Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Upphaf
Veðráttan:
Það var oft fallegt veður, en það
var kalt hér sem annarstaðar,
norðlægar áttir ríkjandi, en
óvenjulega margir logndagar hér
á þessum stað, með spegilsléttum
haffleti, sem eitt og eitt fiskiskip
gáraði lítilega, á leið sinni til og
frá veiðum, eða eitt og eitt frakt-
skip á leið sinni milli hafna.
Annars má segja að hér sé orðið
skiplaust haf innan sjóndeildar-
hrings — miðað við það sem áður
var hér á siglingaleiðinni, og nú
koma fyrir dagar sem ekkert skip
sést þar sem áður glöddu augað
tugir skipa. Hafísinn kom hér
aðeins við á árinu, þó nægjanlega
mikið til að spilla fjörugróðri.
Sjávarhiti var oft neðan við frost-
mark framan af árinu einkum í
marzmánuði og fór þá í meira en
eina gráðu undir frostmarki sem
lega 20—30 manns, fararstjórinn
var íslenskur, Björn Sv. Björns-
son, og tvær stúlkur íslenskar sem
voru matreiðslukonur hópsins. Við
Björn höfum aldrei hist fyrr á
ævinni og höfðum mjög gaman af
að hittast, sama var að segja um
ferðafélaga hans, sem voru allir
gerðir út frá heimsþekktu þýsku
myndavéla- og filmufyrirtæki,
sem kom við sögu er þýska filman
var gerð af mynd björgunaraf-
reksins við Látrabjarg sem Slysa-
varnafélag Islands lét taka, en
Þjóðverjarnir fengu leyfi til að
afrita og stytta, og sem er kunn í
Þýskalandi og víðar um lönd.
Hópnum var ljóst að hann var
kominn á sögusvið þessarar mynd-
ar, svo sem myndavélar og filmur
sem hópurinn hafði frá fyrirtæk-
inu voru ekki sparaðar, enda
dásamlegt veður og myndefni
ríkulegt að Þjóðverjunum fannst.
er mjög kalt, en komst uppí 10—11
gráðu hita i ágústmánuði sem er
vel í meðallagi, eða vel það.
Sumarið var þurrt, kalt og gróð-
urlítið og laust allt fram í júlilok,
flestar lækjarsytrur voru að þorna
og þurrar orðnar, svo tekið getur
mörg ár að fá aftur eðlilegan raka
aftur í jarðveginn, einkum þar
sem sendið er, svo hætt er við að
afleiðingar veðurfarsins síðast lið-
ið ár, gætu sums staðar orðið
viðloðandi næstu ár.
En þetta var fallegt sumar, og
sérlega gaman að liggja á brún
Látrabjargs og virða fyrir sér þess
stórfenglega lífríki, og hafsins
sem liggur merlandi í sólinni að
fótum bergrisans, enda gerði fólk
það í ríkum mæli.
Látrabjarg
Jú, það var á sínum stað: „Þar
sem á hennar holuskurn hlaðið
var Látrabjargi". En kuldinn setti
sín mörk á það sem annað, gras-
geirar í bjarginu greru seint, og
það fór seint úr klakaböndum.
Fuglinn var aðeins seinni með
varp, og það var óreglulegra en
venja er til, en magnið af fuglin-
um var að sjá svipað, líf og fjör
um allar syllur um varptímann,
smávegis var þar þó gripið inn í af
manninum eins og oft áður. Björg-
unarsveitir Slysavarnafélagsins
héðan úr nágrenninu, Patreks-
firði, Tálknafirði og Bíldudal, fóru
til eggja og völdu „Barðið" að
þessu sinni. Var sú eggjaferð farin
í þrennum tilgangi björgunar-
sveitarmanna, að venjast löngum
bjargsigum, því þau krefjast meiri
þjálfunar, en leiðin niður á Barðið
er 180m, að fá egg til að selja til
ágóða fyrir sveitirnar, og svo til að
fá ánægjuna og spenninginn. Þeir
brugðu á þá nýjung, að draga
eggin eftir streng sem strengdur
var af bjargbrún og á fremsta
horn Barðsins en það gengur um
60m út frá berginu, svo strengur-
inn hefir verið um 200 m. Ferðin
gekk vel og slysalaust, og björgun-
armennirnir reynslunni ríkari.
