Morgunblaðið - 24.01.1980, Síða 40

Morgunblaðið - 24.01.1980, Síða 40
TÉvn QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úrsmiðum. ^SÍminn á afgreiöslunni er 83033 JH*rflHnbIot>ib Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Sakbomingar fluttu varnarræður við lok málflutningsins i gær MÁLFLUTNINGI í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum lauk klukkan 18.40 í gær og var málið þá tekið til dóms. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, er dóms að vænta upp úr miðjum febrúar. Þetta eru umfangsmestu sakamál hérlendis um margra áratuga skeið og stóð málflutningurinn í tæpar 35 klukkustundir. Tveir verjendur luku máli sínu í gær, þeir Guðmundur Ingvi Sig- urðsson hrl. og Benedikt Blöndal hrl., sem krafðist sýknu fyrir hönd skjólstæðings síns, Guðjóns Skárphéðinssonar. Við lok mál- flutnings fluttu þrír sakborningar Búist við nýju fiskverði í dag: 10—11% hakkun -5% olíugjald REIKNAÐ er með að nýtt fiskverð verði tilbúið í dag og frumvarp um olíugjald verði lagt fram á Alþingi í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður fisk- verðshækkunin 10—11% að meðaltali og er þá reiknað með 5% olíugjaldi, sem kem- ur til skipta, en olíugjaldið, sem féli úr gildi um áramót- in, var 9%. Fundur verður í Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag klukk- an 14. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og odda- maður í Yfirnefndinni, sagði í samtali við Mbl. í gær, að vinna við ákvörðun fiskverðs væri nú á lokastigi. Mörg vandamál hefði þurft að leysa og hefði olíugjaldið verið einna tafsamast, m.a. nefndi hann, að sömu megin við borðið sætu fulltrúar selj- enda, sem þó hefðu mismun- andi skoðanir í olíugjalds- málinu. varnarræðu, Kristján Viðar Við- arsson, Sævar Marírió Ciesielski og Erla Bolladóttir. Lýstu Krist- ján og Sævar sig saklausa af alvarlegustu ákæruatriðum máls- ins. Kváðust þeir hafa látið undan þrýstingi og hótunum lögreglu og játað á sig sakir. Sævar lauk ræðu sinni með tilvitnun í varnarræðu Sókratesar, þar sem segir m.a: „Ég fer til að deyja, þér til þess að Iifa.“ Erla Bolladóttir kvaðst treysta á það að hún uppskæri eins og hún hefði sáð. Það kom fram hjá Þórði Björnssyni saksóknara, að hann krefðist þyngstu dóma, en Krist- ján og Sævar voru sem kunnugt er dæmdir í fangelsi til æviloka í undirrétti. Sagði Þórður Björns- son, að leita yrði allt aftur til loka 16. aldar að máli, þar sem jafn alvarlegar sakargiftir væru born: ar á menn eins og í þessu máli. í því máli meðgekk Axlar-Björn að hafa unnið á átta mönnum. Sjá nánar um málið og ræður sakborninga á bls. 16 og 17. HÆSTIRÉTTUR — Við lok málflutnings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í gær. Kristján Viðar Viðarsson flytur varnarræðu sína en hæstaréttardómarar hlýða á mál hans. Talið frá vinstri: Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjóftsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Ljósm. Mbl. Kristján. Benedikt Gröndal: Gef kost á myndun 4ra flokka ríkisstjórnar „MEÐ því að velja þann kost, að ræða við alla flokkana, er ég að gefa mönnum nýtt tækifæri til að íhuga 4ra flokka stjórn, þjóðstjórn, ef menn á þessu stigi vilja það heldur en t.d. utanþingsstjórn,“ sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá hafði Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, fól í gær formanni Alþýðuflokksins umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Myndin er tekin, er Benedikt átti fund með forsetar.um. Ljósm.: ói.k.m. Lúðvík Jósepsson telur ljóst að Alþýðuflokkurinn stefni í stjórnar- myndun án Alþýðubandalags honum verið falin myndun meiri- hlutastjórnar, og hann rætt við formenn hinna stjórnmálaflokk- anna. Benedikt hefur í dag boðað til þriggja funda með fulltrúum Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks og mun þá af- henda tillögu um viðræðugrund- völl, sem hann hyggst sjóða saman úr þeim tillögum, sem fram hafa komið. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði hlýtt á fyrirætlanir Benedikts á fundi með honum. „Um þennan fund er ekki hægt að segja neitt frekar, fyrr en ég hefi haft aðstöðu til að sjá hvaða umræðugrundvöllur verður lagður, en auðvitað munum við gera það sem í okkar valdi stendur til að unnt sé að mynda meirihlutastjórn, að sjálfsögðu að því tilskyldu að samstaða náist um fullnægjandi málefnagrundvöll að okkar mati.