Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 18

Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Furðufrétt um handtöku keisarans Borin til baka í Panama Panamahorg. 23. jan. —. AP. SNEMMA í morgun skýrði út- varpið í Teheran írá því, að Mohammad Reza Pahlevi íyrrum keisari írans hefði verið handtek- inn í Panama, og að hann yrði framseldur til írans. Frétt þessi kom mjög flatt upp á yfirvöld í Panama, sem báru hana strax til baka. Þá sagði talsmaður keisarans fyrrverandi að Reza Pahlevi hafi verið sofandi í rúmi sínu þegar fréttin barst út, og að engar hömlur hefðu verið settar á frelsi hans í Panama. í viðtali við Associated Press fréttastofuna í New York sagði sendiherra Panama í Washington, Carlos Lopez Guevara að hann hefði umboð til þess að afneita ERLENT með öllu sögusögnum um hand- töku keisarans og hugsanlegu framsali. „Við höfum veitt keisaranum hæli, og samkvæmt reglum þar að lútandi verður hann aldrei fram- seldur til neins þess lands, þar sem dauðarefsing er við lýði,“ sagði sendiherrann. Bent er á í þessu sambandi að frá því keisar- inn fór frá Iran fyrir réttu ári hafi alls um 700 manns verið leiddir þar fyrir aftökusveitir og líflátnir. Þrátt fyrir mótmæli í Panama, héldu írönsk yfirvöld fast við sitt. Dagblaðið Kayhan í Teheran, stærsta blað landsins, hafði það í dag eftir Ghotbzsadeh utanríkis- ráðherra að keisarinn yrði örugg- lega handtekinn í dag, og að Aristides Royo forseti Panama ætlaði að tilkynna handtökuna á blaðamannfundi við fyrsta tæki- færi. Síðar í dag gaf svo Ghotbza- deh út tilkynningu þar sem hann sagði að yfirvöld í Panama væru að bíða eftir opinberum gögnum frá Iran, sem nota ætti við rétt- arhöld um lögmæti framsals keis- arans. Fastur i ís — Togarinn Gae Yang Ho frá Suður-Kóreu fastur í ís skammt frá St. Matthews eyju í Beringsundi. Flutningaskip frá S-Kóreu var einnig fast í isnum og bárust skipin með isnum í átt til eyjarinnar. Bandaríska strandgæzlan var við því búin að bjarga áhöfnum skipanna, alls 140 mönnum, ef i nauðirnar ræki. Brezka Ólympíunefndin: Getum ekki stutt tillögu Thatchers London, Tokýó, Washington, Madrid, 23. janúar, AP. FORSETI brezku Olympíunefnd- arinnar, Sir Denis Follows, sagði Handtaka Sakharovs af- hjúpar andlit einræðisins —sagði Aase Lionaes, fyrrum formaður norsku Nóbelsnefndarinnar „ÉG VONA að íþróttafólk viðs vegar um heim vakni, átti sig á hinu alvarlega ástandi í Sovétríkjunum og taki því ekki þátt í Ólympíuleik- unum í Moskvu,“ sagði Aase Lionaes, fyrrum formaður nefndarinnar, sem útdeilir friðarverðlaunum Nóbels. „Handtaka Sakharovs afhjúpar hið raunverulega andlit einræðisins. Með innrásinni í Afganistan og nú handtöku Sakharovs og konu hans hafa sovéskir valdhafar sýnt svart á hvítu að þeir hafa ekki í hyggju að lúta Helsinkisáttmálanum, sem þeir þó skrifuðu undir,“ sagði Lionaes ennfremur. Hún sagði, að Norðmenn ættu að völdum harðorð mótmæli og kraí- bjóða Sakharovhjónunum að setj- ast að í Noregi kjósi þau það. Allir leiðtogar flokkanna í Noregi for- dæmdu handtöku Andrei Sakh- arovs — með þeirri undantekningu þó, að formaður norska kommún- istaflokksins, Martin Gunnar Knudsen, gerði það ekki. í Stokkhólmi fordæmdi forseti PEN-samtakanna, Per Waestberg, handtöku Sakharovs í bréfi til1 Leonid Brezhnevs. „PEN-samtökin krefjast þess, að Andrei Sakharov