Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Ekki fleiri íslend-
ingar til hjálpar-
starfa í Thailandi?
LITLAR fréttir hafa borizt af
íslenzka hjúkrunarfólkinu, sem
nú dvelur við hjálparstarf á
vegum Rauóa krossins í Thai-
landi.
Eggert Asgeirsson sagði í
gær, að hann Jiefði þó fregnað, að
þeir sem komið hefðu í búðirnar,
þar sem þjónusta er veitt 700
þúsund manns, létu mjög vel af
starfi hópanna frá Norðurlönd-
um. Innan búðanna væri skipu-
iag yfirleitt mjög gott, en við
ýmsa erfiðleika að glima utan
þeirra og skipulag stjórnvalda
lítið.
Hann sagði að fyrirhugað hefði
verið að senda annan hóp í byrjun
janúar og þriðja hópinn jafnvel
síðar. Frestað hefði verið að senda
hóp númer 2 og e.t.v. yrðu ekki
fleiri íslendingar sendir til hjálp-
arstarfa í Thailandi. Ef fleiri
Islendingar verða sendir verður
það varla fyrr en í byrjun marz, en
þá lýkur þeim tíma, sem fyrsti
hópurinn skuldbatt sig til að vera
í Thailandi.
Andófsmenn í ís-
lenzkum lopapeysmn
Á MYNDUM, sem birst hafa af
andófsmanninum Andrei Sakh-
arov, hefur hann greinilega
verið í íslenzkri lopapeysu.
Moskvufarar hafa líka veitt því
athygli að fleiri andófsmenn
ganga í íslenzkum lopapeysum.
Hafa jafnvel sagt í hálfkæringi,
að vissara sé að vera ekki í
slíkum flíkum á götum Moskvu-
borgar, svo maður verði ekki
tckinn fyrir andófsmann.
Peysa Sakharovs er raunar
prjónuð á íslandi, af Soffíu
tengdamóður Árna Bergmanns,
ritstjóra Þjóðviljans, en þessi
sovézka kona býr hér hjá dóttur
sinni og tengdasyni. Og hún
situr gjarnan og prjónar lopa-
peysur, sem hún hefur sent
vinum sínum, þar á meðal fólki
sem er andófsmenn í Moskvu.
Vonandi hafa þeir af því nokkra
hlýju í kaldri veröld.
Meðfylgjandi mynd sýnir
Sakharov í íslenzku lopapeys-
unni sinni.
Iris Murdoch til Islands
BRESKI rithöfundurinn Iris Mur-
doch mun dveljast hér á landi 8. til
12. apríl na'.stkomandi og mun hún
ásamt eiginmanni sínum John Bayl-
ey prófessor flytja erindi í Háskóla
íslands á vegum heimspekideildar.
Iris Murdoch er um þessar mundir
í hópi viðurkenndustu skáldsagna-
höfunda Breta og hlaut síðasta
stórverk hennar The Sea the Sea
mikið lof gagnrýnenda. Hingað til
lands kemur hún fyrir milligöngu
Kenneth East sendiherra Bretlands.
Auk ritstarfa hefur Iris Murdoch
kennt heimspeki við háskólann í
Oxford og mun flytja fyrirlestur um
það efni hér á landi. John Bayley er
prófessor í bókmenntum við Ox-
ford-háskóla og mun hann fjalla um
nútíma skáldsagnagerð í fyrirlestri
sínum hér og þess er að vænta, að
Iris Murdoch taki þátt í umræðum
um það efni að fyrirlestrinum lokn-
um.
Mínkaskínn
í háu verði
AÐALSALAN á minkaskinnum
frá íslandi verður að venju í
London í lok frebrúarmánaðar
og verða í vetur seld um 21
þúsund skinn en það er sama
magn og selt var í febrúar á
síðasta ári. Þá fengust um 260
þúsund sterlingspund fyrir
skinnin, en nú má reikna með
allt að 15% hækkun i pundum,
haldi sú þróun áfram á mark-
aðnum sem verið hefur í vetur,
en verð á skinnum hefur farið
hækkandi. Samkvæmt þessum
tölum má því reikna með að
hátt í 300 milljónir króna fáist
fyrir minkaskinnin.
íslenzku skinnin eru boðin upp
hjá Hudson Bay í London og
sagði Skúli Skúlason, umboðs-
maður fyrirtækisins, í gær að
fyllsta ástæða væri til bjartsýni
með uppboðið í lok febrúar.
Skinnin héðan eru seld með
skinnum frá Norðurlöndunum,
einkum Finnlandi, Bretlandseyj-
um, Hollandi og Rússlandi. Upp-
boðið stendur í um viku og
skipta milljónir loðdýraskinna
um eigendur þann tíma. Svart-
minkur er um 70% íslenzku
minkaskinnanna, pastelminkur
um 20% og 10% af öðrum
tegundum.
