Morgunblaðið - 30.01.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 30.01.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1980 Eiginmaöur minn, GUNNLAUGURJÓNSSON húsasmíöameistari, Hótúni 28, Keflavík, lést 29. janúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Guörún Halldórsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, EFEMÍA GÍSLADOTTIR Víöigrund 4, Sauöárkróki, andaöist í Sjúkrahúsi Sauöárkróks 27. janúar. Jaröarförin hefur veriö ákveöin laugardaginn 2. febrúar frá Glaumbæjarkirkju. „„ , . . „ Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Faöir minn, ÞORLAKUR ÞORKELSSON, fyrrv. skipstjóri frá Landamótum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd okkar systkinanna, Valbjörn Þorláksson. t Stjúpsonur minn, bróöir okkar og mágur, SVAVAR ARMANNSSON, frv. hótelstjóri Bjarkarlundi, sem andaöist sunnudaginn 27. janúar, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. janúar kl. 10.30. Guðbjartur Egilsson, Rúnar Guðbjartsson, Guörún Hafliöadóttir, Ósk Kvaran, Axel Kvaran. Eiginmaöur minn, KARL GRÖNVOLD, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd móöur, barna, tengdabarna og barnabarna, Ragna Grönvold. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, JÓNÍNU KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR Gunnólfsgötu 8, Ólafsfiröi. Gislina Stefánsdóttir, Sigurveig Stefánsdóttir, Ólafur Stefánsson, Magnús Stefánsson, Jónmundur Stefánsson, Þorfinna Stefánsdóttir, Guðlaug Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, JÓNÍNU VALGERDAR ÓLAFSDÓTTUR Akri. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, er auösýndu okkur samúð og hlýju viö andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, INGIMUNDAR ARNASONAR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hjartadeildar Landspítal- anS' Auöur Kristinsdóttir, Árni Ingimundarson, Guörún Árnadóttir, Ólafur Huxley Ólafsson, Kristín Sigurlína Árnadóttir, Friórik Vagn Guöjónsson. ! t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og | útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, | JÓHÖNNU SVEINSDÓTTUR. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Svanhild Guðmunds- son — Minningarorð Fædd 29. apríl 1901. Dáin 21. janúar 1980. I dag fer fram í Fossvogskirkju útför Svanhild Guðmundsson, fædd Vatle. Hún Svanhild vinkona mín hefur kvatt okkur og er farin í sína hinstu ferð. Hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin, en þeim tók hún með æðruleysi, „það kemur röðin að okkur öllum,“ var hún vön að segja, og ekki meira með það. Svanhild fædd 29. apríl 1901 í nánd við Bergen í Noregi. I Bergen lærði Svanhild matargerðarlist, sem alla tíð síðan var hennar líf og yndi. Til íslands lá leiðin um 1933 og vann hún þá meðal annars sem kokkur hjá sænska konsúlnum í Reykjavík. Arið 1936 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Bjarna Guðmunds- syni frá Hesteyri, sem í áratugi var verkstjóri hjá Togara- afgreiðslunni í Reykjavík, harð- duglegum og réttsýnum manni með stórt og hlýtt hjarta. Svan- hild var ein af þeim fágætu manneskjum em eru síungar alla tíð, afskaplega hláturmild og gefin fyrir félagsskap. í 25 ár var Svanhild með nokkra skólapilta utan af landi í fæða á veturna og þá var nú líf og fjör eins og hún sagði oft. Ekki var nú íslenskan hennar alltaf sem best og kom stundum upp ýmiss konar misskilningur sem gat orsakað mikla kátínu og hafði hún þá mikið gaman af og