Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
13
Kvartett - tónleikar
Fjórðu tónleikar myrku músik-
daganna voru haldnir á Kjarvals-
stöðum og iék á þeim kvartett
undir stjórn Guðnýjar Guðmunds-
dóttur ásamt Mark Reedman,
Helgu Þórarinsdóttur og Carmel
Russill. Tónleikarnir hófust á
Hásselby-kvartettinum eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson. Kvartettinn er
saminn 1968 og var þá tímamóta-
verk fyrir okkur ísiendinga, bæði
hvað snertir stíl og gæði. Undir-
ritaður náði ekki inn í sali Kjar-
valsstaða í tæka tíð og heyrði
verkið því í gegnum upptökutæki
útvarpsmanna, sem er ekki alveg
það sama og að vera viðstaddur í
hljómleikasal. Annað verkið á efn-
isskránni var Movement, eftir
Hjálmar Ragnarsson, það er skil-
getið afkvæmi „akademískra"
vinnubragða, búið til úr einhverj-
um sérstökum tónaröðum. Þessar
tónaraðir voru fyrrum kölluð stef
og mynduðu kjarna þess er hlust-
andinn átti að skynja. Hafa þessar
tónaraðir einhverja merkingu fyrir
hlustandann, skynjar hann ferli
þeirra og ummyndanir, eins og
gerðist um stefin fyrrum, eða er
gerð verksins ekki það sem hlust-
andinn á að skynja? Þessar hugs-
anir fylgdu einnig hlustun þriðja
verksins á tónleikunum, Kvartett,
eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem
„skiptist í andstæða hluta (hæga og
þunga, hraða og létta)“ og einnig,
að „Ákveðin hljóðfallsmynstur
deilast sífellt milli hljóðfæranna
yfir samstæðum hljómasambönd-
um“ eins og segir í efnisskrá. Er
þetta það sem hlustandinn á að
skynja í tónlistinni og ekkert
annað, eða eru þett'a aðeins bygg-
ingarfræðilegir undirstöðuþættir,
er þjóna undir þá ætlan að búa til
tónverk, sams konar og reglur í
kontrapunkti og hljómfræði fyrr-
um, sem þá þjónuðu sem undirstöð-
ur þeirrar fagurfræði er tónsköpun
þá byggðist á. Ef dæminu er snúið
við og hætt er að einblína á
byggingarfræðilegar undirstöður
og reynt að skynja verkin sem
hljóðræna framvindu, mætti líkja
þröun tónverks við þróun hug-
mynda í orðræðu. Þær tónaraðir er
fyrrum voru kallaðar lag byggðust
á skyldleikatengslum tónanna, sem
fræðilega eru skilgreind í tónstig-
þróun óskilgreindra hugtaka, til
finningu, sem túlkuð er með hryn
og tónblæ alls konar. Ef túlkandi
markmið eru tekin út úr myndinni,
er spurningin sú hvort tónverk geti
haldið gildi sínu? Greinanlegt lag-
ferli gegndi því hlutverki, sem
annars var fólgið í markmiðum og
túlkun þeirra, en þegar lagferlið
eða steffrymið er orðið ógreinilegt í
gerð verksins, er skynjunin orðin
hrein tónræn upplifun, sem gerir
miklar kröfur til tækni höfunda og
flytjenda. Það er ljóst að tónsmíðar
ungu tónskáldanna, Hjálmars
Ragnarssonar og Snorra Sigfúsar
Birgissonar, samsvara þekkingu
þeirra og lærdómi, enda má heyra í
þeim margt er hefur verið iðkað í
smiðjum tónskálda síðustu 20 árin.
Það sem veldur þessari löngu
orðræðu hjá undirrituðum er
spurningin um það hvort þessi verk
séu aðeins stefna við einhver til-
tekin leikform, tóntiltektir, sem
stundum er erfitt að greina í
sundur (og þar með fylgja þróun
þeirra, hugsun verksins) og eigi
ekki annað erindi til hlustenda en
að vera óskilgreind hljóðræn upp-
lifun. I síðasta verkinu á þessum
tónleikum var flutt verk eftir
Sjostakovits, síðasti kvartettinn
hans. Án alls efa liggja til grund-
vallar því verki tónrænar athugan-
ir, en einnig má finna þar ýmislegt
annað, er ekki síður getur aukið á
áhrifamátt verksins en form þess
og gerð. Þetta er verk manns sem
gengið hefur langa leið er einn og á
sér engan viðmælanda nema
göngustafinn sinn. Aðkast og að-
dáun skiptir ekki- lengur máli, en
einsemdin, fóstruð í friðsæld
kyrrðarinnar, er brunnur þess
lífsvatns er hann býður fram og án
þess að vita hvað framundan er, er
hann sáttur við fortíðina, því hann
hefur brennt það kerti til ösku er
örlaganornirnar skenktu honum í
tannfé. Að loknu verkinu, sem líkja
má við smá hvíldarstund, tekur
hann staf sinn og heldur hljóður á
vit hins ókunna. Kvartett nr. 15
eftir Sjostakovits er stórkostlegt
uppgjör mikils listamanns, skap-
andi anda, er svarar skarkala og
skrumi heimsins með hljóðlátri
kveðju, lífssátt, er dvín til samlags
við eilífðina.
