Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 MORöJKr KAFF/NU Ij ^f9z_ ^nT' GRANI GÖSLARI MGVLE- Hve langt er síðan að ugglutilfinningin náði slíkum heljartök- um á þér? Næst þegar ég kaupi mér hatt, skal ég vera búinn að láta klippa mig! .J Ég er hingað kominn til þess að kvarta yfir galdrakassa sem ég gaf drengnum mínum í jólagjöf! Ad vísa frá —að handtaka „ENN einu sinni urðu út- varpshlustendur vitni að því á mánudaginn var, og mér og trú- lega fleirum þykja einkennileg vinnubrögð, svo ekki sé fastara að orði kveðið. — Lesin var í hádegis- útvarpi stutt frétt um það að vinir Sakharov- hjónanna hefðu heim- sótt þau í Gorky, og síðan kom þessi setning: „en honum (átt við Sakharov) var nýlega vísað frá Moskvu." Allur heimurinn veit að um algjöra nauðungarflutninga var að ræða. Hjónin voru handtekin á götu í Moskvu og flutt fyrirvara- laust til Gorky. — Það er ekki hægt annað en að lýsa furðu sinni yfir svona frásögn. — Að vísu er þetta enn ein sönnun þess að með svona orðalagi er bersýnilega ver- ið að gera ákveðna tilraun til þess að slæva almenningsálitið og eins og svo oft áður, taka broddinn úr ofbeldisverkum sovétstjórnarinn- ar. Spurningin er hvort þetta sé meðvitað eður ei hjá fréttastof- unni? Það vita allir hvað það þýðir þegar nemanda er vísað úr tíma. Sakharov var handtekinn á götu og sendur burt á vegum stjórn- valda. — Og það er annar hand- leggur, Velvakandi! EFFESS“ • Að horfa út í hinn mikla geim „Fagurt er og fróðlegt að horfa til himins á heiðskírum vetrarkvöldum og virða fyrir sér þann ótölulega stjörnuskara, sem þar blasir við augum, hvert sem litið er. Við erum stödd í sólhverfi, sem staðsett er í einum armi ákaflega stórrar stjörnuhvirf- ingar, sem við köllum vetrarbraut, einu nafni. í allar áttir út frá sólhverfi okkar eru aðrar sólir, í mikilli fjarlægð þó, í hundraða og þúsunda Ijósára fjarlægð, margar hverjar, og í ýmsum litbrigðum. Allar þreyta þær göngu sína, eftir BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fá spi) eru svo einföld, að ekki komi til greina fleiri en ein leið við úrvinnsiuna og í dag ættir þú að gera þér hugmynd um hvernig þú myndir spila fjóra spaða úr sæti suðurs. Norður Suður S KG2 S. ÁD10864 H. Á7 H. D4 T. 86543 T. ÁD L. 752 L. Á63 Þegar spilið kom fyrir gaf suður og sagnirnar urðu einfaldar. Suð- ur opnaði á einum spaða, norður hækkað i tvo og suöur sagði fjóra spaða. Útspil lauftía, austur lét gosann og þá var komið að sagn- hafa að mynda sér skoðun um úrspilið. Er áætlun þín tilbúin? Sagnhafi tók á laufásinn, síðan spaðaás og spilaði lágum spaða á gosann. Þegar báðir fylgdu voru tromp þeirra farin en þegar svíningin í tíglinum mistókst er auðvelt að gera sér í hugarlund framhaldið. Lítum á spil austurs og vesturs. Vestur Austur S. 53 S. 97 H. K8632 H. G1095 T. K9 T. G1072 L. 10984 L. KDG Vestur spilaði aftur laufi, aust- ur tók þar tvo slagi og skipti í hjartagosa. Þar með var spilið í rauninni búið og sagnhafi gaf fjóra slagi, tvo á lauf og einn á hvorn rauðu litanna. Vonandi hefðir þú ekki staðið svona að spilinu. Áð vísu lá það illa en fyrir hendi var mun betri leið. Eftir að hafa tekið fyrsta slaginn á laufás er best að taka á trompás. Þegar báðir fylgja er örugglega hægt að fríspila tígli í blindum ef liturinn skiptist ekki ver en 4—2. Því er næst tekið á ígulás og drottningunni spilað. En með því að