Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 11 Fréttaskýring: Ríkisstjórn Francisco Sa Carneiros hefur nú verið við völd í Portúgal í fjórar vikur. Það er ekki langur tími, ekki einu sinni á portúgalskan mælikvarða, en ýmislegt bendir til að þessi stjórn hafi nokkra sérstöðu umfram þær níu eða tíu sem hafa setið í Portúgal síðustu sex árin. Samstarf Sósíaldemókrata- flokks Sa Carneiros og Mið- demókrataflokksins sem Freitos do Amaral stýrir hefur byrjað vel og mynd- arlega og margra trú er að henni muni takast að vinna sér traust almennings og ráða fram úr ýmsum þeim stórmálum sem háð hafa Portúgal um langa hríð. Ráðherrar í stjórn Sa Car- neiros eru flestir ungir menn á ráðherra vísu, sá elzti fimmtugur, allir vel menntaðir og nokkrir hafa, auk forsætisráðherrans, setið í ríkisstjórn áður, svo sem Basilo Horta frá CDS sem fer með hið þýðingar- mikla embætti viðskipta- ráðherra. Formaður Mið- demókrataflokksins do Amaral er aðstoðarforsæt- isráðherra og hefur hann þegar kveðið mjög sköru- lega upp með þá skoðun að stefna Portúgals í utan- ríkismálum fari öldungis saman við stefnu þjóða Vestur-Evrópu, með henni eigi þeir samleið og ekki öðrum. Svo virðist sem andi bjart- sýni og eldmóðs fari um landið er hinn almenni borgari sér fram á að traustari tíð er í vændum á stjórnmálasviðinu — og þar með verður allt mann- lífið hugnanlegra ðg já- kvæðara. Reyndar má minnast þess að fyrir tveimur árum ríkti ekki ósvipað andrúm — þegar Sósíalistaflokkur Mario Soares og Miðdemókrata- flokkurinn tóku saman höndum um stjórnarstarf. Þá hafði að vísu ekki verið sá aðdragandi sem nú gefur Sa Carneiro ákveðið for- skot. Og það varð líka fljótlega ljóst að þrátt fyrir góðan vilja og væntanlega ærlegan var fráleitt að þessir tveir flokkar gætu starfað án undirbúnings. Nú var því svo háttað að CDS og PSD gerðu með sér samstarfssamning fyrir kosningarnar og buðu síðan fram sameiginlega, svo að öðruvísi var að staðið. Á hitt ber þó að líta að það hefði þótt með ólíkindum fyrir fimm árum eða svo að PSD ætti eftir að nálgast miðjuna svo mikið, að hann treysti sér í slíka samvinnu við miðdemókrata. Eins og þeir vita sem hafa fylgzt með framvindu mála í portúgölskum stjórmálum síðan byltingin var 1974, var CDS talinn erkihægri- flokkur — sem var hið versta mál þá þegar Tekst stjóm Sa Carneiro forsætisráðherra. var við um hríð að Mario Soares, formaður Sósíal- istaflokksins, myndi hrökklast úr landi vegna ofsókna á hendur honum og má þá geta nærri hvernig öðrum hefur vegnað. Kommúnistar réðu lögum og lofum hvert sem litið var, forsætisráðherra landsins Goncalves var Sa Carneiro pólitískri ró vinstristefnan var alls ráð- andi. Fyrir kosningarnar til stjórnlagaþingsins 1975 var CDS nánast skorinn niður við trog, fylgismenn hans sættu alvarlegum ofsókn- um af hálfu kommúnista, þúsundir flýðu úr landi af þessum sökum og það blés ekki byrlega með útkomuna í kosningunum þá, enda aðeins fáeinir fulltrúar flokksins sem náðu kjöri og PSD, sem þá hét reyndar PPD — kallaði sig Alþýðu- demókrataflokk var þá langtum vinstrisinnaðri en nú. Það er verulegt íhugunarefni hver þróunin hefur orðið í stjórnmálum í Portúgal þessi fáu ár sem liðin eru frá byltingunni. Fyrst eftir byltinguna kunnu menn sér ekki læti fyrir fögnuði, að vera lausir undan hæl ein- ræðisstjórnar og það æxl- aðist nú svo — í raun og veru án þess að mér og fleirum hafi nokkurn tíma tekist að skilja það — að kommúnistar voru hvar- vetna og áhrif þeirra nán- ast óendanleg. Sumarið 1975 eða ári eftir bylting- una var svo komið að búizt meira en lítið hallur undir þá, hinn umtalaði