan svo
afar slæmt /og aðgerðir þeirra
eru metnar í fjölmiðlum með allt
öðrum hætti heldur en þær
aðgerðir sem önnur ríki grípa til.
Þessi þróun, sem ég veit ekki
hvort ég hef orðað nægilega
skýrt, hefur mér lengi fundist
afar varhugaverð.
En hvað sannar það okkur,
sem verið hefur að gerast og er
að gerast í Afganistan? Jú, það
sannar okkur í fyrsta lagi, eins
og ég sagði áðan, að í sambúð
risaveldanna hefur ekkert
breyst. Það sannar okkur í öðru
lagi, að nauðsyn veru Isiands í
Atlantshafsbandalaginu, í varn-
arsamtökum vestrænna þjóða,
er jafn brýn nú og hún var þegar
Atlantshafsbandalagið var
stofnað, ef ekki brýnni. Þetta
sannar okkur í þriðja lagi það,
að hagsmunum smáríkja á svæði
sem stórveldin telja sér mikil-
vægt er ekki borgið standi þau
ein sér. I fjórða lagi sannar þetta
okkur, að hlutleysi er engin vörn,
raunar er hlutleysi að mínu mati
tæpast til. I fimmta og síðasta
lagi þá sanna þessir atburðir
okkur, að sú stefna sem við
íslendingar höfum um langt
skeið fylgt í utanríkismálum er
rétt og frá henni eigum við
hvergi að hvika.
Afganskur upprcisnarmaður við loftvarnabyssu í f jallahéruðum Afganistans.