Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
7
r
I Ánægja og
I gleöi
I Augljóst er af lestri
Þjóövílans, að ekki eru
menn ó eitt sáttir innan
Alþýðubandalagsins um
lyktirnar i stjórnarmynd-
| unartilraunum Svavars
Gestssonar. Sú áhersla,
sem þeir Þjóöviljamenn
I leggja á að telja mðnnum
trú um, að Svavari hafi
gengið vel, er besta
sönnunin fyrir því, sem
I undir kraumar. Setningar
■ eins og þessi úr forystu-
grein blaðsins s.l. þriðju-
dag segja sína sögu: „Eft-
ir því sem Þjóðviljinn
kemst næst ríkir almenn
ánægja með stjórnar-
myndunartilraun Svavars
Gestssonar í Alþýðu-
■ bandalaginu og gildir það
jafnt um verklagið, inni-
haldið og niðurstöðuna.“
í sama tölublaði Þjóð-
viljans skrifar Svavar
Gestsson sjálfur langa
varnargrein og eins og
venja er í innbyrðis deil-
um kommúnista er hann
ekki lengi aö finna sína
Albaníu og tekur hún hjá
honum á sig mynd Þórar-
ins Þórarinssonar rit-
stjóra Tímans. Svavar
segir sem svo á einum
staö: „Þórarinn Þórar-
insson má hafa hvaöa
skoðun sem honum sýn-
ist á aðgerðum við að
mynda ríkisstjórnir, en
ég er ekki þeirrar skoö-
unar að rétt sé að mynda
meirihlutastjórn án þess
að um traustan sam-
starfsgrundvöll sefað
ræða.“ Merkilegt er, að
setning sem þessi skuli
koma úr penna manns,
sem var ráðherra í
síðustu vinstri stjórninni
undir forystu Ólafs Jó-
hannessonar og vildi láta
þá stjórn sitja sem alira
lengst.
Þarf engan að furða
þótt mikil ánægja og
gleði ríki yfir frammi-
stöðu Svavars Gestsson-
ar í Alþýðubandalaginu
og á Þjóðviljanum.
Hvaö er Svava
Jakobsdóttir
langt til hægri?
í forystugrein Þjóðvilj-
ans í gær sagði meðal
annars: „... og svo var
uppi hafður uggur um að
þarna væri til orðinn
vettvangur til að „móta
stefnu“ í íslenskum leik-
listarmálum. En það er
segin saga, að þegar
hægrisinnar heyra
nefnda stefnumótun á
sviöi lista, þó fer um þá
stór hrollur og finnst
þeim sem gammar
kommúnismans séu að
rífa í sig menningarrjúp-
una.“
Árni Bergmann ritstjóri
Þjóðviljans, höfundur
ofangreindra orða, semur
þau vegna þess að í
Lesbók Morgunblaðsins
var vitnað í þessi orð
Svövu Jakobsdóttur á Al-
þingi 5. mars 1979, þegar
rætt var um leiklistarlög:
„Það var aðallega þetta
orö „stefnumótun“, sem
menn töldu að ýmsu leyti
varhugavert að og festa í
lögum. Sjálf var ég þeirr-
ar skoðunar á sínum tíma
og er enn þeirrar skoðun-
ar. Ég held að bestu rökin
í því máli séu þau, að
orðið „stefnumótun“ get-
ur verið villandi vegna
þess að „stefna" er fag-
orð í listum. Við tölum
um raunsæisstefnu, róm-
antíska stefnu. Þess
vegna er fyllilega réttlæt-
anlegt að mínum dómi að
vara við því að festa í
lögum að leiklistarráð
skuli móta stefnu. Hugs-
ast gæti, að þetta yrði
skilið á þann veg, að
leiklistarráð ætti að ráða
því eða hafa áhrif á hvaða
tökum listamaöur, hvort
sem er rithöfundur eða
leikhúsfólk, taki við-
fangsefni sitt.“
Með þessari röksemd
lagði Svava Jakobsdóttir
þáverandi þingmaður Al-
þýðubandalagsins til, aö
orðið „stefnumótun“ væri
fellt úr lagagrein, þar
sem fjallað var um verk-
efni leiklistarráðs ríkisins
og var það samþykkt ón
mótatkvæöa. Nú er Svava
að vísu hætt á þingi fyrir
kommúnista, en ekki
hafa neinir utan raða
þeirra orðið varir við, að
hún hafi neitt það til saka
unnið, sem réttlæti það,
að sjálfur Árni Bergmann
kalli hana hægri sinna.
Það getur þó vel verið, að
Svava hafi einhvers stað-
ar í myrkviðum Alþýðu-
bandalagsins látið í Ijós
þá skoðun, að „gammar
kommúnismans séu aö
rífa í sig menningarrjúp-
una“. Hún þekkir þá af
eigin raun.
VANTAR ÞIG VINNU |nj
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl AUGLÝSIR UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINU
r Viö kynnum
einn nýjan
frá Póllandi
PULljNEZ
PDLDNEZI
er ovenju glæsilegur bill a otrulega goöu veröi eöa
aðeins frá kr. 4.200.000.-
KOMIÐ A BILASYNINGUNA UM NÆSTU HELGI
FIAT EINKAUMBOO A ÍSLAND!
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf
SlOUMÚLA 35. SfMI 85855.
ST JÓRNUN ARFRÆÐSL AN
irkar sem
að gerast
ar
>að þarf ekki
; Sheer Energy,
sokkabuxurnar,
i nudda fætur
morgni til
kvölds. Þú finnur áhrifin
strax og þau eru stórkostleg.
Þú finnur fyrir Sheer Energy nuddinu við
>ý- 'þverja hreyfingu, ogþaðsem meira
'I %r> Þ™ meira sem þú
/V 1». þess meira
nudd,
zr líður vel
Sheer
I jtfíJpP' ■ _ ^
alian daginn.
^ Wæturnir
eru þér 1
mikilvægir, hvers vegna ekki
að gera eitthvað
Gefðu þeim Sheer Energy,
sokkabuxurnar sem þú
finnur i Leggs standinum
1 næstu
df’W'
-
ilMnMÍM
HEER
ENERCY
TunguhiM 11, tM (2700
Bókfærsla I
Er bókhaldið í lagi?
Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös í Bók-
færslu I í fundasal félagsins aö Síöumúla 23 dagana
4.-7. febrúar nk. frá kl. 13.30—19.00 hvern dag.
Fjallað veröur um sjóöbókarfærslur, dag-
bókarfærslur og færslur í
viöskiptamannabækur.
Sýnt verður uppgjör fyrirtækja og rædd
ýmis ákvæöi bókhaldslaganna.
Skráning þátttakenda og nánari upplýs-
ingar hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930.
Leiöbeinandi: Kristján Aðalsteinsson.
viöskiptafræöingur.
BLÓMASTÓRISAR
Breidd cm
250
300
400
Verö kr.
18.045
20.812
26.300
Breidd cm
500
600
800
Verö kr.
31.880
37.260
48.020
SENDUM GEGN POSTKROFU
GARDINUHUSIÐ SF.
lönaöarhúsinu Sími 22235.