Viðræðuaðilar um það leyti, sem viðræðufundur ASI og VSÍ hófst í gær í húsakynnum hins
síðarnefnda. Davíð Scheving Thorsteinsson og Bencdikt Davíðsson ræðast við, en í bakgrunni má sjá
þá Karl Steinar Guðnason, Oskar Vigfússon og Magnús Geirsson.
ASÍ og VSÍ
Ræddu sameiginleg hags-
mimamál í félagsmálakröfum
ANNAR viðræðufundur Alþýðu-
sambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands var hald-
inn í gær og stóð í um það bil
eina klukkustund. í fundarlok
var ákveðið að aðilar hittust að
nýju til viðræðna næstkomandi
miðvikudag klukkan 15. Fundur-
inn í gær var haldinn í húsa-
kynnum VSI, en hinn næsti
verður haldinn í húsakynnum
ASÍ.
Samkvæmt upplýsingum
Hauks Más Haraldssonar, blaða-
fulltrúa ASÍ var á fundinum í
gær rætt um ákveðin atriði í
félagsmálakröfum ASÍ, einkum
þau er fela í sér sameiginlega
hagsmuni beggja aðila. Þá var
rætt um það, hvort skipa ætti í
hópa eða undirnefndir til þess að
fjalla um ákveðna málaflokka og
mun ætlunin að taka afstöðu til
þess á næsta fundi.
Ósamið um verð á
loðnuhrognunum
UM 3500 lestir af loðnuhrognum
voru seldar til Japans á siðasta
ári fyrir um 2.7 milljarða
íslenzkra króna. Þá fóru um 8850
lestir af frystri loðnu til Japans í
fyrra og var söluverðið tæplega
2.7 milljarðar.
Nú eru ýmsar blikur á lofti í
þessum málum og hefur SH samið
um sölu á 1500 lestum af loðnu-
hrognum, en verð hefur enn ekki
verið ákveðið. Hugmyndir Japana
um verð eru undir því, sem fékkst
fyrir þessar afurðir í fyrravetur
og lægri en SH hefur getað fellt
sig við. Þá hefur verið samið um 6
þúsund lestir af frystri loðnu og
fæst fyrir hana sama verð og í
fyrra. Möguleikar munu vera á að
selja meira af frystri loðnu, ení
samningum var reynt að miða við
afkastagetu frystihúsa SH.
Að sögn Hjalta Einarssonar
framkvæmdastjóra SH eru nú
miklar birgðir af loðnuhrognum í
Japan, en ársneyzlan er talin vera
um 3000 tonn. Eins og áður sagði
seldu Islendingar einir um 3500
lestir af loðnuhrognum til Japans
í fyrra, en Norðmenn, Rússar og
Kanadamenn eru einnig inni á
þessum markaði.
—Það er greinilegt að loðnu-
hrognin vega miklu minna á
vertíðinni í vetur en í fyrra, sagði
Hjalti. — Markaðurinn í Japan
getur hins vegar tekið meira af
frystri loðnu en samið hefur verið
um, 6000 tonn eru í raun aðeins
tala, sem getur hækkað eða lækk-
að eftir því hvernig vertíðin
þróast.
Vopnuðust þegar þeir
sáu varðskipið
Fyrir um það bil tveimur
árum gcrðist það, að íslenskt
varðskip, sem siglt hafði út að
200 mílunum út af Reykjanesi,
rakst á sovéskt skip 20 mílur
undan landi út af Þorlákshöfn,
þegar varðskipið var aftur á
leið til lands.
Varðskipsmenn gáfu sovéska
skipinu, sem hafði engan fána
uppi og ekkert, er gaf til kynna
heiti þess eða skráningarnúmer,
merki um, að þeir vildu vita um
ferðir þess og athafnir. Brugðust
skipverjar á sovéska skipinu þá
fyrst þannig við, að þeir drógu
upp verslunarfána Sovétríkj-
anna. Þegar þeir sáu, að varð-
skipið nálgaðist enn, var sá fáni
þó tekinn niður og í stað hans
var gunnfáni sovéska flotans
dreginn að hún og á skipið var
fest plata með nafni þess og
númeri. Er varðskipsmenn sáu
þetta könnuðu þeir, hvernig
skipið var skráð og kom þá í ljós
að það tilheyrði sovéska flotan-
um. Við svo búið var ljóst, að
ekki væri unnt að grípa til
frekari aðgerða gegn skipinu,
þar sem það var utan eiginlegrar
landhelgi íslands og herskip
njóta úrlendisréttar eins og er-
lend sendiráð.
Ofangreind frásögn er byggð á
ræðu, sem Jón Magnússon, lög-
fræðingur Landhelgisgæslunn-
ar, flutti á fundi, sem Varðberg,
félag ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu, hélt s.l.
laugardag. í máli Jóns, sem var
um borð í varðskipinu, þegar
þessi atburður gerðist, kom
einnig fram, að varðskipsmenn-
irnir sáu vopnaða menn á þilfari
sovéska skipsins, sem voru
greinilega til þess búnir að verja
mönnum uppgöngu, hefði hún
verið reynd.