Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 31 Stefán Gunnarsson fyrirliði Valsmanna og Ólafur Benediktsson fagna þarna sigri í leik. Vonandi verða þeir jafn glaðlegir á svipinn á sunnudag að loknum leik Vals við Drott. Báðir áttu þeir félagar stórleik á móti Drott i Svíþjóð. Þrír íslenskir þjálfarar starfa í Færeyjum í sumar Tekst Val að komast í 4 liða úrslitin? — Síöari leikurinn verður erfiöari, segir formaöur deildarinnar Þórður Sigurösson LJÓST er að þrír íslenskir þjálf- arar verða starfandi í Færeyjum á komandi keppnistímabili. Ný- lega var frá því skýrt í færeyska dagblaðinu 14. september, að Guðmundur Gísiason, sem þjálf- aði liðið Royn á síðasta keppnis- tímabili, verði aftur með liðið á komandi keppnistímabili. Royn var nálægt því að vinna 2. deildina undir stjórn Guðmundar í fyrra. Þá kemur fram að Sveinbjörn Daníelsson mun leika með liðinu i sumar, en hann var hjá Royn í fyrra og var þá markhæsti leikmaður 2. deildar með 16 mörk. Gísli Magnússon frá Vest- mannaeyjum verður áfram með IG frá Götu, heimaþorps Þrándar gamla í Götu. Gísli tók við liði ÍG árið 1976 og í fyrra kom hann liðinu í 1. deild. Þá kemur fram í 14. september, að knattspyrnulið Skálaeyja hefur ráðið íslenskan þjálfara sem er Þórólfur Friðþjófsson frá Nes- kaupstað. Loks kemur fram að tvö fær- eysk lið hafa fengið heimboð frá íslenskum liðum. Það eru Royn og EB. Segir blaðið að Þróttur í Reykjavík hafi boðið Royn til íslands í sumar og KS á Siglufirði hafi boðið EB. EINS og öllum er kunnugt á Valur nú góða möguleika á að komast í 4 liða úrslit í Evrópu- meistarakeppninni i handknatt- leik. Takist Val að sigra sænska liðið Drott í síðari leik liðanna í Laugardalshöll á sunnudag kom- ast þeir áfram. í átta liða úrslitum drógust saman eftirtalin lið. Drott — Valur, Dukla Prag — Tatabanya Ungverjalandi, Fredrica KFUM og Athletico Madrid og Ioks Grosswallstad og Partizan Bjelo- var frá Júgóslavíu. Fyrri leik þessara liða á nú að vera lokið en ekki hefur blaðinu tekist að hafa upp á úrslitum nema í leik Ahrus KFUM og Athletico Madrid sem leikinn var i Danmörku og end- aði með jaíntefli 17—17. Allt bendir því til þess að Spánverj- arnir komist áfram i keppninni. Þá má reikna með að V-Þjóðverj- ar og Ungverjar komist áfram. Með smá^heppni á lið Vals því ENN ER allt óráðið með hvort að Jóhann Ingi verður áfram lands- liðsþjálfari íslands i handknatt- leik, en að hans sögn eru umræð- ur í gangi. Því hlýtur málið að skýrast fljótlega. Jóhann tjáði Mbl. að hann væri Handknattlelkur V-.............. .......v góða möguleika á að komast enn lengra í keppninni. — Þetta var fyrst og fremst sigur góðrar liðsheildar að ná þessum góða árangri á útivelli á móti sænsku meisturunum sagði formaður handknattleiksdeildar Vals Þórður Sigurðsson er Mbl. ræddi við hann í gær um ferð Vals til Svíþjóðar. — Við fórum héðan á fimmtu- degi og undirbjuggum okkur betur en oftast áður undir þennan leik. Við vorum ákveðnir í því að gera okkar besta og selja okkur dýrt. Það var alveg einstök stemmning hjá leikmönnum fyrir leikinn. Eg minnist þess ekki að hafa séð Valsliðið í öðrum eins ham í upphituninni. Vonandi tekst okk- ur að ná upp slíkri stemmningu fyrir leikinn hér á sunnudag. Síðari leikurinn verður erfiðari, við erum langt frá því að vera komnir áfram. Þetta sænska lið er hreint afbragð, enda hefur það verið sænskur meistari nú síðustu á förum til Færeyja á næstu dögum ásamt Friðrik Guð- mundssyni. Þar munu þeir félag- ar fylgjast með C-keppninni í handknattleik og taka upp eins marga landsleiki og unnt er á video-band. Mörg af þeim liðum sem leika í Færeyjum kunna að verða mótherjar lslands í náinni framtíð og mun því ekki veita af upplýsingum um liðin. tvö árin og er nú í efsta sæti í 1. deildinni. En með góðum stuðn- ingi áhorfenda eru vissulega góðir möguleikar á að komast áfram í keppninni og sigra Drott. Það yrði gaman að komast í fjögurrar liða úrslitin, slíkt hefur ekki gerst áður hér á landi. Vissulega er það alveg ótrúlega erfitt að kljúfa þetta fjárhagslega. Erlend íþróttafélög sem hingað koma eins og til dæmis Drott um næstu helgi geta keypt í einu lagi flugferð og hótel í einum pakka hjá Flugleið- um, og fá þannig verulegan afslátt á hótelum. Þessu eigum við ekki að fagna. Við verðum að greiða fullt verð fyrir hótel. Og eins og allir vita þá er blessuð krónan okkar lítils virði þegar til útlanda er komið. Okkur veitir því ekki af góðum fjárhagslegum stuðningi og eins hvatningu á sunnudaginn. Það er eindregin von okkar að við fyllum Laugardalshöllina. — Eitt var það sem vakti sér- staka athygli mína úti i leiknum, sagði Þórður. Það var dómgæslan hjá pólsku dómurunum. Þeir voru alveg óskaplega slakir í leiknum. Eg mun reyna að verða mér úti um skýrslu þá sem eftirlitsdómari á leiknum gefur Alþjóðahand- knattleikssambandinu um frammistöðu þeirra. Þeir voru slíkir heimadómarar að það var með ólíkindum. Það verður fróð- legt að sjá hvaða umsögn þeir fá. Að lokum sagði Þórður að Vals- menn væru að vinna að því af fullum krafti að gefa út fréttablað varðandi heimaleikinn og myndi því verða dreift um bæinn. For- sala mun væntanlega hefjast á laugardag og rétt er að benda fólki á að reyna að tryggja sér miða tímanlega til þess að forðast þrengsli. —þr. HSÍ-menn fara á C-keppnina PÆGILEGUR A 'B 'lfe. •• $ *) Jfjlj TÖGGURHE SAAB. Hinn sérstasói bíll frá Svíþjóó umboSmð BILDSHÖFÐA 16 SIMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.