Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 33

Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 33 fclk f fréttum Ekki í teningakasti! + Þetta er mjög óvenjuleg mynd af þjóðhöfðingjafundi, að sjá þjóðarleiðtoga liggjandi á hnjánum eins og stráka, sem bogra yfir spili. Þetta eru þeir Anwar Sadat forseti Egyptalands og Begin forsætisráðherra ísraels. Myndin er tekin á palli, sem slegið var upp við sundlaug eina sem er við Oberoi-hótelið í námunda við orkuverið mikla í Aswan, Egyptalandi, er Begin fór þangað til fundar við Sadat fyrir nokkru. — I textanum með myndinni, sem birtist í „The Jerusalem Post“, segir að þeir félagar séu þarna að skoða landakort af Miðausturlöndum og hafi rætt yfir kortinu um framvindu mála nú á síðustu og verstu tímum í þessum heimshluta. Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Akureyrar Sveit Alfreðs Pálssonar varð Akureyrarmeistari í Bridge. sveitakeppni, en henni lauk sl. þriðjudaK. Sigraði sveitin með yfirburðum, hlaut 226 stig og tapaði aðeins einum leik i mót- inu. Sigur þeirra kom fáum á óvart því að þeir hafa verið í fremstu röð mörg undanfarin ár. Ásamt Alfreð eru i sveitinni: Angantýr Jóhannsson. Ármann Helgason, Jóhann Helgason og Mikhael Jónsson. I öðru sæti varð sveit Stefáns Ragnarssonar. í þeirri sveit sem er baráttuglöð og skemmtileg, eru ungir menn en þeir eru: Haki Jóhannesson, Örn Ragnarsson, Pétur Guðjónsson, Sveinbjörn Sig- urðsson og Stefán Ragnarsson. Úrslit í síðustu umferðinni: Páll — Trausti 20—4 Ingimundur — Gunnar 20—0 Gissur — Sigfús 20—0 Stefán — Alfreð 16—4 Örn — Jón 12—8 Sveinbjörn — Sigurður 14—6 Stefán — Þórarinn 12—8 Röð efstu sveita: Alfreð Pálsson 226 Stefán Ragnarsson 192 Páll Pálsson 188 Ingimundur Árnason 170 Þórarinn B. Jónsson 165 Stefán Vilhjálmsson 144 Sigurður Víglundsson 140 Alls tóku 14 sveitir þátt í keppninni. Keppnisstjóri var sem fyrr Al- bert Sigurðsson. Næsta keppni félagsins verður firma- og einmenningskeppni. All- ir eru velkomnir en spilað er í Félagsborg. Hefst keppnin þriðju- daginn 29. janúar kl. 20. Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag var sveitakeppn- inni haldið áfram hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilaðar voru tvær um- ferðir, 16 spila leikir. Eftir 4 umferðir er staða efstu sveita þessi: stig Sv. Gríms Thorarensen 70 Sv. Bjarna Péturss. 65 Sv. Sigurðar Vilhjálmss. 63 Sv. Ármanns J. Láruss. . 49 Sv. Sigurðar Sigurjónss. 42 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á fimmtudaginn 24. janúar og hefst spilamennskan kl. 20:00 í Þinghól Hamraborg 11. Reykjanesmót í sveitakeppni Reykjanesmót í sveitakeppni hófst í Kópavogi laugardaginn 19. jan. s.l., með þátttöku 10 sveita. Að loknum 6 umferðum er staða efstu sveita þessi: stig Sv. Ólafs Valgeirss. 92 Sv. Skafta Jónss. 92 Sv. Ármanns J. Láruss. 85 Sv. Aðalsteins Jörgensen 66 Sv. Alberts Þorsteinss. 64 Þrjár efstu sveitirnar hafa nokkuð skilið sig frá hinum, en þó mun staða Skafta sterkust þar sem hann hefur lokið við leiki sína við hina tvo, en þeir eiga óuppgert sín á milli. Síðustu leikirnir verða spilaðir í félagsheimili Kópavogs sunnudag- inn 3. febrúar, og hefst keppni kl. 13.00 stundvíslega. Fréttamynd ársins »• Þessi mynd var valin „Fréttamynd ársins 1979“ á fréttamyndasýningu i Ráðhúsinu i Kaupmannahöfn nú fyrir skömmu. Myndina tók ljós- myndari frá danska siðdegis- biaðinu BT, Jan Jörgensen. — Dómnefnd valdi myndina, en henni bárust alls 679 frétta- myndir eftir danska blaðaljós- myndara. teknar i sambandi við fréttaviðburði ársins 1979. — Þessa verðlaunamynd kallaði Jan Jörgensen „Röddinni hlýtt”. Hún er frá töku bandariska sendi- ráðsins i Teheran. — Unga stúlkan á myndinni var á sendiráðslóðinni. Var hún i beinu sambandi gegnum labb- rabb-tæki við hópinn, sem rudd- ist inn í sendiráðið og tók þar alia gislana. Jörgensen biaða- Ijósmyndari hefur verið i starfi hjá blöðum Berlingske Tidene undanfarin 6 ár. Peninga- verðiaun að upphæð 5000 dkr. hlaut hann og litinn verð- iaunagrip. + Þetta er Sir Cecil Beat- on, brezki stjórljósmyndar- inn og leikmyndahönnuður- inn, sem nýlega lézt á heimili sínu í Bretlandi, í Wiltshire, 76 ára gamall. — Hann hafði hætt störfum árið 1977 og dregið sig í hlé. Hann átti þá að baki mjög glæsilegan feril ekki aðeins sem helzti ljósmyndari kóngafólks og hefðarfólks í Bretlandi, heldur og sem fádæma snjall leikmynda- hönnuður. Sir Cecil var borinn og barnfæddur Lundúnabúi, fæddur árið 1904. Hann var aðlaður og sleginn til riddara af Eliza- betu drottningu árið 1972. — Hann var leikmynda- hönnuður er settar voru á svið og kvikmyndaðar myndirnar „Gigi“ og „May Fair Lady“. Þess má geta að kjaftadálkahöfundar stórblaðanna sögðu eitt sinn frá því að hann hefði átt leyni-stefnumót með hinni heimsfrægu kvik- myndaleikkonu Gretu Gar- bo. Og það kemur fram í endurminningum hans sjálfs, að hann hafði beðið hennar, en hún hryggbrotið hann. Hann giftist aldrei. ♦ símanúmer RITSTJ0RN 0G SKRIFST0FUR; 10100 A Ri ú ei jioi d , 22480 I5I Cl |C| Jt. ' * 1S i 1 « Í mJf W* L m 83033 m 'ji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.