Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 fHttgmtltfiKfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Erlendir fiskmarkaðir Yerðlag á þorskblokk, ufsa og karfa á Bandaríkjamarkaði hefur lækkað nokkuð eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Reynslan sýnir okkur, að íslenskt efnahagslíf er mjög viðkvæmt fyrir öllum slíkum sveiflum og þær geta verið misstórar. Þess vegna er nauðsynlegt, að vel sé fylgst með framvindunni og ekki dregið að skýra frá áhrifum hennar. Þegar Jimmy Carter beitti sér fyrir því, að hætt yrði kornsölu frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna vegna innrásar Rauða hersins í Afganistan, var því strax spáð, að meira framboð á kornvörum á bandaríska markaðnum myndi leiða til aukinnar kjötframleiðslu. Jafnframt var því haldið fram, að kjötframleiðsla mundi af sömu orsökum minnka í Sovétríkjunum og þau hafa meiri þörf fyrir fisk og aðrar sjávarafurðir. Áhrifin í Bandaríkjunum vegna kornsölu- bannsins eru ekki byrjuð að koma fram með fullum þunga. Breytingin á hinum viðkvæma fiskmarkaði endurspeglar hins vegar þá óvissu, sem óneitanlega ríkir í bandarísku efnahagslífi. Þegar rætt er um fisksölu til Sovétríkjanna hér á landi er eins og menn gleymi því jafnan, að Sovétmenn eru meðal mestu fiskveiðiþjóða heims og hafa síðustu ár framleitt sjávarafurðir til útflutnings. Það er því misskilningur að ætla sem svo, að Sovétríkin verði á næstunni gráðug í fisk auk þess sem verðið, sem þau vilja greiða, dugar skammt miðað við tilkostnað hér á landi. I þeim miklu umræðum, sem urðu um olíuviðskiptin við Sovétríkin á síðasta ári, heyrðist því stundum haldið fram, að ekki mætti hrófla við óhagstæðum olíusamningi okkar, þar sem það kynni að leiða til samdráttar í fiskkaupum Sovétmanna. Þessi röksemd fær alls ekki staðist. Það nægir til að halda jafnvægi í viðskiptum okkar og Sovétríkjanna, að við kaupum einn fjórða til einn þriðja af olíu af Sovétmönnum. Framferði Kremlverja síðustu vikur ætti að vera enn ein sönnun þess að ekki er vert að stunda önnur viðskipti við þá en brýnasta nauðsyn krefst. Þeir eru til alls vísir. Til dæmis skáru þeir 28. desember s.l. olíusöluna til Portúgals fyrirvaralaust niður um helming. Vikublaðið Tempo í Lissabon telur, að þessa ákvörðun megi rekja til sigurs hægri- og miðflokkanna í nýlegum kosningum í Portúgal og með henni eigi að auka á efnahagserfiðleika landsins. I olíuviðskiptum Islands hefur nú verið lagður grundvöllur að innflutningi frá öðrum en Sovétríkjunum og verður sá áfangi ekki einvörðungu metinn til fjár. Á næstu mánuðum og árum munu væntanlega skapast olíuviðskipti við næstu nágranna okkar í Vestur-Evrópu, Breta og Norðmenn. En hafa íslenskir útflytjendur lagt sig nægilega fram um að selja varning sinn í Vestur-Evrópu? Hefur til dæmis verið unnið nægilega markvisst að því að selja frystan fisk í Bretlandi og löndunum á meginlandi Evrópu? Neysluvenjur Evrópubúa hafa verið að gjörbreytast undan- farin ár að því leyti, að frystikistur og annar búnaður til að geyma fryst matvæli hafa náð vaxandi vinsældum. Banda- ríkjamenn og jafnvel við höfum verið á undan mörgum Evrópuþjóðum að tileinka okkur þessa nýju siði. Með útbreiðslu þessara heimilistækja hefur sala á matvælum