Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 5 'HaO Frá fundi Hvatar, Ragnhildur Helgadóttir í ræðustól. Fundargestir þiggja kaffi í fundarhléi. Askorun frá Hvöt: Sendið ekki íslenska íþrótta- menn til Moskvu Á FUNDI Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar á mánudag flutti Ragnhildur Ilelgadóttir yfirgripsmikla framsöguræðu um stöðu Sjálfstæðisflokksins og horfur í stjórnmálum. Urðu miklar umræður að lokinni ræðu Ragnhildar. Eftir stutt kaffihlé var um- ræðum haldið áfram og þá rædd og samþykkt svohljóðandi áskor- un frá stjórn Hvatar til forráða- manna íslenzkra íþróttamála: „Innrás Sovétmanna í Afgh- anistan er fordæmd um allan heim. Sömuleiðis ofsóknir sovéskra yfirvalda á hendur vísinda- manninum Andrei Sakarov. Alþjóða Ólympíunefndin hef- ur samþykkt að Ólympíuleikarnir skulu vera óháðir stjórnmálum. Stjórnvöld aðildarlandanna hafa hinsvegar ekki staðið að þeirri samþykkt og geta því virt hana að vettugi. Árið 1936 voru Ólympíuleik- arnir misnotaðir í pólitískum tilgangi. Látum ekki söguna end- urtaka sig árið 1980. Almennur fundur í Hvöt, fé- lagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, haldinn þar, mánu- daginn 28. janúar 1980, skorar á forráðamenn íþróttamála hér á landi að senda ekki íslenska íþróttamenn til þátttöku á vænt- anlegum Ólympíuleikum í Moskvu 1980 og mótmæla með því innrás Sovétmanna í Afgh- anistan og ofsóknum sovéskra yfirvalda á hendur andófs- mönnum — nú síðast Andrei Sakarov. Grafíkmyndir IX- Gruppen til útlána SUMARIÐ 1978 sýndu 9 sænskir grafíklistamenn. sem kalla sig IX-GRUPPEN, verk sín í sýn- ingarsölum Norræna hússins. Þessi hópur hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar. Hópurinn kom hingað til Islands í tilefni sýningarinnar hér. Nú hefur hópurinn gefið út grafíkmöppu, sem þeir kalla Island IX 1978, og þar á hver listamannanna eitt grafískt blað frá íslandi. Hópurinn hefur gefið Norræna húsinu þessa möppu, og ætlunin er að myndirnar fari til útlána í listlánadeild bókasafns- ins, en fyrst verða þær til sýnis í bókasafninu, þar sem hægt verður að skoða þær frá og með 30. janúar. Þeir listamenn, sem fylla IX- GRUPPEN heita: Gösta Gierow, Karl Erik Hággblad, Bengt Land- in, Lars Lindeberg, Göran Nilsson, Alf Olsson, Philip von Schantz, Nils G. Stenquist og Per Gunnar Thelander. Sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman skrifar formála með möppunni, sem kemur út í 150 eintökum. Könnun Umferðarráðs: UNGLINGAPEYSUR FRÁ KR. 2.900.-, HERRASKYRTUR FRÁ KR. 2.500.-,- GALLABUXUR FRÁ KR. 4.900-, ÚLPUR M/LOOKANTI FRÁ KR. 6.900-, KVENBLÚSSUR FRÁ KR. 3.900-. OPIÐ í DAG 1—6. FIMMTUDAG 1—6 OG FÖSTUDAG 1—10. Mest fækkun umferð- arslysa í Hafnarfirði í ÁRSBYRJUN 1979 ákváðu umferðarnefndir 5 stærstu kaupstaðanna að koma á „sam- keppni til fækkunar umfcrð- arslysum“. Tilgangur þeirra var að auka áhuga fólks fyrir ba'ttri umferð og reyna m.a. á þann hátt að koma í veg fyrir slys. Fyrstu 3 ársfjórðungana 1979 fækkaði umferðarslysum í þess- um kaupstöðum um 97 miðað við sömu mánuði ársins 1978. Á síðasta fjórðungi ársins seig hins vegar á ógæfuhliðina en þá urðu umferðarslys 202 fleiri en þrjá síðustu mánuði ársins 1978. Þetta varð til þess að á árinu 1979 fjölgaði umferðarslysum (þ.m.t. slysum þar sem aðeins var um eignatjón að ræða) um 105 í stærstu kaupstöðunum eða um 2,3% Ef gerður er samanburður á slysafjölda 3ja síðustu ára, kem- ur í ljós að á árinu 1977 urðu þau 4144, árið 1978 4465 og s.l. ár 4570. Fjölgun milli áranna 1977 og 78 er 321 slys eða 7,7%, en fjölgun frá 1978—79 er 105 eða 2,3% 1979 slys alls Reykjavík 2931 Hafnarfjörður Kópavogur Akureyri Keflavík Þegar litið er á einstaka mánuði og árstíðir kemur í ljós að á árinu 1979 fjölgaði slysum verulega á vetrarmánuðum og bendir það til þess að vegfarend- ur hafi ekki tekið nægilegt tillit til breyttra akstursskilyrða. Á árinu 1979 er áætlað að bifreiðafloli landsmanna hafi aukist milli 5—6% . Hins vegar má ætla að virkum vegfarend- um hafi fjölgað álíka mikið og sem nemur aukningu slysa, eða um 2% Nauðsynlegt er að allir taki höndum saman í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir slys með öllum tiltækum ráðum. En í þessari „samkeppni til fækkun- ar umferðarslysum“ í 5 stærstu kaupstöðunum varð útkoman hlutfallslega best í Hafnarfirði. Umferðarráð óskar umferðaryf- irvöldum í Hafnarfirði og öðrum Hafnfirðingum til hamingju með þennan árangur og óskar þeim og öðrum landsmönnum enn bættrar umferðar. En samkvæmt bráðabirgða- skýrslu Umferðarráðs um um- ferðarslys á árinu 1979 koma eftirfarandi tölur fram: fjölgun 130 4,6% fækkun 34 6,9% fækkun 19 4,3% fjölgun 30 8,8% fækkun 2 0,5% fjölg. samt. 105 1978 slys alls 2801 459 493 419 438 369 339 392 394 samt. 4570 4465 Austurstræti 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.