Flytjendur áttu þarna stóra
stund og fluttu þetta alvarlega
verk mjög vel. Væri það ekki
stórkostlegt verkefni fyrir íslensk-
an kvartett að flytja meira af
kammertónlist Sjostakovits, enda
er undirritaður sannfærður um að
Guðný og félagar hennar gætu gert
stórkostlega hluti í flutningi
nútímatónlistar, eins sannaðist
best fyrir nokkrum árum, er kvart-
ettinn flutti tónlist eftir Kodaly og
Bartok. T - í
Jon Asgeirsson.
Ursula Ingólfsson—Fassbind
Urs Schneider
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Smetana — Moldau
Mozart — Píanókonsert, K.V. 537
Tsjaikovsky — Sinfónía nr. 6
Einleikari: Úrsúla Ingólfsson
Stjórnandi: Urs Schneider
ÞAÐ er óhætt að fullyrða að
efnisskráin samanstendur af
einhverjum vinsælustu verk-
um tónbókmenntanna. Moldau
er eitt af sex tónaljóðum, er
Smetana kallar Föðurland
mitt og er meðal frægustu
hljómsveitarverka 19. aldar-
innar. Þrátt fyrir mikinn
hraða var verkið vel leikið.
Næsta verkefnið, Píanókon-
sert K.V. 537, sem gefið var
nafnið „Krýningarkonsert-
inn“, var fluttur af Úrsúlu
Ingólfsson. Konsertinn er fal-
leg tónsmíð og lét einleikarinn
hæga kaflann fallega, en fyrsti
kaflinn var bæði óviss í hraða
og gerð, sem ekki er vegna
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
tæknilegra veikleika, heldur
þessara óskilgreindu erfiðu
augnablika hljóðfæraleikar-
ans, sem ávallt vofa yfir. Að
öðru leyti var fallegur Moz-
art-blær yfir leik Úrsúlu Ing-
ólfsson.
Síðasta verkið, 6. sinfónían
eftir Tsjaikovsky, er meðal
sterkustu skáldverka tónbók-
menntanna. Það er talið að
höfundurinn hafi í raun og
veru upplifað innra með sér
þær geðsveiflur, sem verkið er
fullt af, að lítll munur hafi
verið á manninum sjálfum og
sumum verkum hans og í
þessu tilliti eigi hann margt
sameiginlegt með Beethoven í
síðustu verkum hans. Þessi
ógnarþungi tilfinninganna var
ekki rómantísk frásögn eða
túlkun, heldur einstaklings-
bundin tjáning og svo sönn, að
mörgum stendur ógn af þess-
um verkum og til að verja sig
gegn því að uppgötva sjálfa
sig, segjast margir ekki þola
Tsjaikovsky. Það sem ein-
kenndi að miklu ieyti stjórn
Urs Schneider var mikill
hraði. Margt var vel gert og
margt týndist, en þrátt fyrir
mikinn hraðar, fumkennt upp-
haf og nokkur slys, var fjórði
þátturinn áhrifamestur að
þessu sinni.
Jón Ásgeirsson
um.
Þegar tónskáld höfðu lært að búa
til lög innan ramma tónstiganna,
varð næsta stigið að finna nýja
tónstiga og síðan að blanda þeim
saman. Þannig varð tónlistin
flóknari og torkennilegri í hlustun.
Á þessu stigi höfnuðu tónskáld
öllum skyldleikatengslum tónanna
(tólftónakerfið) og tónninn varð
sjálfstætt, heyranlegt fyrirbrigði.
Fyrst framan af deildu tónlistar-
menn um þessa þætti, en eftir því
sem tónskáldum tókst að byggja
upp nýtt tónmál og ná valdi á
þessum nýja hugsunarhætti,
hljóðnaði andstaðan gegn
nýbreytni í blæbrigðum og tónferli.
En hvað er það þá sem heldur einu
tónverki saman, eða gefur því gildi
sem listaverk. Sumir hafa lagt
áherslu á það, að markmiðið með
gerð verksins hafi meira að segja
en bygging þess og aðrir telja
bygginguna aðalatriðið og nefna til
málsins tónlist Bach, sem er þá
aftur svarað, að þar sé byggingar-
tæknin aðeins hluti markmiðsins
en ekki einráð. Þrátt fyrir það að
afstaðan til blæbrigða og tengsla
tónanna hafi breyst, er framvinda
tónverka enn háð vinnutækni og
markmiðum og má allt eins kalla
þetta inntak verkanna, hugsun,
Gífurlegt úrval flauelsefna
Aðalstrceti 4