hljóti full borgararéttindi og hann fái fyrri orður aftur. PEN-samtök- in harma að Sovétríkin skuli ekki virða tjáningarfrelsi, sem þó er kveðið á um í stjórnarskránni," skrifaði Waestberg fyrir hönd samtakanna til Brezhnevs. Hér fara á eftir fréttir fréttarit- ara Mbl. í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Noregur Jan Erik Laure, Ósló — 23. janúar. „Þetta er enn eitt áfallið fyrir slökunarstefnuna. Norska stjórnin mun setja sig í samband við aðrar ríkisstjórnir V-Evrópu til að ræða hvaða áhrif fangelsun Sakharovs hefur á Ólympíuleikana. Þessi at- burður veldur norsku stjórninni miklum vonbrigðum og við hljót- um að fordæma hann,“ sagði Knut Frydenlund, utanríkisráðherra, í viðtali við norska útvarpið. Hvar- vetna í Noregi hefur handtáka Sakharovs verið harðlega for- dæmd, með þeirri undantekningu þó, að formaður norska kommún- istaflokksins hefur ekki fordæmt handtökuna. Norska Helsinki- nefndin hefur sent sovéskum yfir- ist þess að Sakharov verði leystur þegar úr stað úr haldi. Svíþjóð: Siitrún Gísladóttir, Stokkhólmi — 23. janúar. Ola Ullsten, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fordæmdi handtöku Sakharovs harðlega. Hann sagði að atburðurinn væri slökunar- stefnunni mikið áfall. „Sovétmenn hafa þverbrotið Helsinkisáttmál- ann. Við höfum fylgst af aðdáun með baráttu Sakharovs fyrir aukn- um mannréttindum í Sovétríkjun- um. Við höfum viljað trúa því, að barátta hans myndi stuðla að auknum mannréttindum í land- inu,“ sagði Ullsten. í öllum dagbiöðum var handtaka Sakharovs helsta frétt dagsins. Mörg blöð skrifuðu um málið í leiðurum. Dagens Nyheter og svenska Dagbladet voru sammála um að Sovétríkin hefðu orðið fyrir miklum álitshnekki í augum um- heimsins — og hefði það þó ekki verið mikið fyrir. Barátta Sakh- arovs fyrir mannréttindum hefði einkennst af skynsemi og hlutleysi vísindamannsins. Hin alþjóðlega frægð hans hefði veitt honum sérstöðu. Stjórnvöld hefðu hikað í lengstu lög við að hrófla við honum. Nú virtust allar stíflur hafa brostið í Moskvu. Þá tengja blöðin afsögn Kirillins handtöku Sakharovs. Leitt er getum að því að Kirillin hafi haldið hlífiskildi yfir Sakharov. Kirillin var formað- ur Vísinda- og tækninefndar sov- éska ríkisins en sagði af sér „að eigin ósk,“ eins og TASS orðaði það. Kirillin hafði verið álitinn frjálslyndur á mælikvarða Kremlverja. Þá segja blöðin, að margt bendi nú til að Sovétmenn séu að þagga niður í andófs- mönnum fyrir Ólympíuleikana — þau hyggist koma áróðri um ágæti Sovétríkjanna á framfæri í skjóli Ólympíuleikanna. Hugsanlegt er, að sovésk yfir- völd hafi litið svo á, að með tilliti til viðbragða umheimsins við inn- rásinni í Afganistan, þá skipti útlegð Sakharovs ekki máli. En þar gera sovésk yfirvöld mistök, heim- urinn mun ekki horfa upp á þessar ofsóknir aðgerðalaus. Danmörk Erik Larsen, Kaupmannahöfn — 23. janúar „Handtaka Sakharovs er mikið áfall þeirri viðleitni þjóða að minnka spennu í heiminum," sagði Kjeld Olesen, utanríkisráðherra Danmerkur. Hann telur ljóst, að ráðstefna um slökun spennu sem halda á í Madrid í haust, sé dæmd til að fara út um þúfur. Danska Sakharovnefndin hefur fordæmt handtökuna harðlega. „Þetta er sem hnefahögg í andlit allra, sem trúðu á að mannréttindi gætu náð fótfestu í Sovétríkjunum fyrir tilverknað manna eins og Sakharovs," sagði