Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980
3
Erlend sendiráð í Reykjavík:
Sovézka sendi-
ráðið er fyrir-
ferðarmest
77 einstaklingar — 4 fasteignir
samtals 7260 rúmmetrar
TÓLF ríki hafa sendiráðsskrif-
stofur í Reykjavík með 118
útienda starfsmenn. auk 117
fjölskyldumeðlima þeirra. Þessi
ríki eru: Bandaríkin, Bretland.
Danmörk, Frakkland, Kína,
Noregur, Pólland, Sovétríkin,
Svíþjóð, Tékkóslóvakía,
V-Þýzkaland, A-Þýzkaland.
Auk erlendra starfsmanna
starfa fáeinir íslenzkir ríkis-
borgarar við flest sendiráðin.
Sovétríkin hafa fjölmennast
sendiráð: 35 starfsmenn, auk 42
fjölskyldumeðlima. Þau eru og
stórta'kust í húsakosti: eiga
fjórar fasteignir (tvær við
Garðastræti og tvær við Tún-
götu), samtals 7260 rúmmetra
að stærð með 3670 fermetra
landi. — Af framangreindum
fjölda starfsmanna sendiráðs-
ins hefur 51 diplómatísk rétt-
indi en u.þ.b. 100 teljast til
skrifstofu-, tækni- og þjónustu-
starfsmanna.
Stærstu sendiráðin
• í sendiráði Sovétríkjanna
starfa 35 Sovétmenn (30 1971) en
engir íslendingar. Sovétríkin
starfrækja hér APN-fréttastofu;
starfsmenn 5.
• í sendiráði Bandaríkjanna
starfa 18 Bandaríkjamenn og 14
íslendingar (1971 16 Bandaríkja-
menn og 19 íslendingar). Upp-
lýsingaþjónusta Bandaríkjanna
er meðtalin.
• í sendiráði Kína starfa nú 20
Kínverjar (voru 14 1974).
• Önnur sendiráð í Reykjavík
eru verulega minni.
Húsakostur
Erlend sendiráð eiga hér 18
fasteignir, samtals rösklega 33
þúsund rúmmetra. Sovétríkin
fjórar fasteignir, samtals 7260
rúmmetra; Bandaríkin 2, sam-
tals 3920 rúmmetra; Kína 2,
samtals 3.739 rúmmetra;
V-Þýzkaland 2, samtals 3712
rúmmetra. Frakkland og Noreg-
ur eiga og tvær fasteignir hvort
ríki en verulega smærri. Önnur
framtalin ríki eiga eina fasteign,
nema Pólland, sem ekki er skráð
fyrir fasteign en leigir húsnæði
undir starfsemi sína.
Framangreindar upplýsingar
komu fram í svari utanríkisráð-
herra við fyrirspurn frá Halldóri
Blöndal (S) á Alþingi, sem dreift
var til fréttamanna í gær.
„Dæmi um þá kúgun,
sem Sovétstjórnin
beitir þegna sína“
Morgunblaðinu hefur
borizt eftirfarandi álykt-
un aðalfundar Samtaka
um vestræna samvinnu 29.
janúar 1980.
Innrás Sovétríkjanna í Afgan-
istan og hernám landsins sýna
algjört virðingarleysi Sovétstjórn-
arinnar fyrir sjálfstæði og full-
veldi ríkja. Hættuástand hefur
skapast í einum viðkvæmasta
hluta heims.
Frelsissvipting sovéska vísinda-
og andófsmannsins Andrei Sakh-
arovs og konu hans, Yelenu Bonn-
er, eru enn eitt dæmið um þá
kúgun, sem Sovétstjórnin beitir
þegna sína. Með þeim verknaði
hefur ekki síst sambúðinni við
Vesturlönd verið storkað með
ósvífnum hætti.
Báðar þessar ofbeldisaðgerðir
brjóta í bága við þær reglur, sem
mótaðar hafa verið af samfélagi
þjóðanna annars vegar til að
tryggja friðhelgi sjálfstæðra ríkja
og hins vegar til verndar mann-
helgi og skoðanafrelsi. Um víða
veröld hafa menn einnig risið upp
til mótmæla.
Aðalfundur Samtaka um vest-
ræna samvinnu haldinn 29. janúar
1980 skorar á alla frelsisunnandi
íslendinga að leggja sitt af mörk-
um til andstöðu. Jafnframt minnir
fundurinn á þá viðkvæmu stöðu,
sem leiðir af landfræðilegri legu
Islands í Norður-Atlantshafi, þar
sem sovésk hernaðarumsvif í lofti
og á legi hafa stóraukist undan-
farin ár. Hvetur fundurinn til þess
að af festu verði staðinn vörður
um sjálfstæði þjóðarinnar með
virkri þátttöku í vestrænni sam-
vinnu í öryggismálum og á öðrum
sviðum.
Gefið á gaddinn
(Ljíwm.: Sík. Sixm.)
38,8% bílainnflutn-
ings frá Japan
ALLS voru fluttar inn til
landsins á síðasta ári 8.181
bifreið en á árinu 1978
voru fluttar inn 8.862 bif-
reiðar. Á síðasta ári voru
fluttir inn 7.125 nýir fólks-
bílar og 355 notaðir, en á
árinu 1978 7.660 nýir og
436 notaðir.
Af einstökum tegundum var
mest flutt inn af Daihatsu Char-
mant eða 584, í öðru sæti Lada
2121, 446; 3. Volvo 244, 368; 4.
Subaru 1600, 366; í 5. sæti var
Mazda 626, 361 og í 6. sæti Mazda
323, 319 bílar. Langflestir nýir
bílar á síðasta ári komu frá Japan
eða 2.767 og er það 38,8% af
heildarinnflutningi nýrra bíla. Þá
voru á árinu fluttir inn 258 nýir
sendibílar, 317 vörubílar og 20
aðrir bílar svo sem stigabifreið,
vatnstanksbifreið, vélsópur og
vinnluflokkabifreið og af notuðum
öðrum bílum niá nefna snjóblás-
ara, sorphreinsunarbíl og pylsu-
vagn.
Colgate MFP f luor tannkrem herðir
tennurnar og ver þær skemmdum.
Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið
á markaðnum.
Þúsundir barna um viða veröld hafa um árabil verið
báttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún
ótvirætt sannað að Colgate MFP fluor tann-
krem herðir glerung tannanna við hverja
burstun, bannig að tennurnar verða sífellt
sterkari og skemmast siður.
Þess vegna velja milljónir foreldra um heim
allan Colgate MFP fluor tannkrem handa
bornum sinum.
1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn
og herðir hann.
2. Þess vegna verður glerungurinn sterkari.
Og börnunum líkar bragöiö.
t /
□
□