Morgunblaðið - 30.01.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 30.01.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 23 „Paradísareyjan66 Líkt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta, svo skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita. Höfnin sú er sómi vor. Sögufoldin bjarta. Lifi vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta. Þannig sungu þeir og ortu, sem lögðu grunn þeirrar hag- sældar, sem íslendingar njóta nú. Þá var foringinn nefndur sómiíslands, sverð þess og skjöldur, þrátt fyrir allt, sem andstæðingar og ofstækistungur kunnu upp að finna. Sómi, sæmd, heiður heiðríkja var takmark hans og sú höfn, sem haldið skyldi að takmark þeirrar ferðar, sem mörkuð var fyrir heilli öld og hafði þá verið lengi undirbúin. Sverðið var ekki skerpt né unnið í vopnabúrum veraldar, heldur skjómi sannleikans skær og hreinn, tákn hinnar andlegu spektar, framsýni, víðsýnis og frelsis. Skjöldurinn vernd og skjól fyrirhyggju, fórnarlundar og drengskapar, sem aldrei hopa af hólmi réttlætis og miskunnar og gerir æðstu kröfur á eigin hönd. Kann að bíða, semja og hugsa. Hefur hugrekki til framkvæmda, vit til að velja og hafna. Árangur þessarar stefnu þjóð- arfleysins hefur vart komið skýrar í ljós á vísindalegan hátt, sem virtur er æðst í viðskiptum hins skólaða fólks nútímans en í ályktun vísindastofnana vestan hafs, sem Dr. Þór Jakobsson segir frá í dagblaðinu Tímanum nú um áramótin. Þessar stofnanir, sem virðast sammála í aðalatriðum eru: Canadian Peace Research Institute. Það er Kanadiska Friðarrannsóknarstofnunin í Toronto og Center og Interna- tional Studies eða Miðstöð Al- þjóðaathugana við Princeton- háskólann í Bandaríkjunum. En þarna virðist sérstaklega athugað allt það í atferli, að- stöðu og framkvæmdum þjóða, sem gæti orðið til eflingar friði og farsældar mannkyns alls. Þar eru aðalvandamálin, svo sem. Öryggi, fátækt, hungur, of- fjölgun, kúgun, mengun og fleira tekin til athugunar. Ennfremur verzlun og viðskipti þjóðanna, auðlindir þeirra ræktun og framleiðsla. Sá maður, sem þarna hefur forystu heitir Norman Alcock og er eðlisfræðingur, þekktastur fyrir áratuga starfsemi á orsök- um deilna og styrjalda þjóða í milli. Hér er ekki rúm til málalenginga. Og því bezt að segja fagnaðartíðindin sem fyrst, sem þessar rannsóknir hans og ályktanir vísindanna boða. Þegar athuguð höfðu verið 58 lönd eða réttara sagt þjóðir, og samanburður gerður á frelsi og jafnrétti og 60 málaþættir rann- sakaðir í hverju landi, kom í ljós, að ísland stóð hæst. „Islendingar dæmdir heims- meistarar í manngæzku," svo orðrétt sé rakið það, sem þarna er sagt. Sem sagt okkar litla þjóð á eyju í Atlantshafi er fyrirmynd- in, sem litið sé til, þegar móta skal framtíð friðar og farsældar í veröldinni. En manngæzku þjóðar dæma þessir vísindamenn í þjóðfélags- fræðum eftir því, hve mikil virðing er borin fyrir frelsi og jafnrétti einstaklingsins i sam- félaginu. Er unnt að njóta meiri sóma og heiðurs meðal þjóðanna? Er- um við ekki sett á sama bekk meðal þjóða í dag og þær smáþjóðir og borgríki, sem í fornöld urðu þær stjörnur, sem enn lýsa á alþjóðabrautum t.d. Aþena, Sparta og Róm, þótt á öðru sviði sé? En þær stjörnur hröpuðu af himni samfélagsins, þegar þær gleymdu sóma sínum og urðu ekki annað en svipur hjá sjón. Grein Dr. Þórs heitir Para- dísareyjan Island. Og um svipað leyti í upphafi síðast liðins árs, geisluðu önnur ummæli manns, sem var kunnur samanburði þjóða á öðru sviði, einmitt í Evrópuráðinu. Hann sagði um þann samanburð, sem laut þar og þá að afkomu, framleiðslu og atvinnuhag: „Þar er Island eins og skínandi stjarna." Ættum við nú að gleyma höfn sæmdarinnar í græðgi og öfund nokkurra vanþroska barna í bekknum, þar sem dúxinn er sem blikandi stjarna á samfélags- himni heims? Alþingismenn allra flokka, sameinizt um heiður og heillir Paradísareyjarinnar ísland, hinnar skínadi stjörnu meðal þjóða heimsins. Enginn vandi og engin virkt er stærri né meiri. Gleymið öllum flokkskrít. Sjáið og finnið hið bezta innan sjóndeildahrings hvers flokks. Sameinið það. Allt annað má bíða. Allir flokkar geta orðið til góðs sé stefnt til heiðurshafnar. „Lifi vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta." Reykjavík, 12. jan. 1980. Árelíus Níelsson. Félag ráðgjafarfræðinga um fram- kvæmdir við flugstöð í Keflavík: í höndum íslendinga eða alþjóðlegt útboð? Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur sent frá sér greinargerð vegna hönnunar flugstöðvar- byggingar í Keflavík og sam- þykkti félagið á fundi sínum nýlega ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa sniðgengið íslenska ráð- gjafa við undirbúning byggingar stöðvarinnar. I ályktun Félags ráðgjafarverk- fræðinga segir m.a.: „Fundurinn skorar á íslensk stjórnvöld að láta endurskoða hönnunarforsendur flugstöðvar og ráða til þess íslenska ráðgjafa, sem telja verð- ur, að þekki betur íslenskar að- stæður í þessu máli en hinir erlendu. Fundurinn lítur á flug- stöðina sem íslenskt mannvirki, sem hanna beri af íslendingum og vinna af íslenskum verktökum og skorar því á stjórnvöld að sjá til þess að svo verði. Fullyrða má, að með þessum hætti verði íslenskir hagsmunir betur tryggðir en ef erlendir ráðgjafar hanna verkið fyrir alþjóðlegan verktakamarkað. Fundurinn hafnar alfarið, að til- kallaðir verði erlendir ráðgjafar til að stjórna hönnun flúgstöðvar- innar." Þá nefnir stjórn félagsins nokkrar spurningar í greinargerð sinni og telur æskilegt að um málið verði fjallað meira á opin- berum vettvangi: „1. Er hér alfarið um íslenska framkvæmd að ræða ? (30% hönnunar er lokið án þess að framlag til slíks finnist á fjárlög- um). 2. Hverjar eru hönnunarfor- sendur ? Er t.d. miðað við, að flugstöðin anni aðeins þörfum fámenns eyríkis eða miðast hún einnig við þarfir skammdrægra farþegaflugvéla annarra þjóða, sem hugsanlega þurfa aðstöðu til millilendinga á ruiðju Atlantshafi og þá í hve ríkum mæli ? 3. Er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir verði í höndum íslenskra verktaka eða er stefnt að alþjóð- legu útboði ? 4. Er flugstöðinni skipt í bygg- ingaráfanga í samræmi við hugs- anlega fjármögnunargetu ríkis- sjóðs eða ráða önnur sjónarmið þar ferðinni og þá hver ?“ Þá kemur fram í greinargerð Félags ráðgjafarverkfræðinga að stjórnarmenn félagsins hafa í samvinnu við framámenn í Arki- tektafélagi íslands átt viðræður við byggingarnefnd flugstöðvar- innar og utanríkisráðherra um þessi mál þar sem grein var gerð fyrir afstöðu félaganna til þeirra. „Engu að síður virðist full ástæða til að taká þau upp á opinberum vettvangi í og með vegna annarra hliðstæðra mála, sem kunna að koma upp í framtíðinni." Líf að færast í atvinnu- lífið á Neskaupstað Sleskaup.stað. 28. janúar 1980. LOÐNULÖNDUN hófst hér á laugardagskvöldið, er Júpiter kom hingað með 1300 tonn af loðnu til vinnslu. Á sunnudags- morgun kom Guðmundur síðan með fullfermi og leggur peninga- lyktina nú um fjörðinn. Þá hafa litlu bátarnir róið á línu að undanförnu og aflað ágætlega. Er það nánast einsdæmi að róið sé á þessum árstíma hér í Norðfirði, en bátarnir háfa sótt aflann mjög stutt, eða rétt út fyrir Norðfjarð- arhorn. Atvinnulíf er því allt að bragg- ast hér og fólk er þegar orðið léttara í bragði, og er nú bara beðið eftir meiri loðnu. Fyrr hafði verið hér deyfð yfir öllu og bæjarlífið nánast eins og í dróma. — Ásgeir. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalst.æti 6 simi 25810 Skrifstofuvélar h.f. kynna vélar og tækni á sviði skrifstofuvéla á sérstakri sýningu að Hótel Loft- leiðum, Kristalssal, dagana 29., 30. og 31. janúar 1980, kl. 13 til 18 alla dagana. Sýndar verða vélar, tæki og tæknibúnaður, m.a.: Omic reiknivélar, IBM ritvélar, Selex Ijósritunarvélar, Richmac búðarkassar, Citizen hljóðritar, NCR mikrolesarar, Stromberg stimpilklukkur, Roneo frímerkjavélar, Gakken- og Banda myndvarpar, ABC ritvélar, U-Bix Ijósritarar, Omron búðarkassar, Simplex stimpilklukkur, Apeco Ijós- ritunarvélar og m.fl. Veríð velkomin! % SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + ^ ^ Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.