spurði þá gjarnan hvort við skild- um ekki íslensku eða hvað. Svanhild hafði einstaklega gam- an af að búa til góðan mat en ánægjan var þó mest í því að sjá matgíruga skólapilta sporðrenna öllu saman. Við sem áttum þess kost að vera í þessum hópi gleym- um því aldrei hve notalegt, líflegt og þjart var að koma á heimili þeirra hjóna og í hugum okkar verða Svanhild og Bjarni sem fósturforeldrar því hjá þeim var okkar athvarf á námsárum, fjarri fjölskyldu í langan og skamman tíma, og þó þeim hjónum yrði ekki barna auðið hafa þau líklega eignast hlut i fleiri unglingum en flestir aðrir og segir það sína sögu um þessi mannkostahjón. Svan- hild bar alla tíð sterkar tilfinn- ingar til Noregs og fóru þau hjónin oft í heimsóknir þangað og alla tíð hékk uppi í stofunni stór mynd af Hákon Noregskonungi, einnig hélt hún góðu sambandi við vini sína og skyldfólk þar úti með bréfaskriftum sem hún var mjög dugleg við og hafði mikla ánægju af. Margar góðar minningar á ég frá kynnum mínum við Svanhild og margan góðan bitann hefi ég hjá henni þegið og að síðustu þakka ég fyrir mig og mína. Gummi Dóri. í dag verður jarðsett frá Foss- voskirkju frú Svanhild Guð- mundsson, Reynimel 43. Foreldrar hennar voru Soffie og Andreas Hvatle. Svanhild lærði matseld í föður- landi sínu og vann þar á ýmsum hótelum. Árið 1932 kemur hún til íslands og sér um matargerð hjá dr. Eggert Classen. Aftur fer hún utan en kemur til íslands aftur 1934 og er nú ráðin hjá sænska konsúlnum sem kokkur. Árið eftir hefur hún sams konar starf hjá Hjálpræðishernum. Árið 1936 kynnist hún eftirlif- andi manni sínum, Bjarna Guð- mundssyni. Bjarni er fæddur 26. júlí 1900 að Nesi í Grunnavík en ólst upp á Hesteyri. Hann hóf sjómennsku 17 ára gamall, fyrst á vélbátum og síðar á togurum. Þau Svanhild giftu sig 7. marz 1936 og hófu þá búskap. Búa þau á ýmsum stöðum í borginni uns þau kaupa íbúð í tvíbýlishúsi við Reynimel 43 þar sem þau hafa búið síðan. Bjarni hætti sjómennsku 1944 og gerðist þá verkstjóri hjá Geir Thorsteinssyni og síðan hjá Tog- araafgreiðslunni. Vegna hjarta- áfalls hætti hann allri verkstjórn 1972. Þegar ég kynntist þeim Svan- hild og Bjarna fyrst var ég nemi við Kennaraskólann. Svanhild seldi þá skólasveinum fæði. Ég var svo heppinn að lenda í þeim hópi. Ekki var hægt að lenda á betri stað en hjá þeim hjónum. Svan- hild var snillingur við alla matar- gerð enda var það hennar líf og yndi. Einnig var hún og þau hjón Guðjón Aðalbjarnar- son — Minningarorð Fæddur 30. október 1924 Dáinn 31. desember 1979. Mig setti hljóðan og harmur leitaði á hugann, þegar ég frétti lát Guðjóns Aðalbjarnarsonar frænda míns. Ég hafði ekki að vísu haft mikil kynni af Guðjóni, ekki hitt hann nema nokkrum sinnum, en samt sem áður hafði hann orðið mér óvenjulega hug- þekkur og minnisstæður, — hlýr, kíminn, hæglátur og hógvær. Ekki veit ég hvort það voru ættarbönd- in, við vorum bræðrasynir, eða eithvað annað sem gerði það að verkum að mér fannst ég vera samvistum við nákunnugan strax og ég hitti Guðjón fyrsta sinni. Það líður mér heldur ekki úr minni, þegar ég kom í heimsókn á Skólavörðustíginn til Þorbjargar móður hans og þeirra systkina með öldruðum föður mínum, hvernig hann tók á móti pabba tveimur höndum með svo mikilli hlýju og vinsemd að einstakt var. Og þannig man ég Guðjón sem einstakan heiðursmann, frænd- rækinn og hjartahlýjan. Guðjón fæddist hinn 30. október 1924 í Reykjavík. Hann var sonur