Fjöldi ferðafólks heimsótti
bjargið að vanda, þar á meðal
forsetahjónin Kristján Eldjarn og
forsetafrú Halldóra Eldjárn. Það
var okkur ánægjuleg stund, sem
við gleymum ekki, að vera með
þeim hér á vesturhorni landsins,
það eru fyrstu forsetahjón lýð-
veldisins sem heiðrað hafa „öldu-
brjótinn karga" með heimsókn
sinni, hafi þau bestu þakkir fyrir
komuna.
Mjög mikið var um útlendinga
meðal ferðafólksins, bar þar mest
á Þjóðverjum, en lítið um Norður-
landabúa svo eftir væri tekið.
Danski sendiherrann á íslandi
kom þó ásamt fjölskyldu sinni hér
á vesturhornið, á þessari fyrrver-
andi hjáleigu Dana, staldraði við í
2—3 daga og hafði mikið gaman
af. Ef þetta kemur fyrir þeirra
augu sendi ég bestu kveðju með
þökk fyrir síðast.
Af Þjóðverjunum hafði ég nokk-
ur kynni af einum hópnum, senni-
Hluti af ytri hluta Látra-
bjargs. Barðið sést f jærst á
myndinni. Það gengur um 60
m fram úr bergveggnum, er
80 m hátt en aðeins 20 sm
breitt um miðju. Fremst og
upp við bergið er það breið-
ara eða allt að 2 metrar.
Fóturinn neðst er um 4
metrar. Við það búa um 15
þús. fuglar samkvæmt taln-
ingu. Bergið fyrir ofan
Barðið er 150 m.
sem ráku heimilið gátu ekki
kostað þá framkvæmd, svo fyrir-
greiðsla sem þessi heimili veittu
féll með öllu niður á barnaárinu.
Síðasti forstjóri heimilisins í
Breiðuvík, Jónas H. Jónsson, og
kona hans Arnheiður Guðnadótt-
ir, eru nú við bústörf í Breiðuvík,
og stendur til að þau taki jörðina
til ábúðar í vor, og reki þar búskap
fyrir eigin reikning, ef viðunandi
leigukjör fást.
Aðalhvatamenn og brautryðj-
endur við að koma upp drengja-
heimilinu í Breiðuvík, eins og það
var þá kallað, voru aðallega tveir
þjóðkunnir menn, Magnús Sig-
urðsson skólastj. og Gísli Jónsson
alþingismaður; þeir eru báðir
látnir sem kunnugt er; blessuð sé
minning þeirra.
Útgerð:
Smávegis var gert út á hrogn-
kelsi við Patreksfjörðinn vestan-
verðan, og var gott út úr því að
hafa. Fiskjar varð einnig vart
innfjarðar sem ekki hefir skeð í
fjöldamörg ár, eða ekki síðan
fjörðurinn var eyðilagður með
dragnótinni. Öll merki þess töldu
menn sig greina að fiskgengd væri
meiri á grunnslóð hér en verið
hefði um fjölda ára, og er það
sannarlega góðs viti.
Frá árinu
1979 í Rauða-
sandshreppi.
— Eftir Þórð
Jónsson á
Látrum
Skólaheimilið Breiðavík lagt niður á barnaárinu eftir 25 ára starfrækslu til sparnaðar í ríkisrekstrinum.
Foringi Þjóðverjanna , Weyer,
hafði ekki séð bækling þann sem
þeir þýsku gerðu í sambandi við
myndina og var dreift sem
kennslubók í þýska barnaskóla á
þeim tíma. Teiknimyndirnar í
þessum bæklingi eru alveg frá-
bærar, ég gat lánað Weyer eitt
eintak með sér sem honum þótti
mjög vænt um. Ég sendi Birni Sv.
Björnssyni og hópnum hans bestu
áramótaóskir með þökk fyrir
síðast.
