Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980
13
Binar Jóhannesson klarinettleik-
ari
Manuela Wiesler flautuleikari
VIKUNA 27. október til 2. nóvem-
ber næstk. mun Tónlistarskólaráð
Norðurlanda í samvinnu við Ein-
leikarasamband Norðurlanda efna
til tónlistarhátíðar (Biennaie) i
Kaupmannahöfn fyrir unga ein-
leikara á Norðurlöndum, og nýtur
tónlistarhátiðin styrks frá NOM-
US.
Norræna dómnefhdin sem sá um
val einleikaranna lauk störfum þ.
21. janúar og valdi alls 16 einleik-
ara, að meðtöldum kammersveitum,
úr 220 umsækjendum frá öllum
Norðurlöndum. Einleikarar þeir
sem valdir voru munu þar með fá
tækifæri til að kynna sig á vettvangi
Norðurlanda og annarra Evrópu-
landa, en til tónlistarhátíðarinnar
verður boðið hljómleikahöldurum,
gagnrýnendum og umboðsmönnum
frá öllum Norðurlöndum svo og frá
öðrum Evrópulöndum. Á tónlistar-
hátíðinni verða haldnir um það bil
15 tónleikar, meðal annars með
þátttöku sinfóníuhljómsveitar
danska útvarpsins og hljómsveitar
fyrir léttari tónlist. Flestum hinna
ca. 15 tónleika hátíðarinnar verður
útvarpað á öllum Norðurlöndum og
einhverjir þeirra munu e.t.v. einnig
verða fluttir í sjónvarpi. Frá íslandi
voru valin þau Einar Jóhannesson.
klarinettuleikari og Manuela Wiesl-
er flautuleikari. Af íslands hálfu
voru í dómnefndinni Jón Nordal og
Rögnvaldur Sigurjónsson.
Ný lög um hlutafé-
lög haf a tekið gildi
Viðurlög gegn vanrækslu tilkynningarskyldu hert
HINN 1. janúar 1980 gengu í gildi
ný lög um hlutafélög nr. 32. frá 12.
maí 1978 en jafnframt féllu úr gildi
fyrstu islensku hlutafélagalögin
frá 1921.
í nýju iögunum eru fjölmargar
breytingar og nýmæli, t.d. um
stofnun hlutafélaga, hlutafé, stjórn-
un hlutafélaga, endurskoðun árs-
reikninga, arðsúthlutun, varasjóðs-
skyldu, félagsslit og loks skráningu
hlutafélaga sem verður nú á einum
stað fyrir allt landið.
Lögin taka til allra hlutafélaga
hér á landi, nema annað sé ákveðið í
lögum, og með vissum undantekn-
ingum til hlutafélaga sem stofnuð
hafa verið fyrir gildistöku laganna.
Vegna undantekningarákvæðis í lög-
unum þurfa eldri hlutafélög ekki að
hækka hlutafé sitt upp í tvær
milljónir króna ef þau hafa verið
stofnuð fyrir gildistöku þess ákvæðis
laganna hinn 18. maí 1978.
Hlutafélög sem stofnuð hafa verið
fyrir gildistöku laganna hinn 1.
janúar 1980 skulu á fyrsta aðalfundi
eftir gildistöku þeirra samræma
félagssamþykktir sínar ákvæðum
laganna.
1105. gr. laganna segir að staðfest
endurrit ársreiknings hlutafélaga
ásamt endurskoðunarskýrslu skuli
hafa borist til hlutafélagaskrár eigi
síðar en mánuði eftir samþykkt
reikningsins þó eigi síðar en tíu
mánuðum eftir lok reikningsárs.
í lögunum eru fjölmörg ákvæði
sem mæla fyrir um tilkynningar til
hlutafélagaskrár, strax eða innan
ákveðins frests, og getur vanræksla
á tilkynningarskyldu haft ýmis
óheppileg réttaráhrif, t.d. leitt til
þess að félag öðlist ekki réttaraðild
eða því beri að slíta.
Hlutafélagaskrá sem heyrir undir
viðskiptaráðherra hefur nú aðsetur
hjá borgarfógetaembættinu, Skóla-
vörðustíg 11, 101 Reykjavík (af-
greiðslutími kl. 10—15 alla virka
daga nema laugardaga, sími 17720).
Ber að snúa sér til hlutafélagaskrár-
innar vegna þeirra mála sem við-
skiptaráðherra annast samkvæmt
einstökum ákvæðum laganna, svo
sem til að skrá ný hlutafélög og
breyta skrásetningu, og vegna allra
tilkynninga til birtingar í Lögbirt-
ingablaði vegna skrásetningar
hlutafélaga og breytinga á skrásetn-
ingu. Úti á landi veita lögreglustjór-
ar (sýslumenn og bæjarfógetar)
nauðsynlegustu leiðbeiningar hér að
lútandi, m.a. um skráningar- og
birtingargjöld.
Vantar þig
púströr
eða hljóð- C
kúta?
■JS**’
■ur+r'
Tónlistarhátíð fyr-
ir unga einleikara
á Norðurlöndunum
Ef svo er, eöa mun veröa, haföu þá
samband viö okkur. Viö erum sérfræöingar
á sviöi pústkerfa í allar tegundir bíla. Jafnvel
þótt þú eigir gamlan bíl, sem ekkert fæst í
annars staöar eöa bíl af sjaldgæfri tegund,
þá er alls ekki ólíklegt, aö viö eigum þaö,
sem þig vantar, eöa aö viö getum útvegaö
þaö meö stuttum fyrirvara á góöu veröi.
Viltu bara „Orginal“?
Viö kaupum hljóökúta okkar hvaöanæva aö úr heiminum.
T.d. fáum viö frá Skandinavíu hljóðkúta í ýmsar geröir sænskra bíla.
Frá Þýskalandi í marga þýska bíla.
Frá Bretlandi í marga enska bíla, Ameríku í marga ameríska bíla, ítalíu í
marga ítalska bíla o.s.frv.
Auk þess eigum viö íslenska úrvals hljóökúta í margar geröir bifreiöa.
Og það sem meira er
Flestar okkar vörur eru á mjög góöu veröi og sumt á gömlu veröi.
Berið saman verö og gæöi áöur en þér versliö annars staöar, þaö gæti
borgað sig.
Auk þess
þá höfum viö fullkomiö verkstæöi, sem einungis fæst viö aö setja undir
pústkerfi, bæöi fljótt og vel.
Haföu þetta í huga næst þegar þú þarft aö endurnýja.
p.s.
Viö eigum einnig mikiö úrval af skíðabogum, tjökkum, hosuklemmum og
fjaörablööum til aö styrkja linar fjaörir og hækka bílinn upp.
Smásala:
Sendum í póstkröfu um land allt.
Heildsala:
Til endursölu þegar um eitthvert magn er að ræða.
Eðlilegir litir
Spyrjið hvaða Philips sjónvarpseiganda sem er.
Svarið verður alltaf það sama. „Litir Philips
litsjónvarpstækja eru svo eðlilegir að nær raun-
veruleikanum verður vart komist“. Litirnir
haldast jafn eðlilegir og skýrir allan þann
tíma sem tækið endist, því Philips notar
í það örsmáa undrarás, sem þeir nefna
Vakandi IC, og kannar hún og leiðréttir
litgæðin 50 sinnum á sekúndu. Nú þarf
aldrei að stilla litina,
Vakandi IC sér um það.
Philips með eðlilegum litum
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 - SÆTÚN 8 -15655