Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 Hörður æfir í Svíþjóð HÖRÐUR Ililmarsson knattspyrnumaður úr Val dveiur nú hjá sænska liðinu AIK í Stokkhólmi við æf- ingar og kannar um leið það tilboð er íélagið gerði hon- um. Ekki er óliklegt að Hórður slái til og leiki með liðinu í 2. deiid næsta keppn- istimabii. — þr. Tveir með 12 rétta í 22. leikviku getrauna komu (ram tveir seðlar með 12 réttum ieikjum og nam vinningur fyrir hvorn kr. 1.094.000.- Með 11 rétta voru 45 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 20.800.- Annar „tólfar- inn“ var frá Húsavík en hinn frá Reykjavik. Vinsældir Stenzels dvína TÖLUVERÐ óánægja ríkir nú í Vestur-Þýskalandi með sjálfan kónginn Vlado Stenz- el, enda þótti frammistaða Vestur-Þjóðverja á Baltic- keppninni i handknattieik varla sæma heimsmeistur- um. Orðrómur er á hverju horni, m.a. segir að Stenzel hafi verið boðið að taka við landsliði Júgóslava, en Stenzel er sem kunnugt er Júgóslavi. Pétur og Sævar til V-Þýskalands Knattspyrnumennirnir Sævar Jónsson Val og Pétur Ormslev úr Fram halda utan í dag til V-Þýskalands en þeir ætla að dvelja fram á vor við æfingar og keppni hjá 3. deildar liðinu Schoss- nauhaus. Báðir dvöldu þeir íélagar hjá félaginu nú fyrir skömmu og gengu þá frá dvöl sinni. Þeir ættu því að verða í góðri æfingu þegar þeir koma til móts við félaga sina í vor. Man. Utd. var gersigraö! MANCHESTER Utd. hefði betur heima setið en að skreppa til Júgóslaviu um siðustu helgi. Meðan bikar- keppnin var á fleygiferð í Englandi, lék United vin- áttuleik gegn Hadjuk Split. Sem fyrr segir, hefði United alveg getað sparað sér ferða- lagið, liðið var gersigrað. lokatölur leiksins urðu 6—0 Hadjuk Split í vil og verða það að teljast óvænt úrslit þó að um vináttuleik hafi verið að ræða og ekkert í húfi. • Jón Pétur Jónsson, „jafnvel að hugsa um að koma heim“. '&m • Gunnar Einarsson kemur heim og leikur væntanlega með FH. • Axel Axelsson, kemur næstum örugglega alkominn. • Ágúst Svavarsson hyggur á félagaskipti í Þýskalandi, Ágúst er i IR-búningi. Rotaði dómarann og fékk ársbann GW DANKERSEN sigraði Essen 13—12 í hörkuleik í síðustu umferð vestur-þýsku deildar- keppninnar í handknattleik. Var það fyrst og fremst leikur tveggja frábærra markvarða, þeirra Niemaier hjá GWD og Bartke hjá Essen. Þá tapaði Gummersbach á úti- velli gegn Milbertshofen með 18 mörkum gegn 19. Þar með eru nánast allir möguleika Gummers- bach á því að hreppa titilinn úr sögunni. I annarri deild átti sér stað athyglisverður atburður. Það var í leik Wanne Eickel og ótilgreinds liðs úr næsta nágrenni, að leik- manni að nafni Oberscheid, leik- manni hjá WE og einum mark- hæsta leikmanni 2. deildar, sinn- aðist eitthvað við dómara leiksins. Endaði rifrildi þeirra með því að Oberscheid rotaði dómarann með einu vel útilátnu höggi. Ober- scheid var ekki aðeins rekinn af leikvelli fyrir hrekk sinn, heldur nældi hann sér einnig í eins árs leikbann í bónus. Grossvaldstadt er efst með 23 stig, því næst kemur Milbertshof- en með 20 stig, þá Hiittenberg með 19 stig. GW Dankersen er í sjöunda sæti með 14 stig, en Grambke er í 10 sæti með 13 stig. Getrauna- spá M.B.L o o íM s e 3 ac bm s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — C. Palace 1 1 1 X 2 1 4 1 1 Bolton— Coventrv X 2 2 1 2 1 2 1 3 Derby — Man. Utd 2 2 1 2 2 X 1 1 4 Ipswich — Brighton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Liverpool — Leeds 1 I 1 X X 1 4 2 0 Man. City — WBA 1 X 1 1 2 1 4 1 2 Middlesboro — Arsenal 1 1 1 1 1 1 fi 0 0 Nott. Foarest — Norwich 1 X 1 X 2 X 2 3 1 Stoke — Bristol City X 1 I 2 1 1 4 1 1 Tottenham — South.pton X 1 2 i 1 1 4 1 1 Wolves — Everton 1 X 1 i 1 1 5 1 0 Leichester — Newcastle X X X X 1 X 1 5 0 Skiptir Ágúst um félag á næstunni? - Líkur á að Hameln hreppi hann frá Spenge í BRÉFI sem Jón Pétur Jónsson sendi íþróttasíðu Mbl. kemur fram að Ágúst Svavarsson hand- knattleiksmaðurinn sterki sem leikið hefur með 2. deildar liðinu Spenge, muni liklega skipta um félag á næstunni, ganga líklega til liðs við Hameln sem einnig leikur í 2. deild. Kemur einnig fram það sem áður hefur verið sagt á síðu Mbl. að Gunnar Einarsson kemur heim að loknu yfirstandandi keppnis- tímabili, alkominn. Líklega einnig Axel Axelsson og jafnvel sjálfur Jón Pétur. Hins vegar verður Björgvin Björgvinsson eitt ár í viðbót hjá Grambke Bremen. Annars meiddist Björgvin eitt- hvað á fæti í síðasta leik Grambke og verður hann frá um tíma. Grambke sigraði þó í leiknum, á útivelli gegn Birkenau, með 13 mörkum gegn 12. Það er hins vegar óljóst hvort að með þessu verði Björgvin og Ágúst síðustu Islendingarnir í þýskum handknattleik. Vitað er nefnilega, að Viggó Sigurðsson hefur mikinn hug á að gerast leikmaður með einhverju liði í þýsku deildinni. Og það er einnig ljóst, að nokkur lið hafa hug á að fá Viggó til sín, einkum eftir frammistöðu hans á Baltic Cup í Vestur-Þýskalandi í byrjun árs- ins. Meðal þeirra liða er Grambke Bremen, lið þeirra Björgvins og Gunnars. Sovézka landsliðið í körfuknattleik kemur æ' til Islands Leikur hér fjóra — ÞAÐ hefur endanlega verið frá því gengið að landslið Sovét- ríkjanna i körfuknattleik komi hingað til lands 20. marz i boði körfuknattleiksdeildar Vals sagði formaður deildarinnar, Halldór Einarsson, í spjalli við Mbl. í gær. Sovéska landsliðið mun leika hér fjóra leiki, gegn úrvali þeirra Bandaríkjamanna sem hér leika, gegn Valsliðinu og svo á móti 20. marz leiki í boöi Vals íslenska landsliðinu sem yrði fengur í að fá svona leik áður en liðið heldur á Polar Cup-keppnina sem fram fer í Ósló í aprílmánuði. Ekki mun vera ákveðið á móti hverjum fjórði leikurinn verður. Sovéska landsliðið mun dveljast hér í sjö daga. Er þetta mikill hvalreki á fjörur körfuknattleiks- áhugamanna því að lið Sovét- manna er eitt hið besta í heimin- um í dag. — þr. Ýmsar sölur i bígerð ÞAÐ ERU jafnan miklar vanga- veltur yfir hugsanlegum félaga- skiptum leikmanna í ensku knattspyrnunni. Margar sölur eru á döfinni, hvort úr þeim verður eða eigi leiðir tíminn siðan í ljós. T.d. hafa bæði Arsenal og Tott- enham falast eftir Ian Wallace, markaskoraranum mikla hjá Cov- entry. Hefur Arsenal auk þess boðið miðvallarleikmann sinn David Price sem hluta af kaup- verðinu. Don Givens, írski landsliðsmið- herjinn, er til sölu hjá Birming- ham. Bæði Notts County úr 2. deild og Bristol City úr 1. deild hafa lýst áhuga sínum á vörunni og boðið ónefndar fjárhæðir. Samningur David Langan, 22 ára vinstri bakvarðar hjá Derby, rennur út í vor og ætlar kappinn ekki að endurnýja hann. Talið er að fjögur lið muni bítast um bitann, Aston Villa, Arsenal, Cov- entry og Manchester Utd. Hamburger SV sér líklega af Kevin Keegan í vor, en efsti maðurinn á óskalista þeirra þýsku til að taka stöðu Keegans er annar Englendingur, hinn 20 ára gamli Steve Williams hjá Southampton. Tottenham er nýbúið að selja Colin Lee til Chelsea og varla voru peningarnir komnir í . budduna heldur en að félagið gerði tilboð í Clive Allen, miðherja QPR. Enn bíða menn spenntir eftir viðbrögð- um QPR. Loks má geta Bill Caskeys, sem lék með Glentoran á íslandi fyrir fáum árum. Hann gerðist síðan leikmaður með Derby, en gerði engar rósir. Nú mokar hann inn seðlum hjá bandaríska félaginu Tulsa Roughnecks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.