Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980
19
Unnið við lagningy nýrr-
ar stofnbrautar á Isafirði
Undirbúningsnefnd námskeiðsins á fundi, talið frá vinstri: Lars
Blohm, Harald Andersén, Elisabeth Lill Hult, Göran Blomqvist, Erik
Láckström, Garðar Cortes, Maria (Musse) Mathiasen. Thor Skauge,
Svend-G. Asmussen og Viking Smeds.
r ísafirði. 28. janúar 1980.
Á FUNDI bæjarstjórnar hinn 10.
janúar síðastliðinn var samþykkt
með öllum atkvæðum bæjarfull-
trúa, tillaga bæjarstjórans á ísa-
firði, Bolla Kjartanssonar, um að
leggja fram fé af fjárhagsáætlun
ársins 1980 til framkvæmda við
stofnbraut framan íþróttavallar
á Torfnesi. Þarna er um að ræða
lokaáfanga nýrrar stofnbrautar
meðfram sjónum frá Seljalandi í
botni Skutulsfjarðar að Hafnar-
stræti.
Unnið hefur verið við stofn-
brautina síðastliðin fimm ár, en
hún er fullgerð 2,6 km. Ríkissjóður
greiðir lagningu um % hluta
vegarins, en bæjarsjóður ísafjarð-
ar afganginn. Eftir er að leggja
bundið slitlag á veginn, en sam-
kvæmt vegalögum verður það gert
í sumar. Mikil tvísýna ríkir þó um
það, þar sem Olíumöl h.f. er eini
aðilinn sem á tæki til verksins. En
sem kunnugt er ríkir mikil óvissa
um framtíð þess fyrirtækis.
Að sögn Eiríks Bjarnasonar
umdæmisverkfræðings Vegagerð-
ar ríkisins á Vestfjörðum, en
Vegagerðin er framkvæmdaraðili
verksins, er kostnaður við fram-
kvæmdina nokkuð mikill þar sem
vegurinn er á köflum lagður nokk-
uð út í sjó og keyra þarf grjótfyll-
ingu utan á veginn alla leiðina.
Eiríkur gat þess að fyrirhugað
væri að malbika veginn að gatna-
mótum Vesturlandsvegar, og
byrja á lýsingu vegarins frá tengi-
braut Holtahverfis að Tunguá.
Verðbólgan hefur þó aflagað vega-
áætlunina, svo að breytinga er
þörf, en það bíður nýrrar ríkis-
stjórnar að ákveða það. Clfar.
Námskeið
söngvara í
KÓRASAMBAND Norðurlanda
(Nordisk korkomité), sem
Landssamband blandaðra kóra
er aðili að, heldur námskeið
fyrir kórsöngvara í Borgá í
Finnlandi dagana 20.—26. júlí
1980. Námskeiðið er fyrir þá
sem syngja í kórum innan
L.B.K. og vilja auka þekkingu
sina á hinum ýmsu tegundum
kórtónlistar. Auk þess gefst
tækifæri til að kynnast fólki frá
Norðurlöndunum með sama
áhugamál.
Áður hafa slík námskeið verið
haldin til skiptis á Norðurlönd-
um, síðast í Noregi árið 1977.
Búist er við ca. 800 þátttakendum
sem skipt verður í 12 hópa eftir
mismunandi tegundum kórtón-
listar. Tvisvar á dag koma allir
hóparnir saman og syngja.
fyrir kór-
Finnlandi
Fulltrúi íslands í undirbún-
ingsnefndinni er Garðar Cortes,
formaður Landssambands bland-
aðra kóra, hann verður einnig
stjórnandi á námskeiðinu.
Umsóknir þurfa að berast til
Landssambands blandaðra kóra,
box 1335, Reykjavík, fyrir 25.
mars næstkomandi.
Leiðrétting
í greininni Forsetaembættið —
stjórnarmyndanir, sem birtist hér
í blaðinu í gær er sú meinlega
villa, að sagt er, að embætti
ríkisstjóra hafi verið stofnað af
Alþingi 15. maí 1940 og Sveinn
Björnsson hafi verið kjörinn til
þess frá 17. júní 1940. Hið rétta er,
að þessir atburðir gerðust árið
1941.
Norrænt rit um
íslenskar listir
MORGUNBLAÐINU hef-
ur borist eintak af blaðinu
F 15 Kontakt, sem er
norrænt upplýsingarit um
myndlist, gefið út í Nor-
egi, en eitt tölublað þess er
út kom nokkru fyrir ára-
Forsíða ritsins F 15 Kontakt, en í
nýlegu eintaki þess er f jallað um
íslenskar listir og menningar-
mál.
mót er helgað íslandi og
íslenskum listum og menn-
ingu.
Lars Brandstrup er ábyrgðar-
maður blaðsins og rekur hann
listasafn í Moss. Hefur hann
verið Erik Sönderholm for-
stjóra Norræna hússins til að-
stoðar um að koma á framfæri
á Norðurlöndunum íslenskri
grafíksýningu, farandsýningu,
og er hún um þessar mundir í
Stokkhólmi.
I blaðið skrifa 13 íslendingar
um hina ýmsu þætti menningar
og lista og Ivar Eskeland. Erik
Sönderholm og Harald Gustafs-
son skrifa um íslenska fjöl-
miðla, Halldór Laxness, Nor-
ræna húsið og nýja kynslóð
íslenskra rithöfunda. Meðal
Islendinga er ritað hafa greinar
eru Bragi Ásgeirsson, Sveinn
Einarsson, Hörður Ágústsson,
Einar Hákonarson, Ólafur
Kvaran, Aðalsteinn Ingólfsson,
Inga Huld Hákonardóttir, Arn-
ar Jónsson, Kristín H. Péturs-
dóttir, Þorkell Sigurbjörnsson,
Ragnar Arnalds, Haraldur ól-
afsson og Hallveig Thorlacius.
Málverkasýning í Gall-
eríinu Laugavegi 12
NÚ ^TENDUR yfir sam-
sýning 9 málara í Gallerí-
inu að Laugavegi 12. Sýnd-
ar eru myndir frá
Reykjavík, Akranesi,
Borgarfirði, Blönduósi,
Hellissandi, Grundarfirði
og víðar af Snæfellsnesi.
Einnig eru myndir frá
Kverkfjöllum, Þingvöllum,
Mýrdal, Dýrafirði, Mjóa-
firði, af Heklu, úr Vatnsdal
og víðar.
Sýningunni lýkur um
næstu mánaðamót. Mynd-
irnar eru allar til sölu.
GEFŒ) BÖRNUNUM
x4U -LIFRAKÆFU
Blódaukandi — styrkjandi — nærandi. Sparið viðbit.
SÍLD & FISKUR
• Heildsala — Smásala