Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 27

Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 27 Búskapur: Veturinn var mjög gjafafrekur þótt snjóléttur væri. Fóöurskortur var því orðinn, þó ekki alvarlegur nema þá í fáum tilfellum, en mun þó hafa skapað afurðarýrnun. Afurðarýrnun mun því hafa orðið hjá flestum allveruleg og fóður- kostnaður mikill. Betur mun hafa gengið með kýrpening, en fóður- kostnaður öllu meiri. Margt lamb- ið mun hafa farið um sauðburð, meira en venjulega. Afurðarýrnun í heild mun því hjá flestum hafa orðið veruleg. Heyskapur varð heldur lítill, en víðast gott hey. Varla mun því verða að ræða um framboð á heyjum, þegar á út- mánuði kemur, þótt tíðin hafi verið sérlega góð, en nú er tíminn til að spara við sauðfé ef eitthvað er hægt að spara. Búsafurðir ársins hér eru ekkert afleitar, en á þeim mikill kostnaður. Bústofni mun hafa fækkað verulega í sveit- inni, svo hætt er við þegar allt kemur saman að nettótekjurnar verði rýrar. Enginn hefir hætt búskap fyrir það að harðnað hefir á dalnum á árinu, „sauðþráinu er viðbrugðið". Byggingar: Tvö einbýlishús eru í byggingu, sem reikna má að kosti 20—30 milljónir hvert. Eitt 25 kúa fjós er í byggingu með öllu tilheyrandi, og má reikna með að það kosti um 30 milljónir, og svo smærri bygg- ingar, bílskúrar og þess háttar. Flest er þetta orðið fokhelt og sumt meira en það. Fiskeldi: Aðeins er að glæðast áhugi fyrir fiskeldi hér í sveitinni. Á Rauða- sandi eru ár orðnar kvikar af laxfiski, silungur verið settur í smávötn og gefist vel. Magnús Olafsson Vesturbotni er að um- róta sjávarfjöru sinni í Vestur- botni með það fyrir augum að fara í sjávareldi laxfiska í stórum stíl, en landsfeður vorir og stjórnendur fjármagns virðast ekki ennþá vera búnir að fá verulegan áhuga á fiskirækt af neinni tegund, því miður, og því erfitt með fjármagn til þeirra hluta, en bændafólk hér í sveit virðist ekki ætla að verða soðningarlaust, þótt hefðbundnum soðfiski úr sjó verði útrýmt, að því er ætla má eftir aðgerðum. Mannlíf: Lionsklúbbur Patreksfjarðar fer með gamla fólkið á Patreks- firði í smá ferðalag árlega. Á liðnu sumri var farið í ökuferð út í Kollsvík og drukkið kaffi í Fagra- hvammi í bakaleiðinni, sem klúbb- urinn bauð til, og bauð einnig okkur gamla fólkinu úr Rauða- sandshreppi til kaffidrykkjunnar sem var vel til fundið, því margt gamla fólkið á Patreksfirði er úr Rauðasandshreppi eða tengt hon- um, svo þarna urðu fagnaðarfund- ir meðal kaffigesta og mikil ánægja. Þannig getur smá hugul- semi ásamt réttri hugsun á rétt- um tíma skapað fegurra mannlíf, meira af því. Eg leyfi mér að senda Lionsklú- bbnum og öllum hópnum bestu áramótaóskir og þakka fyrir síðast. Félagslíf: Lítið er um skemmtanalíf hér í sveitinni, það er aðallega sótt til Patreksfjarðar. Stundum kemur fólk þó saman við ýmis tækifæri, en það er aðallega miðað við heimafólk. Fólksfjöldi helst svip- aður ár frá ári, um 120 manns, fólk eldist og fellur frá, og eitt og eitt barn fæðist, það er gangur lífsins. Yfirleitt má segja að fólk hafi það gott, og nóg að bíta og brenna, en síðastliðið ár, mun þó mörgum verða fjárhagslega erfitt, og skipta harðindi veðráttunnar þar mjög miklu máli, og ekki síður hvernig tekið verður á málinu endanlega af hendi stjórnvalda, það getur ráðið úrslitum um að fara eða vera. Gleðilegt nýtt ár! Látrum á þrettándanum 1980, Þórður Jónsson Nýlegt íslenzkt leikrit æft á Hvammstanga UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir æfingar á leikritinu „Sunnefa og sonur ráðsmannsins" hjá Leikflokki Hvammstanga. Höfundur leikritsins er Rögn- valdur Erlingsson. Var það frum- flutt á Egilsstöðum síðast liðið vor, og er því nýtt í safn íslenskra leikrita. Leikritið fjallar um svokallað „Sunnefumál" sem upp kom aust- ur á Fjörðum árið 1739 og tók allt yfir til ársins 1757. Einnig má segja að leikritið fjalli öðrum þræði um hvernig embættismenn þess tíma gátu ráðskast með og ráðið örlögum fátæklinga og lítilmagna. í leikritinu eru 14 hlutverk sem 11 leikarar fara með. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Frumsýn- ing er fyrirhuguð á Hvammstanga kringum 20. febrúar. Síðan verður farið í leikferð um nágrannahéruð. 222 fórust er áhorfenda- pallar hrundu Sincelejo, Kólumbíu, 22. janúar. AP. TALA látinna eftir slysið, sem varð er áhorfendapallar við nautaatshring hrundu. er nú komin upp í 222, og enn eru 200 manns lífshættulega slasaðir á sjúkrahúsi. Rúmlega 500 manns slösuðust þegar atvikið átti sér stað á nautaatshátíð á sunnudag. Talsmaður skipuleggjenda há- tíðarinnar sagði í dag, að pall- arnir hefðu ekki þolað alla þá áhorfendur, sem þar voru sam- ankomnir, alltof mörgum hefði verið hleypt inn á þá. Tals- maðurinn sagði að mikil rigning ætti einnig sinn þátt í slysinu þar sem jörðin hefði verið gljúp og látið undan þunganum. Verö: Ca. 3.130. þús Verö: Ca. 3.495. þús Verö: Ca. 5.320. þus Verö: Ca. 3.750. þus Verö:Ca. 3.570. þus Síðastliðið ár og það sem af er þessu ári, er LADA mest seldi bíllinn. Það er vegna þess að hann er á mjög hagstæðu verði, og ekki síst, að hann er hannaður fyrir vegi sem okkar Nú eru allir LADA bilar með höfuðpúðum, viðvörun- arljósum ofl. ofl. LADA station er hægt að fá með 1200 sm: eða 1500 sm3 vél. BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 312 36 er mest seldi bíllinrí’ Góöir greiösluskilmálar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.