Aðalbjarnar Stefánssonar prent- ara og eiginkonu hans Þorbjargar Grímsdóttur. Aðalbjörn faðir hans var þekktur drengskapar- maður, prentari að mennt og áhugasamur þátttakandi í félags- málum prentara. Kunnur er líka Aðalbjörn fyrir störf sín á vegum góðtemplarareglunnar og þá ekki síst fyrir störf sín við barnablaðið Æskuna, en hann ritstýrði henni um árabil, þegar hún hóf göngu sína og haslaði sér völl, sem blað barna og unglinga á íslandi. En Guðjón naut föður síns alltof fá ár, því að Aðalbjörn andaðist um aldur fram 64 ára að aldri, frá átta börnum í ómegð. Þorbjörg Grímsdóttir sýndi þá sem oftar þann óbilandi kjark og dug sem einkennir hana enn í dag þrátt fyrir háan aldur. Með óbil- andi þreki og ástúð annaðist hún og ól upp börnin sín á heimili sem ætíð bar vitni um myndarskap hennar og hjartahlýju. Og þótt oft væri þröngt í litla húsinu hennar á Skólavörðustígnum var and- rúmsloftið þar slíkt, að þeim sem þar komu fannst fara þar vel um sig og vítt til veggja. Af þessú má sjá að Guðjón átti til góðra að telja. Álla ævi sína var Guðjón á heimili móður sinnar og ómetan- leg stoð hennar og stytta þegar hann var uppkominn. Guðjón var einn af þessum hljóðlátu mönnum sem ekki láta mikið yfir sér, en reynast því betur sem maður kynnist þeim meira. Hann var víðlesinn og hafði gaman af bók- um og átti með þeim marga góða stund. Guðjón var einnig músík- elskur maður og marga ljúfa bæði létt í lund og oft var kátt á hjalla og mikið hlegið. Þeim Svanhild og Bjarna varð ekki barna auðið en ýmsir skóla- sveinar hafa orðið þeim hja- rtfólgnir. Um tíma voru þrír alnafnar kostgangarar hjá Svan- hild og hétu Jónar Sigurðssynir. Svanhild aðgreindi þá með því að kalla þá Jón klaka, Jón súga og Stranda-Jón. Allir eru þeir látnir og sá yngsti rúmlega tvítugur. Ef einhver tilgangur er með lífi og dauða munu þessir félagar nú þegar hafa fagnað Svanhild á öðru tilverustigi. Eins og áður segir var matar- gerð aðalstarf Svanhildar. Við sem urðum þeirrar ánægju að- njótandi að vera hjá henni í fæði fundum hvernig hún naut þess að gefa okkur ljúffenga rétti sem voru svo sannarlega ekki skornir við nögl. Hún hafði einnig mikla ánægju af að vera með ungu fólki og var þá alltaf gamansöm og létt í lund. Þó að Svanhild væri orðin Islendingur gleymdi hún ekki föð- urlandi sinu og þau Bjarni fóru oft til Noregs að heimsækja æsku- stöðvar Svanhildar. Síðustu árin var hún orðin heilsuveil og oft á spítölum. Hún hélt þó alltaf sinni glaðværð og heimilisstörfum sinnti hún að mestu leyti. Hennar seinasta verk í þessum heimi var að annast kvöldverð heima hjá sér skömmu áður en hún andaðist. Ég vil að lokum senda þessari burtkvöddu vinkonu kærar þakkir fyrir ánægjulegar samverustund- ir. Guð blessi þig Bjarni minn í sorg þinni. Sigvaldi Ingimundarson. stund átti hann með harmonikk- unni sinni. Og félagar hans þótt- ust hafa himin höndum tekið, þegar Guðjón spilaði á harmon- ikkuna og gleymdist þá gjarnan allt tímaskyn. Og Guðjón var traustur og trúr vinur vina sinna. Það vissu allir sem til þekktu. Nú er Guðjón Aðalbjörnsson farinn yfir móðuna miklu langt um aldur fram. Vinir hans og vandamenn skilja ekki hvers vegna. En hitt vita þeir af eigin raun að minningin um góðan dreng lifir. Þorbjörgu Grímsdóttur móður Guðjóns og systkinum hans og vandamönnum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. Steíán Trjámann Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.