Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 29

Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 29 fastákveðnum brautum, umhverf- is miðkjarna vetrarbrautarinnar, og fara því hraðar, sem nær dregur miðju hennar. Okkar sól- hverfi þýtur áfram með um 250 km hraða á sekúndu hverri og er það enginn smáræðis hraði. En þótt sólin hvati svo mjög göngu sinni, þá er hún þó hvorki meira né minna en 200 milljónir ára, að komast eina hringferð, umhverfis miðju þessa mikla sólnakerfis. Svo stór er þessi stjörnueyja, vetrar- brautin, sem er okkar heimkynni í alheimsgeimnum. Enda er talið, að í henni séu um 100 þúsund milljónir sólstjarna, og að þver- mál hennar sé um 100 þúsund ljósár. Þessir hringdu íc% • Þarftnýmæli Nokkuð hefur verið um að barnafólk hafi haft samband við Velvakanda og beðið þess að þökkum yrði komið á framfæri við sjónvarpið fyrir það nýmæli að sýna stuttar barnamyndir eftir fréttir á mánudags- og þriðju- dagskvöldum. Þessar stuttu myndir eru um Múmínálfana, og skiptir kannski ekki höfuðmáli hvernig eða hvers konar myndir er um að ræða, en fólkið hefur sagt að þar sem börnin séu sjaldnast komin í háttinn klukkan hálfníu hvort eð er, að þá sé mjög vel til fundið hjá sjónvarpinu að gefa þeim kost á lítilli mynd svona áður en farið er í háttinn. Er þá sjónvarpið komið með barnaefni á sunnudögum og allt til miðvikudags og telja skal með annan hvern föstudag þar sem leikararnir prúðu eru. Þarna finnst barnafólkinu sjónvarpið hafa staðið sig vel, og segja að enda þótt ekki sé æskilegt að gera börnin sjónvarpssjúk fyrir tímann þá geti þau vart orðið sjúkari en foreldrarnir og því sé best að þeim sé boðið upp á efni við þeirra hæfi. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í síðustu umferð millisvæða- mótsins í Riga í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Romanishins, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Riblis, Ungverjalandi. 26. Hxe6! og svartur gafst upp. Ef 26. ... Hxe6 þá 27. Dh7 mát og ef 26.... Dxe6 þá 27. Bb3. Þessi skák kostaði Ribili sæti í áskorenda- keppninni því að ósigurinn þýddi það að hann varð að tefla einvígi við landa sinn Adorjan, sem hann síðan tapaði naumlega á stigum. En hvað tekur svo við utan við þetta mikla stjörnuhvel? Eru til aðrar stjörnueyjar, er svipar til okkar vetrarbrautar? Já, víst er um það og fjöldi þeirra er ekki lítill. En geysilegar eru fjarlægðirnar milli þessara eyja, og er talið, að meðalfjar- lægðir milli þeirra séu um 5 milljónir Ijósára. Aðeins fáar eru svo nálægt, að hægt sé að sjá þær berum augum. Áhugavert viðfangsefni Hátt á norðurhimni er stjörnumerkið Andromeda. Út á milli stjarna okkar eigin vetrar- brautar, má þar sjá með berum augum til annarrar vetrarbrautar, sem er „aðeins" í rúmlega 2 milljón ljósára fjarlægð. Hér er um að ræða Andrómeduþokuna svokölluðu (M—31), en hún er stjörnukerfi, sambærilegt við okk- ar vetrarbraut og þó allmiklu stærri. Hún er þyrilþoka eins og okkar og með flesta sömu eigin- leika. I venjulegum ferðasjónauka má vel greina hina aflöngu lögun hennar (eins og vel sést á með- fylgjandi mynd, sem tekin er með litlum sjónauka). En til þess að sjá hinn bjarta miðkjarna hennar og gormlaga arma, þarf mun stærri sjónauka. Til þess að geta greint vel einstaka hluta þessa mikla stjörnuhvels, eða einstakar stjörnur, þarf mjög stóra sjón- auka, og þarf þá ljósmyndun að koma til, svo að öll einkenni komi skýrt í ljós. Andromeduþokan er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir áhugamenn um stjörnuskoðun ekki síður en fyrir lærða stjörnu- fræðinga, sem reyndar hafa öll fullkomnustu tæki við að styðjast. I sterkum sjónaukum má sjá tvær litlar vetrarbrautir í næsta nágrenni Andromeduþokunnar. Koma þær vel fram á fullkomnum ljósmyndum. Þessi tvö sólnasöfn eru tengd Andrómeduvetrarbraut- inni með aðdráttarafli, á líkan hátt og Magellanþokurnar tvær, sem eru í um 600 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju okkar vetrar- brautar, eru tengdar henni með aðdráttarafli, og ganga umhverfis hana, að talið er. Vetrarbraut okkar og Androme- duþokan eru aðalkjarni lítillar vetrarbrautarhvirfingar, sem tal- ið er að samanstandi af um það bil 20 vetrarbrautum samtals, en all- ar eru þær minni en þessar tvær, sem hér voru nefndar. Allar eru þær háðar aðdráttarafli hver ann- arrar, sem hefur því áhrif á hreyfingar þeirra um sameigin- lega þungamiðju. Utan við þetta vetrarbrauta- hverfi tekur við svo til autt svæði á alla vegu, að því er talið er, uns komið er til annarra vetrarbrauta, margfalt fjarlaégari. Alheimur stjarna og vetrar- brauta er of stór til þess, að mannshiugur geti að fullu gert sér grein fyrir mikilleika hans. Jörð okkar er eins og agnar korn í þessum mikla heimi. Og á sama hátt má gera ráð fyrir að líf jarðarinnar sé óendan- lega lítið brot af lífi alheimsins. Eins má gera ráð fyrir, að víða á reikistjörnum annarra sólna sé líf að finna, sem sé óendanlega miklu fremra, að mætti, visku, fegurð og kærleika, og að þaðan berist orkugeislan til allra lífvera jarðar okkar (og annarra slíkra), sem viði að stöðugri þróun og hafningu lífsins í átt til æ meiri fullkomn- unar. Vissulega væri mannkyni jarðar okkar hin mesta þörf á auknu sambandi við slíkar háþroskaver- ur annars staðar í alheimi, svo komist verði á leiðina fram. Ingvar Agnarsson.“ HÖGNI HREKKVÍSI /(., 'íú ÓVAÚ YFK? Mlfir. . . " SIGGA V/öGA g Litmyndir leikur einn og ótrúlega ódýrt með stækkara og áhöldum frá SDurst Bestu kaupin í dag! Verslið hjá fagmanninum Oplð laugard. kl. 10-12 8 gerðfr stækkara s/h trá 89.700 litfrá 108.700 LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 Morgunblaðið óskar eftir bleöburdarfólki Uppl. í síma 35408 Úthverfi: Heiðargerði Álfheimar II Oplð laugard. kl. 10-12 .Canon-kiör ^ A A-1, AE-1, AT-1 AV-1 ogF-1. Winder og flösh. 20 gerðir linsa: 24-500 mm. og Zoom. Verzlið hjá fagmanninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 RE YKJAVIK SIMI 8581 1 <40 /OKMOVf W/ *V( Ylí9 /m<&TA Tm SÍE/teltf /.Ö9- WAL WtmVlÖtiMAft VfóMA _____ 'wm ANAtfLfáU \JAm- eagM\H4A Wú QlQo cJtfLAOSN- ■■ ■—- * m? mw otm Rfeovi vti?/ri60tW)oví meA%iT ^v/s-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.