Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Lækkunin á Bandaríkjamarkaði: Tekjulækkun frystiiðnaðar %—Vh milljarður á heilu ári Á móti munu koma greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði, en í freðfiskdeild hans eru nú 2060 milljónir Samningar að hef jast við Sovét- menn um freðfisk Á MÁNUDAGINN hefjast í Moskvu samniniíaviðræður við Sovétmenn um sölu á íslenzkum fiskafurðum þanjíað. Er hér um að ræða heildarsamning fyrir árið 1980 um solu frystra sjáv- arafurða. Af hálfu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna tekur Árni F'innhjörnsson sölustjóri þátt í samningaviðræðunum en Sig- urður Markússon framkvæmda- stjóri af hálfu sjávarafurða- deildar Sambandsins. Bjóða upp á bjór um borð í Barða HINN nýi skuttogari Norð- firðinga, Barði NK, er vænt- anlegur til Neskaupstaðar um hádegi í dag. Skipið er pólskt, keypt frá Frakk- landi, en hingað kemur það frá Englandi, þar sem ýmsar breytingar og endurbætur voru gcrðar á því. Á morgun verður móttöku- athöfn um borð í togaranum og verður þá öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað og fleirum boðið um borð. Á boðstólum verður bjór og smurbrauð. Loðnuganga úti af Aust- fjörðum TOGARASJÓMENN hafa undan- farið orðið varir við loðnu úti af sunnanverðum Austfjörðum. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson er nú á leið austur fyrir land til að kanna hvort þarna sé hugsan- ieg loðnuganga á ferðinni og hvort um verulegt magn er að ræða. Sjá viðtal við Hjálmar Vil- hjálmsson og loðnuskýrslu á bls. 18. VERÐLÆKKUNIN, sem orðið hcfur á íslenzkum fiskafurðum á Bandaríkjamarkaði. mun þýða 2000 — 2500 milljóna króna tekju- lækkun frystiiðnaðarins á heilu ári, samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni, forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Afkoma frystihús- anna mun þó ekki versna sem nemur þessari upphæð, þar sem á móti munu koma greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- FORSETI íslands mun í dag kalla alla formenn stjórnmála- flokkanna fjögurra á sameigin- legan fund í stjórnarráðshúsinu, þar sem hann mun ræða við þá um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. í gærkveldi hafði fundartíminn ekki verið ákveð- inn og ekki var ljóst, hvert yrði næsta skref forsetans í stjórn- armyndunarmálinu. í gær átti forseti fund með öllum formönn- unum hverjum í sínu lagi. ins, en í freðfiskdeild hans eru til 2060 milljónir króna. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær lækkaði þorskblokk um 5 sent hvert pund, úr 108 í 103 sent, og nemur lækkunin 4,6%. Ysublokk lækkaði einnig um 5 sent, úr 130 í 125 sent, eða um 3,8%. Ufsaflök lækkuðu úr 96 í 90 sent eða um 6,3%. Þá lækkuðu karfaflök og karfablokk um sem næst 10 sent hvert pund. Fiskverð var nýlega hækkað um Fremur óljóst ástand var í Alþingishúsinu í gær og fóru engar formlegar stjórnarmyndun- arviðræður fram, heldur ræddu menn vandamálið um húsið allt. Þó munu framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn hafa komið saman og rætt sameiginlegan flöt á milli flokkanna að viðræðu- grundvelli fyrir þjóðstjórn, en fátt mun þeim hafa fundizt um undir- tektir frá alþýðuflokksmönnum og sjálfstæðismönnum. 11% og gildir verðið til 31. maí n.k. Við ákvörðun þess var miðað við verðlag á Bandaríkjamarkaði áður en lækkun varð. I reglum Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins er tiltekið að ef verðlækkun verð- ur skuli greiða úr sjóðnum 75% af þeim mismun, sem er á viðmiðun- arverðinu í dollurum og raunveru- legu markaðsverði. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. afl- aði sér í gær, er talið að vegna lækkunarinnar á Bandaríkja- markaði þurfi að greiða frystiiðn- Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, munu einhverjar óformlegar við- ræður hafa átt sér stað um viðreisn, en þó mun alls kostar óljóst, hvort slík stjórn er í reynd möguleg. Þorri þingmanna mun hins vegar vera algjörlega and- vígur utanþingsstjórn og vilja frekar minnihlutastjórn en slíka stjórn. Var í gær rætt um það að næðist ekki samkomulag um sam- aðinum um 1500 milljónir króna úr Verðjöfnunarsjóði ef miðað er við heilt ár en 500—1000 milljónir króna þurfi frystiiðnaðurinn að bera sjálfur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Verðjöfnunarsjóðnum í gær, eru nú til 2060 milljónir króna í freðfiskdeild sjóðsins. Þá aflaði Mbl. sér þeirra upplýs- inga í gær, að tekjur frystiiðnað- arins eru taldar vera um 110 milljarðar króna á heilu ári, ef miðað er við verðlag í árslok 1979. Samkvæmt þessu nemur lækkunin á Bandaríkjamarkaðnum 2—214% af útflutningstekjum frystiiðnað- arins. stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks, myndi það beztur kostur að Sjálfstæðisflokkurinn einn myndaði minnihlutastjórn og léti síðan á það reyna, hve langlíf hún yrði. Þingflokksfundur Alþýðubanda- lagsins samþykkti í fyrrakvöld að hann væri reiðubúinn til þjóð- stjórnarviðræðna hvenær sem er við aðra flokka, reyndist ekki unnt að mynda önnur stjórnarmynstur. Forseti boðar formenn á sameiginlegan fund í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.