“ Bandarikin: Tregða í sölu þorskblokkar —EINHVER tregða mun hafa komið upp við sölu á þorskblokk- um í Bandarikjunum, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar er Mhl. spurði hann um stöðu sjávarafurða í Banda- ríkjunum í gær. Sagðist Jón vilja visa á sölusamtökin í þessu efni og er Mbl. spurði Iljalta Einars- son framkvæmdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna um þetta, sagði hann að þetta væri rétt og bollaleggingar væru um að það verð, sem nú væri á hlokkinni, héldi ekki. Bæði Jón Sigurðsson og Hjalti sögðu, að þessi atriði ættu ekki við pakkn- ingar á þorski. —Við höfum ekki lækkað verð á síðustu mánuðum og ég veit ekki til þess að neinn hafi gert það, sagði Hjalti Einarsson. — Það er rétt, að það hafa verið bollaleggingar um að verð, sér- staklega á þorskblokk, muni lækka. Coldwater kaupir blokk af Sölumiðstöðinni á verði, sem er fyrir ofan markaðsverð, og hefur átt kost á að kaupa blokk á lægra verði. Það má því e.t.v. segja að blokkin héðan standi veikt, en hins vegar held ég, að það eigi ekki við aðrar pakkningar, sagði Hjalti. Þá var hann spurður um ufsa og karfa og sagði hann að á síðasta ári hefði sala á þessum tegundum stóraukist í Bandaríkjunum. Hins vegar væri spurning hversu mikið væri hægt að auka söluna á skömmum tíma. Jón Sigurðsson sagði um þessar tegundir, að m.a. vegna mjög mikillar framleiðslu- aukningar hér á landi hefðu safn- ast birgðir umfram það sem venjulegt væri. —Nú þegar Bandaríkjamenn eru að stöðva kornsölu til Rússa, sagði Hjalti Einarsson, þarf að selja meira korn í Bandaríkjunum og það gerist með því að lækka kornverðið. Ef korn er lækkað, þá veröur meiri kjötframleiðsla og ef hún er meiri, þá er minni fisk- neyzla. Menn eru því að hugleiða ýmsa hluti, sagði Hjalti Einarsson að lokum. Lúðvík Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins kvað Benedikt hafa tjáð sér að hann myndi í dag fá „frumtillögur“ Alþýðuflokksins í dag. „Hann óskaði ekki eftir við- ræðunefnd," sagði Lúðvík, „enda ekki búinn að gera upp við sig, hvers konar stjórn hann reynir að mynda. Alþýðuflokksmenn geta þó vart ætl- að sér að mynda stjórn með okkur; til þess erum við allt of mikið á öndverðum meiði um hvernig ná eigi verðbólgunni niður. í þeim efnum eru þeir lengst frá okkur af öllum. Því ætla ég að aðeins sé að nafninu til rætt við okkur. Það sem hlýtur að vaka fyrir mönnum er Stefanía." Morgunblaðið spurði Benedikt Gröndal um það, hvort Stefaníu- mynstur, þ.e. samstjórn Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks undir forsæti hins fyrstnefnda, væri sú stjórn sem hann hefði helzt hug á. Hann svaraði því til að af fjögurra flokka stjórn frágenginni, væri enn möguleiki á myndun 3ja flokka stjórnar. „Ósk mín er þar jöfn um nýsköpun eða Stefaníu. Nýsköpunarstjórn er ekki útilokaður möguleiki af minni hálfu, fjarri því.“ Þá kvaðst Benedikt nú vinna að því að setja saman mála- miðlunartillögu úr tillögum flokk- anna, sem hann afhenti formönnun- um á morgun. í gær afhenti Alþýðu- bandalagið síðari hluta tillagna sinna og sagði Benedikt, að þótt honum hefði ekki gefizt tími til þess að kanna það niður í kjölinn, kann- aðist hann við innihald þeirra. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins sagði að þeir biðu nú eftir umræðugrund- velli Benedikts. Ákveðinn væri í dag ítarlegur fundur þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknarflokks- ins og myndu þeir verða skjótir til ákvarðana. Morgunblaðið spurði Steingrím, hvort hann teldi Stef- aníumynstur líklegra en nýsköpun og kvað hann þá Alþýðubandalagið hafa stífnað, þeir hefðu afhent síðari hluta tillagna sinna, sem væru sami óskalistinn upp á nokkra milljarða, sem allir vildu geta framkvæmt. Hann kvað sig ekki geta eins sagt við launþega, að unnt yrði að ná verð- bólgunni niður á sama tíma og kaupmáttur styrktist og olíuverð hækkaði. Þetta væru einfaldlega hlutir sem ekki færu saman. Dóms Hæstaréttar að vænta í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.