hershöfð- ingi og glaumgosi Sa Car- valho lét óspart að sér kveða og allt rambaði á heljarþröm. Hvarvetna sem litið var heyrði maður þess- ar hvíslandi óttaslegnu raddir: að Portúgal væri á hraðri leið undir hæl sov- ézkra kommúnista. Þá var það að Mario Soares tók til sinna ráða, með dirfsku og kappi virkjaði hann flokks- menn sína til stórfunda- halda um Portúgal þvert og endilangt, þar sem áherzl- an beindist fyrst og fremst gegn kommúnistum. Hundruð þúsunda þyrptust á þessa fundi sem iðulega voru haldnir við hótanir og takmarkanir, fundarmenn voru handteknir, herinn gerði aðsúg að þeim og stundum voru menn drepn- ir. Soares og Zenha, annar forustumaður flokksins, svo og Raul Rego, fyrrv. ritstjóri Republica sem hafði hrakizt úr starfi, voru driffjaðrir í þessum funda- höldum. Með þessum fund- um urðu þáttaskil — það er óhætt að fullyrða. Og síðan var farið að vinna mark- Alvaro Cunhal. formaður Kommúnistaflokksins. Freitos do Amaral, aðstoðarfor- sætisráðherra og utanríkisráð- herra. meðan við þurfum á NATO að halda" og hann hefur sýnt ákveðinn fúsleika til að laga sig að breyttum viðhorfum. Verði hann formaður kommúnista- flokksins má búast við breytingum, sem gætu orð- ið flokknum til framdrátt- að koma á í Portúgal? visst gegn áhrifum komm- únista sem bar enda þann árangur, að kommúnista- flokkur Portúgals virtist ekki neitt umtalsvert afl í stjórnmálalífi þar lengur. Hann hefur misst úr hönd- unum þau tækifæri sem hann virtist fá á silfurfati fyrst eftir byltinguna. Kannski má rekja þessa hröðu hægri þróun að nokkru til þess að Alvaro Cunhal, formaður hans, er maður af gamla skólanum, öfgafullur bókstafstrúar- maður sem vill í engu sveigjá og hvað þá heldur laga sig að breyttum við- horfum. Óánægjuraddir eru með hann innan PCP en ekkert er enn sem sýnist benda til að hann hopi. Þó er ljóst að Vital Moreira, prófessor á fertugsaldri frá Coimbra, verður stöðugt valdameiri í flokknum. Moreira vann sæti flokkn- um til handa í Aveiro í Mið-Portúgal nú, og þótti tíðindum sæta. Hann er sagður maður fluggáfaður og nýtur mikils álits meðal andstæðinga sem slíkur. Hann er fylgjandi aðild Portúgals að NATO „á ar, svo fremi Cunhal sitji ekki áfram þangað til af honum hefur svo saxast fylgið að ekki verður aftur snúið. En það er eitt með öðru til marks um breytt viðhorf í Portúgal að í bæjar- og sveitarstjórnarkosningun- um nú, sem fóru fram í kjölfar þingkosninganna, vann CDS borgarstjóra- embættið í Lissabon, en höfuðborgin hefur fram til þessa þótt hafa á sér rauð- leitan blæ. Þetta með öðru sýnir að nýr tími er að renna upp f Portúgal á pólitíska sviðinu — að minnsta kosti í bili. Og hafi stjórn Sa Carneiors gæfu til að vinna saman, er alveg eins líklegt að bandalagið verði enn við lýði, þegar næstu þingkosningar verða þar á haustnóttum og mun þá sennilegast að fá á ný meirihluta og geti stýrt landinu í alvöru yfir þá erfiðleika sem bíða lausnar. Portúgölum veitir ekki af styrkri og staðfastri stjórn. Þeir eru farnir að gera sér grein fyrir því og finnst sem það sé öðru eftirsókn- arverðara. h.k. PHILIPS K12 litsjónvarpid Nýja Philips K12 litsjónvarpstækið stendur feti framar en flest önnur littæki sem nú eru á markaðnum. Nýtt kalt kerfi og undraverðar örtölvurásir gera Philips K12 fullkomnasta littækið í dag. Kynnið ykkur hve fullkomið K12 raunverulega er og njótið þess sem litsjónvarpstæki af bestu gerð býður upp á. Philipstækin eru fáanleg í 6 stærðum. Þau eru hvert öðru fallegra og á verði, sem fólk hefur efni á. Valið er þitt. Philips meö eðlUegum litum heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.