sleppa svíningunni bíða tilbúnar þrjár innkomur á blindan og því örugglega hægt að trompa tvo tígla og láta hjarta- tapslaginn í síðasta tígulinn, sem um leið verður tíundi slagurinn. ljósára fjarlægð. Maigret og vínkaupmaöurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri á íslensku 32 kominn aftur og ég held hann vilji fá að tala við yður. — Segðu honum að koma. Ilann valdi sér eina af þeim pípum sem voru i statífinu á skrifborðinu og tróð í hana seinlega. — Hefurðu aflað allra upp- lýsinga? — Næstum því. Ég hef verið býsna heppinn. — Seztu niður og láttu mig sjá listann. — Þér getið áreiðanlega ekki lesið þetta krass mitt. Eg skal lesa það fyrir yður og síðan skrifa ég almennilega og formlega skýrslu um málið. Ég byrja á ráðherranum Xavier Thorel. Ég þurfti ekki að spyrja neinn. í fimmtudagsblöðunum stóð að hann hefði verið fulltrúi ríkisstjórnarinnar á frumsýn- ingu myndar um starfsemi neð- anjarðarhreyfingarinnar á stríðsárunum. — Með konu sinni? — Já, frú Rita var með og sömuieiðis átján ára gamall sonur þeirra. — Afram! — Seinna komst ég að því að ýmsir þeirra sem voru skráðir á listann höfðu einnig verið við frumsýninguna þótt þess væri ekki sérstaklega getið í blöðun- um. Það á meðal annars við um Rioux lækni sem býr skammt frá Chabuthjónunum. — Hver sagði þér það? — Húsvörðurinn þar. Ég fékk líka að vita að Rioux er læknir konu Chabuts. — Er hún oft veik? — Hún kallar hann að minnsta kosti oft til sin. Hann er feitlaginn maður, þunnhærð- ur og reynir að greiða yfir skallann. Konan hans er stór- skorinn kvenmaður, rauðhærð og ég trúi þvi varla að hún hafi verkað mjög eggjandi á Oscar Chabut. — Þarna eru komnir tveir. Og hvað svo mcira? — Henry Legendre, verk- smiðjueigandinn. var í Rouen, en þar á hann litla íbúð. Ilann fer oft þangað, það hef ég frá bílstjóra hans scm hélt ég væri að selja tryggingar. — Og hvað með konu hans? — Hún heíur legið i flensu alla síðustu viku... Ég gat ekki fengið annað vita um braskarann Pierre Marlot en að hann hefði líklega verið úti í kvöldverðarboði. Hann og kona hans. Lucille, fara oft út i slik boð. Ég hef ekki gefið mér tima til að kanna það til hlítar. — Hvað með listfræðinginn Caucasson? — Hann var lika á kvik- myndinni um neðanjarðar- hreyfinguna. — Poupart málaflutnings- maður? — Hann var í samkvæmi hjá sendiherrum S.Þ. á Avenue Ga- briel. — Og frú hans? — Hún var með honum. Svo er kvenmaður að nafni Estelle Japy, ekkja eða fráskilin, sem býr á Boulevard Haussmann og hefur lengi verið í hópi ást- kvenna Chahuts. Til að fá eitt- hvað að vita um hana varð ég að koma mér i mjúkinn hjá vinnu- konunni hennar. Mér skildist að siðustu mánuði hefði eitt- hvað verið farið að togna á sambandi hennar við Chabut og hann heíði komið illa fram við hana. Á miðvikudaginn snæddi hún kvöldverð ein heima og síðan horfði hún á sjónvarpið. Síminn hringdi og Maigret lyfti tólinu. — Ég held það sé sami maðurinn og i morgun. — Gefið samband! Löng þögn, en hann heyrði andardrátt manns i simanum. — Eruð það þér? spurði röddin að lokum. — Já, hvað viljið þér? — Éc a'tlaði bara að ítreka að hauii var þorpari. Það verðið þér að gera yður Ijóst. — Andartak ... En hann hafði lagt simann á. — Kannski þetta hafi verið morðinginn. En það gæti lika verið einhver sem er bara að skemmta sér. Meðan hann held-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.