tekið stakkaskiptum og markaður fyrir frystar sjávarafurðir hefur stóraukist. í þessu sambandi má ekki heldur gleyma þeirri staðreynd, að með viðskiptasamningi okkar við Efnahags- bandalag Evrópu eru okkur tryggð hagstæðari kjör til innflutnings á bandalagssvæðið en til dæmis Norðmönnum. Minnumst þess einnig, að norskir keppinautar okkar munu nú verða að draga mjög úr framleiðslu sinni vegna strangra aflatakmarkana. Sala á matvælum er viðkvæm fyrir öllum efnahagssveiflum. Hækkun á bensíni eða skömmtun þess í Bandaríkjunum hefur til dæmis strax þau áhrif, að samdráttur verður í viðskiptum matsölustaða við þjóðvegi, þar sem fiskréttir eru vinsælir. Andsvarið við þeirri óvissu, sem þetta leiðir óhjákvæmilega til er að hafa sem flest járn í eldinum. Framleiðslan verður að vera fjölbreytt og einnig markaðirnir. Ástæðulaust er að einblína jafn mikið á Sovétríkin og gert hefur verið. Brýnt er að gera stórátak til að efla hlutdeild okkar á fiskmörkuðum Efnahagsbandalags Evrópu. Prýðum landið - plöntum tr jám Ávarp Vilmundar Gylfasonar menntamálaráðh. við opnun sýningar Listasafns vegna „árs trésins44 Herra forseti og virðulega forsetafrú. Góðir gestir. A þessu ári verður Skógrækt- arfélag íslands 50 ára. Einnig á elsta Skógræktarfélagið, Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga, 50 ára afmæli á þessu ári. Það er í tengslum við þessi tímamót sem Skógræktarfélag íslands beitti sér fyrir hér að árið 1980 skyldi nefnt og vera ár trésins á Islandi. Ekki þarf að tíunda það, að áróður fyrir aukinni trjárækt, bæði til gagns og til prýði, er góður áróður. Og vel fer á því að Listasafn Islands skuli leggja þessum málstað lið, svo náskyld- ar sem eru fagrar listir og málstaður skógræktarmanna. Því hvort tveggja stuðlar að fegurra og manneskjulegra um- hverfi — hvort tveggja er hafið yfir argaþras hins daglega lífs — hvort tveggja leiðir hugann frá verðbólgu, stjórnarmyndun og öðru því af hversdagslegu tagi, sem angrar okkur í dag, en er gleymt á morgun. Hugmyndin um ár trésins er komin frá Noregi. Þar beitti garðyrkjufélagið norska sér fyrir því, að árið 1977 var gert að ári trésins þar í landi. Árangur- inn þar þótti mikill, almennur Vilmundur Gylíason áhugi á viðfangsefninu stór jókst, bæði hjá lærðum og leik- um. Við skulum vona að árangur hér á landi verði hliðstæður. Samstarfsnefnd um ár trésins, þar sem m.a. menntamálaráðu- neytið á aðild, fjallar um hvern- ig þessi kynning fer fram. Valin hafa verið einkunnarorðin: Prýð- um landið — plöntum trjám. Það er sannfæring mín, að þessi kynningarstarfsemi muni takast vel — eins og raunar er til stofnað. Þetta land á eitt sinn að hafa verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Skógi var eytt og landið varð kuldalegra. Þá lögðu menn ekki fagurfræðilegt mat á um- hverfi sitt. Iðnbylting í Evrópu, tækniframfarir og hagvöxtur breyttu hugmyndum manna. Nytsemin ein varð ekki sá algildi mælikvarði sem hún hafði verið. Dýrkun á þjóðlegum verðmæt- um, dýrkun á miðöldum, róm- antík og nýtt verðmætamat lagði grundvöll að þekkilegri hugmyndafræði. Af sjálfu leiðir að eftir að okkar iðnbylting hafði átt sér stað, vélvæðing skipastólsins, komst skriður á almennan áhuga á sviði fagurra lista, Áherzla á skógrækt var hlekkur