Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
3
Hilmar Helgason formaður SÁÁ:
„Réttlátt að allir
sitji við sama borð
„ÉG TEL að réttlætið hafi sigrað
í þessu máli, þ.e. að eitt sé látið
yfir alla ganga,“ sagði Ililmar
Helgason formaður SÁÁ er Mbl.
innti hann álits á nýútgefinni
regiugerð sem heimilar ferða-
mönnum er koma frá útlöndum
að taka með sér bjór inn í landið
í stað léttvins.
„Þetta er hins vegar alitof lítið
magn til þess að það breyti
einhverju í drykkjuvenjum þjóð-
arinnar," sagði Hilmar ennfrem-
Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráÖunautur:
„Alltaf litið svo á að allur innf lutn-
ingur á áfengu öli væri ólöglegur"
„ÁFENGISVARNARÁÐ hefur
jafnan litið svo á, að allur inn-
flutningur áfengs öls væri óiögleg-
ur, svo og tollfrjáls innflutningur
annars áfengis. Málið snýst því
um það hvort áfengislög eða ein-
hver lög önnur eiga að segja fyrir
um meðferð. áfengis í landinu,"
sagði Ólafur Haukur Árnason hjá
áfengisvarnaráði er Mbl. innti
hann álits á reglugerð sem fjár-
málaráðherra mun setja í dag og
heimilar öllum ferðamönnum að
kaupa og flytja með sér bjór inn 1
iandið.
„Rýmkun regtugerðar sem
grundvallast á öðrum lögum en
áfengislögum um innflutning
áfengs öls er í algjöru ósamræmi
við þá áfengismálastefnu sem uppi
er í heiminum. Heilbrigðisnefnd
Sameinuðu þjóðanna beindi því til
aðildarþjóðanna á síðasta ári, að
reyna að minnka áfengisneyzlu
með auknum hömlum. Sérstaklega
er varað við: 1) Að bæta við nýjum
áfengistegundum, 2) fjölga áfeng-
isdreifingarstöðum, 3) selja áfengi
á vægu verði, þ.e. með tollfríðind-
um.
Ef menn eru þess sinnis að álíta
það forréttindi og af hinu góða að
fá að kaupa áfengt öl, þá er
misrétti þegnanna enn aukið með
þessari reglugerð. Þeir sem fara
landa á milli fá nú bæði ódýrt
áfengi og öl, en hinir sem heima
sitja kaupa nú áfengi á „réttu“
verði.
Fjármálaráðherra hefur ekki
haft samband við áfengisvarnaráð
um þetta mál, enda ekki kleift að
setja þessa reglugerð samkvæmt
áfengislögum,“ sagði Ólafur Hauk-
ur Árnason.
Davíð Scheving Thorsteinsson fagnar sigri. Strax þegar spurðist út
um setningu reglugerðar sem heimilar ferðamönnum að taka með
sér bjór inn í landið, sendi ónafngreindur stuðningsmaður Davíð
bjór, en hann hefur verið ötuli stuðningsmaður þess að allir
landsmenn sætu við sama borð í þessum efnum. Ljósmynd Mbi. F.miiía.
Davíð Scheving Thorsteinsson:
„Feginn þessum málalokum
„ÉG ER auðvitað ákaflega feginn
þessum málalokum, þ.e. að ein lög
skuli nú gilda yfir alla þegna
landsins hvað þetta áhrærir,“
sagði Davíð Scheving Thorsteins-
son er Mbl. innti hann álits á
reglugerð sem fjármálaráðherra
setur i dag þess efnis að eftirleiðis
verði ferðamönnum á leið frá
útlöndum heimilt að flytja með sér
bjór, en það hefur til þessa einung-
is verið heimilt áhöfnum flugvéla
og skipa.
„Að mínu mati á Sighvatur
Björgvinsson fjármálaráðherra
heiður skilið fyrir að taka svo
rösklega og réttlátlega á málinu
eins og raun ber vitni,“ sagði Davíð
ennfremur.
Hefur þú eða fyrirtæki þau er þú
starfar við í hyggju að hefja
innflutning bjórs til sölu hér á
landi?
„Hvorki ég né þau fyrirtæki sem
ég vinn við hafa umboð fyrir bjór,
né hef ég nokkurn áhuga á slíku
persónulega. Hitt er annað að ég
vona að íslenzkir framleiðendur
taki nú til hendinni og hefji
framleiðslu á sínum gamla góða
sterka bjór,“ sagði Davíð.
En er ekki ennþá verið að
mismuna þjóðfélagsþegnunum
þrátt fyrir þessa reglugerð, þar
sem aðeins þeir sem ferðast til
útlanda hafa rétt til bjórkaupa?
„Jú, það er alveg rétt og það má
segja að þeir sem oft ferðast til
útlanda njóti enn frekari réttinda
heidur en þeir sem sjaldan fara, og
svo þeir sem heima sitja fá engan
bjór. Það er því næsta skrefið í
málinu að berjast gegn því órétt-
læti,“ sagði Davíð að síðustu.
:
Eldhúsborð og stólar
Mikið úrval.Hringborð, stærð borðplötu 100 cm. og 125 cm.
Ferköntuð borð, stærðir 75x75 cm., 90x90 cm., 60x100 cm., 75x120 cm. og 75x 150 cm.