Þá bar það til um hvítasunnuna
að á Látrabjargi voru staddir
nokkrir háskólanemar, kennarar
og prófessorar. Veður var ekki
gott þá, og bauð ekki upp á neina
náttúruskoðun, sólböð, stripl í
fjörusandinum eða þess háttar, en
fólkið hafði traustan bílkos', og
mjög góða sjónauka, svo þaö brá
sér í það að hefja frumrannsókn á
fjölda fugla við bjargið, og nánar
um daglegt líf þeirra.
Háskólafólkið settist að hérna
og fleiri bættust í hópinn, lífríkis-
rannsóknari norðan úr Ónundar-
firði, og Gísli Már Gíslason vatna-
líffræðingur sem var nú tíma-
bundinn, en hann er héðan frá
Látrum, svo þetta var orðinn
glæsilegur hópur sérfræðinga,
konur og karlar, og ekki var setið
auðum höndum. Fólkið gekk vakt-
ir á bjargið, vaktin hélt til í
bílnum sem var komið fyrir á
fremstu brún bjargsins, þrennt í
hvorum bíl, og gerðar athuganir.
Þannig gekk þetta nokkra sólar-
hringa. Má segja um það orð
„mjór er mikils vísir". En fólkið
var sammála um að þetta mundi
upphafið að mikilli vísindalegri
rannsókn á fuglabjörgum okkar,
lífríki þeirra, og áhrifum þeirra á
lífríki láðs og lagar fjær og nær.
Fólkinu fannst verkefnið æsi-
spennandi, en óttaðist að öflun
heppilegra tækja til rannsóknar-
innar mundi verða nokkuð kostn-
aðarsöm. Þó kalla þeir víst ekki
allt ömmu sína í því, háskólaborg-
arar. Það má geta þess til gamans,
að einn úr hópnum var með
kvikmyndavél, sem hann átti
sjálfur og hafði nýlega keypt fyrir
10 milljónir. Ég mundi fagna því
mjög ef framhald gæti orðið á
þessari rannsókn, og mér finnst að
ríkinu beri skylda til að láta hana
fara fram, einnig með selinn, áður
en farið er að dæma þessar
lífverur til útrýmingar fyrir
þorskát.
Ég sendi hópnum mínar bestu
kveðjur og þakka fyrir síðast.
En háskólafólk hafði fleiru að
sinna hér á þessum útkjálka. Einn
daginn bar hér að garði nokkra
menn með mikinn farangur, plast-
báta, vélar og tæki. Það voru allt
útlendingar, háskólamenn, verð-
andi vísindamenn, með bréf uppá
vasann frá háskólanum hér að
þeim væri heimilt að bora niður í
botn Látravatns svo langt sem
þurfa þætti til að ná í borkjarna,
ef heimamenn leyfðu.
Leyfið var veitt og borunin gekk
vel, en því miður hef ég ekkert
fengið að vita ennþá um niður-
stöður borunarinnar.
Ar barnsins:
Jú, það gekk einnig yfir þessa
sveit, en heldur leiðinlega, og verr
en efni stóðu til. Skólaheimilið í
Breiðuvík var lagt niður á árinu.
Ríkið hefir byggt upp og rekið
þetta heimili í 25 ár, og mörgu
barni orðið gott skjól um stundar-
sakir til að hlaupa í, í hretviðrum
hins mislynda lífs, sem alltof
mörg börn finna um of fyrir, og
barnaár Sameinuðu þjóðanna átti
að vera hvatning um til allra
þjóða, að leggja lið uppeldi og
góðri líðan barna, einkum þeirra
sem hretviðri lífsins hrekja af
réttri braut. Að sögn hæstvirts
menntamálaráðherra fyrrverandi,
Ragnars Arnalds, var heimilið
lagt niður til sparnaðar í ríkis-
rekstrinum. Margir eru þeirrar
skoðunar, þar á meðal undirrit-
aður, að það hafi ekki verið góður
sparnaður.
Sumardvalarheimilið í Sauð-
lauksdal á prestsetrinu þar, sem
rekið var af einstaklingum sumrin
77 og 78, með ágætum árangri,
var ekki rekið á barnaárinu. Bæta
þurfti aðstöðuna á hinu forna
menningar- og prestsetri, en fé
var ekki fyrir hendi, og stúlkurnar
að vísindalegri
rannsókn á fngla-
björgum okkar