í þessari keðju. Þannig er samhengið í tilverunni. Umhverfisvernd, virðing fyrir eldri byggð í þéttbýli, styrjöldin gegn mengun: allt er þetta af hinum sama toga. Skógrækt er einnig af þessum toga. Hún er áherzla á manneskjuleg verð- mæti í heimi andstæðna; í heimi hagvaxtar og hungurs. Megi árangur af þessu ári verða mikill. Megi þessi sýning verða hvati árangurs. Þessi sýning er opnuð. Mannréttindadómstóll Evrópuráðsins: Þór endurkjör- inn sem dómari ÞÓR Vilhjálmsson var í gær endurkjörinn sem einn af dómurum Mann- Kennedy um Chappaquiddick: Sagði að- eins sann- leikann Washington. 29. janúar. AP. EDWARD Kennedy öldunga- deildarmaður tjáði kjósend- um í Nýja Englandi í gær- kvöldi, að hann hefði sagt sannleikann og ekkert nema sannleikann við réttarhöldin vegna slyssins við Chappa- quiddick, er farþegi í bifreið hans, Mary Jo Kopechne, lézt er hann ók fram af brúar- sporði. Þingmaðurinn sagði, að það væri von sín að kjósendur tækju tillit til fullyrðinga hans vegna hins „hörmulega slyss“, en létu ekki „slúður og vangaveltur" villa sér sýn. „Eg veit að margir trúa mér ekki, en ég sór eið að fram- burði mínum og í nafni Guðs fullyrði ég að þá sagði ég ekkert nema sannleikann," sagði Kennedy. í greinum sem nýlega hafa birzt i Readers Digest, The Washington Post og New York Times hefur framburður Kennedys vegna slyssins verið dreginn í efa. réttindadómstóls Evrópu- ráðsins í Strassborg, en Þór hefur átt sæti í dóm- stólnum undanfarin 9 ár. Hvert aðildarland á einn dómara í dómstólnum og á undan Þór sátu þar fyrir íslands hönd Einar Arn- alds og Sigurgeir Sigur- jónsson Dómstóllinn hefur starfað í 20 ár og fengið rúmlega 30 mál til meðferðar. Þór hefur dæmt í um þriðjungi þeirra og þeirra á meðal í svokölluðu írlandsmáli, sem var út af meintum pyntingum á föng- um í írlandi, og Sunday Times- málinu, sem var um lögbann við birtingu greinar um Thaledomid í Sunday Times. Bæði þessi mál vöktu mikla athygli á sínum tíma. íslenzkt mál hefur aldrei komið fyrir dómstólinn, en frá hinum Norðurlöndunum nokkur frá Sví- þjóð og eitt danskt mál. Þór Vilhjálmsson hélt til Strassborgar í dag til starfa í Mannréttinda- dómstólnum. Bandaríkjaþing hundsa ÓL WashinKton, 29. jan. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti með 88 atkvæð- um gegn 4 í dag að hvetja alla Bandaríkjamenn, ekki aðeins íþróttamenn, til að hundsa Ól- ympíuleikana í Moskvu í sumar, ef leikarnir fara fram samkvæmt áætlun og sovézka innrásarliðið verður ekki farið frá Afganistan. Alþjóða Ólympíunefndin er hvött til þess að aflýsa leiknum, fresta þeim eða halda þá annars staðar, en nefndin hefur þegar gefið til kynna að hún muni hafna þeirri beiðni. Pulltrúadeildin hef- ur samþykkt svipaða áskorun. Edward Kennedy öldungadeild- armaður greiddi ekki atkvæði þótt hann væri staddur í þinghúsinu. Kennedy hefur sagt að hann styðji afstöðu forsetans, en telji það aðeins táknræna ráðstöfun sem lítið gildi hafi að hundsa leikana. Ólympíunefndin er einnig hvött til þess að athuga þann möguleika að flytja sumarleikana til varan- legra heimkynna í Grikklandi, þar sem þeir urðu til, og vetrarleikana á varanlegan mótstað. Sumir stinga upp á Sviss eða Austurríki í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.