Neerskov, for- maður nefndarinnar. Hann hvatti danskt íþróttafólk til að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu. Meðal stjórnmálamanna í Dan- mörku var almennt talað um, að handtaka Sakharovs gerði út um þátttöku Dana í Ólympíuleikunum — af henni yrði ekki. Þá hafa menn rætt um valdabaráttuna í Moskvu. Sýnt þyki að harðlínu- menn hafi náð undirtökunum. Eft- ir því sem Kjeld Olesen hefur tjáð sig um þátttöku í ÓL. þá virðist sem dönsk stjórnvöld hafi tekið undir þá stefnu Bandaríkjamanna að taka ekki þátt í Ólympíuleikun- i dag að nefndin gæti ekki stutt þá tillögu Margrétar Thatcher forsætisráðherra að keppt yrði i sumunt iþróttagreinum Olympíu- leikanna i Bretlandi yrðu leik- arnir færðir frá Moskvu. „Við munum taka ósk hennar til at- hugunar, en ég er hræddur um að við getum ekkert gert í málinu“, sagði Follows. Forseti bandarísku Olympíu- nefndarinnar, Robert J. Kane, lýsti sig andvígan hugmyndum um að bandarískir íþróttamenn yrðu ekki sendir á leikana í Moskvu, en Carter forseti hefur m.a. gefið í skyn að svo verði ef Sovétmenn hverfa ekki með herlið sitt á brott frá Afganistan. Samkvæmt skoð- anakönnunum vestra virðist meirihluti þjóðarinnar fylgjandi Carter að málum. Þá frestaði japanska Olympíu- nefndin því að taka afstöðu til þátttöku í leikunum, þar sem „nefndina skorti gögn“ til þess að ákveða hvort mótmæla skyldi inn- rás og íhlutun Sovétríkjanna í Afganistan með því að hætta við þátttöku í leikunum. Khomeini haldinn „vægum veikindum“ 23. jan. AP. KHOMEINI íransleiðtogi hefur aflýst öllum fundum og skyldustörfum næstu fimm- tán daga „vegna þreytu og vægra veikinda“ að því er sagði í tilkynningu frá Qomskrifstofu hans í dag. Var tekið fram, að þetta væri samkvæmt læknisráði. Nokkru síðar sendu verðirn- ir í bandaríska sendiráðinu frá sér orðsendingu þar sem þeir lýstu sorg sinni vegna þessa og vörpuðu skuldinni á þann þrýsting sem Khomeini hefði orðið fyrir upp á síðkastið vegna sundrungar meðal ír- önsku þjóðarinnar. Voru íran- ir hvattir til að leggja ágrein- ingsmál öll á hilluna og fylgja kenningum leiðtogans í hvívetna. Var ákveðið að á morgun, fimmtudag, skyldi beðið fyrir heilsu Khomeinis um íran þvert og endilangt. Byltingarverðirnir sökuðu í dag nokkra bandarísku gíslana um að hafa reynt að fá íranska fjölmiðla til að vinna gegn byltingarstjórn Khom- einis og var sérstaklega til- greindur Barry Rosen í þessu sambandi. Var sagt að rit- stjóri Bambad, eins helzta morgunblaðs írans, Mansoor Rohbani, hefði unnið með Ros- en og fallist á að birta ekki and-bandarískar greinar í blaði sínu. Veður Akureyrí -5 él Amðterdam 7 skýjað Aþena 13 bjart Barcelona 15 léttskýjaö Berlín 2 skýjaö BrUssel 6 skýjaó Chicago 0 skýjaó Denpasar, Bali 30 rigning Dublin 5 skýjaó Frankturt 6 rigning Genf 7 bjart Helsinki -5 skýjað Hong Kong 18 heiöríkt Jerúsalem 10 rigning Jóhannesarborg 23 rigning Kaupmannahöfn 2 skýjað Las Palmas 20 heiöríkt Lissabon 15 rigning London 9 bjart Los Angeles 23 bjart Madríd 12 skýjaö Mallorca 15 lóttskýjaó Miami 26 skýjað Montreal -4 snjókoma Moskva -7 heiðríkt Nýja Delhi 20 bjart New York 6 skýjað Ósló 0 skýjað París 8 skýjaö Reykjavík -5 léttskýjað Rio de Janeiro 31 skýjað Rómaborg 10 skýjað Sydney 31 skýjað Tel Aviv 15 rigning Tókýó 9 bjart Toronto 1 snjókoma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.