Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 16

Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðinemi: Fóstureyðingar — morð eða mannréttindi Það varð á vegi mínum ung kona nú fyrir skemmstu. Hún sagðist vita að ég væri einn af þeim mönnum, sem hafa brenn- andi andúð á fóstureyðingum. Hún kvaðst vilja ræða þessi mál við mig. Fátt gat glatt mig meira. Þessi kona renndi enn frekari stoðum undir grun minn um það, að fólkið í þessu landi hugsar kannski nóg um þessi mál, en talar of lítið um þau. Konan hélt að fóstureyðingarlöggjöfin í land- inu væri mun strangari en hún í raun er. Þess skal getið, að í stuttu máli leyfast fóstureyðingar af læknisfræðilegum ástæðum, ef um nauðganir er að ræða og af félagslegum ástæðum. — Ekki vissi ég að konur, sem eiga erfitt með að framfleyta börnum sínum eða treysta sér ekki af öðrum félagslegum ástæðum til að eiga þau, geti fengið fóstureyð- ingu, segir konan. Eg er viss um að mikill meirihluti íslenskra kvenna er andvígur þessu. Það á ekki að leysa félagsleg vandamál með fóstureyðingum, heldur á samfélagið að bera ábyrgðina og leysa þessi félagslegu vandamál, t.d. með aukinni fjárhagsaðstoð við einstæðar mæður. Hins vegar er ég viss um að það er til margt fólk hér, sem vill leyfa fóstureyð- ingar af öðrum ástæðum. Hvað segir þú um það? Hvað með konur sem eru haldnar geðsjúkdómum eða konur sem vitað er að gangi með þroskaheft börn? — Mig langar fyrst að segja það, segi ég, að ef hægt væri að réttlæta fóstureyðingar, skipti ekki máli í sjálfu sér hvort meirihluti kvenna og karla væri á móti þeim eða ekki. Það er hvort sem er alltaf minnihlutinn sem notfærir sér fóstureyðingarnar. Mikilvægur þáttur lýðraeðis er fólginn í því að gæta þess, að meirihlutinn nái ekki að kúga minnihlutann, einmitt í svona málum. Aðalatriðið er hins vegar það, hvort fóstureyðingar eru yfir höfuð réttlætanlegar og á því veltur, hvort þessi minnihluti á að fá fóstureyðingum framgengt. Þú spurðir um konur, sem gengju með sannanlega þroskaheft börn, eða konur sem væru með geðsjúk- dóma. Þegar við erum að skoða slíkar undantekningar, verðum við að gæta okkur á því að taka ekki um of mið af foreldrunum, heldur einnig að taka tillit til hinna verðandi barna. Fjórði hver maður á Islandi á við einhvers konar þroska- eða hreyfihömlun að glíma. Þetta er hátt hlutfall. Stór hluti þessa fólks fæddist í þennan heim með einhver af- brigðileg einkenni; líkamleg oft- ast, andleg stundum. Margt af þessu fólki á lífi sínu það að þakka, að þegar það fæddist var ekki til löggjöf sem fyrirbyggði, að það fengi að komast í heiminn. Þegar margt þetta fólk fæddist voru læknavísindin ekki heldur komin á það stig, að hægt væri að greina, hvort um afbrigðileika hjá fóstri væri að ræða. Nú er þetta fólk úti í þjóðfélaginu. Margt vinnur það þjóðnýt framleiðslu- störf. Og frá öllum þeim, sem ég þekki og geta kallast þroskaheftir, stafar ylur og innri styrkur, stundum meiri en maður á að venjast. Öll erum við sammála um að skapa þessu fólki sömu lífsskilyrði og alheilbrigðu fólki og sér þess víða merki í löggjöf. En hins vegar getum við, mörg okkar hinna heilbrigðu, ékki fallist á að þetta þroskahefta fólk eigi sömu rétt- indi til lífs og aðrir. Þetta sést best á því, að löggjöfin heimilar Urdráttur úr samtali móður með sannanlega þroskaheft barn að fyrirgera þessu lífi undan- tekningalaust! Hér er alvarleg veila í siðferðinu. Lífsrétturinn er frumréttur sérhvers einstaklings, síðan koma önnur réttindi á eftir. Og skyldur mannsins felast í því að varðveita þessi réttindi. Þeim skyldum hefur maðurinn nú brugðist. — Hálf er ég hrædd um, segir nú konan, að rauðsokkum finnist að konunni vegið með þessum orðum þínum, um að skylda kon- una til að eiga sín börn undan- tekningalaust. — Mig varðar ekki um athuga- semdir rauðsokka í þessu sam- bandi, segi ég. En þú talar eins og rauðsokkur séu einhverjir full- trúar kvenna á íslandi. Ekki veit ég hvaðan þær hafa það umboð. Sennilega hafa þær veitt það sjálfar. En vegna rauðsokka og reyndar fleiri aðila langar mig að geta þess, að hér eru á ferðinni aðilar, sem hafa kröfugerð að markmiði. I umfjöllun slíkra aðila gleymast oft allar skyldur, því eingöngu er horft í réttindin. Þetta er auðvitað þröngsýni. Og slíkri þröngsýni hættir oft til ábyrgðarleysis. Rauðsokkur heyr- ast t.d- halda því fram stundum, að konan eigi rétt á að ráða yfir líkama sínum sjálf. Ef það er almennur hugsunarháttur, að konan eigi að fá að ráða því sjálf, hvort hún fyrirgeri því