Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 7

Morgunblaðið - 30.01.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 7 I Ákvöröun verkalýðs og sjómannafélags Vísir segir í leiðara sl. mánudag: „Ákvörðun félaga í Verkalýðs- og sjómanna- félagi Suðurnesja um að neita sovéskum flugvél- um um afgreiöslu á Keflavíkurflugvelli hefur vakið verðskuldaöa at- hygli meðal þjóðarinnar. Þessi ékvörðun er liður í þeim mótmælaaðgerö- um, sem jslendingar hafa þegar hafið gegn hernað- arínnrás Sovétríkjanna í Afganistan og frelsis- sviptingunni á sovéska andófsmanninum Andrei Sakharov og eiginkonu hans. Mótmælaaðgerð verkamannanna á Suður- nesjum er örugglega í samræmi við vilja íslensku þjóðarinnar og nýtur stuðnings hennar. Mótmælum sem þessum taka Sovétmenn eftir, þó að mótmælayfirlýsingar, hversu harðorðar sem þær eru, fari flestar beint í ruslakörfuna hjá þeim, ólesnar. íslendingar og aðrar þjóðir veröa aö láta Sov- étmenn finna fyrir andúð- inni á ofbeldisverkum þeirra. Vissulega verður meira eftir því tekið, hvað hinar stærri og voldugri þjóðir gera heldur en við, en þó fer því fjarri, að það skipti engu máli, hvað íslenska smáþjóðin gerir. Sérstaklega er þýö- ingarmikið, að við sker- umst ekki úr leik í mót- mælaaðgerðum vina- þjóða okkar, því að slíka afstöðu er naumast hægt aö túlka öðru vísi en svo að við látum okkur of- beldisverkin engu skipta.“ Hvaö gerir íslensk íþrótta- hreyfing Vísir heldur áfram: „Nú bíöa menn þess, hvaöa afstööu íslensk íþróttahreyfing tekur til þátttöku í Ólympíuleikun- um í Moskvu. Heldur íslenskt íþróttafólk til þátttöku í glaumi og gleðí Moskvuleikanna, eins og ekkert hafi í skorist? Eða tekur íslensk íþrótta- hreyfing á sig rögg og krefst þess, að Ólympíu- leikarnir verði haldnir annars staðar en í Sov- étríkjunum eða þeim frestað þar til hægt verð- ur að halda þá í því andrúmslofti, er samrým- ist hugsjón þessarar miklu íþróttahátíðar? Það veröur að vona, að íþróttastolt og mann- dómur íslenskrar íþrótta- forystu og íslenskra íþróttamanna sé slíkur, að þeir velji síðari kost- inn. Eftir atburðina í Afg- anistan og innan Sov- étríkjanna sjálfra nú að undanförnu er útilokað, að Ólympíuleikar yrðu haldnir í Moskvu á næsta sumri í anda Ólympíu- hugsjónarinnar. Þeir yröu þvert á móti haldnir í andrúmslofti spennu og tortryggni. Löngun og samvizka Leiöara Vísis lýkur svo: „Einn af okkar ágætu frjálsíþróttamönnum, Ágúst Ásgeirsson, sem keppt hefur fyrir íslands hönd á Ólympíuleikum, skrifaði fyrir síðustu helgi grein í Morgunblaðið, þar sem hann sagði m.a.: „Ég skil kannski betur en margir' aðrir þá aö- stöðu, sem fjölmargir íþróttamenn, sem annað hvort hafa þegar náö þeim lágmörkum, sem krafist er til þátttöku í Ólympíuleikum, eða eru við þau, eru í, og lagt hafa mikið af mörkum til þess eins að draumur þeirra um þátttöku í Ólympíu- leikum rætíst. En eigum við að meta langanir okk- ar meira en samviskuna? Er ekki full ástæöa til að koma einarðlega fram við Sovétmenn, svo að við veröum ekki annars dregin til ábyrgöar, þegar þeir halda áfram ofbeld- isaðgerðum sínum gegn öðrum smáþjóðum að leikunum loknum?“ í þessum orðum hins unga íþróttamanns felst áminning um að setja hugsjónina ofar persónu- legum óskum, og er von- andi, að sá andi verði ríkjandi innan íslensku íþróttahreyfingarinnar.“ TAUÐA//7 VIÐOKKUR UMINNRETTINGAR Eldhúsinnréttingar, fataskápar, baðinnréttingar, ,,Kador“ innihurðir, allar aðrar innréttingar og hvaða sérsmíði sem er. Viðureftir vali kaupenda. Hafið samband, leitið tilboða, við gerum tilboð á föstu verði. Stuttur afgreiðslufrestur. Trésmiðja Austurbæjar Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími: 44866 Spilakvöld Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík veröur haldið að Hótel Sögu, (átthagasal.) fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30 s.d. Safnaðarfólk, fjölmenniö og takiö með ykkur gesti. Stjórnin. Jörö til sölu í Austur-Skaftafellssýslu Jörðin Brunnhóll í Mýrarhreppi er til sölu ásamt vélum og bústofni sem er nú um 40 nautgripir, þar af 25 kýr. Jörðin er laus til ábúðar næsta vor. Uppl. hjá Landnámi ríkisins í síma 25444. Hafnarfjörður íbúðir við Hólabraut Bæjarsjóður Hafnarfjaröar mun á næstunni selja nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi aö Hólabraut 3. Ibúöirnar veröa seldar fullgeröar og áformaö er aö þær veröi afhentar í júní n.k. Söluverö 2ja herb. íbúöa er áætlaö kr. 20,5 millj. og 3ja herb. íbúöa kr. 26 millj. íbúöum þessum fylgir C. og F. lán frá Húsnæö- ismálastofnun og lán frá bæjarsjóöi Hafnarfjarö- ar. Umsóknir er tilgreini fjölskyldustærö, húsnæöis- aöstæður tekjur s.l. tvö ár og aðrar aöstæöur sendist undirrituðum fyrir 15. febrúar n.k. Umsóknareyöublöö liggja frammi á Félagsmála- stofnun og þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um íbúöir þessar. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. Bæjarstjóri 22. leikvika — leikir 26. janúar 1980. Vinningsröð: 111 — 2XX — 112 — 2XX 1. vinningur: 12 réttír— kr. 1.094.000.- 1804 (Húsavík) 31852 (1/12, 4/11) (Reykjavík) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 20.800- 1810 8343+ 10135 31045 32706 34213 40526 2998 8650 10377 31247 32809 40271 41099 3039 8869(3/11) 31322+ 32946 40361 41303 3264+ 9221 30687+ 31904 33211 40364 41588 3450 9467 30688+ 31921+ 33215 40410 41778 7762 10033 30985 32604 40525 Kærufrestur er til 18. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðblöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiöstööinni - REYKJAVÍK EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AKil.YSINt.A SIMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.