lífi sem hún gengur með eða ekki, er algjörlega horft fram hjá því, að karlmaðurinn hefur oft ekki síðri tilfinningar til hins verðandi barns en konan. Auk þess skapast, í þessari hættulegu réttindaum- ræðu, hætta á því, að dragi úr þeirri ábyrgð sem ætti að fylgja kynlífi konunnar. Kynlífið verði að saklausum leik, þar sem fylgi- kvillunum, börnunum, sé bara eytt! Þetta getur endað á þann hroðalega hátt, að fóstureyðingar verði enn ein tegund af getnaðar- vörnum. Þarna erum við komin eins langt frá náttúrulegu eðli og mest má verða. Auk þess horfum við fram hjá lífsrétti barnsins, en það er það alvarlegasta. En við sumar rauðsokkur, og reyndar aðrar, sem stundum taka eigingjarna afstöðu til lífsins, myndi ég geta nefnt tvö eigingjörn rök, sem bæði mæla gegn fóstur- eyðingum, ef þetta fólk hefði neitað röksemdum mínum til þessa. Eitt er það, að mikill fjöldi kvenna virðist aldrei bíða þess bætur á sálarlífi sínu að hafa framkvæmt fóstureyðingu. Reyndar er erfitt að fá upplýs- ingar um þetta mál, en svona virðist það vera. Fóstureyðingin, sem í upphafi átti að leysa einhver vandamál konunnar, kallar oft yfir hana enn stórkostlegri vanda- mál; samviskubit yfir tortímdu lífi. Annað mætti nefna. Veru- legur hluti þeirra kvenna, sem lætur framkvæma fóstureyðingar, getur aldrei eignast barn framar, verður ófrjór. Þetta þykja sumum „nútímakonum" ef til vill léttvæg mótrök, þegar það sýnist verða æ algengara í okkar ónáttúrulega samtíma, að konur geri sig ófrjóar á jafn sjálfsagðan hátt og menn fara til tannlæknis. Mér skilst að þetta megi jafnvel gera án þess að eiginmaður fái þar nokkru um ráðið. Það versta sem kæmi fyrir þessar „nútímakonur" væri, að þær skildu við manninn sinn eða hreinlega misstu hann, kynntust síðan öðrum manni sem þær langaði að eignast með börn. Ýmisleg önnur ógæfa tengd ófrjóseminni gæti auðvitað hent þessar „nútímakonur". — Já, segir nú viðmælandi minn, mér finnst margt í heimin- um í dag benda til úrkynjunar og ég get að miklu leyti fallist á það sem þú segir, en þá dettur mér annað í hug. Nú getur það auðvit- að gerst, að konum sé misþyrmt af sterkari aðilanum, þeim sé nauðg- að. Hvað segir þú um það? — Jú, það er rétt. Löggjafinn Ólafur Sigurgeirsson, formaður Lyftingasambands íslands: Þátttaka í Ólympíuleikum liður i okkar stöðugu sjálfstæðisbaráttu Rétt um mánuður er síðan þjóðin hér norður við Dumbshaf fagnaði komu ársins 1980. Margir fögnuðu árinu á sama hátt og með sama hugarfari og öðrum árum hafði verið fagnað fram að þessu, aðrir fögnuðu því sem ári, sem lengi hafði einungis hillt undir í blámóðu fjarskans, en var nú Ioks orðið að veruleika. Ári þar sem okkar fremstu íþróttamenn áttu að uppskera fyrir sínar þrotlausu æfingar þátttökurétt í Ólympíu- leikum. Hjá erlendum íþróttamönnum er málum eins farið og hjá íslenskum. Ólympíuþátttaka er með háleitustu markmiðum og raunar grundvöllur æðsta draumsins, ólympíugulls. En íþróttamenn eru víst bara spila- menn eða taflmenn þeirra, sem valdataflið tefla í heiminum. Þeirra tilfinningar og vonir skipta gjarnan engu máli, ef teflt skal til sigurs. Ekki skipti það skæruliða PLO nokkru, er ísraelskir íþrótta- menn voru myrtir í Múnchen 1972, ekki skipti það ráðamenn Afríku- þjóða nokkru, er íþróttamönnum þeirra var sagt að sitja heima 1976, ekki skiptir það Carter Bandaríkjaforseta nokkru, er hann nú vegna íhlutunar sovét- manna í Afganistan æsir þjóðir heims upp í að láta íþróttamenn sína jarðsyngja vonir bundnar svita liðinna ára. Allt þetta var gert og er gert í pólitísku skyni og eitt ekki öðru verra að nokkru leyti, þó að manni finnist sem nú sé verið að fórna íþróttamönnum til að bæta úr ágöllum Sameinuðu þjóðanna, ágöllum sem öll stórveldi vilja viðhalda, þ.e. neitunarvaldi sínu. Þjóð Carters forseta ætti nú að minnast fordæmingar sinnar á tveimur bandarískum blökku- mönnum, sem notfærðu sér verð- launaafhendingu á Ólympíuleik- unum i Mexico 1968 til að mót- mæla innanríkismálum heima fyrir. Þá voru allir sammála um, að íþróttir og pólitík færu ekki saman. Mörg ár eru nú síðan þjóðir heims ákváðu að fela Sovétríkjun- um að halda Ólympíuleikana 1980. Ekki eru þó það mörg ár síðan, að öllum hafi ekki verið sú staðreynd ljós, að Sovétríkin eru stórveldi sem hikar ekki við að berja á nágrönnum sínum, ef þeim sýnist svo. Það sýndu þeir í Póllandi eftir stríð, í Ungverjalandi 1956 og í Tékkóslóvakíu 1968. Sovétmenn eru hvorki betri né verri í dag en þeir voru þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.